Morgunblaðið - 25.05.2000, Page 84

Morgunblaðið - 25.05.2000, Page 84
ffgmiHiifetfr i i TraustÆm ! íslenskam Kz múrvörurf Síðan 1972 |> i| Leitið tilbaða! ■■ Steiiipryðf MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMIB691100, SÍMBRÉF S691181, FÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Leggja um 1,5 millj- arða í und- irbúning REYÐARÁL hf. og eigendur þess, Hydro Aluminium og fimm íslensk- ir fjárfestar, ætla að verja 300-400 milljónum á næstu 20 mánuðum til að undirbúa og kanna hagkvæmni þess að byggja álver í Reyðarfirði. Landsvirkjun reiknar með að verja 1.100 milljónum til undirbúnings byggingar Kárahnúkavirkjunar, þar af 300 milljónir á þessu ári. Formleg ákvörðun um hvort ráðist verður í þessar framkvæmdir, sem áætlað er að kosti samtals 180-200 milljarða, verður þó ekki tekin fyrr en í upphafi árs 2002. Jon-Harald Nilsen, forstjóri , ^piálmdeildar Hydro Aluminium, segir að fyrirtækið ætli sér að verja umtalsverðum fjármunum og tíma í að kanna hagkvæmni þess að reisa álver í Reyðarfirði. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að til skoð- unar sé að stofna sérstakt hlutafé- lag um byggingu og rekstur Kára- hnúkavirkjunar. Kárahnúkavirkjun ásamt Fljóts- dalsvirkjun myndi kosta um 90 milljarða, sem fælu í sér meira en tvöföldun á skuldum Landsvirkjun- •*%r, en þær eru nú um 60 milljarðar. ■ Mikilvægt/42 Morgunblaðið/Ómar Hrossaeigandi dæmdur til að greiða skaðabætur eftir að bfll ók á hest Bótaskyldur vegna gá- leysis við gæslu hesta EIGANDI hests var dæmdur í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða ökumanni bifreiðar, sem ók á hross hans, skaðabætur fyrir tjónið sem ákeyrslan olli á bifreið öku- mannsins. Áður hafði tjónanefnd vátryggingafélaga komist að þeirri niðurstöðu að bæta ætti hrossið úr ábyrgðatryggingu bifreiðarinnar, en úrskurðarnefnd í vátryggingamálum komst hins vegar að þeirri niður- stöðu að eiganda hestsins bæri að bæta tjónið á bifreiðinni. Héraðsdómur staðfesti þessa ákvörðun úrskurðamefndar og dæmdi eiganda hestsins til að greiða veiganda bflsins 800.000 krónur í bæt- ' ur og 220.000 krónur í málskostnað. Eigandi bflsins sagðist fyrir dómi hafa ekið bifreið sinni snemma morg- uns í byrjun febrúar sl. suður Hvammsveg í Ölfusi og tekið stefn- una á Suðurlandsveg. Þá hefði hestur skyndilega stokkið inn á veginn og í veg fyrir bílinn. Hesturinn hefði samstundis lent á hægra framhorni bflsins og borist með honum nokkra vegalengd, en atvikið hefði svo skyndilega átt sér stað að ekki hefði gefist ráðrúm til að hemla eða sveigja til hliðar. Bifeiðin stórskemmdist við ákeyrsluna og varð óökufær. Taldi ökumann keyra of hratt miðað við aðstæður Lögmaður eiganda bifreiðarinnar, Jón Höskuldsson hdl., reisti kröfu stefnanda á því að eigandi hestsins væri skaðabótaskyldur vegna gá- leysis við gæslu hrossins, sem hefði sloppið úr vörslu og valdið tjóninu á bifreiðinni. Með þessu gáleysi hefði eigandi hestsins brotið gegn banni við lausagöngu stórgripa í Ölfusi, sem verið hefði í gildi frá árinu 1991. Fyrir hönd eiganda hestsins hafn- aði lögmaður hans, Páll A. Pálsson hrl., að hann bæri ábyrgð á tjóninu. Orsök tjónsins mætti rekja til þess að ökumaður hefði ekið of hratt miðað við aðstæður í hálku og myrkri á sveitavegi og jafnframt hefði bifreið- in verið illa búin til vetraraksturs. Þá sagði eigandi hestsins að girð- ing á landi hans hefði verið traust og hefði átt að halda hrossum. Hann hefði einnig gert ráðstafanir til þess að eftirlit væri með hrossunum, en hann býr sjálfur í öðru sveitarfélagi. Girðingin léleg og lá víða niðri í niðurstöðu dómsins segir að við vettvangsskoðun hafi komið í ljós að á milli jarðar stefnda og aðliggjandi jarðar sé girðingu áfátt og sam- kvæmt framburði vitnis hafði það áð- ur gerst að hross gengju á milli jarð- anna. Sagði vitnið, sem býr á jörðinni við hliðina, girðinguna mjög slæma og liggja víða niðri og af hófförum að dæma hefðuhrossin farið út um opið hlið í landi hans og síðan um annað opið hlið upp á Suðurlandsveg. „Af þessu má ætla að lítið hafi hindrað hross stefnda út á þjóðveg- inn þá leið sem þau fóru í þetta sinn. Fallist verður því á að stefndi hafi ekki sýnt næga aðgæslu hrossa sinna umrætt sinn enda getur stefndi ekki reiknað með og treyst því að hlið á öðrum landareignum en hans séu höfð lokuð,“ segir í niðurstöðu dóms- ins. Jafnframt komst Héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ökumaðurinn hefði ekki átt möguleika á að varast að hrossið yrði fyrir bifreið hans, og byggðiþá niðurstöðu m.a. á fram- burði annars ökumanns sem sagði að erfitt hefði verið að varast hrossin sem þarna hefðu hlaupið laus. FUNDI í kjaradeilu verkalýðsfélaga starfsmanna í fiskimjölsverksmiðj- um á Norður- og Austurlandi og Samtaka atvinnulífsins var slitið í gærkvöld. Að sögn Þóris Einarsson- ar ríkissáttasemjara bar mikið á milli og hefur nýr fundur ekki verið boðaður, en verkfall hefur staðið yfir hjá starfsmönnum fiskimjölsverk- smiðja frá 16. maí. Þórir sagðist ætla að hafa sam- band við viðsemjendurna á morgun og reyna að meta þá hvenær nýr fundur yrði boðaður. Signý Jóhannesdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, sagði að viðræðunum hefði þokað lít- ið áfram. „Þeir fundir sem við höfum átt frá því verkfall skall á hafa ósköp lítið fært okkur nær lausn mála,“ Samvinna í Vestur- bænum MENN hafa oft farið langt á sam- vinnunni og þeim mun fyrr sem menn læra að vinna saman þeim mun betra. Það er augljóst að krakkarnir á leikskólanum Sæborg í Vestur- bænum hafa tamið sér góða sam- vinnu. Stelpan heldur um staukinn og strákurinn, einbeittur á svip, blæs af öllum lífs og sálar kröft- um og þannig myndast hinar föngulegustu sápukúlur. Sagan segir að samvinnan hafi skilað það góðum árangri að sápukúl- urnar hafi sést svífa langleiðina upp í Breiðholt. sagði Signý. „Viðsemjendur okkar hafa boðið okkur að færa vaktabón- usinn inn í grunnlaunin en hvort sem það er gert eða tímakaupið hækkað þá eru þeir að bjóða of lítið.“ Signý sagði mikilvægt að komast að hinum raunverulegu viðsemjend- um. „Það er greinilega launalögga þarna á ferðinni á vegum Samtaka atvinnulífsins, sem ekki ætlar að hleypa okkur að hinum raunveru- legu viðsemjendum. Ég held að ef við kæmumst að hinum raunveru- legu viðsemjendum okkar, SR-hópn- um eða eigendum fiskimjölsverk- smiðja á Austurlandi, þá myndum við hugsanlega ná samningi.“ Signý sagði að ekki hefði komið til neinna átaka vegna löndunar skipa í verksmiðjur sem væru í verkfalli. Slitnaði upp úr hjá bræðslunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.