Morgunblaðið - 07.07.2000, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 07.07.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 11 FRÉTTIR að þessu hefðu reglulega nýtt sér þjónustu fyrirtækisins, hefðu nú van- ið sig á annan ferðamáta og myndu haida honum áfram að verkfalli loknu. Hann sagði að það væru mikil von- brigði að verkfaliið skyldi ekki leysast í þessari samningalotu. Hann hefði talið allgóðar líkur á að það tækist. Útlendir ferðamenn kvarta mikið Kristján Jónsson, framkvæmda- stjóri Kynnisferða, sem sjá m.a. um akstur í Leifsstöð, sagði einnig að það væru sér mikil vonbrigði að ekki skyldi takast að ijúka samningum í fyrrinótt. Hann hefði talið að líkur á samningum færu vaxandi. „Við fáum mjög miklar kvartanir til okkar, einkum erlendis frá. Þetta er mikið frá fólki sem er að koma til Is- lands til skemmri dvalar, sem er okk- ar helstu viðskiptamenn. Þeir telja sig með réttu vera mjög sárt leikna og að þeir séu nánast leiksoppar dag- prísa,“ sagði Kristján, en þar átti hann við verð á akstri leigubíla milli Keílavíkur og Reykjavíkur. Hann sagði að leigubílar, sem aka á þessari leið, hefðu hækkað gjald fyrir akstur þegar verkfallið hófst. Kristján sagð- ist hafa heyrt að fólk þyrfti að borga um 8.000 kr. fyrir ferðina og að leigu- bílar sem tækju marga farþega hefðu selt sætið á 2.000 kr. Að auki hefðu einhverjir farþegar þurft að horfa upp á átök milli leigubílstjóra úr Reykjavík og Keflavík, sem væri að sjálfsögðu ekki skemmtilegt fyrir þá. „Það er ljóst að þetta verkfall mun skaða álit landsins og ferðaþjónust- unnar út á við. Ferðaþjónustan hefur orðið fyrir mjög þungu höggi,“ sagði Kristján Samkvæmt upplýsingum verkfalls- nefndar Sleipnis hafa verkfallsverðir haft afskipti af 2-3 rútum á dag að undanfömu. í gær stöðvuðu verk- fallsverðir þrjár rútur frá Austurleið á Höfn í Homafirði. Eigendur fyrir- tækisins komu austur og luku ferð- inni. Alþjóðlega ráðstefnan um samræður vísinda og trúarbragða Tilgangur mannlífs meðal umræðuefna Morgunblaðið/Porkell Nokkrir ráðstefnugesta. Talið frá vinstri: Frú Vigdís Finnbogadúttir, José Ramos-Horta frá Austur-Tímor, Juan Federer frá Portúgal, sr. Halldór Reynisson og loks Hossain B. Danesh frá Sviss. Fulltrúar 20 þjóðlanda sitja hina alþjóðlegu ráðstefnu um samræður trúarbragða og vísinda. ALÞJÓÐLEGA ráðstefnan um sam- ræður vísinda og trúarbragða á nýrri öld, „Faith in the Future", sem sett vai- í Viðey í fyrrakvöld hófst í gær- morgun í Háskólabíói með því að sönghópurinn Aróra kom syngjandi inn í Sal 3, þar sem ráðstefnan fór fram. Hópurinn flutti síðan nokkm' lög, íslensk og erlend. Dagskrá ráðstefnunnar er byggð upp í kringum fimm meginþemu og vom tvö þeirra tekin fyrir í gær. Ann- að nefndist „Tækifæri og takmörk vísinda og trúar“og hitt „Eðli og til- gangur mannlífs“. Fyrsti ræðumaður vai' bandaríska konan Nancey Murphy, en hún er doktor í guðfræði og heimspeki. Yfir- skrift fyrirlesturs hennar var „End- urmat á rykugum uppruna okkar: hið góða líf til handa mannkyninu á nýrri tugöld". Annai' ræðumaður var Yechiel Becker frá Israel og fjallaði hann um sköpunargleði í lífvísindum og hvað þar bæri að varast. Þriðji í röðinni var svo José Ramos-Horta frá Austur-Tímor, handhafi friðarverð- launa Nóbels 1996, sem m.a. fjallaði um möguleika og hættur framundan í samskiptum þjóða og varð tíðrætt um fátækt og afleiðingar hennar. Eftir að hann hafði lokið máli sínu risu menn úr sætum og klöppuðu vel og lengi. Fjórði ræðumaður var Hossain B. Danesh, geðlæknir og rektor Land- egg háskólans í Sviss, og kallaði hann erindi sitt „Þar sem vísindi og trúar- brögð mætast“. Nýlega kom út eftir hann bók um sálfræði andlegs lífs, þar sem hann tekur með athyglisverðum hætti á eðli mannsins og hafnar þeirri tvíhyggju að halda algjörlega að- skildu líkamlegu og andlegu eðh. Fimmti og síðasti ræðumaður var svo Anantanand Rambachan frá Trinidad, en hann er trúarbragða- og heimspekiprófessor í Northfield í Minnesota í Bandaríkjunum. Fjallaði hann um eðh alheimsins og tilgang lífsins út frá sjónarhóh hindúa. Síðdegis fengu þátttakendur það verkefni að fjalla um erindin sem flutt höfðu verið fyrr um morguninn og síðan hófst önnur fyrirlestraröð. Þar fluttu þrír bandarískir fræðimenn, Joel Primack, Albert H. Teich og Nancey Murphy, inngang að þremm' nýjum erindum, sem þeir höfðu lagt fram, og fjölluðu um samspil vísinda og trúar. Að því loknu flutti bandaríska kon- an Sunita Gandhi fyrirlestur um gildi menntunar og nauðsyn þess að leggja rækt við hin andlegu verðmæti í lífi hverdagsins. Fyrsta degi ráðstefn- unnar lauk svo í Neskirkju í gærkvöld með erindi séra P. B. Martins frá Indlandi, þar sem hann gerði að um- talsefni bamaþrælkun á Indlandi. Ráðstefnan heldur áfram í dag í Há- skólabíói, og þá eru til umfjöllunar tvö meginefni: „Framtíðarhlutverk vís- inda og trúar í samfélagi manna“ og „Umhyggja fyrir framtíð jarðar“. A morgun, laugardag, er fimmta og síð- asta efnið á dagskrá, sem er „Fram- tíðin og gæði lífsins“. Morgunblaðið/Golli Þátttakendur í sumamámskeiði fyrir norræna kennara báru saman bækur sínar í vinnuhópi. Námskeið fyrir norræna kennara á Laugarvatni Fjallað um þróun kenn- arastarfsins á nýrri öld SUMARNÁMSKEIÐ fyrir kenn- ara á Norðurlöndunum undir yfir- skriftinni „Kennarar á nýrri öld“ stendur nú yfir á Laugarvatni og er þar fjallað um framtíðarstöðu og hlutverk kennara og þróun kenn- arastarfsins, sérstaklega með tilliti til þróunar upplýsinga- og sam- skiptatækni í skólastarfi allt frá leikskóla til háskóla. Eiríkur Jónssou, formaður Kennarasambands Islands, sem skipuleggur námstefnuna hér á landi, sagði í gær að milli 135 og 140 kennarar væru á námskeiðinu, þar af 14 íslendingar. Námskeiðið er haldið undir merkjum Sam- bands kennarasamtaka á Norður- löndum (NLS), sem var stofnað í núverandi mynd árið 1995 og er sameiginlegur vettvangur 23 kenn- arasamtaka í Danmörku, Finn- landi, Færeyjum, Grænlandi, ís- landi, Noregi og Svíþjóð. Eiríkur sagði að markmið með þessu námskeiði, sem haldið væri á tveggja ára fresti, væri að styrkja félögin í hverju landi og efla sam- starf kennara á Norðurlöndum. Hann sagði að þau mál, sem væru til umræðu á námskeiðinu, hefðu verið rædd í stjórn NLS og nú væri verið að koma þefrri um- ræðu af stað í félögunum. Fimm fyrirlesarar eru á nám- skeiðinu. Nemendum er síðan skipt í 12 hópa, sem hver um sig fær verkefni, sem tengist efni fyrir- lestranna. í lok námskeiðsins, sem stendur frá 5. til 11. júlí, kynna hóparnir niðurstöður og eru um- ræður í kjölfarið. Vinningar í Sumarhappdrætti Sjálfsbjargar Dregið var 30. júní 2000 Fólksbifreið Toyota Yaris Verso Luna kr. 1.559.000 9072 13625 Ferðavinningur með Úrval Útsýn að verðmæti kr. 130.000 1504 16988 25122 46880 58648 63309 4411 17756 32236 48834 59134 63449 5966 22244 36495 53150 59663 65378 6286 22524 40367 53702 61518 65808 11178 22886 44352 55935 63186 66129 Vöruúttekt að eigin vali frá Kringlunni kr. 30.000 301 13697 23588 36371 44587 54299 314 14488 25035 36743 44724 54723 1077 15091 25886 37252 45458 55002 1626 15157 26245 37479 45697 55361 2250 17040 27410 38522 46074 56086 2619 17162 28257 40094 46858 57238 2847 17906 29035 40355 48043 57658 2983 18655 29438 41449 49182 59628 4976 19307 29759 41494 49797 59976 5295 19678 30052 41704 49807 60267 5605 19769 30066 42064 49948 60624 6042 21001 31118 42311 50830 61603 7009 22589 31353 42951 51099 62153 9391 22820 31740 43206 51114 63404 9763 23165 34120 43281 51873 63524 11746 23219 34359 44555 52167 66258 12224 23426 34978 44567 52700 66788 Þökkum fyrir veittan stuðning Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátúni 12, Reykjavfk, sími 5529133
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.