Morgunblaðið - 25.05.2000, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 67
FRETTIR
w w w .! ii iuI n b a n k:
Hreinsun-
ardagar í
Hafnarfírði
HREINSUNARDAGAR verða í
Hafnarfirði 27.- 28. maí og 3.- 4. júní.
Helgina 27.- 28. maí verður bærinn
norðan við Læk hreinsaður, þ.e. sá
hluti sem markast af Lækjargötu og
Reykjanesbraut, t.d. Tjarnarbraut,
Alfaskeið, vesturbær og norðurbær.
Starfsmenn bæjarins munu þá fjar-
lægja þann garðaúrgang sem settur
hefur verið út fyrir lóðarmörk í pok-
um mánudaginn 29. og þriðjudaginn
30. maí.
Helgina 3.- 4. júní er komið að Set-
bergshverfi og bænum sunnan við
Læk, t.d. Kinnarnar, Hringbrautin
og Holtið. Starfsmenn bæjarins
munu þá fjarlægja þann garðaúr-
gang sem settur hefur verið út fyrir
lóðarmörk í pokum mánudaginn 5.
og þriðjudaginn 6. júní.
Sorppoka verður hægt að fá gegn
vægu gjaldi í áhaldahúsinu við Flata-
hraun.
Jarðfræði-
og skoðunar-
ferð um
Reykjanes
FARIÐ verður í jarðfræði- og skoð-
unarferð laugardaginn 27. maí með
Ara Trausta Guðmundssyni um
Reykjanesskagann á vegum Mið-
stöðvar símenntunar á Suðurnesj-
um. Farið verður á áhugaverða staði
eldvirkni, eldstöðva, hrauna og há-
hita og breytileg ásýnd umhverfisins
skoðuð.
Rúta fer frá Kjarna v/FIughótel,
Hafnargötu 57, Reykjanesbæ, kl. 9.
Komið verður aftur milli kl. 16 og 17.
Öllum er heimil þátttaka. Verð 2000
kr. Gott er að hafa nesti með í för.
Skráning fer fram hjá Miðstöð sí-
menntunar á Suðurnesjum eða á
heimasíðunni www.mss.is. Þeir sem
eru skráðir hafa forgang.
www.mbl.is
SPEEDO.
NANOQ+
-itffö er&sforun,!
Foldaskóli verður tilrauna-
skóli fyrir Ritþjálfa
SAMNINGUR var undirritaður í
Foldaskóla í síðustu viku um að
skólinn yrði tilraunaskóli fyrir Rit-
þjálfann, íslensku kennslutölvuna
frá Hugfangi, sem notuð er til að
kenna grunnskólanemendum byrj-
unaratriði tölvuvinnslu. Forrit Rit-
þjálfans kenna fingrasetningu, vél-
ritun og ritvinnslu en einnig býr
tækið yfir spurningaforritinu
Spyrli, sem leggur verkefni í öllum
bóklegum greinum fyrir nemend-
ur, segir í fréttatilkynningu.
Þróunarsamningurinn felur í sér
að Hugfang prófar ný verkefni fyr-
ir Spyril Ritþjálfans með nemend-
um Foldaskóla og gerir breytingar
á þeim í samræmi við niðurstöður
prófanna. Samningurinn mun ekki
síst nýtast við prófun stafsetning-
arverkefna sem Þróunarsjóður
grunnskóla fyrir hönd mennta-
málaráðuneytisins styrkir Hug-
fang til að semja og prófa.
Þúáttgóöa
möguleika
efþú velur
Forgjöffyrir
26. maí!
Viðar Ágústsson, framkvæmdastjdri Hugfangs og Ragnar Gíslason,
skólastjóri Foldaskóla, undirrita samninginn.
Grjóthálsi I
Sími 575 1225/26
Stökktu til
Benidorm
6. júní
frá kr.
24.955
Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm 6.
júní á hreint ótrúlegum kjörum. Þú bókar núna og tryggir þér síðustu
sætin í sólina í júní. 4 dögum fyrir brottför hringjum við svo f þig og
látum þig vita hvar þú gistir. Sumarið er komið á fulla ferð, 30 stiga
hiti alla daga, og þú getur valið um úrval spennandi kynnisferða með
fararstjórum Heimsferða.
Verð kr.
24.955
Verð kr.
44.990
M.v. hjón með 2 böm, 7 nætur, 6. júní
M.v. 2 í stúdíó/íbúð, 2 vikur, 6. júní
Verð kr.
34.990
M.v. 2 í stúdíó/íbúð, vikuferð, 6. júní
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Fjárfestu á hlutabréfamarkaði án þess að taka áhættu
FORGJOF
Þú getur ekki tapað
Sölutímabil 4.-26. mai
Eananaop.ö Mttiiis
Landsbankinn