Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 9 FRÉTTIR iviorgunDiaoio/Arm sæDerg Borgarstjóri tók fræðslustíginn í notkun við athöfn við Rafstöðina í Elliðaárdal í gær. Fræðslustígur í Elliðaárdal INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, opnaði í fyrradag þriggja km langan fræðslustíg, sem lagður hefur verið um neðan- verðan Elliðaárdal, milli hitaveitu- stokksins neðan við Rafstöðina og göngubrúarinnar út í árhólmann, skammt neðan við félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur. Við fræðslustíginn eru 15 skilti þar sem fram koma margvíslegar upplýsingar um náttúrufar og líf- ríki Elliðaárdals og Qallað er um sögu og fornminjar á þessum slóð- um. Garðyrkjudeild borgarinnar lagði stíginn í samvinnu við starfs- menn Orkuveitu Reykjavíkur með styrk frá Sparisjóði Reykjavíkur. í fréttatilkynningu frá Jóhanni Pálssyni, garðyrkjustjóra, segir að hugmyndin að baki Fræðslustígn- um sé að hvetja áhugafólk um náttúru, útivist og sögu til að nýta sér þá aðstöðu sem boðið er upp á í þeirri einstöku útivistarperlu borgarinnar sem Elliðaárdalurinn er. Áformað sé að leggja síðar sams konar stiga ofar í dalnum. Itarlegar upplýsingar um Elliðaárdalinn verða að sögn sett- ar á vef Reykjavíkurborgaar og gefinn verður út bæklingur í tengslum við verkefnið og plaköt tengd málefninu send í grunn- skóla Reykjavíkur. Sameiginleg fjarskiptamiðstöð lögreglunnar undirbúin Morgunblaðið/Jón Svavarsson Tryggir meiri sam- virkni og aukið öryggi UM þessar mundir er veríð að leggja síðustu hönd á plóginn við undirbún- ing að því að taka í notkun sameigin- lega fjarskiptamiðstöð fyrir öll lög- regluliðin á suðvesturhorni landsins. Með sameiginlegri fjarskiptamið- stöð er vonast til þess að hægt sé að tryggja meiri samvirkni lögreglunn- ar á svæðinu, auka öryggi og bæta þjónustuna við almenning. Fjarskiptamiðstöðin verður til að byrja með til húsa í húsakynnum Neyðarlínunnar í Skógarhlíð í Reykjavík en í bígerð er að byggja við húsnæðið og koma miðstöðinni þar fyrir. Að sögn Jóns Bjartmarz, yfirlög- regluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra, var aðstaðan í Skógarhlíð notuð sem stjórnstöð vegna lögreglu- og um- ferðannála á kristnitökuhátíð um síðustu helgi. Ekki er þó lokið við að koma fjarskiptamiðstöðinni í gagnið en gera má ráð fyrir að það gerist á næstu vikum eða mánuðum. Er nú unnið í því að taka inn fjarskipti lög- regluliðanna í nágrannasveitum Reykjavíkur; í Kópavogi, Hafnar- firði, Keflavík, á Keflavíkurflugvelli og Selfossi. Á að ná til alls landsins Jón sagði að fyrst um sinn yrðu þau lögreglulið tengd fjarskiptamið- stöðinni sem væru innan hins svo- kallaða tetra-fjarskiptasvæðis á suð- vesturhorni landsins. Því mætti gera ráð fyrir að fjarskiptamiðstöðin tæki til fleiri lögregluumdæma þegar tetra-svæðið stækkaði. Sagði Jón að á endanum ætti þessi þjónusta að ná til alls lögregluliðs á landinu. www.mbl.is Glæsilegt úrval HiáSvtínu Kvcnfataverelun, Garðatorgi 7, Garðabag, sími 565 99%. Stretch gallabuxur og sportlegar buxur í þremur litum, stórar stærðir Tnflfl Elena Miro Sport fl Ki ^Neðst við Dunhoga sinti 562 2230 Opið virka daga kl. 10-18 Opið laugardaga kl. 10-14. Í J i s «i I a hj&CýGaftútÍldi Opiö \irka tlaiía IVá kl. HUMI-IÖ.00. latiuanlaua l‘r;t kl. 10.00-1 .">.00. IGRACEI T í S K U V E R S L U N ÚTSALAN í FULLUM GANGI Opiö virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Suðurlandsbraut 50, (Bláu húsunum við Faxafen.) sími 553 0100 Útsalan hefst þriðjudaginn 11. júlf ÚTSALAN HEFST í DAG EXIT Laugavegi 95 - Kringlunni Þarftu að hlaða batteríin...? Energise/Refresh/Purify sturtusápa frá Nelson&Russell, fæst í Apótekinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.