Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 64

Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 64
HYDRUS BETA Kr. 12.990,- HAGAMMA 15.880,- 64 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 > MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Litla hryllingsbúðin EG VERÐ að biðja lesendur velvirðingar ef fyrirsögnin skelfir ein- hvem þeirra. Þetta er samt efst í huga mínum eftir að hafa lesið frétt Morgunblaðsins fyrir skömmu um það að „76,5% telji ástand raf- magnsöryggismála óviðunandi". Að baki þessari frétt standa hvorki meira né minna en tveir háttvirtir al- þingismenn, þannig að það er ekki furða þótt hárin rísi. Mér hefur löngum skilist, að þingmönnum liggi mikið á að komast í sumarleyfi um þetta leyti árs, ekki síst vegna þess, að heima í héraði biðu mikilvæg verkefni á borð við sauðburðinn. En hvað eiga þeir þingmenn að gera af sér sem ekkert eiga sauðféð og missa þar af leiðandi af því að sjá náttúruna lifna við á vorin? Hvað gerir Ögmund- ur Jónasson sem ekkert hefur til að vaka yfir á björtum vomóttum? Jú, hann boðar til blaðamannafundai- ásamt jafn-sauðlausum kollega sín- um, Gísla S. Einarssyni, til þess að kynna ofangreinda hrollvekjandi nið- urstöðu könnunar sem þeir sjálfir gerðu í nafni Alþingis. Þeirra vorverk er að vekja ugg í brjóstum lands- manna og telja þeim trú um að innan veggja svo til alls íbúðar- og atvinnu- húsnæðis leynist tifandi tímasprengja rafmagnsöryggisleysis með tilheyr- andi eld- og slysahættu. Þar sem ég hef sinnt innflutningi og dreifingu raflagnaefnis í aldar- fjórðung, auk þess að hafa tekið þátt í vinnu við lagabreytingar um raf- magnsöryggi, get ég ekki orða bund- ist. Hryllingsfrétt þeirra tvímenninga er byggð á ófaglegri og ótrúverðugri könnun sem þeir sendu á bréfhaus og kostnað Alþingis til 600 aðOa sem þeir völdu sjálfir. Aðeins bárust 200 svör; hinir 400 svöruðu ekki og ber þögn þeirra vott um að þeim fannst könn- unin leiðandi og ómarktæk. Þeir hafa ekki viljað taka þátt í vinnubrögðum sem eru til þess fallin að vekja ástæðulausan ótta almennings, rýra tfltrú fólks á þeim rafbúnaði sem í boði er og fagmennsku þeirra sem að rafmagnsmálum starfa. Málatflbúnaður Ögmundar og Gísla byggist á því að þeir sjá eftir Rafmagns- eftirliti ríkisins og þeim vinnubrögðum sem þar tíðkuðust. Rafrnagns- eftirlitið var bam síns tíma; ríkisapparat þar sem fullorðnir menn, á launum hjá skattgreið- endum, fylgdust með því að aðrir fullorðnir menn fylgdu reglum í starfi sínu. Þetta fyrir- komulag veikti gæðavit- und fagmannsins og skapaði viðskiptavinum Halldór falskt öryggi. Jóhannsson Það var loks 1996 að skynsamlegt verklag komst á hér á landi í rafmagnsörygg- ismálum þegar komið var á fót gæða- kerfi fyrir rafverktaka. í því er meg- En hætturnar leynast ekki í nýjum raflögnum eða vinnu fagmanna, segir Halldór Jóhanns- son, heldur í eldri raflögnum sem hefur verið illa við haldið eða fúskað við. ináhersla lögð á að treysta fagmennsku verktakans, en veita að- hald með úrtaksskoðunum á vegum Löggildingarstofu. Abyrgð húseigenda var einnig aukin, enda stendur það eng- um nær en þeim sjálfum að gæta eigna sinna. Jafhframt var raffangaprófun Rafrnagnseftirlitsins (RER) lögð niður eftir að ísland gerðist þátttakandi í Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og gagnkvæm viðurkenning þátttökuþjóð- anna á vöru og þjónustu tekin upp. Raf- föng eru nú framleidd samkvæmt kröf- um og reglum EES (sbr. CE-merkingar) og markaðseftirlit hvers lands (þar á meðal hér á landi) sér til þess, með aðstoð almennings og fagmanna, að óvandaðar búnaður kom- istekkiámarkað. Ef þeir Ögmundur og Gísli telja að löggiltir rafverktakar þurfi opinbera skoðunarmenn til að anda ofan í háls- málið á sér hlýtur það að kalla á sam- bærilegt eftirlit með pípulagninga- mönnum. Óhöpp af völdum heits og kalds vatns eru mun tíðari en vegna rafmagns. Þá er einnig deginum ljós- ara, að bifvélavirkjar þurfa hver sinn eftirlitsmann, því að slys af völdum bflaðra bifreiða eru ekki fátíð. Liðin eru fjögur ár frá því núver- andi skipan rafmagnsöryggismála komst á. Ekkert bendir til þess að raftnagnsöryggi sé áfátt heldur þvert á móti. Það skýtur því skökku við að þessir tveir alþingismenn skuli ham- ast við að sá fræjum ótta og vantrúar í huga almennings. Ur því að þeir Ögmundur og Gísli sýna svona mikinn áhuga á rafmagn- söryggi væri þeim nær að styðja þá ágætu opinberu starfsmenn og fjöl- mörgu fagmenn, sem eru fullir vilja og áhuga á að kenna fólki að umgang- ast rafmagn. Síst skal dregið úr þvi að rafmagn getur verið mjög hættulegt og ber að umgangast það með mikflli varúð. En hættumar leynast ekki í nýjum raf- lögnum eða vinnu fagmanna, heldur í eldri raflögnum sem hefur verið illa við haldið eða fúskað við. Til að taka á þeim málum þarf öfluga fræðslu, og að hvetja húseigendur tfl að gera við- eigandi ráðstafanir og taka fag- mennsku fram yfir fúsk. Slík vinnu- brögð eru áhrifameiri en „opinbert eftirlit með raforkuvirkjum." Þú kemst allt á þessum! Kr. 29.980, Eigum línuskauta fyrir alla aldurshópa og fyrir mis- munandi aðstæður, hvort heldur til leiks eða í keppni. Sendum í póstkröfu samdægurs. Biðjið okkur um myndabækling. Sumarferðir 2000 Blaðauki Morgunblaðsins laugardagirai 10. júní Meðal eMs: Ferðir • Undirbúningur útilegu • Rétta nestið í ferðina Siglingar • Hestaferðir • Jöklaferðir • Bátaferðir Gönguferðir • Sundstaðir • Söfn • Kajaksiglingar GriUmatur • Krossgátur • Veiði • O.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 föstudaginn 2. júní Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111 2H*rgtmI>IabU» AUGLÝSINGADEILD Stmi 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is UTILIF A KgI ! GLÆSIBÆ Sími 545 1500 • www.utilif.is Rafmagnsöryggi C0Y0TE Höfundur er rafmagns- verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.