Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Geymsluhús
byggt fyrir
safnið á
Eyrarbakka
HÉRAÐSNEFND Ámessýslu
hefur boðið út byggingu
geymsluhúsnæðis við Byggða-
safn Árnesinga. Búið er að út-
hluta safninu lóð á Eyrarbakka
þar sem meginhluti safnsins er til
húsa.
Lýður Pálsson safnvörður seg-
ir að geymslumál Byggðasafns
Árnesinga hafi til margra ára
verið í óviðunandi horfi. Safn-
gripir hafi verið geymdir á ýms-
um stöðum í húsakynnum sem
ckki hafi verið gerð sem geymsl-
ur fyrir þjóðminjar. Auk þess
hafi verið nauðsynlegt að flytja
safngripi úr einni geymslunni
þegar taka þurfti geymsluhús-
næðið undir aðra starfsemi. Hætt
sé við að slíkir flutningar fari
ekki vel með gripi.
Lýður segist hafa grun um að
ástand geymslumála hjá Byggða-
safni Árnesinga sé því miður ekki
einsdæmi fyrir byggðasöfn á
landsbyggðinni. Hann segist hins
vegar vera mjög ánægður með að
Héraðsnefnd Árnesinga hafi
þann metnað að koma þessum
málum í gott lag. Þess séu fá
dæmi að byggðar séu sérstakar
geymslur yfir safngripi því víðast
hvar sé farin sú leið að finna hús-
næði undir gripina í gömlu og
mishentugu húsnæði.
Nýja byggingin verður 280 fer-
metrar og er áætlaður kostnaður
við framkvæmdir 15-20 milljón-
ir. Auk geymslu verða skrifstofur
í húsinu og aðstaða til viðgerða
og skráningar. Lýður segir að því
sé kannski eðlilegra að tala um
þjónustuhús safnsins frekar en
geymslu. Ekki er enn ljóst hvort
rfkið tekur að einhverju leyti þátt
í kostnaði við bygginguna.
Sumarstarf Byggðasafns Ár-
nesinga er þessar vikurnar að
hefjast, en safnið verður opið alla
daga kl. 10-18 í sumar. Safnið er
staðsett í Húsinu á Eyrarbakka,
sem er að stofni til byggt árið
1765. Þar var um áratugaskeið
helsta verslun á Suðurlandi á
meðan Eyrarbakki átti sitt
blómaskeið á 19. öldinni. Það var
kallað „Húsið“, sennilega vegna
þess að stærstan hluta 19. aldar
var það eina timburhúsið á Eyr-
arbakka. Um tíma bjó Guðmund-
ur Daníelsson rithöfundur í Hús-
inu. Hann léði Halldóri Laxness
Assistentahúsið árið 1945 og þar
skrifaði Laxness Ejdur í Kaupin-
hafn, sem er hluti Islandsklukk-
Stúdentar brautskráðir
frá Laug’arvatni
MENNTASKÓLANUM að Laugar-
vatni var slitið í 47. sinn laugardag-
inn 27. maí.
Að þessu sinni brautskráðust 29
stúdentar frá skólanum: 17 úr mála-
deild og 12 úr náttúrufræðideild.
Hæstu einkunn á stúdentsprófi að
þessu sinni hlaut Elísabet Halldórs-
dóttir úr Hveragerði, einkunnina
8,90, en einnig náðu þau Kristín Rós
Kjartansdóttir frá Hjallanesi í
Landsveit, Bjarki Þór Haraldsson
frá Búðarhóli í A-Landeyjum og
Oddur Jóhannsson frá Mjóanesi í
Þingvallasveit mjög góðum árangri.
Skólameistari kom víða við í ræðu
sinni og fjallaði m.a. um tilraun skól-
ans til að bregðast við sívaxandi
brottfalli nemenda á fyrsta ári. Taldi
hann viðleitni skólans til þess hafa
ALLIR MTD SLATTUTRAKTORAR MEÐ15% AFSL.
Fjöldiverð-ogstærðarflokka! ji|JjfillHlivlfilIlB
Verð áðurkr. 199.700,-
MTD MTHB 48L
5 hp B&S bensínmótor. Sláttubreidd 50 sm.
80 Ittra safnkassi. Fyrir stærri lóðir.
Faxafeni 14. Sími 568 5580. Opið mán. - fös. 9 -
skilað góðum árangri, sem sýndi sig í
því að talsvert hærra hlutfall nem-
enda í 1. bekk hefði náð tilskildum
árangri en undanfarin ár.
Þá fjallaði skólameistaiá um undir-
búning að stofnun íþróttabrautar við
skólann næsta vetur. Nefnd kennara
við menntaskólann og íþróttaskor
Kennaraháskóla íslands hefur unnið
að undirbúningi hinnar nýju brautar
og nú liggur fyrir að þetta nám verð-
ur í boði næsta vetur. íþróttabrautin
er þriggja ára starfsnámsbraut.
Nemendur brautarinnar geta, að
loknu þriggja ára námi, bætt við
fjórða árinu í bóklegum greinum og
þannig lokið stúdentsprófi.
Skólameistari fór nokkrum orðum
um þau uppeldisáhrif sem heimavist
hefur, en skólinn er nánast hreinn
heimavistarskóli, sem skapar honum
töluverða sérstöðu.
Þessi hópur aldamótastúdenta frá
Menntaskólanum að Laugarvatni er
sá þrítugasti sem Kristinn Krist-
mundsson skólameistari útskrifar.
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Hrafnhildur Hagah'n Guðmundsdóttir leikskáld og Pétur Jónasson gít-
arleikari að loknum upplestri og tónlistarflutningi.
Stórastofa fær
nýtt hlutverk
Bolungarvík - Það var þéttsetinn
bekkurinn í Stórustofu að Holtastíg
9 í Bolungarvík kvöld eitt nýlega er
Hrafnhildur Hagalín Guðmun-
dsdóttir leikskáld og Pétur Jónasson
gítarleikari fluttu ljóð og tónlist eftir
íslenska höfunda. Þessi stund í
Stórustofu var liður í viðamikilli
lista- og menningardagskrá í Bol-
ungarvík.
Listafólkinu var mjög vel tekið af
þeim 33 gestum sem komust fyrir í
Stórustofu og voru í mikilli nálægð
við listafólkið í einföldu umhverfi.
í húsinu að Holtastíg 9 bjuggu afi
og amma Hrafnhildar Hagalín, þau
Ingibjörg Guðfinnsdóttir og Páll Sól-
mundsson, en Hrafnhildur er sem
kunnugt er dóttir þeirra hjóna og
leikara Sigríðar Hagalín og Guð-
mundar Pálssonar.
Páll afi Hrafnhildar lést árið sem
hún fæddist en á unglingsárum sín-
um dvaldi hún oft hjá ömmu sinni á
Holtasíg á sumrin og vann í frysti-
húsinu þar sem þær unnu hlið við
hlið hún og amma hennar.
Á árum áður var byggt við húsið
að þess tíma mælikvarða glæsileg og
rúmgóð stofa sem síðar var alltaf
kölluð Stórastofa þar sem hún var
stofa númer tvö í húsinu og mun
stærri en sú fyrri.
Aðstaða fyrir fræðimenn
Þau Hrafnhildur og Pétur hafa
verið að gera á húsinu lagfæringar
°g hyggjast dvelja þar annað veifið
og jafnframt skapa því nýtt hlutverk
með því að bjóða öðrum lista- og
fræðimönnum afnot af því til að
sinna sinni listsköpun og fræðivinnu
í kyrrlátu umhverfi.
Er fréttaritari Morgunblaðsins
hitti þau í Stórustofu þar sem þau
voru að undirbúa sig fyrir dagskrána
um kvöldið, kvaðst Pétur auðvitað
ekki hafa sömu rætur hérna fyrir
vestan og Hrafnhildur, „en ég finn að
það er einstaklega gott andrúmsloft
hér og mikil kyrrð. Þó er öll þjónusta
innan seilingar og ferðalag hingað
þarf ekki að taka nema 40 mínútur
með flugi frá höfuðborginni."
Hrafnhildur sagði að auk þess sem
hún ætti góðar minningar úr húsinu
þá ætti það langa og merka sögu, t.d.
hefðu verið haldin svokölluð „hjóna-
böll“ í stofunni og um tíma hefði
lyfjasalan í þorpinu farið fram í eld-
húsinu. „Það stefnir því í að við mun-
um slá upp dansleikjum í Stórustofu
í framtíðinni,“ segir Hrafnhildur og
bendir með glettni á 25 fermetra
gólfpláss stofunnar. „Þá er heldur
ekki langt í lyfjasöluna, a.m.k. er
gamla lúgan ennþá á eldhúshurðinni.
Okkur finnst skemmtilegt að stíga
fyrsta skrefið í þá átt að opna húsið
fyrir þessari starfsemi með dag-
skránni og vonumst til að það komi
til með að nýtast sem mest í framtíð-
inni,“ sagði Hrafnhildur Hagalín um
leið og hún fór að hjálpa Pétri og Sof-
fíu Vagnsdóttur, frænku sinni, skóla-
stjóra Tónlistarskólans, og aðal-
skipuleggjanda listavikunnar, að
raða stólunum í Stórustofu.