Morgunblaðið - 01.06.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 01.06.2000, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Fyrirhugaðar eldflaugavarnir Bandarikj anna taldar munu bera hátt á leiðtogafundi í Moskvu BILL Clinton Bandaríkjaforseti mun á laugardag halda til Moskvu til síns fyrsta fundar með Vladímír Pútín forseta Rússlands og munu vamar- og afvopnunarmál skyggja á önnur í viðræðum forset- anna. Ríkisstjóm Clintons hefur farið fram á það við Rússa að þeir fallist á endur- skoðun þeirra ákvæða ABM- Bill Clinton Banda- ríkjaforseti. Áhyggjur vegna framtíðar ABM- sáttmálans sáttmálans frá 1972 er kveða á um bann við eldflaugavömum, svo áætl- anir Bandaríkjastjórnar um tak- markaðar vamir gegn hugsanlegum eldflaugaárásum „útlagaríkja", lfkt og Norður-Kóreu og írans, nái fram að ganga. Stjórnmálaskýrendur eru ílestir á því að Clinton verði lítið ágengt í umleitunum sínum við Rússa, þeir líti svo á að ef áætlanir Bandaríkjanna nái fram að ganga muni það setja kjamavopnajafnvægi risaveldanna og ríkjandi afvopnun- arsamninga úr skorðum. Þá hafa hugmyndir Bandaríkjamanna mælst misjafnlega fyrir meðal banda- manna þeirra í Evrópu sem margir hverjir telja að áætlanimar skapi hættu á nýju vígbúnaðarkapphlaupi. Bandaríkjastjórn hefur að undan- fömu leitast við að eyða áhyggjum Rússa vegna fyrirætlana sinna sem gera ráð fyrir að um 200 flaugum, sem grandað geta langdrægum eld- flaugum, verði komið fyrir í Alaska. í því augnamiði hafa bandarísk stjómvöld boðist til að fækka ger- eyðingarvopnum sínum í aðeins 2.000-2.250 kjarnaodda, í samræmi við fyrirhugaðan START Ill-samn- ing. Pútín hefur hins vegar farið fram á að kjarnaoddar risaveldanna verði ekki fleiri en 1.500 og hótar því að rifta öllum afvopnunarsamning- um Bandaríkjanna og Rússlands ef Bandaríkjastjóm fer sínu fram í trássi við ABM-sáttmálann. ígor ív- anov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði á þriðjudag að ABM-sáttmál- inn væri „óhagganlegur" og er það talið gefa tóninn fyrir væntanlegar viðræður embættismanna ríkjanna samhliða leiðtogafundinum í Moskvu. Efasemdir í Evrtípu Þá hefur ríkisstjórn Bandaríkj- anna reynst örðugt að sannfæra bandamenn sína í Atlantshafs- bandalaginu um nauðsyn eða ágæti fyrirhugaðra eldflaugavama. CCCLcbjUc, Stretsgallabuxur —10 litir 11 Bermudabuxur ^ Stuttbuxur éZpvðsuífO tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 Opið daglega frá kl, 10—18 Opið laugardag frá kl. 10—16 Vatnsnudd, hreinsitæki, ozintor, Ijós, höfuðpúðar, trégrind, full einangraðir með einangruðu loki. Uppsettir í sýningarsal okkar OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 21 Hafa t.a.m. frönsk og þýsk stjórn- völd lýst yfir áhyggjum sínum vegna málsins og sagt að slíkar varnir kunni að grafa undan ABM-sáttmál- anum og vera forsenda nýs vígbún- aðarkapphlaups á sömu stundu og heimsbyggðin vilji hverfa frá arf- leifð kjamorkuógnar kalda stríðs- ins. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, lýsti áhyggjum sínum á þriðjudag og sagði: „Hvernig vilt þú sannfæra [þjóðir] um að stöðva framleiðslu nýrra vopna á sama tíma og öflugri ríki segja mikla nauðsyn á að þróa tækni sem getur grafið und- an stöðugleika sem lengi hefur verið unnið að?“ Þá sagði Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakklands, á dögunum að ekki væri til nein þýð- ing á orðinu „útlagaríki" í frönsku. „Það er ekki landfræðileg skilgrein- ing sem við notum. Það er erfitt fyr- ir Evrópubúa að ímynda sér að eitt þessarra „útlagaríkja" muni ráðast á Bandaríkin. Hvatti hann Clinton til þess að hugleiða vel hver áhrif eldfiaugavarnakerfisins yrðu á al- þjóðakerfið áður en hann tæki ákvörðun um framhald smíði þess. Var mál þetta rætt á vorfundi ut- anríkisráðherra Atlantshafsbanda- lagsins í Flórens í liðinni viku og heyrðust þar efasemdaraddir. Sögðu þeir Joschka Fischer, utan- ríkisráðherra Þýskalands, og Vedr- ine að Evrópuríkin gætu ekki fallist á smíði varnarkerfisins nema að Rússar samþykktu breytingar á ABM-sáttmálanum og að slík sam- þykkt tengdist frekari afvopnun ríkjanna tveggja. Náin tengsl Bretlands og Banda- ríkjanna og gott samband Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, við Vladímír Pútín eru sögð geta skipt sköpum um framhald málsins hvað afstöðu Evrópuríkjanna varð- ar. Auk þessa er vamarkerfið í Bretlandi tengt því það byggir að verulegu leyti á efldum ratsjár- stöðvum Bandaríkjahers á Bret- landseyjum, auk ratsjárstöðvarinn- ar í Thule á Grænlandi. Breska blaðið Independent greindi frá því á þriðjudag að Blair sé umhugað um að ABM-sáttmálanum sé ekki teflt í tvísýnu, en jafnhliða því þá sé klofn- ingur innan stjórnar hans. Varnar- málaráðuneytið sé hlynnt eldflauga- varnarkerfinu en Robin Cook utanríkisráðherra hafi hins vegar miklar efasemdir um ágæti þess. Þá hefur ríkisstjórn Danmerkur lýst því yfir að hún sé andsnúin því að vikið sé út af ABM-sáttmálanum og heimastjórn Grænlendinga hefur sagt að hún muni ekki heimila Bandaríkjunum að nota Thule-stöð- ina sem lið í eldflaugavömum Bandaríkjanna ef það bryti í bága við sáttmálann. En málið var þar til umræðu í vikunni eftir að Inuit Ataqatigiit-flokkurinn á Grænlandi, sem sæti á í heimastjórninni, sagðist vera algerlega á móti fyiirætlunum Bandaríkjamanna. Fjölgun vopna í stað fækkunar Rússar eru afar háðir kjarna- vopnabúrum sínum í ljósi yfirburða Atlantshafsbandalagsins hvað hefð- bundinn hernað varðar og hafa sér- fræðingar bent á að munur þessi hafi aukist á undanförnum ámm. Ef breyta ætti ABM-sáttmálanum og leyfa smíði varnarkerfisins muni það auka enn meira þennan mun og þar með líkurnar á að Rússar freistist til að fjölga kjarnavopnum í stað þess að fækka þeim. Þá hafa Rússar ekki fjárhagslegt bolmagn til að koma á álíka varnarkerfi jafnvel þótt þeim stafi að margra matimeiri hætta af eldflaugaárásum „útlaga“ heldur en Bandaríkin. Sergei Ivanov, formað- ur rússneska öryggisráðsins, sagði í vikunni að ógnin af árásum útlaga- ríkja væri meiri í Rússlandi en Bandaríkjunum. „Við emm nær og meðaldræg eldflaug getur ógnað okkur en ekki Bandaríkjunum." Clinton mun taka ákvörðun um framtíð áætlananna áður en kjör- tímabil hans rennur út síðar á þessu ári og er tilvist eldflaugavarnakerf- isins, sem næsti forseti Bandaríkj- anna mun hugsanlega þurfa að hrinda í framkvæmd, þegar orðið að kosningmáli í Bandaríkjunum. Hafa A1 Gore, frambjóðandi demókrata, og George W. Bush, frambjóðandi repúblikana, ólíkar skoðanir á út- færslu og umfangi þess. Bush hefur boðað mun umfangsmeira eldflauga- varnakerfi en fram hefur komið í til- lögum Clinton-stjórnarinnar og er óvissan um framtíð eldflaugavarn- anna og frekari afvopnun talin minnka líkumar enn meir á að Rússlandsstjórn muni koma til móts við umleitanir Bandaríkjanna á næstu misserum. Þar að auki hefur Clinton-stjóminni orðið lítið ágengt í afvopnunarmálum heima fyrir þar sem meirihluti Repúblikana á Bandaríkjaþingi hefur lýst sig and- vígan frekari fækkun kjarnavopna hersins. Clinton hefur ekki enn lagt START II-samning Rússa og Bandaríkjanna frá því 1997 fyrir þingið en Rússlandsþing samþykkti samninginn nýverið. Og í vikunni lýsti Jesse Helms, formaður utan- ríkismálanefndar öldungadeildar þingsins, því yfir að Clinton-stjórnin gæti allt eins sleppt því að leggja fyrir þingið frekari breytingar á af- vopnunarsamningum Bandaríkj- anna og Rússlands. Myrkradansarinn fær slæma dóma í Time MM METRO Skeifan 7 • Simi S25 0800 Kvikmyndagagnrýnandi bandaríska vikuritsins Time gerir lítið úr leik Bjarkar Guðmundsdótt- ur í myndinni Myrkra- dansarinn, og segist von- ast til að leikstjórinn Lars von Trier standi við loforð sitt um að starfa aldrei aftur með henni. I nýjasta hefti tímaritsins segir höfundurinn jafn- framt að lögin í mynd- inni, sem Björk samdi, séu einfeldningsleg og líkir söngnum við jarm. I grein með fyrirsögn- inni „Svartur sigur“ hakkar gagnrýnandinn í sig myndina, leikarana, söguþráðinn og tónlist- ina. Hann segir að von Trier beiti ódýrum brögðum til að kalla fram tárin á hvörmum áhorfenda, og að það sé sorglegt að leikstjóri sem byrjaði svo vel með myndunum The Element of Crime og Zentropa (sem einnig var nefnd Europa) hafi sokkið svo djúpt. Gagnrýnandinn, Richard Corliss, bendir á að reyndar hafi engin þeirra mynda sem kepptu við Myrkradansarann verið meist- araverk, og því sé varla hægt að benda á neina eina mynd sem aug- ljóslega ætti verðlaunin frekar skilið. Hann segir að raunar hafi myndin „Crouching Tiger, Hidden Mynd af Björk Guðmundsdóttur og leiksljóranum Lars von Trier með grein Time um myndina Myrkradansarinn undir fyrirsögninni „Svartur sigur“. Dragon“, í leikstjtírn Ang Lee, sem sýnd var á hátfðinni en tók ekki þátt í keppninni, skarað fram úr, og hennar verði minnst í fram- tíðinni, en ekki „aulalegrar" myndar Bjarkar. í nýjasta hefti breska vikurits- ins The Economist er einnig að finna grein um kvikmyndahátíðina í Cannes. Þar fær mynd Lars von Triers einnig heldur laka dóma og segir höfundurinn að verðlaun fyrir besta leik í kvenhlutverki hefði frekar átt að veita Lenu Endre en Björk Guðmundsdóttur. Lena Endre fer með aðal- hlutverkið í mynd Liv Ullman „Faithless". Frakkar hafi kæst mjög yfir verðlaunum þeirra Bjarkar og von Triers en aðrir hafi ekki hrifist sérlega af mynd- inni Myrkradansarinn. Söng- og dansatriðin séu heldur viðvanings- lega sviðsett og tilgerðarleg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.