Morgunblaðið - 07.07.2000, Page 1

Morgunblaðið - 07.07.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913 153. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reynt að granda eldflaug í geimnum Washington. IJeuters. BANDARIKJAHER kvaðst í gær hafa lokið undirbúningi 30 mínútna tilraunar sem gæti ráðið úrslitum um hvort Bandaríkjastjórn láti verða af áformum sínum um að koma upp háþróuðu varnarkerfi til að verjast hugsanlegum eldflauga- árásum ríkja á borð við Norður- Kóreu, Iran og Irak. Tilraunin hefst eftir klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma ef veður leyf- ir. Langdrægri Minuteman-eldflaug með gervisprengju verður þá skotið á loft frá Vandenberg-herflugvellin- um í Kaliforníu í átt að Marshalleyj- um. Tuttugu mínútum síðar verður gagnflaug skotið frá Kwajalein- hringrifunum á Marshall-eyjum, um 6.900 km frá herflugvellinum. Á oddi gagnflaugarinnar er sprengja sem losnar frá henni og á að granda Minuteman-eldflauginni á miðri leið um 230 km yfir Kyrrahafinu. Hæfi sprengjan verður eldflaugin að geimryki í sprengingunni. Sams konar tilraun tókst í októ- ber í fyrra en sprengja gagnflaugar- innar hæfði ekki skotmarkið í ann- arri tilraun í janúar. Kostar um 7,6 milljarða Tilraunin í nótt kostar 100 millj- ónir dala, andvirði 7,6 milljarða króna. Búist er við að Bill Clinton Bandaríkjaforseti ákveði á næstu mánuðum hvort hefjast eigi handa við að koma eldflaugavarnakerfinu upp en talið er að ákvörðunin ráðist að miklu leyti af því hvort tilraunin tekst. ■ Ágreiningur/26 Mannskætt slys á Spáni SPÆNSKIR slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar bera hér lík úr flaki félksflutningabifreiðar sem lenti í árekstri við gi-ipaflutningabíl á þjóðveginum nærri bænum Soria á Mið-Spáni í gær. Að sögn lögreglu rákust bif- reiðarnar saman er gripaflutninga- bíllinn, sem var fullur af lifandi svínum, sveigði skyndilega yfir á rangan vegarhelming. I rútunni voru unglingar frá Barcelona á skólaferðalagi. Þeir voru flestir 14 ára. 27 létust, þar á meðal rútubíl- sljórinn. Ehud Barak dregur „fimm rauð strik“ „Við munum fara til Bandaríkjanna með fimm rauð strik og við ætlum okkur að koma þaðan með þau aft- ur,“ sagði Barak. Einn helsti ráðgjafi Arafats, Na- bil Abu Rudeina, sagði að yfii’lýsing- ar Baraks brytu í bága við samninga og væra tilraun til að eyðileggja ráð- stefnuna áður en hún væri hafin. „Rauðu strik Palestínumanna era vel þekkt. Þau era byggð á alþjóð- legum ályktunum [Sameinuðu þjóð- anna] númer 242 og 338 og friður mun ekki komast á nema Palestínu- ríki verði sjálfstætt og Jerúsalem höfuðborg þess,“ sagði Abu Ru- deina. Ályktun 242 hljóðar upp á að ísraelum beri að skila aftur því landi sem þeir tóku 1967. Barak vill ekki að landamæri verði færð í það horf sem þau vora fyrir stríðið 1967 en í því hertóku Israelar austurhluta Jerúsalem og Vesturbakkann, sem tilheyrðu Jórd- aníu, og Gazasvæðið er tilheyrði Egyptalandi. Þá vilja Israelar ekki hvika frá þeirri kröfu að Jerúsalem óskipt sé höfuðborg Israelsríkis en Palestínumenn krefjast þess að fá austurhluta borgarinnar. Segir helmingslíkur á árangri Barak sagði í gær að hann teldi um það bil helmingslíkur á að ár- angur næðist í Camp David. „Þetta er eins og að kasta upp krónu,“ sagði hann. Hann viðurkenndi að ef samkomulag næðist ekki væra blóðsúthellingar yfirvofandi. Tveir flokkar gengu á miðviku- daginn úr ríkisstjórn Baraks vegna óánægju með þær tilslakanir sem búist er við að Barak geri í viðræð- unum við Palestínumenn. Þar með hefur stjórnin aðeins 59 sæti af 120 á þinginu. Palestínumenn segja hann spilla væntanlegri friðarráðstefnu Jerúsalem. AFP, AP. EHUD Barak, forsætisráðherra Israels, dró í gær „rauð strik“ sem hann segir ekid verða hvikað frá í friðarviðræðum við Yasser Arafat, forseta heimastjómar Palestínumanna, í Bandaríkjunum í næstu viku. Palestínumenn bragðust um- svifalaust ókvæða við og sögðu Barak með þessu vera að reyna að spilla viðræð- unum. í útvarpsviðtali sagði Barak „rauðu strikin" varða stöðu A-Jerúsalem, örlög palestínskra flóttamanna, landnám gyðinga, landamæri og Jórdandal. Reuters Helmut Kohl yfírheyrður öðru sinni Rannsóknar- nefndin engu nær Berlín. AFP, AP. HELMUT Kohl, fynver- andi kanzlari Þýzkalands, bauð sérskipaðri rann- sóknarnefnd þýzka þings- ins birginn í gær er hann bar öðru sinni vitni fyrir henni um fjármálahneyksli Kristilegra demókrata (CDU) sem hann er lykil- maðurinn í. Urðu orða- skipti Kohls og nefndar- manna á köflum mjög hvöss. Kohl ítrekaði einu sinni enn að hann hefði engan hug á því að greina frá nöfnum þeirra er hefðu látið fé af hendi rakna í leynilega - og þar með ólöglega - sjóði CDU en flokksleið- toginn fyrrverandi hefur áður viður- kennt að hafa tekið við slíkum greiðslum að upphæð í kringum tvær milljónir marka, andvirði um 74 millj- óna króna, á fimm síðustu stjórnarár- um sínum, 1993-1998. Þegar einn þingmanna jafnaðar- manna, sem sæti á í rannsóknar- nefndinni, spurði Kohl hvort hann teldi að borg- arar landsins brytu stjómarskrána ef þeir héldu fjárframlögum í flokkssjóði leyndum, svaraði Kohl reiðilega: „Þið bratuð stjómar- skrána með því að vera á móti sameiningu Þýzka- lands.“ Sameining lands- ins var eitt yfirlýstra markmiða vesturþýzka ríkisins samkvæmt stjómarskránni frá 1949. Kohl fór fyrir baráttunni fyrir hraðri sameiningu þýzku ríkj- anna tveggja árið 1990 en þá viidu jafnaðarmenn fara hægar í sakirnar. Kohl neitaði ásökunum um mútu- þægni í tengslum við umdeildar ákvarðanir ríkisstjómar hans. Hann sagði einnig að tölvugögnum og skjöl- um úr stjórnarskrifstofu hans, sem staðfest hefur verið að séu horfin, hafi ekki verið eytt á meðan hann vai- enn með lyklavöld að kanzlaraembættinu. Fréttamenn sátu um Kohl í gær. Tugir látast í hita- bylgju í SA-Evrópu Aþenu, Búkarest. AP, AFP, Reuters. GRÍÐ ARLEGIR hitar, þeir mestu í meira en öld, eru í Suðaustur- Evrópu, Rúmeníu, Ítalíu, á Balkan- skaga og í Tyrklandi. Hafa tugir manna látist af völdum þeirra en mælarnir sýna næstum alls staðar meira en 40 gráður og á Sardiníu komst hitinn upp undir 50 gi'áður í fyrradag. Á Balkanskaga er meðalhitinn á þessum árstíma frá 30 og upp í 35 gráður á celsíus en veðurfræðingar segja að ástandið nú stafi af injög heitum loftmassa frá Afríku. I Grikklandi hafa tveir menn látist vegna svækjunnar og tugir manna hafa verið fluttir á sjúkrahús. í Aþenu bætir það svo ekki úr skák að þykkur reykjarmökkur liggur yfir borginni vegna mikils eldsvoða í leikfangaverksmiðju. Þar var hitinn í gær um 44,4 gráður og búist er við að þetta ástand vari í viku enn. I Aþenu er auk þess verkfall hjá sorp- hreinsunarmönnum og þeir virtu að vettugi fyrirskipanir yfirvalda um að heíja aftur vinnu. I Rúmeníu eru sjúkrahús fúll af fólki sem fengið hefur hjartaáfall eða önnur áföll vegna hitans og að sögn heilbrigðisyfirvalda hafa „rnargir látist". I Búlgaríu hafa fjórir menn látist og tveir í Tyrklandi og að sögn fjöl- miðla í Króatfu hafa tugir manna látist þar af hjartaáföllum sem rakin eru beint til hitans. Þar í landi og vfðar á þessu svæði er búist við mikl- um uppskerubresti vegna þurrka en lítið hefur rignt í marga mánuði. Við þetta bætast sfðan skógareldar sem geisað hafa á Italíu, við Róm, á Sikiley og Sardinfu, og í Tyrklandi. Orlofsgestir halda sig í vatni og skugga Fjöldi íslendinga dvelur þessa dagana á sumarleyfisstöðum á hita- bylgjusvæðinu. „Fólk fer sér mjög rólega,“ sagði Guðrún Hálfdanar- dóttir aðspurð um hvernig fólk brygðist við, en hún er stödd á Krít þar sem hitinn hefur farið yfir 40 gráður undanfarna daga. „Islend- ingarnir sem eru hérna dvelja flest- ir við ströndina og halda sig bara í sundlaugunum, f sjónum og f skugg- anum,“ segir hún. Noregur Berkla- smituðum Úölgar Á SÍÐUSTU tveimur árum hef- ur berklasmituðum í Noregi fjölgað um 30% og telur yfir- læknir Haukeland-sjúkrahúss- ins í Björgvin að yfirvöld geri sér ekki grein fyrir hve vandinn er mikill. í frétt Aítenposten í gær kem- ur fram að á liðnu ári hafi verið skráð 273 ný tilfelli berklasmits í Noregi. Þetta sé um 33% aukn- ing ef bornar era saman tölur frá árinu 1997 þegar 205 nýir berklasjúklingar voru skráðir á norskum sjúkrastofnunum. í sömu tölum kemur fram að hlut- fall þeirra Norðmanna sem fá berkla hafi minnkað á síðasta áratug en hlutfall innflytjenda að sama skapi hækkað um 66%. MOROUNBLAOIÐ 7. JÚLÍ 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.