Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þjóðin og góði hirðirinn
Forsætisráðherra landsins er sár þessa dagana.
Þaö er svo sem ekki aö furöa enda eru hinir
ýmsu kjaftaskar búnir aö kjafta húsbréfm í 20
prósenta afföll auk þess aö blaöra viöskiptahall-
•'tlfrTZflfifT _
E=iTGrfur\D
Með því að dulbúast og fara út á tneðal þegnanna, að hætti Jórdaníukóngs, getur þú, Davíð minn, bara hlýtt á
klisjur þeirra með eigin eyrum.
BRIAUœSÓSA
TV.CR STÓRA* PIZZOR MÉO TVEIMUR Á
BRIÁLAÐ RRAUO OC B
TVICCJA tlTRA COKE
B R Æ Ð U R N I R
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is
ónvaips
unun að horfa á
Þetta fjölþjóðalið er allt til sölu
fyrir EM 2000.
Liðið er þannig samsett að hvert
tæki er öðru betra og þau
bestu er búin þvílíkri tækni að
unun er að horfa á.
Komið þið bara og sjáið hvað þau ger; þetta vel.
Þetta eru allt topptæki - það er enginn afgangur af því.
Námstefna um aðalnámskrá
Ný námskrá -
nýr skóli
Elna Katrín Jónsdóttir
NÝ NÁMSKRÁ -
nýr skóli? Nám-
stefna um áhrif
nýrrar aðalnámskrár á
innra starf íslenska fram-
haldsskólans. Þetta er yf-
irskrift námstefnu sem
haldin verður á morgun
klukkan 9.00 tO 17.00 í húsi
Endurmenntunarstofnun-
ar Háskóla Islands við
Dunhaga. Námstefnuna
halda 42 starfandi kennar-
ar, námsráðgjafar og skól-
astjómendur í framhalds-
skólum víða um land og
kennarar þeirra í námi í
námskrárfræðum og skól-
anámskrárgerð. Elna Kat-
rín Jónsdóttir situr í undir-
búningsnefnd
námsteftiunar. Hún var
spurð hvert væri markmið
þessarar námstefnu?
„Við höldum þessa námstefnu til
þess að efna til umræðu um ýmis
mál og álitamál sem tengjast nýrri
aðalnámskrá í framhaldsskólum
og ennfremur er námstefnan í
raun sameiginlegt lokaverkefni
hópsins sem vill á námstefnunni
kynna vinnu hópsins og námsvið-
fangsefni."
- Hvað verður fjallað um á nám-
stefnunni?
„Námsteftian skiptist í þijá meg-
in þætti, það verður fjallað um við-
horf til nýrrar námskrár, um nám-
skrána í framkvæmd og um
almennu námsbrautina. Flutt verða
stutt erindi um steftiumörkun og
framkvæmd menntastefnu og um
skólaþróun og framkvæmd nám-
skrár í einstökum framhaldsskólum
víða um land. Embættismenn í
menntamálaráðuneyti taka þátt í
hveijum dagskrárlið og verða til
andsvara um málin sem fjallað verð-
ur um. í lok ráðsteftiunnar verður
efnt til umræðna þar sem mennta-
málaráðherra, Bjöm Bjamason,
verður meðal þátttakenda."
- Hvert er ykkar álit á þessari
nýju námskrá?
„Það er stórvirki í menntamál-
um að skrifa nýja aðalnámskrá.
Eðlilega em ekki allir á eitt sáttir
um pólitíska stefnumörkun í henni
en kennarar hafa hins vegar tekið
ríkan þátt í að móta og rita nám-
skrána. Við aðstandendur um-
ræddrar námstefnu, fyrmefndir
42 kennarar, höfum í sameiginlegu
námi okkar tekið til skoðunar
mörg álitamál, svo sem hvort
skólastefna í nýrri námskrá sé
ávísun á grósku eða stöðnun í
framhaldsskólum og hvort nám-
skráin í framkvæmd muni valda
straumhvörfum í námi og kennslu.
Við höfum varið drjúgum tíma í að
ræða um almenna námsbraut sem
er ætlað að vera valkostur íyrir
fjölda nemenda í framhaldsskólum
en ekki hefur verið mótuð sam-
hæfð menntastefna um og reynt
að gera okkur grein fyrir því
hvemig framhaldsskólar séu í
stakk búnir til að þróa slíka náms-
braut ásamt því að takast á við
aðra markmiðssetningu í nám-
skránni, svo sem um að stórefla
starfsnám og starfsnámsbrautir."
-Leysir nýja aðal-
námskráin vandamál
allra nemenda?
„Samkvæmt mark-
miðssetningu sinni mið-
ar aðalnámskrá að
þessu, en miklar efa-
semdir eru uppi um að
það takist, einkum þegar litið er til
þess að ekki liggur íyrir skýr
stefnumörkun um uppbyggingu
og námsframboð á almennri náms-
braut og heldur er ekki sjáanlegt
að veruleg fjölgun nýrra starfs-
námsbrauta sé í augsýn. En þessu
tvennu var einmitt ætlað að mæta
► Elna Katrín Jónsdóttir fæddist
í New York 21.10.1954. Hún
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð og BA-
prófi og prófi í kennslu- og upp-
eldisfræði frá Háskóla íslands í
þýsku og rússnesku. Hún starf-
aði sem kennari og deildarstjóri
við Menntaskólann á Egilsstöð-
um 1981 til 1988, var kennari við
Menntaskólann í Reykjavík tvö
ár eftir það og kennari við
Kvennaskólann frá 1988. Hún
var formaður HÍK frá 1993 þar
til félagið var lagt niður og er nú
varaformaður nýs Kennara-
sambands íslands og formaður
Félags framhaldsskólakennara.
Elna er gift Jóni Hannessyni
kennara og á hún tvo syni af
fyrra hjónabandi.
þörfum umrædds hóps. Persónu-
lega hef ég efasemdir um að sú
ráðstöfun að lögfesta inntökuskil-
yrði á bóknámsbraut íyrir fram-
haldsskóla geri mikið annað en að
vama þeim inngöngu sem ekki er
ætlað að komast þar að.“
- Hvað eru framhaldsskólar að
takastá við þessa dagana varðandi
framkvæmd námskrárinnar?
„Margir framhaldsskólar hafa
leitast við að smíða sér almenna
námsbraut en þó ekki nærri allir.
Framhaldsskólamir bíða óþreyju-
fullir eftir tillögum flestra hinna
fjórtán starfsgreinaráða sem ætl-
að er að gera tillögur um starfs-
nám, þannig að með vissum hætti
má segja að framhaldsskólamir
séu dáh'tið í lausu lofti ef svo má
segja hvað varðar framkvæmd
nýrrar námskrár, bæði varðandi
námsframboð og fjármögnun
skólastarfsins, námsefni í nýjum
áföngum - svo ekki sé minnst á
vanda þeirra þessa dagana að ráða
til sín kennara, fáir svara auglýs-
ingum framhaldsskólanna um
lausar kennarastöður."
- Hvernig hefur að þínu mati
tekist til með hinni nýju námskrá
að bæta úr helstu vandamálum í
starfsemi framhaldsskólans?
„Miðað við stöðuna í dag verður
ekki sagt að afraksturinn sé mikill.
Ég bendi á að stærstu skilgreindu
vandamálin sem lagt var upp með
vom brottfall nemenda
úr framhaldsskólum og
of einhæft námsfram-
boð. Meginstefnumörk-
un um að bregðast við
þessum vanda var að
stofnsetja svokallaða
almenna námsbraut og
að efla starfsnám m.a. með fjölgun
stuttra starfsnámsbrauta. I hvor-
ugu hefur enn fengist viðunandi
niðurstaða en á hinn bóginn hefur
verið rituð löng og mikil námskrá,
mjög miðstýrð, um almennt bókn-
ám til stúdentsprófs, sem ef til vill
var ekki brýn þörf fyrir.“
Ekki i augsýn
veruleg fjölg-
un styttri
starfsnáms-
brauta