Morgunblaðið - 01.06.2000, Side 73

Morgunblaðið - 01.06.2000, Side 73
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landvernd heiðrar Ingva Þorsteinsson LANDVERND hefur hafið gróð- ursetningu í trjálund við Alviðru sem tileinkaður er Ingva Þor- steinssyni náttúrufræðingi í tilefni af sjötugsafmæli hans fyrr á þessu ári. Ingvi var einn af frumkvöðlum að stofnun Landverndar árið 1969 og var Iengi einn af máttarstólpum samtakanna. Fyrsta gróðursetningin í þennan trjálund var laugardaginn 20. maí í tengslum við aðalfund Land- verndar. Þar sem nú hefur að fullu verið gróðursett í Forsetalundinn við Alviðru mun á næstu árum verða gróðursett í Ingvalund, eins og þetta trjáræktarsvæði er kallað. A Alviðru er fræðslusetur Land- verndar og þar fer fram fjölbreytt starfsemi. A aðalfundi Landverndar voru samþykktar ályktanir um með- höndlun úrgangs, erfðabreyttar lífverur og rammaáætlun um nýt- ingu vatnsafls og jarðvarma. Nán- ari upplýsingar um þessar ályktan- ir og annað sem fjallað var um á Ingvi Þorsteinsson náttúrufræð- ingur, eiginkona hans, Inga Lára Guðmundsdóttir, og Jón Helga- son, formaður Landverndar, við upphaf gróðursetningar í Ing- valundi. aðlalfundinum er að finna á heima- síðu Landverndar www.land- vernd.is/landvernd undir „fundir“. Langur laugardagur LANGUR laugardagur verður á Laugaveginum 3. júní næstkom- andi. Að venju verður ýmislegt um að vera, en að þessu sinni verður fjöl- breytnin í fyrirrúmi, segir í frétta- tilkynningu. Töframaðurinn Bjarni verður á ferðinni milli kl. 14 og 16, hljóm- sveit leikur á Laugaveginum og lúðrasveit Kópavogs marserar nið- ur Laugaveginn milli kl. 13 og 15. Goði kynnirnýja afurð, pylsu sem hlaut gullverðlaun í fagkeppni kjötiðnaðarmanna í apríl s.l., með grillveislu fyrir framan Kjörgarð og Mjólkursamsalan kynnir drykki. Síminn GSM kynnir tilboð á götutorgum. Umhyggja, félag langveikra barna, verður með styrktarsölu á afskornum blómum. Mikið verður um að vera í versl- uninni ZOOM í tilefni opnunar verslunarinnar. Móno FM og ZOOM verða með beina útsend- ingu. Tískusýning verður í SMASH á XTRA.IS fatnaði. Tilboð verða í Sautján og þar verður boðið upp á veitingar svo nokkuð sé nefnt af dagskránni. A löngum laugardegi eru versl- anir opnar til kl. 17.00 og frítt er í bílastæðahúsin og í stöðu- og miðamæla eftir kl. 14.00. --------------- Stuttmyndadag- ar í Reykjavík STUTTMYNDADAGAR í Reykjavík verða haldnir í 9. skipti í Tjamarbíói dagana 3. til 4. júní. 50 stuttmyndir verða sýndar, innlendar og erlendar. Óskar Jónasson kvikmyndagerðar- maður, Ingvar E. Sigurðsson leikari og Sigvaldi J. Kárason halda fyrir- lestra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri mun veita sigurvegurun- um verðlaun. Aðalstyrktaraðilar Stuttmyndadaga í Reykjavík eru: Bugt hf., umboðsaðili BIC, ACO, Fínn miðill, DV, Reykjavíkurborg og Kvikmyndasjóður íslands. FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 73 LUNARSKÓLI ÍSLANDS UmsóknareydubJöö verða afhent á skrifstofu skólans og á heimasíðu hans www.verslo.is. Einnig má sækja um á umsóknareyðublaði mennta- málaráðuneytisins. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 þriðjudaginn 6. júní nk. Svör við um- sóknum verða póstlögð miðvikudag- inn 7. júní 2000. Umsækjendur þurfa ekki að sækja um annan skóla til vara og verður þá farið með umsókn þeirra sem trún- aðarmál. í því tilviki er nemanda ráðlagt að leggja einnig inri umsókn í annan skóla. 280 nemendur verða innritaðir í 3. bekk VÍ. Undanfarin ár hefur verið hægt að innrita alla umsækjendur með meðaleinkunn 7,7 í samræmd- um greinum (skólaeinkunnir og sam- ræmdar einkunnir) og sum ár nem- endur með lægri meðaleinkunn. Þeir tveir umsækjendur, sem hafa hæstu meðaleinkunn á samræmdum prófum, fá skólagjöld VÍ felld nið- ur þar til þeir hafa lokið verslunar- prófi. Nemendur, sem þess óska og eiga fartölvu, geta tengt hana skólanet- inu. -------^ Opið hús verður í Verzlunarskóla íslands föstudaginn 2. júní kl. 15-18. Þar munu kennarar og námsráðgjafar skólans verða til viðtals og taka á móti umsóknum. Nánari upplýsingar fást á heimasíðu skólans og hjá námsráðgjöfum, sími 568 8400. Verið velkomin! Verzlunarskóli Ísiands Fornsala Fornleifs — oðejns á vefnum Netfang: antique@simnet.is Sími 551 9130, 692 3499 Veff ang:www.simnet.is/antique Staðalbúnaður: Cott verð! Carisma er aðlaðandi og ríkuiega útbúinn fjölskyldubíll frá Mitsubishi sem kostar mun minna en sambærilegir bílar á markaðnum. • 1,6 I vél - 100 hestöfl • Diskabremsur að framan og aftan • Áifelgur • Hástætt hemlaljós í afturrúðu • ABS-hemlalæsivörn • Þokuljós að framan • 4 loftpúðar • Forstrekkjarar á beltum • 5 höfuðpúðar • Rafstýrðar rúðuvindur með slysavörn • Þrjú þriggja punkta öryggisbelti • Hæðarstillanlegt ökumannssæti í aftursæti • Fjarstýrðar samlæsingar • Hreyfiltengd þjófavörn • Niðurfellanieg aftursæti Gœði þurfa ekki að vera dýr - Carisma sannar það. Carisma 1,6 GLXi 1.495.000 kr. 0 HEKLA Laugavegur 170-174 • Sími 569 5500 • Heimasíða www.hekla.is • Netfang hekla@hekla.is -íforysiuánýrriöld!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.