Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 57
(frn/> JSíGÍDaQM
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
OQOS TÁM .flS fflTOAOTITMMT’g
FIMMTUDAGUR 25. MAI 2000
57
ítrekuð villa í
HINN 11. maí 2000
ták ég fyrir og gagn-
rýndi að gefnu tilefni
skoðanir þær sem Páll
Bergþórsson veður-
fræðingur setur fram í
bók og blaðagrein um
siglingar forfeðranna á
N orður-Atlantshafi.
Hinn 13. maí 2000 svar-
ar Páll þessari gagnrýni
með útúrsnúningi frá
kjama málsins sem
fjallar um orðið dægur
og notkun þess í aigl-
ingafræði til foma. í
stað þess að útskýra fyr-
ir lesendum Mbl. hverj-
ar skoðanir hans eru á
orðinu fer hann yfir í þá villu að segja
að það séu 550 sjómflur á fomri sigl-
ingaleið á milli Noregs og Islands og
ítrekar þar með villutrú sína á þessu
foma orði. Vínlandsvilia Páls er gegn-
umgangandi í bók hans um landafundi
í Norður-Ameríku og er áberandi í
blaðagi-ein hans frá 27. aprfl 2000, en
þar segir Páll þetta: „Það voru sjö
dægurleiðir á skipum sögualdar-
manna milli Islands og Noregs. Það
sannar að menn sigldu 75-80 sjómílur
í dægri í miðlungssldlyrðum."
Það þarf ekki sigl-
ingafræðing til að sjá
skoðanavillu Páls í
þessu máli því hér er
vegalengdin á milli 560
sjómflur. Ég ætla að
skoða málið nánar og
sæki í bók hans sigl-
ingahraða upp á 6,5 sjó-
mílur á klukkustund.
Skip sem siglir eitt
dægur á 6,5 sjómflum á
klukkustund, siglir 156
sjómflur á dægri eða
1092 sjómílur á sjö
dægrum. Þetta verður
vegalengdin á milli ís-
lands og Noregs sam-
kvæmt sóldægurkerf;
inu eða sóleyktarkerfmu forna. í
tilfelli Páls siglir skip 80 sjómflur á
dægri og er ganghraði þess því 3,3
sjómílur á klukkustund sem er ekki
mikill hraði á víkingaskipi hvort sem
það er knörr eða langskip. Þetta er
hrópleg mótsögn við þá fullyrðingu
hans að skip gangi 6,5 sjómflur á
klukkustund. Þessi skoðanavilla Páls
verður þess valdandi að allar stað-
setningar hans á skipum forfeðranna
í Ameríku eru rangai- í bók hans. I
grein minni frá 11. maí 2000 hélt ég
Guðbrandur
Jónsson
V ínlandsgátu
Siglingar
Það þarf ekki siglinga-
fræðing, segír
Guðbrandur Jónsson,
til þess að sjá skoðana-
villu Páls í þessu máli.
því fram að vegalengdin á hinni fornu
siglingaleið Noregur-ísland væri
1150 sjómílur. Það er þannig fundið
út að skip siglir á söguöld frá Noregi
til Hjaltlands, suður fyrir Færeyjar
og þaðan yfir að Eyri við Ölfusá.
Þetta er dregið upp á viðurkennt
siglingakort. Það er mér hulin ráð-
gáta hvernig Páll Bergþórsson fær
þessa vegalengd til að vera 550 sjó-
mflur.
Páll Bergþórsson gerir ekki grein
fyrir því gagnvart lesendum Mbl. eða
þeim sem eiga bók hans hvar dæg-
urskipti verða í ætluðu 12 tíma
dægri. Er það á milli austurs og vest-
urs eða á milli norðurs og suðurs!
Hér sýnist mér svo að það vanti nótt í
hugarheim Páls Bergþórssonar veð-
urfræðings. Á meðan svo er má ætla
að heimsmynd Páls í bók hans sé
hvorki meira né minna en 730 dagar í
ári. Þannig verða sumir eldri en aðr-
ir. Er það nema von um að um mis-
skilning sé að ræða á milli manna í
nútíma upplýstu samfélagi. Páli
Bergþórssyni verður ekki að ósk
sinni um að ég bíði með gagnrýni á
bók hans „Vínlandsgáta" hin síðari
eða grein hans „Vínlandsvilla", en ég
lofa Páli því að fróðir menn og kenn-
arar í siglingafræði eiga eftir að
undrast með mér yfir miðaldavillu
Páls um að dægrið geti verið 12 tímar
eins og Páll heldur fram í nýrri bók
sinni „Vínlandsgátan“ sem nú er að
koma út á ensku og þá verður ekki
hlegið á landsvísu heldur á heimsvísu
að miðaldavillu Páls. Þá sjá allir í
heimi hér að jörðin er flöt hjá íslensk-
um veðurfræðingi á gervihnattaöld.
Páll Bergþórsson á ekki að hringj^
í þá sem rita greinar í Mbl. snemma-'
morguns og hafa uppi hótanir. Slíkur
hroki er lítilsvirðing við alla þá sem
hafa aðrar skoðanir og eru Páli
ósammála um staðreyndir í siglinga-
sögu íslands til forna en Páll ekki
sér. Þar þarf engu að breyta eins og
Páll gerir í bók sinni „Vínlandsvill-
an“, sem nú er að koma út á ensku, til
að ná fram ímyndaðri niðurstöðu.
Bók Páls er móðgun við siglingasögu
I slands til forna og er til smánar fyrir
íslenska sjómenn og flugmenn sem
allir nota 24 tíma í dægri til að geta
ferðast yfir dægurbaug á flugvélum m
og skipum.
Höfundur er þyrluflugstjóri.
Maestro
ÞITT FE
HVARSEM
ÞÚ ERT
Við erum í okkar arlegu ferð um landið með nokkra af okkar bestu og vinsælustu bílum.
Við verðum á Húsavik um helgina. Nýttu tækifærið. Komdu og prófaðu bfla af bestu gerð.
Húsavík
Laugardaginn 27. maí kl. 10-16
Sunnudaginn 28. maí kl. 12-16
Bílaleiga Húsavíkur, Garðarsbraut 66
Allar nánari upplýsingar: Bflaleiga Húsavíkur, sími 4641888
Land Rover Discovery
Land Rover Defender
Land Rover Freelander
BMW Compact
Renault Scénic
Renault Laguna
Renault Mégane Break
Renault Mégane Classic
Hyundai Starex
Hyundai Accent
Hyundai Sonata
RENAULT HYUnDni