Morgunblaðið - 07.07.2000, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 9
FRÉTTIR
iviorgunDiaoio/Arm sæDerg
Borgarstjóri tók fræðslustíginn í notkun við athöfn við Rafstöðina í Elliðaárdal í gær.
Fræðslustígur í Elliðaárdal
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri, opnaði í fyrradag
þriggja km langan fræðslustíg,
sem lagður hefur verið um neðan-
verðan Elliðaárdal, milli hitaveitu-
stokksins neðan við Rafstöðina og
göngubrúarinnar út í árhólmann,
skammt neðan við félagsheimili
Orkuveitu Reykjavíkur.
Við fræðslustíginn eru 15 skilti
þar sem fram koma margvíslegar
upplýsingar um náttúrufar og líf-
ríki Elliðaárdals og Qallað er um
sögu og fornminjar á þessum slóð-
um.
Garðyrkjudeild borgarinnar
lagði stíginn í samvinnu við starfs-
menn Orkuveitu Reykjavíkur með
styrk frá Sparisjóði Reykjavíkur.
í fréttatilkynningu frá Jóhanni
Pálssyni, garðyrkjustjóra, segir að
hugmyndin að baki Fræðslustígn-
um sé að hvetja áhugafólk um
náttúru, útivist og sögu til að nýta
sér þá aðstöðu sem boðið er upp á
í þeirri einstöku útivistarperlu
borgarinnar sem Elliðaárdalurinn
er. Áformað sé að leggja síðar
sams konar stiga ofar í dalnum.
Itarlegar upplýsingar um
Elliðaárdalinn verða að sögn sett-
ar á vef Reykjavíkurborgaar og
gefinn verður út bæklingur í
tengslum við verkefnið og plaköt
tengd málefninu send í grunn-
skóla Reykjavíkur.
Sameiginleg fjarskiptamiðstöð lögreglunnar undirbúin
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Tryggir meiri sam-
virkni og aukið öryggi
UM þessar mundir er veríð að leggja
síðustu hönd á plóginn við undirbún-
ing að því að taka í notkun sameigin-
lega fjarskiptamiðstöð fyrir öll lög-
regluliðin á suðvesturhorni landsins.
Með sameiginlegri fjarskiptamið-
stöð er vonast til þess að hægt sé að
tryggja meiri samvirkni lögreglunn-
ar á svæðinu, auka öryggi og bæta
þjónustuna við almenning.
Fjarskiptamiðstöðin verður til að
byrja með til húsa í húsakynnum
Neyðarlínunnar í Skógarhlíð í
Reykjavík en í bígerð er að byggja
við húsnæðið og koma miðstöðinni
þar fyrir.
Að sögn Jóns Bjartmarz, yfirlög-
regluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra,
var aðstaðan í Skógarhlíð notuð sem
stjórnstöð vegna lögreglu- og um-
ferðannála á kristnitökuhátíð um
síðustu helgi. Ekki er þó lokið við að
koma fjarskiptamiðstöðinni í gagnið
en gera má ráð fyrir að það gerist á
næstu vikum eða mánuðum. Er nú
unnið í því að taka inn fjarskipti lög-
regluliðanna í nágrannasveitum
Reykjavíkur; í Kópavogi, Hafnar-
firði, Keflavík, á Keflavíkurflugvelli
og Selfossi.
Á að ná til alls landsins
Jón sagði að fyrst um sinn yrðu
þau lögreglulið tengd fjarskiptamið-
stöðinni sem væru innan hins svo-
kallaða tetra-fjarskiptasvæðis á suð-
vesturhorni landsins. Því mætti gera
ráð fyrir að fjarskiptamiðstöðin tæki
til fleiri lögregluumdæma þegar
tetra-svæðið stækkaði. Sagði Jón að
á endanum ætti þessi þjónusta að ná
til alls lögregluliðs á landinu.
www.mbl.is
Glæsilegt
úrval
HiáSvtínu
Kvcnfataverelun, Garðatorgi 7, Garðabag, sími 565 99%.
Stretch gallabuxur og sportlegar
buxur í þremur litum, stórar stærðir
Tnflfl Elena Miro Sport
fl Ki ^Neðst við Dunhoga
sinti 562 2230
Opið virka daga
kl. 10-18
Opið laugardaga
kl. 10-14.
Í J i s «i I a
hj&CýGaftútÍldi
Opiö \irka tlaiía IVá kl. HUMI-IÖ.00.
latiuanlaua l‘r;t kl. 10.00-1 .">.00.
IGRACEI
T í S K U V E R S L U N
ÚTSALAN
í FULLUM GANGI
Opiö virka daga 10-18, laugardaga 10-16
Suðurlandsbraut 50, (Bláu húsunum við Faxafen.)
sími 553 0100
Útsalan hefst
þriðjudaginn 11. júlf
ÚTSALAN HEFST
í DAG
EXIT
Laugavegi 95 - Kringlunni
Þarftu að hlaða batteríin...?
Energise/Refresh/Purify sturtusápa frá Nelson&Russell, fæst í Apótekinu