Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Lazio leggur upp í
kosningabaráttuna
Rick Lazio er lítt þekktur þingmaður í Banda-
ríkjunum og hefur nú verið útnefndur fram-
bjóðandi Repúblikanaflokksins í kosningum
til öldungadeildarínnar í stað Rudolphs Guili-
anis. Lazo etur kappi við forsetafrúna og virð-
ist njóta vinsælda meðal kjósenda, þótt sumir
fréttaskýrendur segi afstöðu hans til mikil-
vægra málefna vera vægast sagt óljósa.
Buffalo, New York. The Washington Post, L.A. Times, AFP.
AP
Rick Lazio og eiginkona hans, Patricia, veifa til stuðningsmanna sinna á
fundinum í Buffalo þar sem Lazio tók við útnefningu Repúblíkana-
flokksins sem frambjóðandi til öldungadeildarinnar.
AP
Hillary Rodham Clinton áritar veggspjald fyrir stuðningsmenn sína eft-
ir að hún hafði tekið við útnefningu Demókrataflokksins sem frambjóð-
andi til öldungadeildarinnar.
ið þessi ungi, tiltölulega óþekkti þing-
RICK Lazio var vígreifur þegar hann
tók opinberlega við útnefningu
Repúblikanaflokksins í Bandaríkjun-
um sem frambjóðandi flokksins í New
York-ríki til öldungadeildar þingsins.
Andstæðingur hans er Hillary Rod-
ham Clinton, eiginkona Bandaríkja-
forseta. Samkvæmt niðurstöðum
skoðanakannana hefur Lazio saxað
verulega á forskot Hillary.
Frambjóðandinn og eiginkona
hans, Patrieia, gengu inn í blöðrum
skreyttan sal á Hyatt-hótelinu í
Buffalo síðastliðinn þriðjudag og var
fagnað með lófataki af repúblikönum
sem virtust fullkomlega sigui’vissir.
Taktfost tónlist úr kvikmyndinni
Rocky hljómaði undir og átti að minna
á að Lazio ætti í höggi við Golíat.
Frambjóðandinn Lazio er 42 ára.
Þegai- Rudolph Giuliani, borgarstjóri
í New York, hætti af heilsufarsástæð-
um við framboð sitt til öldungadeild-
arinnar fyrir nokkru, gafst Lazio
tækifæri. Hann er þingmaður frá
Long Island og í ræðu sinni á þriðju-
dag ítrekaði hann að hann væri upp-
runninn í New York-ríki, en andstæð-
ingur sinn ekki. Þetta er nú þegar
orðið einn meginþátturinn í kosninga-
baráttu Lazios.
„Komiði bara“
„Ég á undir högg að sækja í þessari
kosningabaráttu,“ sagði Lazio. „And-
stæðingur minn er fjársterkari og
þekktari. Hún kemur hingað til New
York með stuðningi allra sérhags-
munasamtaka vinstrisinna, frá Wash-
ington til Hollywood. En eins og ég
hef áður sagt: Komiði bara.“
Hvorld Lazio né George Pataki,
ríkisstjóri í New York, sem útnefndi
hann, nefndu nafnið Hillary svo mildð
sem einu sinni.
Lazio er rómversk-kaþólskur og af
ítölsku bergi brotinn. Hann hefur
sagt, að áhugi sinn á stjómmálum
hafi kviknað í fjölskyldufyrirtækinu.
Faðir hans, Anthony, átti litla bíla-
varahlutaverslun en helsta áhugamál
hans var pólitík og hann bauðst
stundum til að fara á flugvöllinn og
sækja frambjóðendur sem voru að
koma á framboðsfundi á Long Island.
Rick fékk að fara með pabba sínum.
Einu sinni, upp úr 1970, fór Anthony
að sækja frambjóðanda sem var að
koma frá Kaliforníu. Sá hét Ronald
Reagan.
„Fylginn sér“
í menntaskóla stundaði Lazio
íþróttir og spilaði á gítar í rokkhljóm-
sveit. Síðan lá leið hans í Vassar
College, sem er virt háskólastofnun í
New York-ríki. „Ég varð alls ekki
hissa þegar hann fór að koma fram á
sjónarsviðið í stjórnmálum í New
York,“ sagði rektor skólans, Colton
Johnson, sem minnist Lazios sem
viðkunnanlegs nemanda er „kunni að
að koma fyrir sig orði og var fylginn
sér.“
Frá Vassar hélt Lazio til laganáms
við American-háskólann í Wash-
ington, og starfaði síðan sem sak-
sóknari í Suffolk-sýslu. Hann var
kjörinn á þing sýslunnar 1989 og
þremur árum síðar tókst honum að ná
kjöri til fulltrúadeildar Bandaríkja-
þings.
Fréttaskýrendur eru margir hveij-
ir jákvæðir um möguleika Lazios á
sigri. „Hillary er gífurlega óvinsæl
meðal tiltekinna hópa kjósenda, mið-
að við að hún er forsetafrú,“ sagði
stjómmálaskýrandinn Joseph Merc-
urio. „Rudy Giuliani var líka óvinsæll
víða. Nú er kominn fram á sjónarsvið-
maður sem kemur vel fyrir og þa er
allt gerbreytt."
Lítill munur
Lazio nýtur þó minna fylgis en
Hillary, samkvæmt skoðanakönnun-
um, en segja má að munurinn á þeim
sé ekki ýkja mikill, sérstaklega í Ijósi
þess hve stutt er síðan kunnugt varð
um framboð Lazios. Þegar tæp vika
var liðin frá því að hann kom í stað
Guilianis kváðust um 46% líklegra
kjósenda styðja forsetafrúna, en 43%
Lazio.
Guiliani var ekki viðstaddur út-
nefningu Lazios í Buffalo á þriðjudag-
inn, en hefur lýst því yfir að hann
muni styðja frambjóðandann bæði
pólitískt og við fjáröflun. Lazio hóf
ræðu sína í Buffalo með því að þakka
Guiliani.
Fréttaskýrendur segja að þegar
skipt var um frambjóðanda hafi enn-
fremur orðið breyting á baráttunni.
Hillary og Guiliani einbeittu sér að
því að gagnrýna persónu hvort ann-
ars, en Hillary og Lazio einbeita sér
að því að gagnrýna stjómmálaskoð-
anir hvort annars.
Lazio segir hana vera vinstrisinna
og vilja stóra og umfangsmikla ríkis-
stjóm, en Hillary segir Lazio vera I
repúblikana af sömu sort og Newt |
Gingrich, fyrrverandi leiðtoga meiri-
hlutans á þinginu.
Gaman að greiða atkvæði
En hver er Rick Lazio í raun og
vera? Dálkahöfundur bandaríska
dagblaðsins Newsdayvar ekki viss og
þóttist sjá Lazio beggja vegna borðs-
ins í ýmsum deilumálum í bandarísku
þjóðfélagi. Til að eiga möguleika á [
sigri í New York-ríki þurfi Lazio
nauðsynlega stuðning þeirra sem séu j
hlynntir rétti kvenna til fóstureyð- '
inga og hafi því tekið sér stöðu í
þeirra hópi. En svo megi líka sjá hann
styðja heitustu baráttumál helstu
samtaka þeirra sem era andvígir fóst-
ureyðingum, National Right to Life
Committee.
Dálkahöfundurinn segir afstöðu
Lazios til fóstureyðinga óljósa og tví-
ræða. Hann segist hlynntur réttinum
til fóstureyðingar með þeini undan-
tekningu að hann myndi banna hana
þegar um væri að ræða fóstur sem
komið væri langt á leið. Hann sé and-
vígur því að fátækar konur sem ekki
hafi efni á fóstureyðingu fái greitt úr
almannatryggingasjóðum til að geta
gengist undir slíka aðgerð.
Þá sé síst auðveldara að átta sig á
afstöðu Lazios til hertrar byssu-
löggjafar. Svo virðist sem honum
finnist afskaplega gaman að greiða k
atkvæði um byssulöggjöf - svo oí- |
boðslega gaman að hann hafi greitt |
atkvæði bæði með og á móti þegar *
þingið hafi á síðasta ári tekið fyrir til-
lögur sem áttu að loka götum í reglu-
gerðum er gerðu fólki mögulegt að
kaupa sér byssur á byssusýningum
án þess að þurfa að gangast undir
sakavottorðskönnun.
Hrasaði og datt
Við útnefninguna í Buffalo á þriðju-
daginn örlaði þó hvergi á svona gagn- I
rýnisröddum, enda þar saman komn- j
ir repúblikanar sem vilja standa f
sameinaðir að baki sínum manni. Pat-
aki kvaðst líka sannfærður um að
kjósendur myndu taka í sama streng
þegar þeir fengju að kynnast Lazio.
„Þeir munu heillast af honum. Þefr
munu heillast af framtíðarsýn hans.
Þeir munu heillast af kröftum hans.“
En hver ræðumaðurinn á fætur öðr-
um virtist viðurkenna með óbeinum
hætti að Lazio ætti undir högg að
sækja í kosningabaráttunni og lýsti j
honum sem „snöggum upp á lagið“, P
ungum og myndarlegum.
En hann hafði hrasað daginn áður,
í bókstaflegum skilningi, og efri vörin
á honum var bólgin og samansaumuð.
Það var í skrúðgöngu daginn áður
sem hann hrasaði og datt á gangstétt
með þeim afleiðingum að sauma
þurfti nokkur spor í vörina. Við út-
nefninguna reyndi hann að gera grín
að eigin klaufaskap og sagðist eiga
ýmislegt óuppgert við gangstéttina I
sem hefði kýlt sig.
Um 1.000 manns sýkjast vegna mengunar í vatnsbdli í Kanada
Allt að níu látnir af völd-
um saurgerlamengunar
Toronto. Reuters, AP.
ALLT að níu manns hafa dáið af
völdum saurgerlamengunar í vatns-
bóli bæjarins Walkerton í Kanada,
að sögn yfirvalda í Ontario í gær.
Talið er að saurgerlamir hafi borist í
vatnsbólið með afrennsli frá bújörð-
um og þingmenn stjómarandstöð-
unnar í Ontario hafa krafist þess að
settar verði strangari reglur til að
koma í veg fyrir slíka mengun.
Hermt er að starfsmenn vatnsveitu
Walkerton hafi vitað af menguninni í
vatnsbólinu fyrir hálfum mánuði en
ekki varað við henni fyrr en um 1.000
af 5.000 íbúum bæjarins höfðu sýkst.
Yfirvöld sögðu í gær að mengunin
hefði kostað sjö manns lífið en gran-
ur leikur á að tveir til viðbótar hafi
dáið af völdum saurgerlasýkingar-
innar. Rúmlega tuttugu manns era
enn á sjúkrahúsi, flestir vegna
nýrnabilunar eða annarra einkenna
sýkingarinnar. Aldraður maður og
þrjú ung böm vora sögð í lífshættu.
Talið er að hættulegt afbrigði
saurgerla hafi borist í vatnsbólið
með afrennsli frá bújörðum í úrhelli
og flóðum 12. maí. Ekki er hægt að
lækna þá sem sýktust með sýklalyfj-
um.
Létu hjá Iíða að vara
við menguninni
Murray McQuigge, læknir og heil-
brigðisfulltrúi Walkerton, hélt þvi
fram að starfsmenn vatnsveitunnar
hefðu vitað af menguninni frá 18.
maí en látið hjá líða að vara íbúana
við því að drekka vatnið. Mikil reiði
er meðal bæjarbúa vegna málsins og
ásakanir heilbrigðisfulltrúans fengu
svo á framkvæmdastjóra vatnsveit-
unnar, Stan Koebel, að hann var í
felum þar til í fyrradag. „Hann er
niðurbrotinn vegna dauðsfallanna og
ásakana um að honum eða einhverj-
um öðram sé um að kenna,“ sagði
lögfræðingur hans.
Hermt er að Koebel hafi viður-
kennt að hafa vitað af menguninni í
vatnsbólinu frá 18. maí en ekki skýrt
yfirvöldum bæjarins og heilbrigðis-
kerfisins frá henni.
Viðvaranir hunsaðar
Dan Newman, umhverfisráðherra
Ontario, hefur viðurkennt að heil-
brigðisfulltrúi Walkerton hafi bent
honum á mengunarhættu í vatnsból-
um fylkisins í janúar og apríl. Ráð-
herrann lét þó hjá líða að skýra heil-
brigðisyfirvöldum frá hættunni eins
og reglur umhverfisráðuneytisins
kveða á um.
Howard Hampton, leiðtogi eins af
stjórnarandstöðuflokkunum í Ontar-
io, sakaði stjórn fylkisins um að hafa
hunsað viðvaranir heilbrigðisfulltrúa
Walkerton um að vatnsbólum stafaði
íbúar Walkerton í Kanada bíða eftir Mike Harris, forsætisráðherra
Ontario, við ráðhús bæjarins til að krefja hann svara við því hvers vegna
ekki var varað við saurgerlamengun í vatnsbóli bæjarins sem hefur
kostað allt að níu manns lifið.
hætta af afrennsli frá bújörðunum.
Hann vitnaði í bréf sem heilbrigðis-
fulltrúinn skrifaði fyrir hálfu ári til
að vara við því að sýklar, sem væra
ónæmir fyrir lyfjum, gætu borist í
vatnsból fylkisins frá bújörðum.
Lögreglan í Ontario og umhverfis-
ráðuneytið hafa hafið rannsókn á
meriguninni. ,
Á meðal einkenna sýkingarinnar
eru mikill hiti, alvarlegur krampi,
bráður niðurgangur og uppköst, auk
nýrnabilunar sem getur dregið fólk
til dauða.