Morgunblaðið - 01.06.2000, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sumarhá-
tíð leik-
skólanna í
Garðabæ
BÖRN úr fimm leikskólum Garða-
bæjar héldu í gær sameiginlega
sumarhátíð leikskólanna. Leik-
skólabörnin hittust við hjúkrunar-
heimilið og gengu þaðan fylktu liði
með fána og í lögreglufylgd niður
að Hofsstaðaskóla. Þar var flutt
skemmtidagskrá þar sem hver leik-
skóli söng sitt lag sem börnin voru
búin að æfa og síðan horfðu þau á
leikrit í Brúðubflnum.
Þrátt fyrir kulda í lofti gekk há-
tíðin ljómandi vel, að sögn Ernu
Aradóttur leikskólastjóra Bæjar-
bóls, og börnin kyrjuðu saman
göngulög sem tengjast vorinu og
sumrinu. Sumarhátíðin hefur verið
haldin í nokkur ár og setur enda-
punktinn aftan við vetrarstarf leik-
skólanna, en nú tekur sumarið og
sólin við.
Morgunblaðið/Golli
Kostnaður takmarkar möguleika fyrirtækja í fjarvinnslu á landsbyggðinni
fyrir notkun
MÖGULEIKAR fyrirtækja á lands-
byggðinni í fjar- og gagnavinnslu,
þar sem krafist er sérþekkingar,
takmarkast mjög af háum kostnaði
við gagnaflutninga eftir ljósleiðara-
kerfi Landssímans og getur sá kostn-
aður orðið flöskuháls fyrir þróun
fjar- og gagnavinnslu á landsbyggð-
inni. Þannig er munurinn á mánaðar-
gjöldum fyrir notkun leigulínu rúmar
200 þúsund krónur á milli fyrirtækja
í Reykjavík og á Akureyri, auk þess
sem stofnkostnaður er ríflega 150
þúsund krónum hærri á Akureyri.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu At-
vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
varðandi möguleika Eyjafjarðar-
svæðisins í fjar- og gagnavinnslu.
Bjami Þór Þórólfsson, forstöðu-
maður nýsköpunar- og markaðssviðs
AFE og annar skýrsluhöfunda, sagði
í samtali við Morgunblaðið að þó að
tæknin sem slík væri fyrir hendi víða
á landsbyggðinni, þá væri Ijósleið-
araþjónusta Landssímans það dýr að
margir h'ti svo á að hún sé einfaldlega
ekki í boði vegna kostnaðar og ekki
forsvaranlegt að nýta sér hana. Þetta
á þó ekki við þegar notaðar eru hefð-
bundnar símalínur og hægt er að
nýta ISDN tæknina sem Landssím-
inn vinnur að því að bjóða alls staðar
á landinu, en í dag eru um 2-3.000
heimili í dreifðustu byggðum lands-
ins utan svæðá þar sem hægt er að
bjóða ISDN-téiigingu.
Gagnaflutningur eftir símalínum
er þó háður burðargetu þeirra, sem
er langt frá því sem ljósleiðarinn býð-
ur upp á. Fjar- og gagnavinnsla sem
felst í þjónustuverkefnum sem ekki
krefjast sérþekkingar getur nýtt
ISDN tæknina, sérstaklega ef notuð
er tvöföld ISDN tenging. A Akureyri
er iyrirhugað að setja upp ADSL
tækni sem auðveldar gagnaflutninga
enn frekar eftir símalínum og er
mjög heppileg leið að sögn Bjama
Þórs. Dreifikerfi ADSL nær nú til
flestra hverfa höfuðborgarinnar, en
er þó ekki ennþá orðið valkostur í
fjarvinnslu á landsbyggðinni.
„En ef þetta er síðan orðin um-
fangsmikil starfsemi sem krefst
tenginga eins og Frame Relay eða
leigulínu verður verðmunurinn fyrst
og fremst mikill. Hann er ekki til
staðar þegar verið er að nýta símalín-
ur, það er ekkert dýrara að stunda
grunnfjar- og gagnavinnslu á lands-
byggðinni, en um leið og vinnslan er
farin að krefjast mikillar flutnings-
getu, þá kemur verðmunurinn í Ijós
þegar fjarlægðin fer að telja. Ef
flytja á verkefni út á landsbyggðina
úr Reykjavík er þetta orðin stór tala
þegar menn fara að reikna út hversu
fýsilegur sá flutningur geti verið.“
• *
í skýrslu AFE era tekin tvö dæmi
sem sýna að mun dýrara er að reka
gagnavinnslufyrirtæki á Akureyri
heldur en í Reykjavík. Dæmin vora
fengin frá Landssímanum og ná ann-
ars vegar yfir Frame Relay tengingu
og hins vegar tengingu með leigu-
línu. Verðlagning á Frame Relay
stýrist af því hversu hátt hlutfall af
bandbreiddinni er tryggt og miðast
verðin í dæminu við 25% tryggingu á
bandbreidd. Þegar notaðar era leigu-
línur er um 100% trygga bandvídd að
ræða.
Stofngjöld Frame Relay tengingar
era þau sömu á Akureyri og Reykja-
vík, eða 100.000 krónur. Mánaðar-
gjald fyrirtækis á Akureyri vegna
gagnaflutninga til og frá Reykjavík
nemur 171.900 krónum á meðan sam-
bærilegur kostnaður við gagnaflutn-
inga á milli fyrirtækja í Reykjavík
nemur 36.000 krónum á mánuði, og
munar þarna 135.000 krónum á mán-
uði.
Ennþá meiri munur er á kostnaði
við leigulínur. Stofngjöld á Akureyri
nema 261.883 krónum á meðan stofn-
gjöld eru 111.452 krónur hjá fyrir-
tækjum í Reykjavík, og munar því
rúmum 150 þúsund krónum á stofn-
gjaldinu. Mánaðargjald leigulínu á
milli tveggja staða í Reykjavík er
7.486 krónur, en mánaðargjald leigu-
i veg
línu á milli Reykjavíkur og Akureyr-
ar er hins vegar 216.680 krónur, og
munar þar 209.194 krónum á mánuði.
Verðmunur ákveðin hindrun
Skýrsluhöfundar segja að verði
þessu ekki breytt muni verða gífur-
lega erfitt fyrir fyrirtæki á lands-
byggðinni að standast samkeppni við
sambærileg fyrirtæki á höfuðborgar-
svæðinu, nema ríkið geri þeim það
fjárhagslega kleift í formi peninga-
legra byggðaaðgerða. Bjami Þór
segir að einfaldast væri að sama
gjald yrði tekið upp fyrir notkun ljós-
leiðarans, sama hvar notandinn væri
staddur á landinu, en að Landssím-
inn líti á málið eins og menn geri t.d. í
vegakerfmu í Bandaríkjunum þar
sem þeir borga sem nota vegina. „Þú
borgar þitt gjald þegar þú ferð í
gegnum hlið þegar þú ferð um hrað-
brautir erlendis, þetta er sama hugs-
un.“
Hann segir að sú þróun eigi sér
stað í öðram löndum að verið sé að
jafna samkeppnisaðstöðu fyrirtækja
í fjar- og gagnavinnslu í anda upp-
lýsingatæknistefnu Evrópusam-
bandsins, en að verðmunur milli fyr-
irtælga sé of mikill hérlendis. „Þetta
er ákveðin hindran og í rauninni leitt
að ekki skuli vera betra ástand en
þetta á íslandi.“
Ekki villast
Fjölbreytt úrval
korta í kortadeild
Eymundsson
Eyinundsson
Kringlunni • sími: 533 1130 • fax: 533 1131
Möðruvellir bjóða upp
á mörg tækifæri
SÉRA Solveig Lára Guðmundsdótt-
ir, sóknarprestur á Selljarnarnesi,
hefur verið valin af valnefnd
Möðruvallaprestakalls til að gegna
embætti sóknarprests f prestakall-
inu.
Umsækjendur voru fimm og var
niðurstaða valnefndarinnar ein-
róma. Hefur valnefndin sent bisk-
upi einróma niðurstöðu sína, en
ráðherra skipar í stöðuna.
Solveig Lára segir að hún hafi
sótt um Möðruvallaprestakall því
hana hafi langað að breyta til eftir
að hafa verið prestur í stórum söfn-
uðum á höfuðborgarsvæðinu í 17
ár.
„Ég byijaði mjög ung og hef átt
allan minn prestferil í borginni. Ég
hef átt 14 yndisleg ár á Seltjamar-
nesi en hafði alltaf ætlað mér að
fara einhvemtíma út á land. Þegar
svona stórkostlegur staður eins og
Möðruvellir losn-
aði fannst mér
tilvalið að sækja
þar um, enda
býður staðurinn
upp á mörg tæki-
færi til að vinna
að hugðarefnum
mínum.
En fyrst um
sinn mun mestur
tími minn fara í
að kynnast nýj-
um sóknarbörnum og ég mun
leggja mig fram við að kynnast öllu
fólkinu.
Þegar maður vinnur fyrir stóra
söfnuði nær maður aldrei að halda
utan um alla, en þama sé ég tæki-
færi til að kynnast fólkinu vel, ekki
bara á hátíðarstundum og sorgar-
stundum heldur líka í hversdagslíf-
inu,“ segir Solveig Lára.
Solveig Lára
Guðmundsdóttir
Launa-
munur
andstæð-
ur lögurn
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt,
að sá munur, sem var á launum
og öðrum starfskjöram jafn-
réttis- og fræðslufulltrúa og at-
vinnumálafulltrúa Akureyrar-
bæjar hafi brotið gegn lögum
nr. 28/1991 um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla.
Rétturinn tekur því undir sjón-
armið Ragnhildar Vigfúsdótt-
ur, fyrrverandi jafnréttisfull-
trúa bæjarins, sem vildi að sér
yrði bættur sá munur sem var á
launakjörum hennar og at-
vinnumálafulltrúans. Hins veg-
ar telur rétturinn ekki efni til
að dæma henni miskabætur að
auki.
Kærunefnd jafnréttismála
höfðaði málið fyrir hönd Ragn-
hildar, eftir að bæjarráð Akur-
eyrar hafnaði að verða við kröf-
um hennar um leiðréttingu
kjara. Hæstiréttur segir, að
kærunefndin hafi leitt veruleg-
ar líkur að því, að störf jafnrétt-
is- og fræðslufulltrúa annars
vegar og atvinnumálafulltrúa
hins vegar hafi verið svo sam-
bærileg að inntaki og ytri bún-
aði, að Ragnhildi Vigfúsdóttur
hafi verið mismunað í kjörum
hjá áfrýjanda. Akureyrarbær
hafi ekki fært sannfærandi rök
að því, að eðlileg markaðssjón-
armið hafi átt að leiða til svo
mismunandi kjara, þegar litið
væri til stöðu þessara starfa í
stjórnkerfi bæjarins.
„Eins og mál þetta liggur
íyrir dómstólum verður ekki
talið, að áfrýjanda [Akureyrar-
bæ] hafi tekist að sanna, að
hlutlægar og málefnalegar
ástæður hafi í hvívetna ráðið
kjaramuninum," segir Hæsti-
réttur.
V élbátaábyrgðar-
félag ísfírðinffa
Arsreikn-
ing’ur
til frekari
skoðunar
STJÓRN Vélbátaábyrgðarfélags ís-
firðinga hefur óskað eftir að Fjár-
málaeftirlitið skoði reikning félags-
ins fyrir árið 1999 vegna grans um að
hann sé ekki réttur. Aðalfundi fé-
lagsins, sem vera átti á þriðjudag,
var frestað um óákveðinn tíma með-
an Fjármálaeftirlitið og endurskoð-
andi félagsins eru að fara yfir málið.
Einar Oddur Kristjánsson, stjórn-
arformaður Vélbátaábyrgðarfélags
ísfirðinga, sagði að málið varðaði
ábyrgðir sem skrifað hefði verið upp
á í nafni Vélbátaábyrgðarfélagsins.
Hann sagði ekki ljóst um hve miklar
upphæðir væri að ræða. Hann
kvaðst hafa ástæðu til að óttast að
ábyrgðirnar myndu falla á félagið.
Einar Oddur sagði að aðalfundin-
um hefði verið frestað vegna þess að
upplýsingar hefðu legið fýrir um að
reikningurinn, sem leggja átti fyrir
fundinn, væri ekki réttur og ekki
væri hægt að skrifa upp á hann. í
framhaldi af því hefði Fjármálaeftir-
litinu verið tilkynnt um þetta sem
væri í samræmi við lög þegar mál af
þessum toga kæmu upp. Hann
kvaðst vona að málið yrði til lykt leitt
eins fljótt og hægt væri.
Gunnar Páll Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins,
vildi ekkert um málið segja þegar
eftir því var leitað í gær.