Morgunblaðið - 25.05.2000, Síða 78
78 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Kristinn
Anna Hjartardóttir, Bryndís Nielsen, Haukur Agnarsson og Fanney Karlsdóttir eru að
skipuleggja líflega dagskrá við Háskólann.
ann,“ segir Haukur. „Þar verður
menningar- og skemmtidagskrá
stúdenta."
Dagskráin byrjar í kvöld kl. 21 á
opnunarhátíð þar sem Túbuleik-
arafélag efnafræðinema og Jazz-
tríó troða upp. Á staðnum eru seld-
ar veitingar í léttari og þyngri
kantinum og verður tjaldið opið til
23:30 annað kvöld en talsvert fram
yfir miðnætti á föstudags- og laug-
ardagskvöld.
Á dagskránni eru ýmsar upp-
ákomur og má þar helst nefna Læð-
urnar, Fítón jóðsjúkra kvenna,
Ádeiludúettinn, Stúdentaleikhúsið,
uppistand, ljóðalestra og stutt-
myndasýningar.
Mörg líf
• Háskólans
í TILEFNI þess að Reykjavík er ein
af menningarborgum Evrópu árið
2000 skipuleggja stúdentar, í sam-
starfi við Háskóla íslands, menn-
ingar- og fræðihátíð frá deginum í
dag fram á sunnudag. Dagskrá
stúdenta er tvískipt, annars vegar
er menningar- og skemmtidagskrá
í stóru tjaldi fyrir framan Aðal-
byggingu Háskólans og hins vegar
standa stúdentar fyrir ráðstefnu
•um framtíð Reykjavíkurborgar.
Framtíð Reykjavíkur
„Þetta er hluti af verkefni Há-
skólans, sem heitir „Opinn há-
skóli“,“ segir Haukur Agnarsson,
dagskrárstjóri Stúdentalifs. „Núna
er í gangi fyrilestraröð sem heitir
„Líf í borg“ þar eru um hundrað
fyrirlestrar sem fjalla um lífið í
borginni. Dagskráin liggur fyrir á
öllum Olís-stöðvum, í handhægum
bæklingi. Hluti stúdenta heitir
„Framtíð í borg“ og þar eru stú-
dentar í raun að lýsa framtíðarsýn
sinni út frá sínum fræðihugmynd-
um. Það verða svo pallborðsumræð-
ur með þjóðlífsfulltrúum eftir
hveija umræðu."
Dagskrá stúdenta fer fram í Lög-
bergi, stofu 101, er tvískipt og byrj-
ar kl. 12 á laugardeginum.
„Við skiptum dagskránni,
annarsvegar í „Framtíð fólks í
borg“ og hins vegar „Framtíð borg-
arskipulags“,“ útskýrir Anna
Hjartardóttir, dagskrárstjóri Stúd-
entalífs. „I fyrri hlutanum eru t.d.
nemendur úr mannfræði, í'slensku,
stjórnmálafræði og atvinnu-
lífsfræði sem lýsa framtíð sinni út
frá sinni fræðigrein. I seinni hlut-
anum eru það svo frekar nemendur
úr verkfræði og raunvísindum sem
lýsa þá framtíðarhugmyndum sín-
um um borgarskipulagið og öllu
sem því tengist. Svo mæta þekktir
aðilar úr þjóðlífinu til pallborðsum-
ræðna. T.d. Guðrún Helgadóttir,
Stefán Jón Hafstein, Halldóra Geir-
harðsdóttir, Helgi Hjörvar og
fleiri.“
Stúdentalíf
„Stúdentalíf er risastórt 200 fer-
metra tjald sem verður á grasfletin-
um (skeifunni) fyrir framan Háskól-
"Allir a völlinn!"
dagar í Elton John
Mióasala í hraðbönkum í útibúum íslandsbanka
ISLANDSBANKI
SÍMINN interneF
-tengir þíg vió iífandí fóik
'Í'13'íMÚhreinsunin
gsm 897 3634
Þrif á rimlagluggatjöldum.
ecco.com
STERKIR KRAKKASKÓR
ECC0 framleiðir hágæða skó fyrir alla aldurshópa, krakkana líka. Skó sem
eiga það sameiginlegt að vera þróaðir af færustu læknum, bæklunarlæknum,
skó- og tískuhönnuðum. Krakkarnir okkar eiga eingöngu skilið það besta.