Morgunblaðið - 07.07.2000, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
S VR felldi niður
ferðir vegna
starfsmannaskorts
Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur staðfest
Markyiss stjórn á þróun
miðborgarinnar
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsijóri og Siv Friðleifsdóttir um-
hverfisráðherra undirrita og staðfesta breytingu á aðalskipulaginu.
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri og Siv Friðleifsdóttir
umhverfisráðherra hafa undirritað
og staðfest breytingu á aðalskipu-
lagi miðborgar Reykjavíkur.
Breytingin er hluti af þróunar-
áætlun miðborgarinnar og er þetta
í fyrsta sinn sem unnið er að því
að stýra þróun hennar með mark-
vissum hætti. Breytingin er einnig
mikilvægur leiðarvísir fyrir þá sem
hyggjast fjárfesta eða reka starf-
semi í miðborginni.
Breytingin felur í sér breytta af-
mörkun miðborgarinnar og eru
línur skerptar milli miðborgar og
íbúðasvæða. Samkvæmt skipulag-
inu er miðborginni skipt í þrjú
svæði og er settur skýr rammi um
hvaða notkun verður heimiluð og í
hve miklum mæli innan svæðanna
til að stuðla að uppbyggingu versl-
unar og æskilegri dreifingu
annarrar notkunar.
Svæðin þrjú eru Kvosin en þar
verður blönduð notkun en engin
ein starfsemi önnur en verslun má
vera ríkjandi, þ.e. meira en 50% og
verður rúmur afgreiðslutími leyfð-
ur á hluta svæðisins. Verslunar-
svæði eru Laugavegur og Skóla-
vörðustígur og verður því svæði
skipt í aðal- og hliðarverslunar-
svæði. A aðalverslunarsvæðum
verður verslun að vera minnst 70%
og minnst 50% á hliðarverslunar-
svæðum og verður leyfður rúmur
afgreiðslutími á hluta svæðisins.
Priðja svæðið er atvinnusvæði í
kringum Ráðhúsið og Arnarhvál
en gert er ráð fyrir viðskiptum,
stjórnsýslu og sérfræðiþjónustu á
svæðinu. Þar er ekki gert ráð fyrir
fleiri íbúðum og verslunum.
Sækja verður um leyfi til Borg-
arskipulags/byggingafulltrúa ef
uppi eru hugmyndir um breytta
starfsemi í einstökum húsum.
STRÆTISVAGNA Reykjavíkur
vantar 8-10 vagnstjóra til sumar-
afleysinga, að sögn Lilju Ólafsdóttur
forstjóra fyrirtækisins. Síðastliðinn
sunnudag varð fyrirtækið að fella nið-
ur nokkrar ferðir af þessum sökum.
„Þetta er eins og annars staðar í
þjóðfélaginu," sagði Lilja um vinnuaf-
lsskortinn sem hún segir skýrast af
þenslu í þjóðfélaginu og samkeppni
um vinnuafl. Hún sagði að um 180
vagnstjórar störfuðu hjá fyrirtækinu
og 40-50 væni ráðnir í afleysingar á
sumrin. Nú vantaði 8-10 manns til að
fylla þann hóp.
Hún sagði að sem betur fer hefði
mjög lítið þurft að fella niður af ferð-
um vegna þessa og það hefði verið lán
í óláni að það var aðeins á þeim tímum
þegar álag er hvað minnst, þ.e. á
sunnudagskvöldi og sunnudags-
morgni. Hún sagði að fallið hefðu nið-
ur ferðir á leið 4 eftir kvöldmat á
sunnudag. Fjórar ferðir hefðu fallið
niður á leið 15 á sunnudagsmorgun
og ein ferð á leiðum 5,6 og 8. „En við
erum að tala um að það séu farnar
hundruð ferða á dag. Auðvitað er það
mjög slæmt þegar eitthvað gerist
sem heftir starfsemina," sagði hún.
Hún sagði að reynt hefði verið að
festa upp tilkynningar við biðstöðvar
um að ferðir féllu niður til að draga úr
óþægindum farþega en kvaðst ekki
geta fullyrt að slíkt hefði tekist í öll-
um tilfellum.
Lilja sagði að SVR væri ekki að-
eins í samkeppni við önnur fyrirtæki í
fólksflutningum um vinnuafl heldur
einnig öll fyrirtæki sem standi fyrir
verklegum framkvæmdum í landinu.
Hún kvaðst vonast til að ástandið ætti
eftir að lagast enda væri „kúfurinn
hvað hæstur núna“ varðandi fjarveru
starfsmanna vegna sumarleyfa.
----------------------
Samningnr
ekki fram-
lengdur
ALLTAF ehf.j sem gefur út tíma-
ritið 24/7, og Arvakur hf., útgáfufé-
lag Morgunblaðsins, hafa ákveðið að
framlengja ekki samning sem félög-
in gerðu um prentun og dreifingu
tímaritsins 24/7.
Tímaritinu hefur verið dreift með
Morgunblaðinu vikulega á fimmtu-
dögum frá síðastliðnum áramótum.
Samningur félaganna sem gerður
var til reynslu rann út um síðastliðin
mánaðamót.
í tilkynningu Alltaf ehf., sem birt-
ist í tímaritinu 24/7 í gær, segh'
Snorri Jónsson, ritstjóri þess, að
24/7 muni í framtíðinni sjá lands-
mönnum fyrir skemmtun og þanka-
hvetjandi upplýsingum á öðrum
vettvangi.
Sjö og fimm ára fangelsi
fyrir e-töflusmygl og -sölu
40% fleiri einka-
mál þingfest
ALLS hafa verið þingfest 8.272
einkamál mánuðina janúar til júní
2000 á átta héraðsdómstólum lands-
ins.
Er það rúmlega 40% aukning mið-
að við sömu mánuði 1999 og 66%
aukning miðað við árið 1998. Fjöldi
þingfestinga í júnílok er þegar orð-
inn meiri en allt árið 1997.
Elvar Geirdal
Lést við Yatns-
fellsvirkjun
MAÐURINN sem lést í vinnuslysi í
Vatnsfellsvirkjun í fyrradag hét El-
var Geirdal. Hann var fæddur 25.
desember 1939. Hann lætur eftir sig
eiginkonu og fimm uppkomin börn.
ELLEFU menn voru dæmdir í fang-
elsi í héraðsdómi Reykjavíkur í gær
fyrir smygl á um 4.000 e-töflum til
landsins og sölu og dreifingu hér-
lendis. Þetta er næstþyngsti dómur
sem fallið hefur í fikniefnamáli hér á
landi.
Sá er þyngstan dóminn hlaut var
dæmdur í 7 ára fangelsi. Þyngstan
dóm fékk Guðmundur Ingi Þórodds-
son, sem er 26 ára, eða 7 ára fangelsi
en til frádráttar refsingunni dregst
192 daga gæsluvarðhald. Sveinn Ingi
Bjarnason, tvítugur, og Ingi Þór Arn-
arson, sem er 19 ára, voru dæmdir í 5
ára fangelsi hvor og til frádráttar
kemur 180 og 185 daga gæsluvarð-
hald þeirra. Fjögurra ára fangelsis-
dóm fékk Jón Agúst Garðarsson, sem
er tvítugur, en til frádráttar kemur
51 dags gæsluvarðhald. Þriggja ára
dóm fékk Anton Kristinn Þórarins-
son, sem er 21 árs, og til frádráttar
kemur 60 daga gæsluvarðhald. Þá
var 17 ára piltur, Þórir Jónsson,
dæmdur í tveggja ára fangelsi. Fjórir
sakbominganna fengu eins árs fang-
elsi og einn 10 mánuði en frestað er
því að fullnægja refsingu fjögurra
þeirra að öllu leyti eða hluta í þrjú ár
gegn almennu skilorði.
Þá voru ákærðu dæmdir til
greiðslu sektar en að sæta fangelsis-
refsingu greiðist hún ekki innan fjög-
urra '/ikna frá dómsbirtingu. Guð-
mundur Ingi hlaut þriggja milljóna
króna sekt en sæti ella 6 mánaða
fangelsi, Sveinn Ingi eina milljón
króna en ella 3ja mánaða fangelsi,
Ingi Þór eina milljón króna en ella 3ja
mánaða fangelsi, Jón Ágúst eina
milljón króna en ella 3ja mánaða
fangelsi og Anton Kristinn 300.000
krónur en ella 45 daga fangelsi. Þá
hlutu þrír er stystu dómana fengu
150.000 króna sekt hver en sæti ella
30 daga fangelsi greiði þeir ekki sekt-
ina á tilskildum tíma.
Ákærðu voru enn fremur dæmdir
til að sæta upptöku á 401 töflu af
MDMA, 15 skömmtum af lýsergíði
og 3,57 grömmum af amfetamíni.
Einnig til greiðslu málsvamarlauna
verjenda sinna á bilinu 50-500 þús-
und króna.
E-töflur með DHL til landsins
Ákæran var í tveimur liðum, ann-
ars vegar vegna innflutnings fíkni-
efna frá Hollandi til íslands og sölu-
dreifingar hérlendis og hins vegar
afhending og sala fíkniefna hérlendis.
Grunur vaknaði hjá tollgæslunni
14. desember sl. Sótt hafði verið
sending frá Hollandi í hraðflutninga-
fyrirtækið DHL sem gæti hafa verið
fíkniefni. Sendingin var stíluð á Svein
Inga og sagði hann lögreglu að hann
hefði sótt hana fyrir Guðmund Inga
Þóroddsson. Sendinguna fór hann
með í jeppa sem stóð við Húsgagna-
höllina á Bíldshöfða. Um þetta leyti
höfðu lögreglu borist vísbendingar
um það að Guðmundur Ingi væri
staddur í Hollandi að kaupa mikið
magn af fíkniefnum. Leiddi þetta til
umfangsmikillar rannsóknar með
símhlerunum, handtökum, leit og
varðhaldsúrskurðum. Var lagt hald á
401 e-töflu hjá Þóri Jónssyni sem
raktar voru til sendingarinnar.
Við aðalmeðferð málsins kom fram
að Guðmundur Ingi, Ingi Þór og
Sveinn Ingi hefðu gert með sér sam-
komulag að þeir tveir síðastnefndu
legðu til 600 þúsund kr. og Guðmund-
ur Ingi færi út og keypti fyrir pening-
ana e-töflur. Helmingurinn af pen-
ingunum átti að vera þóknun til
Guðmundar Inga. Hann kvaðst hafa
keypt 4.000 e-töflur af sölumanni sem
hann hitti á götu í Amsterdam og sá
maðurinn um að pakka inn fíkniefn-
unum og láta senda þau með DHL til
íslands.
í dómi héraðsdóms segir að sannað
sé með skýrslum Guðmundar Inga,
Sveins Inga og Inga Þórs að þeir
lögðu saman á ráðin um það að flytja
inn í ágóðaskyni verulegt magn af e-
töflum. Ráðagerð sína framkvæmdu
þeir með því að tveir þeir síðarnefndu
lögðu fram fé og afhentu Guðmundi
Inga til kaupa á fíkniefnunum. Þá
þótti dóminum sannað að hann hafi
afhent Jóni Ágústi Garðarssyni um
2.000 e-töflur í því skyni að þær yrðu
afhentar öðrum mönnum, þ.á m. Þóri
Jónssyni. Sannað taldist að Anton
Kristinn keypti 688 e-töflur sem ætl-
aðar voru til sölu og að hann seldi 344
e-töflur. Sannað þótti að Sveinn Ingi
hefði selt 865 e-töflur. Sannað taldist
að Ingi Þór hefði selt um 775 e-töflur
og telst dreifing efnanna sérstaklega
saknæm vegna magns og tegundar
þeirra. Brot Guðmundar Inga, Jóns
Ágústs og Þóris teljast vera sérstak-
lega saknæm vegna magns og teg-
undar efnanna.
Dómari í málinu var Pétur Guð-
geirsson héraðsdómari en fyrir hönd
ákæruvaldsins sótti málið Kolbrún
Sævarsdóttir, settur ríkissaksóknari.
Sérblöð í dag
/ /
BIOBLAÐIÐ
ÁFÖSTU
#LD CUP
Haukur Ingi Guðnason
á leið til Groningen/Bl
Þýskaland vann kapphlaupið
um HM 2206/B2
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is