Morgunblaðið - 07.07.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 07.07.2000, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ OR vill tryggja fólki bestu kjör í ýmsum viðskipt- um og miðla greiðslum STJÓRN Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt einróma að fela forstjóra fyrirtækisins að kanna möguleika á að afla viðskiptavinum Orkuveitunnar bestu kjara á marg- víslegri vöru og þjónustu. í tillögunni felst að athugað verði hvort unnt sé að ná samning- um við fyrirtæki um sértilboð til viðskiptavina Orkuveitunnar gegn því að vörur séu kynntar í reglu- legum útsendingum fyrirtækisins til viðskiptamanna sinna og greiðslan innheimt í gegnum inn- heimtukerfí þess. Ennfremur hvort í sama tilgangi megi beita útboðum til að ná hagkvæmustu kjörum á vöru og þjónustu við viðskiptavini Orkuveitunnar, svo sem á sviði fjarskipta, og nýta þannig markaðsstöðu og innheimtukerfi fyrirtækisins til að auðvelda nýjum og smærri fyrirtækjum aðgang að markaðnum og örva með því frjálsa samkeppni. Símtöl, netþjónusta, fjölmiðlar og fleira Fyrir stjórnarfund Orkuveitunn- ar var lögð greinargerð Guðmund- ar Þóroddssonar forstjóra um hugsanlega útfærslu. Þar kemur fram að hugsa megi sér að Orku- veitan leiti tilboða hjá einhverjum smásöluaðila um sérkjör fyrir sína viðskiptavini, væntanlega helst hjá þeim sem selja vöru eða þjónustu í einhvers konar áskrift. Jafnframt sjái OR um innheimtu og tryggi greiðslu til smásöluaðilans. „Þar sem smásöluaðilinn losnar við [...] greiðsluseðla, póstburðargjöld, millibankagjöld og innheimtu- kostnað og fær auk þess tryggingu fyrir greiðslu getur verið um veru- legan afslátt að ræða til OR,“ segir í greinargerðinni og að dæmigerðir aðilar til að þjónusta væru netþjón- ustuaðilar, símafyrirtæki, langlínu- söluaðilar, sjónvarpsfyrirtæki, dagblöð, tímarit, klúbbar, húsfélög og aðrir með reglulegar innheimt- ur og með viðskiptavini í áskrift þar sem um tiltölulega litlar upp- hæðir væri að ræða. Forstjórinn færir rök að því að tekjuauki fyrirtækisins gæti numið 200 m.kr. á ári. „Einhver kostnað- arauki verður vegna yfirfærslu gagna og þess háttar en hann verð- ur væntanlega í mesta lagi um fjórðungur af þessari upphæð,“ segir í greinargerðinni. Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúi sjálfstæðismanna í stjórn Orku- veitunnar, lagði fram bókun þar sem segir að tillagan geri ráð fyrir því að Orkuveitan, sem sé einokun- arfyrirtæki í eigu Reykjavíkur- borgar, fari inn á svið þar sem í dag ríki frjáls samkeppni. Sjálfstæðismenn vilja kanna forsendur og samkeppnisáhrif „Eðlilegt er að OR leiti allra leiða til að auka tekjur sínar og þjónustu við viðskiptavini. Hér verður þó að stíga varlega til jarð- ar. Nauðsynlegt er að kanna sér- staklega afstöðu Samkeppnisstofn- unar til þessa og lagalegar forsendur almennt. Það ber að gæta vel að því að OR raski ekki starfsemi einkafyrirtækja sem eru starfandi á þessu sviði,“ segir í bókun Júlíusar Vífils. Júlíus Vífill sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ekki hægt að nota almannafé til að fara í samkeppni gegn öðrum fyrirtækj- um og því vildu sjálfstæðismenn láta skoða lagalegar forsendur vandlega og jafnframt hvaða áhrif starfsemi af þessu tagi á vegum Orkuveitunnar gæti haft á þau fyr- irtæki sem áður hafahaslað sér völl í starfsemi á borð við póstdreif- ingu. Júlíus Vífill sagði að sjálf- stæðismenn hefðu hins vegar ekk- ert á móti því að forstjóra fyrirtækisins væri falið að kanna þessa þætti nánar enda ætti málið eftir að koma aftur til stjórnarinn- ar til ákvörðunar. Hins vegar teldu sjálfstæðismenn brýnt að kanna jafnframt áhrif af þessu á sam- keppni á frjálsum markaði. Hann kvaðst sjá fyrir sér að Orkuveitan yrði einkavædd í framtíðinni og færi þá í samkeppni í orkusölu enda skylt samkvæmt tilskipun frá ESB að skipta fyrirtækinu upp í ákveðin samkeppnissvið. Júlíus Vífill kvaðst geta séð fyrir sér að hugmynd á borð við þá sem tillag- an gerir ráð fyrir gæti fallið vel að rekstri ákveðins hluta orkuveit- unnar. Auðvelda aðgang að markaði Helgi Hjörvar, flutningsmaður tillögunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að grunnhugsunin í tillögunni væri að kanna hvort Orkuveitan geti auðveldað nýjum og smærri fyrirækjum aðgang að markaðnum og örvað með því frjálsa samkeppni í viðskiptum. Helgi sagði að Orkuveitan hefði með stofnun Línu.Nets stuðlað að samkeppni og lægra vöruverði á öðrum sviðum en orku en hún hefði jafnframt hagsmuni af því að veita Reykvíkingum eins góða þjónustu og kostur væri. „Innan fárra ára verður orðin samkeppni í raforku- sölu í Reykjavík og þá getur ýmis- konar aukaþjónusta styrkt mark- aðsstöðu fyrirtækisins til framtíðar,11 sagði Helgi. Um það hvort Orkuveitan mundi ekki íþyngja viðskiptavinum sínum með sendingum óumbeðins auglýs- ingapósts í tengslum við markaðs- starf vegna þessarar greiðslumiðl- unar sagði Helgi að slíkar útsendingar yrðu að fara fram hóf- samlega. Morgunblaðið/Golli Bensínstöðvum í Reykhólahreppi hefur fækkað síðustu misseri „Fólk í sveitinni er Qúkandi reitt“ BENSÍNSTÖÐVUM í Reykhóla- hreppi við Breiðafjörð hefur fækk- að heldur síðustu misseri og eru íbúar í sveitinni uggandi út af ástandinu, en á þessu ári hafa tvær bensínstöðvar hætt starfsemi. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Svein Guðmundsson, í Miðhúsum í Reykhólahreppi, en hann sagði að auk þessa væri hætt að selja bensín á bænum Bæ og því hefðu þrjár bensínstöðvar hætt starfsemi á svæðinu á stuttum tíma. „Fólk í sveitinni er fjúkandi reitt,“ sagði Sveinn. „Það veit ekk- ert hvert það á að snúa sér og síð- an bitnar þetta náttúrlega líka á ferðamönnunum." Sveinn sagði að á Reykhólum hefðu verið tvær bensínstöðvar en að fyrr á þessu ári hefði Olís hætt starfsemi og því væri aðeins hægt að kaupa bensín í Essó-stöðinni í Kaupfélaginu. „Málið er hinsvegar það að Essó-stöðin er bara opin á verslun- artíma og er hún t.d. lokuð allar helgar. Fólk getur því ekki keypt bensín á Reykhólum um helgar.“ Sveinn. sagði að Essó-stöðin í ökálanesi í Gufudalssveit hefði einnig hætt starfsemi á þessu ári og því þyrfti fólk í sveitinni að fara í Bjarkarlund hygðist það kaupa bensín. Hann sagði að bensínstöðin í Bjarkarlundi væri hinsvegar aðeins rekin á sumrin, þegar sum- arhótelið væri starfandi og því væri ljóst að næsta vetur myndu íbúar í Gufudalssveit þurfa að sækja bensín til Reykhóla á versl- unartíma eða í Kaupfélagið á Króksfjarðarnesi. I leit að leiðsögn FERÐAMENN eru tíðir gestir í bókabúðinni í Austurstræti í Reykjavík þar sem alls kyns korta- bækur og bæklinga um landið er að finna. Þangað sækja þeir væntan- lega gagnlega leiðsögn og fróðleik um landið. Ný þjón- ustumið- stöð í Súðavík HAFIST hefur verið handa við að reisa 790 fermetra þjónustumiðstöð í Súðavík. Agúst Kristinn Björnsson, sveitarstjóri Súðavíkur- hrepps, segir þetta lokaskref- ið í flutningi byggðarinnar úr gömlu byggðinni á nýtt og ör- uggt svæði. Þjónustumiðstöðin mun hýsa verslun, veitingasölu, bensínafgreiðslu, banka, póst- hús, heilsugæslu og starfsemi hreppsins að sögn Agústs. Arið 1995 var tekin ákvörð- un um að flytja byggðina vegna snjóflóðahættu. Ofan- ílóðasjóður studdi flutning byggðarinnar, en hann kost- aði þó aðeins uppkaup og flutning á íbúðarhúsnæði en kom ekki að atvinnu- og þjón- ustuhúsnæði. Agúst segir hins vegar ekki hægt að skilja þessa nauðsyn- legu þjónustu eftir í tveggja kílómetra fjarlægð frá íbúum Súðavíkur. Því var ákveðið að byggja þjónustumiðstöðina og flytja þessa mikilvægu þjón- ustu saman á einn stað. Húsið er fjármagnað með framlög- um frá yfii'völdum og fyrir- tækjum hreppsins. Áætlað er að miðstöðin komist í notkun á haustmán- uðum 2001. Árekstur áein- breiðri brú ÁREKSTUR varð á einbreiðu brúnni yfir Laxá á Skagaströnd í gær. Kona var flutt til læknis til skoðunar, en hún marðist undan öryggisbelti. Að sögn lögreglu var konan í jeppa sem var kominn vel út á brúna þeg- ar bíll með erlendum ferða- mönnum ók út á hana. Þeir sluppu ómeiddir úr árekstrin- um. Slys hafa áður orðið á þess- ari sömu brú. Herdís varði doktors- ritgerð • Herdís Sveinsdóttir, foimaður Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga, var'ði doktorsritgerð sína við Umeá háskólann í Svíþjóð 31. maí sl. And- mælandi við doktorsvörnina var Dr. Aila Collins, sálíræðingurvið taugavísinda- stofnun Karó- línska sjúkrahúss- ins í Stokkhólmi, enritgerðinbygg- ist á þremur rann- sóknum og fjallar um breytingar á líðan heilbrigðra íslenski'a kvemra fyrir blæðingar. I íyrstu rannsókn- inni voru þátttakendur beðnii’ um að fylla út spm-ningalista þar sem þær lýstu líðan sinni fyrir blæðingar síð- asta hálfa árið. í annarri rannsókn- inni skráðu þátttakendur heilsudag- bók daglega allt upp í sex tíðahringi. Jafnframt var tekið ítarlegt hálfstaðl- að viðtal við konumar. Þriðja rann- sóknin var viðtalsrannsókn þar sem leitað var eftir hugmyndum kvenn- anna um fyrirbærið fyrirtíðaspennu. Niðurstöður rannsóknanna hafa ver- ið birtar í innlendum og erlendum vísindatímaritum. Helstu niðurstöður eru þær að þátttakendur greina frá miklum breytingum á líðan sinni fyiir blæð- ingar. Flestum þátttakenda leið bet- ur að einhverju leyti og ver að ein- hveiju leyti fyrir þlæðingar í sama tíðahring. Sama konan fann sjaldan fyrir breytingum í sama einkenni samfellt yfir tvo eða fleiri tíðahringi. Líkamleg líðan breyttist helst fyrii’ blæðingar. Andleg líðan eða tilfinn- ingar breyttust í litlum mæli. Leiðbeinendur Herdísar við rann- sóknina vora Dr. Astrid Norberg, prófessor í hjúkrun við háskólann í Umeá og Dr. Torbjörn Báckström, prófessor í fæðinga- og kvensjúk- dómafræðum við sama skóla. Herdís er gift Rolfí Hanssyni, tannholdssérfræðingi og eiga þau fjögur börn á aldrinum 5-22 ára. Auk þess að vera formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga er Herdís dósent við hjúkrunarfræðideild Há- skóla fslands ------------------ Tíu íslenskir hönnuðir kynntir TÍU íslenskir tískuhönnuðir verða kynntir á tískusýningu sem haldin verður í Bláa lóninu dagana 11.-13. ágúst á vegum Eskimó-models. Að sögn Þóreyjar Vilhjálmsdóttur framkvæmdastjóra er von á erlend- um gestum á sýninguna auk þess sem þekktir, erlendfr fjölmiðlar og tískublöð hafa sýnt áhuga á að senda hingað fulltrúa sína. „Þetta er alþjóðlegur tískuvið- burður að mínu mati,“ sagði Þórey. „Þama verða fjórar einkasýningar og ein sýning með þátttöku sex hönnuða og er markmiðið að koma íslenskri fatahönnun á framfæri. Þarna verða líka tveir frægir, er- lendir hönnuðir þeir Jeremy Scott, sem sýnir venjulega í París, og mun Björk semja tónlistina fyrir sýningu hans og Boudicca, sem Emiliana Torrini mun líklega semja tónlist fyrir. Þetta verður því tísku- og tón- listaiveisla." íslensku hönnuðimir, sem verða með einkasýningu, eru Linda Björg Árnadóttir, Hrafnhildur og Bára Hólmgeirsdætur, Ragna Fróða og Sæunn Huld Þórðardóttir. Þær sem taka þátt í samsýningunni eru Brynja Emilsdóttir, Bergþóra Magnúsdóttir, Hugrún Dögg Árna- dóttir, María Ólafsdóttir og Ragn- heiður Guðmundsdóttir. Herdís Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.