Morgunblaðið - 25.05.2000, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 59
Austurbæj arskólinn
NÚ á 70 ára afmæli
Austurbæj ar skólans
minnist ég veru minnar
þar frá bjnjun, 7 ára
gömul árið 1988.
Kennari okkar var
Stefán Jónsson og bekk-
urinn E-bekkur. Stefán
minn, sögðum við og
enginn var honum
fremri né betri í okkar
augum.
Allar vísurnar eftir
hann sem hann kenndi
okkur, t.d. Guttavísurn-
ar; ekki var laust við
maður væri svolítið
montinn að eiga Stefán.
Sögurnar hans voru í
miklu uppáhaldi og eignaðist ég
fljótt t.d. Skóladaga og Vini vorsins.
Einhvern veginn fannst mér alltaf
Stefán vera Hjalti litli, en sögurnar
um Hjalta litla las hann í útvarpið
fyrir mörgum árum, með sinni
minnisstæðu rödd, svolítið hvellri,
en sem hljómaði sér-
lega fallega. Ólatur
var Stefán að fara
með okkur í leiki í frí-
mínútum.
Austurbæj arskól-
inn var og er mjög
fullkominn skóla-
bygging. T.d. bíósal-
urinn þar sem við
vorum í söng hjá Jó-.
hanni Tryggvasyni.
Þar voru haldnar
leiksýningar, t.d. í
sambandi við jólin.
Söngleikur var einu
sinni æfður og sýndur
og hét hann Arstíð-
irnar. Ekki veit ég
eftir hvern en smá vísuparti man ég
eftir sem var svona: Lundabaggi,
lungu og svið, lifrarpylsa og blóð-
mör.
Kennslueldhús var stórt og full-
komið. Fengum við stelpurnar
„matreiðslu" í tvo vetur en hvað
Skólaminningar
Austurbæjarskólinn var
og er, segir Hallfríður
Georgsdóttir, mjög full-
komin skólabygging.
strákarnir fengu í staðinn veit ég
ekki.
Sér teiknistofa var og kennari
okkar listakonan Valgerður Briem.
Tímarnir hjá henni voru aldrei nógu
langir.
Einnig var sérstök náttúrufræði-
stofa sem Jón kennari frá Flatey sá
um.
Leikfimisalurinn var mjög full-
kominn á þessum tíma. Unnur
kenndi okkur stelpunum og sat hún
oft við píanóið og spilaði „Öxar við
ána“ á meðan við gengum í röð um
salinn. Stundum kallaði hún: Gangið
Hallfríður
Georgsdóttir
E-bekkur Stefáns Jónssonar. Efsta röð frá vinstri: Guðjón, Tómas, Árni, Aðalsteinn, Björn, Gunnar, Rafn og
Karl. Næstefsta röð frá vinstri: Inga, Málfríður, Svanborg, Sigríður Marta, Pálína, Sjöfn, Sigríður, Aðalheiður,
Bergþóra, Anna og Halla. Næstneðsta röð frá vinstri: Hulda, Ingibjörg, Kristín, Hrafnhildur, Jenný, Unnur og
Ingunn. Neðsta röð frá vinstri: Rafn, Jón, Magnús, Ingvar og Örn. A myndina vantar Unni Bjamadóttur.
70 ára
ekki eins og skessur stelpur, gangið
eins og ég!
Sundlaugin er minnisstæð, heit
og góð. Jón Ingi og Vignir kenndu
sund. Vignir var með langt bambus-
prik og potaði í okkur ef við gerðum
ekki rétt.
Ljósastofa var í skólanum sem
skólahjúkrunarkonan sá um. Þeir
sem þóttu ekki nógu hraustlegir
fóru í Ijósaböð. Má vera að allir hafi
farið í ýós einhvem tímann.
Ekki má gleyma lýsinu sem var í
könnu uppí glugga. Við stóðum í röð
við kennaraborðið og Stefán hellti
sopa uppí okkur.
Einhverja vetur fengu allir 1 pela
af mjólk. Oft voru stútarnir brotnir;
þá þurfti að gæta þess að skera sig
ekki þegar sopið var á.
Skólastjóraíbúð var í skólanum
þar sem Sigurður Thorlacius bjó
með sína fjölskyldu. Eftir lát Sig-
urðar tók Arnfinnur Jónsson við.
Þarna voru tveir öðlingsmenn.
Húsvarðaríbúð var í kjallara og
man ég eftir Lúter Hróbjartssyni
sem þar bjó. Svo voru gangaverðir,
t.d. Valgeir sem hringdi bjöllunni
vinstra megin sem var okkar inn-
gangur.
Gott bókasafn var líka í skólanum.
Athyglisvert er hve mörg skáld
og rithöfundar kenndu við skólann
fyrir utan Stefán; Gunnar M. Magn-
ús, Sigurður Helgason, Margrét
Jónsdóttir, Jón Þórðarson o.fl. o.fl.
Margt er ótalið sem vert væri að
rifja upp, en læt hér staðar numið.
Kveðja til bekkjarsystkina í E-
bekknum hans Stefáns Jónssonar,
Höfundur er húsmóðir {Mosfellsbæ
og fyrrverandi nemandi f Austur-
bæjarskólanum.
Ármúla 40 ■ Simar 553 5320 / 568 8860
www.mbl l.is
apotek
bar • grill
Austurstræti 16
Stmi: 5757 900
A
A
A
4
4*
r
r
Yið höfum
v
i sumar
f rá kl. 10.00 - 21.00
á fímmtudögum!
/(l'IAfltAA
Þ fl R 5 E M yil J fl R T fl Ð S L fE R
UPPLÝSINGASÍMI S88 7788 SKRIFSTOFUSÍMI 568 9200