Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÓLAFÍA BJÖRG
GUÐMANNSDÓTTIR
Ólafía Björg Guð-
mannsdóttir
fæddist í Keflavík 20.
febrúar 1933. Hún
lést á Vífilsstöðum
25. maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðmann Guð-
mundsson, fiskmats-
maður frá Hörgsholti
í Hrunamanna-
hreppi, f. 29.6. 1891,
d. 31.1. 1951, o
inkona hans,
Ólafsdóttir,
freyja, frá Eyrar-
bakka, f. 10.11. 1983,
d. 4.12.1976.
Ólafía Björg (Lóa) giftist 21.4.
1957 Guðsteini Gíslasyni, slökkvil-
iðsmanni, f. 2.1. 1932, d. 23.4.
1968. Foreldrar hans voru Gísli
Einarsson, sjómaður og pípulagn-
ingamaður, frá Akranesi, seinast
búsettur í Keflavík, f. 24.9. 1893,
d. 3.4. 1978, og eiginkona hans
Halldóra Einarsdóttir, húsfreyja
frá Hreðavatni í Norðurárdal, f.
12.2. 1895, d. 8.5. 1947. Börn Lóu
og Guðsteins eru: 1) Örn, borholu-
tæknir, f. 5.9. 1957,
búsettur í Stafangri í
Noregi, kvæntur
Sigurbjörgu Stefáns-
dóttur, lækni, f. 2.1.
1962, börn þeirra
eru: Guðsteinn, Hall-
dór og Egill Örn. 2)
Lilja, skrifstofumað-
ur, búsett í Staf-
angri, f. 20.5. 1961.
3) Hilmar, trésmið-
ur, f. 6.5. 1962, bú-
settur í Keflavík,
kvæntur Ragnheiði
Kolbrúnu Valdimar-
sdóttur, hárgreiðslu-
meistara, f. 26.11. 1965, börn
þeirra eru Tinna Björg og Grétar.
Allan sinn aldur átti Lóa heima í
Keflavík. Hún stundaði nám í Hús-
mæðraskólanum á Isafirði. Utan
heimilisins starfaði hún hjá Pósti
og síma í hartnær hálfa öld, löng-
um á símanum en nokkur síðustu
árin á póstinum.
Útför Lóu verður gerð frá
Keflavíkurkirkju á morgun, föstu-
daginn 2. júní, og hefst athöfnin
klukkan 11.
Elsku systir mín. Mikið á ég eftir
að sakna þín. Hvenær sem var gat
ég komið til þín og fengið ráð við
mínum vandamálum og farið
ánægðari af þínum fundi, alltaf
lagðir þú gott til allra mála með
þinni rólegu framkomu en þín miklu
vandamál barst þú ekki á borð fyrir
aðra. Það eina sem þú sagðir var:
„Ég hlýt að hafa verið svona vond
manneskja í mínu fyrra lífi úr því
svona mikið er lagt á mig hér á
jörð.“
Við fæðingu varst þú úr mjaðma-
lið sem var ekki skoðað nógu fljótt
svo annar fóturinn varð styttri.
Aldrei man ég eftir að þú værir bit-
ur þó þú gætir ekki tekið þátt í
boltaleikjum með okkur. Aðeins níu
ára færð þú heilahimnubólgu og var
þér ekki hugað líf um tíma. Þér
hafði gengið vel að læra en allt
þurrkaðist út en þá kom fram þín
alkunna þolinmæði, þó ung værir.
Það var byrjað upp á nýtt að læra
stafina og um haustið hélstu áfram
með jafnöldrum þínum þó þú værir
búin að missa svona mikið niður. Þú
varst svo laghent að hvort sem þú
varst að sauma eða prjóna varð allt
svo smekklegt hjá þér svo að unun
var á að horfa. Ung fórst þú að
UTFARARSTOFAISLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
P1 I
Einarsson » .'fyj■ Hk — JÆ Svernr
wm útfararstjóri, | mWml Olsen
sími 896 8242 1 mÁÆBP útfararstjóri.
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
UPPLÝSINGAR í SÍMUM
562 7575 & 5O5O 925
HOTEL LOFTLEIÐIR
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
wm.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
vinna á símstöinni hérna og þaðan í
Húsmæðraskólann á ísafirði eitt
árið því að draumaprinsinn var á
næsta leiti og eins gott að kunna að
matbúa. Hann hét Guðsteinn og þið
giftuð ykkur 1957 og eignuðust
fljótlega þrjú myndarleg börn. Þið
voruð búin að kaupa ykkur íbúð og
bæði lögðuð þið mikið á ykkur til að
endar næðu saman. Guðsteinn vann
hjá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar
og til að afla meiri tekna vann hann
við bílaviðgerðir hjá bróður sínum.
Þá kom reiðarslagið, hann lenti í
slysi og lést. Börnin svona ung, orð-
in föðurlaus, en þú gafst ekki upp
og fórst að vinna á símanum, en oft
var þröngt í búi hjá þér þó ekki væri
kvartað. Þetta voru erfið ár en
strax og börnin gátu fóru þau að
hjálpa til og lærðu sparsemi og ráð-
deild. Strákarnir fóru í iðnnám. Örn
er bifvélavirki en Hilmar smiður.
Lilja var eitt ár í Bandaríkjunum en
fór svo að vinna skrifstofustörf. Þú
lifðir fyrir börnin þín og varst alltaf
ein. Börnin flugu úr hreiðrinu, tvö
settust að í Noregi en yngsta barn-
ið, Hilmar, var stoð og stytta
mömmu sinnar. Svo varðst þú fyrir
slæmu handleggsbroti og sýndir að-
dáunarverða þolinmæði. Handlegg-
urinn var að verða ónýtur en þá
fréttum við af lækni á Borgarspít-
ala sem gerði kraftaverk í svona
málum. Það gekk eftir og hann
sagðist þurfa að stytta handlegginn
um nokkra sentimetra. Þetta væri
orðið svo slæmt en hvað með það
sagðir þú, annar fóturinn er nokkr-
um sentimetrum styttri, svo það
jafnast á, en bakið og mjöðmin voru
alltaf að plaga þig og fórst þú í að-
gerð og fékkst kúlu og fyrir nokkr-
um árum í aðra aðgerð. Þá var
tæknin orðin svo mikil að bein var
notað og loksins komin yfir sextugt
með báða fætur jafnlanga. Allt ann-
að líf sagðir þú þó bakið sé orðið
slitið en ekki var allt eins og það átti
að vera. Stanslaus þreyta og lystar-
leysi. Þú varst úrskurðuð með
krabbamein í lunga og aftur var
barist áfram, en nú laust þú í lægra
haldi og lést á Vífilsstöðum 25. maí.
Elsku Lóa mín. Þrautagöngu
þinni hér á jörð er lokið og veit ég
að maðurinn þinn hefur tekið fagn-
andi á móti þér eftir öll þessi ár.
Hvíl í friði, elsku systir mín.
Elín.
Lóa lést eftir langa og stranga
sjúkdómsraun, æðrulaus, sem
henni var líkt, en þrotin að kröftum.
Hetjulundin var aðdáunarverð. Það
er erfitt að sjá á bak góðum vini.
Ljúfar endurminningar svipta
sorginni burt. Eftir stendur svipur-
inn þinn, hreinn og bjartur en
stundum dálítið kankvís.
Foreldrar Lóu, bornir og barn-
fæddir Árnesingar, fluttust til
Keflavíkur um 1930. Keflavík var
ört vaxand kauptún á þessum tíma.
Hér búnaðist foreldrum hennar vel.
Þau eignuðust þrjár dætur, hverja
á sínu árinu, fyrst Sigríði, síðan Lóu
og loks Elínu, en fyrir hjónabandið
átti Ólafía Svein Vilbergsson, sem
lést 9.9. 1991. Geta má nærri hve
mikið og óvænt áfall það var fyrir
Ólafíu og fjölskylduna þegar Guð-
mann fórst í hinu hörmulega Glit-
faxaslysi 21. janúar 1951.
Hér í Keflavík ólst Lóa upp við
gott atlæti á myndarheimili foreldr-
anna að Vatnsnesvegi 20 þar sem
gestum og gangandi var tekið opn-
um örmum. Þar bundust mörg
tryggða- og vináttubönd sem aldrei
slitnuðu. Sérstaklega var þó áber-
andi hvað systurnar þrjár voru
samrýndar. Skólagangan hennar
Lóu var ekki löng eins og algengt
var á þessum tíma ekki síst með
ungar stúlkur. Þó stundaði hún
nám um eins vetrar skeið í Hús-
mæðraskólanum á ísafirði en þeir
dagar voru bjartir í endurminning-
unum.
Starfsvettvangur Lóu stóð um
nærri hálfa öld hjá Pósti og síma í
Keflavík, lengst af á símanum á
miklum umbrotatímum í bænum.
Símstöðinn eða miðstöðin eins og
hún var gjarnan nefnd var áreiðan-
lega líflegur vinnustaður þar sem
myndarlegur stelpnaskari vann.
Ekki má gleyma símstöðvarstjór-
anum og náfrænda Lóu, Jóni Tó-
massyni, sem sannarlega setti svip
á umhverfi sitt, oft með glettni og
spaugi. Ekki er ofmælt að Lóa naut
mikilla vinsælda hjá viðskiptavin-
um og ekki síður starfsfélögum sem
nú sjá á bak traustum og góðum
vini.
Hjónaband Lóu og Guðsteins var
traust og hamingjuríkt. Þau eign-
uðust þrjú mannvænleg börn og
fimm tápmikil barnabörn, augast-
eina Lóu. Allt lék í lyndi þegar Guð-
steinn lést af slysförum aðeins 36
ára gamall. Þá stóð Lóa ein uppi
með börnin, sex, sjö og tíu ára göm-
ul. Henni var ekki lagið að gefast
upp. Þrátt fyrir kröpp kjör kom hún
barnahópnum upp til góðs þroska.
Alla ævi bar Lóa þungan kross. I
fæðingu fór hún úr mjaðmalið sem
greindist ekki fyrr en sex mánuðum
síðar. Annar fóturinn varð því
styttri og hún gekk hölt alla sína
ævi. Því miður fékk hún enga bót á
þessum meinum sem versnuðu því
lengra sem leið. Auðvitað dró þetta
mátt úr henni. Samt skilaði hún
dagsverki sínu með sóma.
Vinátta okkar Lóu hófst fyrir
rúmum 40 árum. Þá var hún nýgift
Guðsteini og ég að stíga mín fyrstu
spor inn í fjölskyldu hennar. Sú vin-
átta er mér dýrmæt sem ég þakka
af alhug við leiðarlok.
Lóa var kona hæglát og jafnvel
hlédræg. Þessir eðliskostir nýttust
henni vel í andstreymi lífsins. Hún
vissi að eigi má sköpum renna. Hún
kvaddi með reisn, sátt við Guð og
menn. Blessuð sé minning hennar.
Vilhjálmur Þórhallsson.
• Fleiri minningargreinar um
Ólafíu Björgu Guðmundsdóttur
bíða birtingar ogmunu birtast 1
blaðinu næstu daga.
MARJO KAARINA
KRISTINSSON
+ Marjo Kaarina
Kristinsson f.
Raitto, verkfræðing-
ur, fæddist í Turku í
Finnlandi 17. desem-
ber 1951. Hún lést
að heimili sínu á Ak-
ureyri 22. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Pentti
Kalervo Raittio,
múrari í Turku, f.
13. júní 1921, d. 25.
júlí 1999 og kona
hans Raili Kaarina
Raittio, f. Laiho 28.
júlí 1930, ritari í
Turku. Börn þeirra hjóna voru
Marjo, sem hér er kvödd og Atso
Kalervo Raittio, f. 19.júlí 1954,
framkvæmdastjóri í Turku.
Marjo giftist 24. júlí 1976 eftir-
lifandi eiginmanni sfnum Gisla
Jóni Kristinssyni, arkitekt, f. 26.
nóvember 1950. Foreldrar hans
eru hjónin Margrét
Jakobsdóttir , kenn-
ari og Kristinn
Gíslason, kennari.
Marjo og Gísli
eignuðust þrjú
börn. Þau eru: 1)
Katri Jónína, f. 12.
október 1976, há-
skólanemi. 2) Jens
Kristinn, f. 24. nóv-
ember 1978, há-
skólanemi. 3) Jón
Benedikt, f. 31. júlí
1983, nemi.
Maijo lauk prófi í
trefjaverkfræði frá
Tækniháskólanum í Helsinki
1980. Hún starfaði sem verk-
fræðingur um árabil, lengst af
við verksmiðjur SÍS á Akureyri.
XJtför Marjo fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju föstudaginn 2.
júní og hefst athöfnin klukkan
13.30.
SOLSTEINAR vlö Nýbýlaveg, Kúpavogl
Simi 564 4566
Nú er skarð fyrir skildi hjá skauta-
íþróttamönnum á íslandi. Maijo
Kristinsson, einn af máttarstólpum
skautaíþróttarinnar, er horfin hér úr
heimi.
Marjo kom fyrst til starfa sem einn
af fararstjórum í keppnisferð
íshokkídeildar til Reykjavíkm- þar
sem hún fylgdi öðrum syni sínum.
Skömmu síðar var hún komin á fullt í
H
Erfisdrykkjur
P E R L A N
Sími 562 0200
Httttt ttittt rr ttt
stjórnum félagsins og má segja að
hún hafi ein byggt upp listhlaupsdeild
félagsins. Þar var hún á stundum allt
í senn þjálfari, formaður og gjaldkeri.
Maijo starfaði með öllum deildum fé-
lagsins og hafði áhuga á öllu því sem
stuðlað gat að vexti þess og viðgengi.
Maijo kom inn í aðalstjórn SA á að-
alfundi vorið 1994 sem meðstjóm-
andi. Þá var hún jafnframt formaður
listhlaupsdeildar félagsins. Marjo
gerðist gjaldkeri félagsins vorið 1995
en í raun tók hún að sér launalaust
framkvæmdastjórastarf hjá félaginu
sem hún gegndi af mikilli trúfesti og
alúð. Það var því eðlilegt að stjórn fé-
lagsins leitaði tii Marjo þegar vantaði
framkvæmdastjóra fyrir hinni nýju
Skautahöll Akureyringa.
Maijo sat stofnfund Skautasam-
bands íslands árið 1995 og var kjörin
í stjórn listhlaupsdeildar sambands-
ins vorið 1996. Þar átti hún stóran
þátt í að skapa nýrri íþrótt þær leik-
reglur sem nauðsynlegar eru.
Skautasambandið og starfsemi þess
voru Maijo alltaf mjög hugleikin.
Aðstaða skautaíþróttarinnar á Ak-
ureyri hefur tekið stakkaskiptum nú
á síðustu misserum með tilkomu
Skautahallarinnar og er hlutur Maijo
þar stór. Hún ásamt eiginmanni sín-
um, Gísla, átti stóran þátt í að koma
þessu glæsilega mannvirki á laggfrn-
ar.
Skautafélag Akureyrar þakkar
íyrir að hafa átt þess kost að njóta
samvista og starfskrafta Marjo. Gísli,
Katri, Jens og Jón, megi góður Guð
styðja og styrkja ykkur á þessum erf-
iðu tímum.
Stjórn Skautafélags
Akureyrar.
• Fleiri minningargreinar um
Marjo Kristinsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 669 1116, eða á net-
fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.