Morgunblaðið - 01.06.2000, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 53
BALDUR
SVEINSSON
+ Baldur Sveins-
son, kennari,
fæddist í Reykjavík
4. apríl 1929. Hann
andaðist á heiniili
sínu, Skipasundi 59 í
Reykjavík, 25. maí
síðastliðinn. Foreldr-
ar Baldurs voru
Sveinn Gunnlaugs-
son skólastjóri, f. 17.
maí 1889, d. 3. maí
1981, og Sigríður
Oddný Benedikts-
dóttir, húsmóðir, f.
12. ágúst 1888, d. 6.
mars 1957. Systkini
hans voru Aðalheiður Ragna, f. 29.
október 1911, d. 2. júní 1980, og
Gunnlaugur Haukur, f. 11. septem-
ber 1913, d. 31. mars 1969. Upj)-
eldisbróðir Baldurs var Eggert 01-
afur Jóhannsson, f. 15. janúar
1925, d. 13. júní 1992.
Baldur gekk að eiga Erlu Mar-
gréti Ásgeirsdóttur,
verslunarkonu, 13.
maí 1950. Ilún fæddist
á Flateyri 29. október
1928. Foreldrar Erlu
voru Ásgeir Guðnason
verslunarmaður og
Jensína Eiríksdóttir
húsmóðir.
Baldur og Erla
eignuðust þrjú börn.
Þau eru: 1) Hilmar, f.
9. júní 1952, lögmað-
ur. Sambýliskona
hans er Guðrún
Nanna Guðmun-
dsdóttir kennari, f. 10.
mars 1953. Dóttir Hilmars og
Hrafnhildar Skúladóttur er Anna
Rut, f. 26. nóvember 1984. Stjúp-
börn hans eru íris, f. 27. október
1974, og Egill, f. 2. maí 1980. 2)
Sigríður Lillý, f. 8. júní 1954, skrif-
stofustjóri, gift Skúla Bjarnasyni,
lögmanni, f. 15 desembcr 1953.
Börn þeirra eru Erla, f. 27. apríl
1975, Helga Margrét, f. 10. maí
1979, og Benedikt, f. 20. júlí 1984.
3) Sveinn Ásgeir, f. 21. júlí 1956,
rafvirki, kvæntur Eddu Gunnars-
dóttur, verslunarkonu, f. 19. ágúst
1957. Börn þeirra eru Hildur, f. 22.
apríl 1981, Ragna, f. 4. febrúar
1986, og Sævar, f. 17. janúar 1989.
Baldur bjó fyrstu æviárin í Flat-
ey á Breiðafírði en flutti ásamt for-
eldrum sínum til Flateyrar. Þaðan
flutti hann til Reykjavíkur árið
1959.
Baldur lauk kennaraprófi frá
Kennaraskóla íslands árið 1949 og
stundaði kennslu til vors 1999,
lengst af í Hlíðaskóla í Reykjavík.
Baldur var virkur í ýmsum fé-
lagsstörfum á Flateyri og sat með-
al annars í hreppsnefnd. Hann lét
félags- og kjaramál kennara sig
miklu varða, starfaði í bræðrafé-
lagi og sóknarnefnd Langholts-
kirkju og tók virkan þátt í félags-
starfi Frímúrara.
Útför Baldurs verður gerð frá
Langholtskirkju föstudaginn 2.
júní og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Ég minnist þín - Baldur Sveins-
son, tengdapabbi.
I auðmýkt vel ég mér að skrifa til
þín þótt ég viti að þú nemir þessi
skrif ekki nema sem strauma frá
hjarta mínu til hins óendanlega og
guðdómlega þar sem þú nú friðsæll
og hvíldur skrifar áfram af snilld og
miðlar fróðleik eins og þér var ein-
umlagið.
Úr fallegu stofunni í Skipasund-
inu á ég margar ljúfar minningar
um þig segjandi frá, skemmtilegar
og ótrúlegar sögur af mönnum og
málefnum og ég dáðist í huga mér
að minni þínu. Síðan var pólitíkin
aðeins tekin fyrir og ýmsar maka-
lausar og heimskulegar ákvarðanir
sem teknar höfðu verið úti í bæjar-
lífinu sem við áttum ekki orð yfir og
við gátum alltaf verið sammála um
aðrar lausnir sem voru happasælli
að okkar mati. Það var alltaf gaman
að spjalla við þig og aldrei kom
maður þar að tómum kofunum. Nú
kveð ég þessar stundir með trega
og reyni að vera eins og þú, að
muna nú sögurnar.
Alltaf og undantekningarlaust
munduð þið, þú og Erla, eftir af-
mælisdögum og tyllidögum okkar
hjóna og barnanna, síminn hringdi
að morgni og hamingjuóskir frá
ykkur báðum, seinni partinn komuð
þið keyrandi á rólegu nótunum en
óaðfinnanlega uppáklædd og færð-
uð höfðinglegar gjafir börnunum til
óblandinnar ánægju.
Ég minnist jólanna, sem betur
fer ljóstraðir þú upp leyniuppskrift-
inni að jólasvínalærinu um síðustu
jól, uppskrift sem þú hefur lúrt á í
tugi ára sama hversu hart var að
þér gengið úr öllum áttum. Nú er
næsta karllegg mögulegt að halda
heiðri þínum í eldamennskunni á
jólunum og tryggt verður að sá þar-
næsti geri það líka.
Þú og elskulega konan þín, hún
Erla, voruð fyrir mér ávallt sem
eitt, hún dáðist að þér þegar þú
klæddist kjólfötunum og fórst með
hana á glæsilega dansleiki og
systrakvöld í Frímúrarahöllinni,
hún sagði alltaf eftir á: „Þið hefðuð
átt að heyra hvað hann hélt frá-
bæra ræðu og stjórnaði veislunni af
ÁSGEIR
ÁSGEIRSSON
+ Ásgeir Ásgeirs-
son var fæddur í
Kópavogi 6. febrúar
1962 og ólst hann
þar upp. Hann lést
24. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ásgeir Gislason skip-
stjóri og Hildur Ein-
arsdóttir _ Frímann.
Systkini Ásgeirs eru:
Jón Ásgeirsson, Gísli
Ásgeirsson, Brynja
Ásgeirsdóttir, Sig-
ríður Ásgeirsdóttir
og Kristín Ásgeirs-
dóttir.
Ásgeir lætur eftir sig eina dótt-
ur, Hildi Sunnu Ásgeirsdóttur.
Útför Ásgeirs fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði fostudag-
inn 2. júní og hefst athöfnin
klukkan 15.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom hönd og bind um sárin,
kom dögg og svala sálu nú,
komsólogþerratárin,
kom hjartans heilsulind,
kom heilög fyrirmynd,
komljósoglýstumér,
komlífogævinþver,
kom eilífð bak við árin.
(V. Briem.)
Elsku pabbi minn, mér þykir vænt
um þig.
Þín elskulega dóttir,
Hildur Sunna.
Elsku Ásgeir minn, mig langar til
að kveðja þig með örfáum orðum.
Það er svo stutt síðan þú sast hér í
stofunni hjá okkur Edda og við átt-
um svo gott spjall saman um gömlu
dagana og hvernig gengið hefði hjá
þér. Þú sast á móti mér og straukst
nýjasta fjölskyldumeðlimnum, hon-
um Tígra, og talaðir um hvað hann
væri nú fríður köttur, dæmigert fyrir
þig enda svo mikill
dýravinur.
Minningarnar
hrannast upp og verða
geymdar sem dýrgriph-
enda varstu einstak-
lega yndislegur og góð-
ur bróðir og góður
frændi strákanna
minna. Þú varst líka
svo frábær faðir og er
missir henner Hildar
Sunnu mikill. Við
systkinin sem eftir lif-
um reynum að hugga
hvort annað í sorginni
og höldum minningu
þinni á lofti, elsku Ásgeir. Við hugg-
um okkur við orð hans Sindra míns
sem sagði: „Mamma, kannski líður
honum Ásgeiri frænda bara betur
hjá Guði.“ Með þessum fátæklegu
orðum kveð ég þig, kæri bróðir, og ég
vona að þér líði vel hvar sem þú ert.
Ég sendi þér bænina sem við bæði
kunnum svo vel.
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta migvið
það sem ég fæ ekki breytt
Kjark til að breyta því sem ég get breytt og
vit til að greina þar á milli.
Þín systir,
Kristín.
Nú fel ég allt mitt í hendur Guðs:
vonbrigðþsorgogsöknuð
vegna þess sem að baki er.
Ahyggjur allar og kvíða
vegna þess sem framundan er.
Alla gleði, alla gæfu,
alladrauma,allarvonir,
allafegurð,
ástogfrið
sem ég þrái og ég nýt, það fel ég þér.
Verkefni öll, skyldur, störf,
fullnað og framið og einnig allt sem
ólokið er,
leið það allt til góðra lykta, til heilla
mér og öðrum til góðs og gæfu.
Ástvinimínaogallt
sem mér er hjartfólgið fel ég þér.
Lækna, reis upp, gjör heilt.
Bætogblessaallt.
Allt sem var mér illa gert,
allt sem ég hef brotið,
vanrækslu alla, synd,
fyrirgef það allt og lækna.
Allt það þekkir þú,
ekkert er þér hulið, Drottinn minn og
Guð minn, tak það allt að þér, mig og
allt mitt, nú og allar stundir í Jesú
nafni. Amen.
Elsku Geiri okkai’. Minning þín lif-
ir í hjarta okkar allra. Takk fyrir all-
ar góðu stundirnar. Elsku Sigga,
Gísli, Kristín, Eddi og börn, við vott-
um ykkur innilega samúð á þessari
erfiðu stund.
Ólöf og börn.
Þegar éjg var lítil stúlka bjó ég úti í
Svíþjóð. Eg fékk oft að fara til ís-
lands í jóla- og sumarfríum til þess að
vera hjá afa og ömmu á Sunnubraut
42 í Kópavoginum. Föðurfólkið mitt
bjó í sömu götu, á Sunnubraut 44,
þannig að það vai’ stutt fyrir mig að
heimsækjaþau.
Þegar ég nú minnist Ásgeirs
frænda míns, sem var nokkrum ár-
um eldri en ég, rifjast upp fyrir mér
minningabrotin frá þeim tíma þegar
amma var að leggja kapal í eldhúsinu
og bauð upp á ristaðar samlokur,
Ki-istín frænka að teikna og Ásgeir
frændi úti á plani að dunda sér í bíla-
viðgerðum. Ásgeir afi setti oft pening
í vasa minn að lokinni Islandsdvöl-
inni og sagði mér að kaupa mér eitt-
hvað á leiðinni heim til Svíþjóðar.
Minningin mín um Ásgeir er að
hann var alltaf góður við frænku
sína. Það hefur líka oft verið sagt við
mig að Ásgeir frændi væri að mörgu
leyti líkur pabba mínum.
Megir þú hvíla í friði, Ásgeir
frændi.
Guð gefi Kristínu, Gísla og Siggu
styrk í þeirra miklu sorg.
Brynhildur Jónsdóttir.
skörungsskap.“ Sól í sinni og
skugga inni á milli, þá áttuð þið allt-
af hjarta hvort annars enda náðuð
þið þeim áfanga núna 13. maí að
eiga gullbrúðkaup.
Þú bjóst yfir þeim hæfileika að
ná vel til barna og unglinga, þau
eru ófá sem þú studdir og ýttir út á
farsælli brautir en þau upphaflega
ætluðu, villtir unglingar voru ekki
vandamál hjá þér, þeir urðu bara
venjulegir hjá þér því þú tókst þeim
eins og þeir voru þegar þú hafðir
leyft þeim að rasa út.
Börnin okkar nutu ástúðar þinn-
ar og umhyggju sem verður aldrei
úr minni þeirra tekið.
Frá upphafi okkar kynna og alla
tíð síðan reyndist þú mér hlýr og
elskulegur tengdafaðir og ég mun
ávallt geyma minningu þína þannig
í hjarta mínu.
Elsku hjartans Erla mín, Guð
mun lýsa þér veginn og varðveita
þig-
Edda.
Ég trúi ekki ennþá að þú sért dá-
inn, elsku afi minn. Ég á svo marg-
ar góðar minningar um þig sem ég
mun aldrei gleyma. Til dæmis þeg-
ar þú fórst með mig og hin barna-
börnin á jólaböll þegar við vorum
lítil. Okkur fannst það svo gaman
og ætluðum aldrei að hætta að
dansa og syngja. Svo fórum við
heim til þín og ömmu og fengum
pizzu og gistum svo yfir nóttina. Þú
varst alltaf svo góður og mér leið
svo vel nálægt þér. Mér þótti alltaf
svo gaman að heimsækja þig og
ömmu. Það var svo notalegt að sitja
inni í stofu og spjalla saman og
borða góðu kökurnar sem amma
var búin að baka handa okkur. Ég
sakna þín mikið, eins og allir aðrir
sem þekktu þig, en ég veit að þér
líður vel og ég þakka Guði fyrir að
hafa átt þig að.
Þakka þér fyrir allt, afi minn, og
góður Guð blessi þig.
Anna Rut.
Elsku afi.
Við andlát þitt rifjast upp margar
góðar stundir og hlýja þín í okkar
garð. Við munum hvað þú sýndir
skólagöngu okkar alltaf mikinn
áhuga; við munum leiðangrana til
að kaupa skriffæri fyrir skólann á
haustin og símtölin þar sem við til-
kynntum þér samviskusamlega um
námsárangur að lokinni hverri ein-
kunnaafhendingu. Við munum jólin;
þig stoltan skera fyrstu sneiðarnar
af sænska svínalærinu hvern jóla-
dag og jólaböllin í Frímúrarahús-
inu. Við munum næturnar sem við
fengum að gista hjá ykkur ömmu;
þegar við fengum snakk, þykka
sneið af sandköku og bæn fyrir
svefninn. Við munum að þú kynntir
pkkur heimsbókmenntirnar, allt frá
íslendingasögunum til Zorro og
Andrésar Andar. Við munum allar
afmæliskveðjurnar og töfrabrögðin
í afmælisveislunum þar sem þú
varst hrókur alls fagnaðar. Við
munum hvað þér þótti gott að fá
þér skyr með rjóma og sykri, eða
bara rjóma og sykur með smá
skyri. Við munum hlýja og þétta
faðmlagið þitt. Þessar minningar
geymum við og varðveitum.
Erla, Helga og Benedikt.
• F/eírf minningargreinar
um Baldur Sveinsson bíða birting-
ar og munu birtast íblaðinu næstu
daga.
Varanleg
minning
er meitlub
ístein.
al S.HELGASONHF
STEINSMIÐJA
Skemmuvegi 48, 200 Kóp.
Sími: 557-6677 Fax: 557-8410
Netfang: sh.stone@vortex.is
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI GÍSLASON
frá Helgafelli,
Fellahreppi,
lést á Sjúkrahúsinu Egilsstöðum laugardaginn
27. maí.
Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugar-
daginn 3. júní kl. 14.00.
Hólmfríður Helgadóttir, Bragi Gunnlaugsson,
Gtsli Helgason,
Björn Helgason, Anna Sigríður Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR
Ijósmóðir
frá Bæ,
lést á Sólvangi, Hafnarfirði, þriðjudaginn
30. maí.
Snorri R. Jóhannesson, Guðrún Hafliðadóttir,
Jóhann G. Jóhannesson, Sóley Sveinsdóttir,
Kristjana G. Jóhannesdóttir, Hjalti Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.