Morgunblaðið - 25.05.2000, Page 72

Morgunblaðið - 25.05.2000, Page 72
72 FI.MMTÚDAGUR 25. MAÍ 2000 MORGÚNBLAÐIÐ BRIDS llmsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni BSÍ 2000 Síðasti skráningarfrestur í bikar- inn er föstudagur 26. maí. Dregið verður í 1. umferð bikarsins í sumar- bridsi á föstudagskvöld. Kjördæmakeppni BSÍ Kjördæmakeppnin verður haldin í Reykjanesi við ísafjarðardjúp um hvítasunnuhelgina. Formenn svæða- sambandanna og skrifstofa BSÍ veita allar nánari upplýsingar. Svæða- stjómir eiga að skila inn nafnalistum í síðasta lagi mánudaginn 29.maí. HM í parasveitakeppni Heimsmeistarmót í parasveita- keppni verður spilað í annað sinn 5.-9.september nk. í Maastricht í Hollandi, en þar er Ólympíumótið einnig spilað. Mótið er öllum opið og athygli vakin á því að sveitarfélagar þurfa ekki að vera af sama þjóðerni. Islendingar hafa titil að verja, en á Ól- ympíumótinu á Rhodos 1996 sigraði íslensk/bresk sveit skipuð Aðalsteini Jörgensen, Birni Eysteinssyni, Jóni Baldurssyni, Ragnari Hermannssyni, Heather Dhondy og Liz McGowan. Sveit Sigfiisar Þórðarsonar bikarmeistari Suðurlands ÚRSLITALEIKURINN í bikar- keppni Suðurlands var spilaður 21. maí sl. Sveit Sigfúsar Þórðarsonar spilaði gegn sveit Þórðar Sigurðsson- ar og sigruðu hinir fyrmefndu með 154 stigum gegn 115. Sveit Sigfúsar Þórðarsonar er því Bikarmeistari Suðurlands árið 2000. I sigursveitinni spiluðu Sigfús Þórðarson, Gunnar Þórðarson, Brynj- ólfur Gestsson, Auðunn Hermann- sson og Guðmundur Theodórsson. I sveit Þórðar spiluðu, Þórður Sigurðs- son, Gísli Þórarinsson, Sigurður Vil- hjálmsson, Guðmundur Gunnarsson, Júlíus Sigurjónsson og Sigurður Hjaltason. í undanúrslitunum sigraði sveit Sig- íúsar Þórðarsonar sveit Garðars Garðarssonar með 128 stigum gegn 84 og sveit Þórðar Sigurðssonar, Sel- fossi, vann sveit Össurar Friðgeirs- sonar, Hveragerði, með svipuðum mun í hinum undanúrslitaleiknum. Fjör í sumarbrids á föstudaginn Föstudagskvöldið 19. maí var spil- aður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 20 para og urðu þessi pör efst: (Meðalskor 216): NS GylfiBaldurss.-SteinbergRíkarðss. 274 Baldur Bjartmss. - Steindór Ingimundars. 249 Þórður Jörundsson-Friðrik Jónsson 244 RafnThorarensen-GuðniIngvarsson 234 AV Harpa Fold Ingólfsd. - Guðl. Bessason 260 JóhannStefánss.-StefaníaSigurbjd. 259 Jörundur Þórðars. - Hrafnhildur Skúlad.234 Guðm. Sigursteinss - Eggert Bergsson 219 Að loknum tvímenningi var brydd- að upp á nýjung, Monrad-sveita- keppni, og tóku átta sveitir þátt í henni. Spilaðar vora þijár umferðir og varð staða efstu sveita eftirfar- andi: Dam'el Már Sigurðsson (Heiðar Sigmjóns- son, Ámi Hannesson og Ormarr Snæbjöms- son) 62 stig Hrafnhildur Skúladóttir (Jörundur Þórðar- son, Stefanía Skarphéðinsdóttir, Aðalsteinn Sveinsson) 58 stig Gylfi Baldursson (Steinberg Ríkarðsson, Jón Stefánsson,TorfiAsgeirsson) 53 stig Sunnudagskvöldið 21. maí var spil- aður Howell-tvímenningur. Meðal- skor var 84 og varð þetta lokastaðan: NS ErlingurSverriss.-BjömFriðrikss. 109 Halldór Guðjónsson - Leifur Aðalsteinss 101 JónV. Jónmundss.-ÞorvaldurPálmas. 97 Halldóra Magnúsd. - Guðlaugur Bessason95 Spilað er öll kvöld nema laugar- dagskvöld, alltaf byijað klukkan 19:00. Spilastaður er Þönglabakki 1, húsnæði Bridssambandsins. AUir eru velkomnir, lögð er áhersla á létt og skemmtilegt andrúmsloft og hjálpað er til við myndun para. Fyrirtæki og nýsköpun erlend samskipti Fundurinn, ætlaður litlum og meðalstórum fýrirtækjum sem hafa áhuga á erlendu samstarfi við lausnir á tæknilegum vandamálum og nýsköpun, verður haldinn í Versölum, Hallveigarstíg 1, þriójudaginn 30. maí kl. 8.00 tiL 9.30. Eftir fundinn er boðið upp á viðtöL við ráðgjafa sem þekkja umsóknarferLið i fyrirtækjaáætlunum ESB Dagskrá: Staður: Versatir, HaLlveigarstíg 1, kjalLara Tfmi: Þriðjudaginn 30. mai nk. frá kL. 8.00 til 9.30 8.00 Fyrirtækjaáætlanir ESB um stuðning við hugmyndir að nýsköpun - Umsóknarstyrkir (stuðningur við gerð umsókna 2,1 m. kr.). - Samstarfsverkefni (framlög til kaupa á tækniLausnum 20-140 m. kr.) - Reynsla af þátttöku ísLendinga í umsóknum tiL ESB Ragnheiður Héðinsdóttir, Samtök iðnaðarins, Pétur Pétursson Innlendur stuðningur við fyrirtæki sem sækja um í fyrirtækjaáætlun ESB - Fjárhagslegur stuðningur vegna umsókna (umsókna- og ferðastyrkur 350 - 550 þús. kr.) - Fjármögnun verkefna - Aðstoð við gerð umsókna Hjördís Hendriksdóttir, Rannís Gisti Benediktsson, Nýsköpunarsjóóur atvinnulífsins Elisabet Andrésdóttir, Aflvaki hf 9.30 Einkaviðtöl fyrirtækja við sérfræðinga á eftirfarandi sviðum: • Forsendur umsókna ■ Innlendur stuðningur vió umsóknir ■ Innlend ráðgjöf við umsóknir ■ Innlend fjármögnun á nýsköpunarverkefnum Þátttaka er ókeypis, vinsamlega tilkynnið hana til RANNÍS í síma 515 5800. Eftirtaldir standa að fundinum: Aflvaki hf Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins Byggðastofnun, þróunarsvið RANNIS Hringur hf Samtök iðnaðarins Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Útflutningsráð íslands Hörður Jónsson, ráðgjafi ÍDAG VELVAKAIVDI Svarað í sima 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kjör eldri borgara ÉG get ekki lengur orða bundist. Nú hef ég starfað við og aðstoðað eldri borg- ara þessa samfélags í sjö ár og mér líst ekki á. Þetta er fólkið sem lagði grunninn að því samfélagi sem við búum við í dag. Og hvemig komum við fram við þau? Margir þeirra eiga varla til hnífs og skeiðar í dag. Hvað er það sem við vilj- um? Viljum við að ömmur okkar og afar eða mömmur okkar og pabbar þurfi að velta fyrir sér hverri krónu, að þau þurfi að velja á milli þess að borða góða máltíð eða gefa barnabörn- um sínnum afmælis- eða jólagjöf. Víða er ástandið þannig hjá eldri samfélags- mönnum okkar. Hvað erum við að gera? Jú, við erum að svipta þetta fólk æru sinni. Þetta er fólkið sem búið hefur í hag- inn fyrir okkur hin sem yngri erum. Þetta er fólkið sem getur ekki farið út og unnið sér inn aukapening efþað vantar. Þetta er fólkið sem verð- ur að láta sér nægja þann aur sem skammtaður er af Tryggingarstofnun eða, ef þau era lánsöm, þann aur sem þau fá frá lífeyrissjóð- um sem þau hafa borgað í. Nú er það þannig að margir af okkar eldri borg- urum, og þá sérstaklega konur, hafa ekki verið í neinum lífeyrissjóðum. Þær hafa verið bundnar yf- ir börnum eða unnið við láglaunastörf sem ekki kröfðust þess að borgað væri í neina sjóði. Þessir einstaklingar lifa við fá- tækramörk í dag. Mér finnst vera skömm að þessu. Af hverju er til dæmis verið að taka skatta af þeim litlu tekjum sem þetta fólk hefur frá Tiygg- ingastofnun, eru þessir ein- staklingar ekki búnir að borga sína skatta, á að margskatta þetta fólk? Þetta er fólkið sem við eig- um að virða. Þetta er fólkið sem byggði upp þjóðfélag- ið. Þetta er fólkið sem á að eiga áhyggjulaust ævik- völd. Sjúkraliði. Tapað/fundið Silfurtertuhnífur/- spaði tapaðist Silfurtertuhnífur/-spaði af gerðinni Renæs’sance tap- aðist íyrir um það bil tveim- ur árum. Skaftið er allt út- skorið og er hann merktur með nafninu Þórdís Björnsdóttir. Tertuhnífur- inn/-spaðinn er ættargrip- ur og er eigandanum afar kær. Ef einhver kannast við að hafa hann í fórum sínum eða veit hvar hann er niðurkominn, vinsamlegast hafið samband í sima 566- 6707 eða 898-6707. Brúnn barnaskór fannst í Fossvogi BRÚNN barnaskór frá Steinari Waage númer 22 fannst í Fossvogi föstudag- inn 19. maí sl. Upplýsingar í síma 553-8543. Hvítur fótbolti tapaðist HVÍTUR fótbolti með rauðu Nike merki tapaðist á leikvellinum við Engja- smára í Kópavogi um pásk- ana. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 554- 4754. Kringlótt plastborð tapaðist HVÍTT kringlótt plastborð hvarf úr garði við Dalaland í Fossvogi. Ef einhver veit hvar borðið er niðurkomið, vinsamlegast hringið í síma 553-3065. Grá borvélataska tapaðist GRÁ borvélataska datt aft- ur úr sendibíl á leiðinni frá Austurbrún 31 að Borgar- túni 2. Skilvís fmnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í sima 894- 4656. Svart peningaveski tapaðist SVART peningaveski tap- aðist á Café Amsterdam laugardagskvöldið 20. maí sl. I veskinu voru öll skilríki og ökuskírteini. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Berglindi í síma 692-2616. Svartur ullarfrakki tekinn í misgripum SÁ sem tók í misgripum svartan ullarfrakka úr fata- henginu á Gauki á Stöng síðastliðið föstudagskvöld (19.05) er vinsamlegast beðinn um að hafa sam- band í síma 863-9779, hafi hann áhuga á að koma hon- um til rétts eiganda. Dýrahald Mjög vel upp aldar læður fást gefíns ÞRJÁR mjög vel upp aldar læður, tveggja og hálfs mánaða gamlar, fást gefins á góð heimili. Upplýsingar í síma 553-0939 eftir kl. 20. Fress óskar eftir heimili 2JA ára fress, mjög falleg- ur, svartur með gul augu, geltur, óskar eftir heimili vegna ofnæmis á heimili. Upplýsingar í síma 564- 0008 eftir kl. 18. Morgunblaðið/Aðalheiður Þessir duglegu krakkar, sem allir eiga heima á Hellu, héldu nýlega tombólu til styrktar Rauða krossi fslands og söfnuðu alls 6.153 kr. sem áreiðanlega eiga eftir að koma sér vel í starfi samtakanna. Efri röð f.v. Sóldi's H. Sigurgeirsdóttir, Bjöm Traustason, Eva Amarsdóttir, Lóa Dagmar Smáradóttir. Neðri röð f.v.: Eva Yr Sigurð- ardóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Guðbjörg Sandra Guð- jónsdóttir, Anton K. Pétursson og Salka Jóhannsdóttir. COSPER Víkveiji skrifar... NÚ ER sá tími ársins þegar fólk hugai’ að umhverfi sínu. Rusl, sem safnast hefur fyrir á lóðum yfir veturinn, er hreinsað, garðurinn er tekinn í gegn, gert við girðingar og hugað að því að mála húsið að utan. Fyrir flesta er þetta eðlilegur hluti af því að eiga húsnæði. Víkverji er einmitt nýbúinn að taka til í garðin- um og hefur tínt allt rusl, talsvert út fyrir lóðamörk. Eins og gengur er fólk misduglegt að taka til í kringum sig og hirða um eignir sínar. í nágrenni Víkverja er hús sem sker sig algerlega úr hvað almenna umhirðu varðar. Húsið hef- ur ekki verið málað í mörg ár, ef ekki áratugi. Timburverk er brotið. Girð- ingin er í algerri niðurníðslu. Garð- urinn blasir ekki við götunni, en Vík- verji var á gangi um hverfið fyrir nokkram dögum og þá blasti hreint ótrúleg sjón við augum. í garðinum ægir saman alls kyns hlutum. Þar era barnaleikföng innan um bfla- varahluti og ýmislegt annað drasl. Það sem vakti þó mesta athygli Vík- verja var steypuhrærivélin sem kannski bar vitni um góðan ásetning eiganda um að hann hafi einhvern tímann ætlað sér að laga skemmdir á húsinu. Eins er ekki hægt að segja annað en að húseigandinn hafi ein- hverja þörf hjá sér til að skreyta hús- ið því að utan á því hangir ljómandi falleg jólasería. Sú spurning vaknaði í huga Vík- verja hvort borgaryfirvöld hafi ekki einhver tæki til að skylda borgarbúa til að taka til hjá sér og sinna eðlilegu viðhaldi á húsum. Augljóst er að í þessu tiltekna tilfelli hefur þessu ekki verið sinnt og húseigandinn hef- ur hunsað allar kröfur borgarinnar um úrbætur, hafi þær yfirleitt verið gerðar. Það er einnig jafnaugljóst að hörmulegt útlit á þessu húsi hefur áhrif á fasteignaverð á þeim húsum sem næst því liggja. Sem betur fer býr Víkverji ekki mjög nálægt þessu húsi, en hann vorkennir hins vegar nágrönnum sem þurfa að horfa upp á steypuhrærivél og jólaséríu út um eldhúsgluggann. xxx ORFINNUR Ómarsson, fram- kvæmdastjóri Kvikmynda- sjóðs, sagði á kvikmyndahátíðinni í Cannes að hann héldi að íslendingar gerðu sér almennt ekki grein fyrir hvað Björk Guðmundsdóttir væri mikil stjarna í heimi kvikmynda og tónlistar. Þetta er sjálfsagt rétt. Björk er hreint ótrúlega vinsæl og er án efa þekktasti íslendingur sem uppi hefur verið til þessa. Víkverji var nýlega á ferðalagi erlendis og hitti þá vel menntaða konu sem er í góðu starfi. ísland barst í tal og hún kvaðst aðeins þekkja einn íslending með nafni, Björk. Þetta gildir öragg- lega um mjög marga. Björk nýtur virðingar í tónlistarheiminum fyrir frumlega tónlist og sérstakan flutn- ing. Sigur hennar í Cannes fyrir leik í kvikmyndinni „Dancer in the Dark“ vekur enn meiri athygli á henni. Lík- legt má telja að við höfum aðeins séð upphafið að því sem koma skal varð- andi þessa kvikmynd því hún er enn ekki komin í almenna dreifingu og tónlist Bjarkar í myndinni er enn ekki komin út. íslendingar fyllast eðlilega stolti yfir velgengni Bjarkar. En því má heldur ekki gleyma að Björk hefur lagt mikla vinnu í tónlistina og kvik- myndina og eins og fram hefur kom- ið hefur þetta á stundum verið erfið og sársaukafuli vinna. Því meiri ástæða er til að gleðjast yfir árangrinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.