Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fallist á
Fljótsdals-
línu með
skilyrðum
SKIPULAGSSTJ ÓRI ríkisins
hefur fallist á íyrirhugaða lagn-
ingu Fljótsdalslína 3 og 4 frá
Fljótsdal til Reyðarfjarðar eins
og henni er lýst í frummats-
skýrslu Landsvirkjunar. Setur
hann þó ákveðin skilyrði fyrir
framkvæmdinni.
Landsvirkjun hyggst leggja
tvær 400 kV háspennulínur,
Fljótsdalslínur 3 og 4, frá fyrir-
hugaðri virkjun í Fljótsdal að fyr-
irhuguðu álveri í Reyðarfirði.
Línumar eru 53 og 54 kílómetra
langar og liggja að mestu sam-
síða. Á löngum köflum liggja þær
með eldri háspennulínum.
Ekki raunhæft að grafa í jörð
Frá því byijað var að undirbúa
framkvæmdina hafa orðið breyt-
ingar á áformum um álver og þar
með áhrif á raforkuþörf. Fram
kemur að fyrsti áfangi álvers
með 240 þúsund tonna fram-
leiðslugetu á ári þurfi 400 kV
rekstrarspennu frá upphafi.
Fram kemur í úrskurði skipu-
lagsstjóra um frummatsskýrslu
Landsvirkjunar að Fljótsdalslín-
ur 3 og 4 eru mjög umfangsmikil
mannvirki sem óhjákvæmilega
hafa umtalsverð sjónræn áhrif í
för með sér þrátt fyrir viðleitni
framkvæmdaaðila til að draga úr
þeim. Til þess að draga að ein-
hverju marki úr sjónrænum
áhrifum af háspennuh'num væri
að mati skipulagsstjóra ekki ann-
ar kostur í stöðunni en að grafa
línurnar í jörð á löngum köflum.
Telur hann að sá kostur sé langt
frá því að vera raunhæfur vegna
kostnaðar og þess rasks sem
hann hefur í för með sér.
Fellst skipulagsstjóri á fram-
kvæmdina með nokkrum skilyrð-
um. Meðal annars krefst hann
þess að Kröflulína verði færð á
kafla og að staðsetningu Fljóts-
dalslínu 3 og 4 í Fljótsdal og yfir
Gilsárgil verði hagað þannig að
hún valdi sem minnstum sjón-
rænum áhrifum.
Kæra má úrskurð skipulags-
stjóra til umhverfisráðherra og
rennur kærufrestur út 5. júlí
næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið og Háskólinn í Reykjavík
gera samning um kennslu til þriggja ára
Morgunblaðið/Ásdís
Samninginn undirrituðu (f.v.) Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra, Guð-
finna S. Bjarnadóttir rektor og Sverrir Sverrisson, formaður háskólaráðs.
Miðað við að nemend-
ur verði 900 árið 2003
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
Björn Bjamason, fjármálaráðherra
Geir H. Haarde, Guðfinna S. Bjarna-
dóttir, rektor Háskólans í Reykjavík
og Sverrir Sverrirsson, formaður há-
skólaráðs, undirrituðu í gær í fyrsta
skipti sérstakan samning um
kennslu til fyrsta háskólaprófs á sviði
viðskiptafræða og tölvunarfræða við
Háskólann í Reykjavík, ásamt yfir-
lýsingu um rannsóknar-, þróunar- og
nýsköpunai’verkefni við skólann.
Samningurinn, sem unnið hefur
verið að í eitt ár, tekur til fjárveitinga
til reksturs Háskólans í Reykjavík
vegna kennslu og um fjárhagsleg
samskipti í samræmi við lög um há-
skóla. Með undirritun hans hafa
samningsaðilar markað skýra um-
gjörð til þriggja ára um samskipti yf-
irvalda menntamála og Háskólans í
Reykjavík, en gert er ráð fyrir að
nemendum í skólanum fjölgi að há-
marki um 500 árið 2000 í 900 árið
2003.
Tilgangur samningsins er að
tryggja rekstrargrundvöll skólans
þannig að hann sé svipaður og þeirra
skóla sem bjóða sambærilegt nám.
Fjárlög ársins 2000 byggjast á áætl-
un Háskólans í Reykjavík um nem-
endafjölda og dreifingu kostnaðar
við nám. Framlag ríkisins vegna
kennslu er samkvæmt samningnum
áætlað um 212 milljónir árið 2000.
Samningurinn byggist á reglum um
fjárveitingar til háskóla, en þær gera
ráð fyrir því, að ríkissjóður greiði
hverjum háskóla, sem semur við
menntamálaráðuneytið, árlegt fram-
lag, nemendaframlag, vegna sér-
hvers nemanda sem stundar nám til
viðurkenndra námsloka. Fullt nám
eru 30 einingar á námsári. Nemenda-
framlagi er ætlað að standa undir öll-
um venjulegum kostnaði vegna
kennsluþáttarins í rekstri skólans,
m.a. kennslu, þjónustu, búnaði og
annarri aðstöðu sem nemendum og
starfsmönnum skólans er látin í té
vegna náms og kennslu.
Samhliða undirritun samnings um
kennslu var gefin út yfirlýsing um
rannsóknar-, þróunar- og nýsköpun-
arverkefni í Háskólanum í Reykjavík.
Gáfu
skildi á
víkinga-
skipið Is-
lending
50 NEMENDUR úr Iðnskóla
Hafnarfjarðar hafa smi'ðað skildi
sem þeir hafa afhent Gunnari
Marel Eggertssyni, skipstjóra
vikingaskipsins Islendings. Skild-
irnir prýða skipið á ferð þess yfir
Atlantshafið til New York. Nem-
endurnir smíðuðu skildina, sem
eru í anda smíðavinnu víking-
anna, í sjálfboðavinnu undir
handleiðslu kennara síns, Ástþórs
Ragnarssonar.
Siglingin hefst frá Reykjavík
17. júní næstkomandi og er ráð-
gert að henni ljúki 5. október í
New York. Undirbúningsvinnu er
nær lokið. Siglingin er farin til
þess að minnast landafunda Leifs
Eirikssonar fyrir eitt þúsund ár-
um. Fulltrúar um 20 bandarískra
og kanadískra fjölmiðla hafa boð-
að komu sína hingað 17. júní til
að flytja fréttir af brottför skips-
ins.
Víkingaskipið íslendingur við landfestar í Reykjavíkurhöfn.
Morgunblaðið/Þorkell
Tæknifræðingafélag Islands fagnar fjörutíu ára afmæli um þessar mundir
TÆKNIFRÆÐINGAFÉLAG ís-
lands heldur upp á fjörutíu ára af-
mæli sitt á Hótel Sögu næstkom-
andi laugardag en félagið var
stofnað 6. júlí 1960. Á undan
afmælishátíðinni mun Sturla Böð-
varsson samgönguráðherra, sem
sjálfur er tæknifræðingur, opna
sérstaka sögusýningu þar sem far-
ið er yfir sögu tæknifræðinnar hér
á íslandi og sögu TFÍ undanfarin
fjörutíu ár.
Jóhannes Benediktsson, formað-
ur TFÍ, sagðist í samtali við Morg-
unblaðið eiga von á um 300 gestum
í afmælishátíðina á Hótel Sögu og
verður þeirra á meðal hópur er-
lendra gesta sem hér er staddur
en um helgina er haldinn hér á
landi árlegur fundur formanna og
framkvæmdastjóra tæknifræðinga-
félaganna á Norðurlöndum.
í tilefni afmælisins er einnig
meiningin að gefa út sögu tækni-
fræðinnar á íslandi og hefur Guð-
mundur Magnússon sagnfræðing-
ur og forstöðumaður Pjóðmenn-
ingarhúss undanfarin misseri
unnið að því verkefni. Bókin verð-
ur hluti af iðnsögu íslendinga og
segir Jóhannes stefnt að útgáfu
hennar í haust.
Loks verður haldin sérstök ráð-
stefna næstkomandi mánudag og
þriðjudag í tengslum við afmæli
TFI en þar mun verk- og tækni-
fræðinám á nýju árhundraði verða
skoðað ofan í kjölinn með aðstoð
Hafa náð fullum sátt-
um við verkfræðinga
erlendra sérfræðinga. Á fjór-
tánda hundrað íslendinga hafa
lokið tæknifræðinámi en þar af
eru um átta hundruð þeirra
meðlimir í TFÍ nú. Stofnfélag-
ar voru 37 en tildrög þess að
ákveðið var að stofna félag
tæknifræðinga á íslandi voru
deilur sem staðið höfðu við
verkfræðinga um viðurkenn-
ingu þess tæknináms sem hóp-
ur manna hafði sótt sér á er-
lendri grundu.
Að sögn Bernharðs Hannes-
sonar, sem var einn af stofn-
endum TFÍ, höfðu verkfræð-
ingar ekki viljað viðurkenna þá
sem komu að utan með tækni-
fræðimenntunina og vildu að
þeir yrðu kallaðir iðnfræðingar.
Það starfsheiti hafði hins vegar
verið notað m.a. um þá sem að-
eins höfðu lokið iðnskólanámi
og Bernharður og félagar töldu
sig einfaldlega hafa próf-
skírteini upp á jafngildi verk-
frasðimenntunar.
Ákváðu þeir að stofna nýtt
Morgunblaðið/Ásdís
Bernharður Hannesson og Jó-
hannes Benediktsson.
félag til að berjast fyrir rétt-
indum sínum og lögðu þeir
Halldór Halldórsson málfræð-
ingur og Árni Böðvarsson ís-
lenskufræðingur þeim til nýtt
starfsheiti, þ.e. tæknifræð-
ingaheitið. Urðu svo þáttaskil
hvað þessar deilur varðar með
lögum um starfsheiti sem sett
voru 1963.
Mikil áhersla lögð
á menntunarmál
félagsmanna
Tæknifræðingafélagið lagði
þegar í byrjun mikla áherslu á
menntun félagsmanna sinna
og stóð fyrir undirbúnings-
námskeiðum 1962 og 63 fyrir
þá sem hugðust fara utan í
tæknifræðinám. Þessi nám-
skeið reyndust hins vegar
upphafið að öðru og meira,
þ.e. stofnun Tækniskóla ís-
lands árið 1964.
Tæknifræði við Tækniskól-
ann er þriggja og hálfs árs
nám, að sögn Jóhannesar, og
var námið í upphafi hugsað sem
framhaldsnám fyrir iðnaðarmenn.
Reglan í dag er sú að til að hljóta
inngöngu í skólann þurfa menn
a.m.k. tveggja ára starfsreynslu í
iðngrein. Verkfræðinám við Há-
skóla íslands kallar hins vegar
einungis á stúdentspróf og segir
Jóhannes helsta muninn á verk-
fræðinámi og tæknifræðinámi
þann að í verkfræðinni sé lögð
meiri áhersla á hinn fræðilega
þátt.
Auk þess sem þegar hefur verið
getið var Tæknifræðingafélag Is-
lands ásamt Verkfræðingafélagi
íslands frumkvöðull að því að
Endurmenntunarstofnun Háskól-
ans var komið á fót fyrir um tut-
tugu árum síðar. Lætur Jóhannes
þess getið að félagið sé nú aðili að
undirbúningshópi að stofnun og
rekstri Tækniháskóla. Er gert ráð
fyrir að hann hefji starfsemi
haustið 2001.
Tæknifræðingar og verkfræð-
ingar hafa fyrir margt löngu náð
fullum sáttum að sögn þeirra Jó-
hannesar og Bernharðs og njóta
þeir í dag sömu starfsréttinda
samkvæmt lögum. „Við rekum
sameiginlega skrifstofu með þeim í
dag og höfum haft sameiginlegan
framkvæmdastjóra undanfarin
fimm ár,“ segir Jóhannes og bætir
því við að kannanir hafi sýnt að
meirihluti sé fyrir því í báðum fé-
lögunum að sameina þau í eitt.