Morgunblaðið - 07.07.2000, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
52 styrkir til endurgerða eða viðgerða veittir úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Húsið við Tjamargötu 18 hlaut 400.000 króna styrk til end-
urbóta á gluggum.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Húsið við Veltusund 3b fékk hæsta styrkinn að þessu sinni,
600.000 krónur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Húsið við Laufásveg 43 hlaut 500.000 króna styrk til end-
urbóta á gluggum.
Gömul hús varðveitt
og endurbætt
Reykjavík
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Ingibjörg Sólrún Gisladóttir borgarstjóri, ávarpaði þau sem styrki hlutu í Höfða í gær.
INGIBJÖRG Sólrún Gísla-
dóttir borgarsljóri, afhenti í
gær 52 styrki úr Húsvernd-
arsjóði Reykjavíkur. Hlut-
verk Húsverndarsjóðsins er
að veita styrki til endur-
gerða eða viðgerða á hús-
næði eða öðrum mannvirkj-
um í Reykjavík sem hafa
sérstakt varðveislugildi af
listrænum eða menningar-
sögulegum ástæðum. Gert
er ráð fyrir að framkvæmd-
ir séu í samræmi við upp-
runalegan stfl hússins og í
samræmi við sjónarmið
minjavörslu.
Upphæð styrkja á bilinu
100.000 til 600.000 kr.
Húsaverndarsjóður var
stofnaður árið 1987 og var
honum þá ætlað að veita lán
til endurbygginga og við-
halds á gömlum húsum sem
talin voru hafa mikið varð-
veislugildi. Árið 1997 var
sjóðnum hins vegar breytt í
styrktarsjóð. Eftirlit hefur
verið með því hvernig lánin
og síðar styrkirnir hafa nýst
við endurgerð þeirra húsa
sem fengið hafa fé úr sjóðn-
um og þykja lánin og síðar
styrkirnir hafa nýst vel til
að gera húsin upp í sam-
ræmi við umsóknirnar.
Heildarupphæð styrkj-
anna sem veittir voru í gær
er 15 milljónir króna, en
upphæð einstakra styrkja er
á bilinu 100.000 til 600.000
krónur. Alls bárust 73 um-
sóknir, samtals að upphæð
200 milljónir króna.
Við afhendingu styrkj-
anna sagði borgarstjóri
meðal annars að verndun
húsa í Reykjavík ætti ekki
eingöngu að miðast við allra
elstu húsin. Hún sagðist
telja mikilvægt að huga
einnig að húsum sem nær
stæðu okkur í tíma og gæta
þess að þau fengju að varð-
veitast í upprunalegu horfí.
Yngri hús væru ekki síður
dýrmæt en þau eldri og
minnti hún á að þau yrðu
enn dýrmætari fyrir kom-
andi kynslóðir.
Flestir styrkjanna veittir
til viðgerða á gluggum
Flestir styrkjanna voru
veittir til viðgerða á glugg-
um þannig að þeim verði
komið í upprunalegt horf,
einnig voru veittir styrkir til
endurbóta á hurðum, þak-
köntum, skorsteinum og til
annarra endurbóta.
Hæsti styrkurinn í þetta
sinn, 600.000 krónur, var
veittur til endurbóta á
gluggum hússins við Veltu-
sund 3b, en það hús var
byggt árið 1887. Tveir
styrkir að upphæð 500.000
krónur voru veittir, annar
til endurbóta á gluggum
hússins við Laufásveg 43 og
hinn til endurbóta á glugg-
um hússins við Laugaveg 58.
Tólf styrkir að upphæð
400.000 krónur voru veittir.
Þeir fara til endurbóta á
gluggum húsanna við Berg-
staðastræti 21, Laufásveg
54, Lækjargötu 6b, Mið-
stræti 6, Miðstræti 8a, Mið-
stræti 8b, Mjóstræti 2, Stýri-
mannastíg 10 og Tjarnar-
götu 18, til endurbóta á
gluggum og hurðum hússins
við Vesturgötu 4, til að ljúka
við endurbyggingu hússins
við Vesturgötu 3 og til al-
mennra endurbóta hússins
við Austurstræti 20.
Stefnt að mikilli upp-
byggingu skíðasvæða
Styrktarfélag vangefínna
Rekstri Leik-
skólans Lækjar
hætt í haust
Bústaðahverfi
STYRKTARFÉ LAG vangef-
inna hefur ákveðið að hætta
rekstri á leikskólanum Læk
við Stjömugróf í október en
ákvörðun um þetta var tekin af
stjórn félagsins í lok maí. Við-
ræður standa nú yfir við einka-
aðila um yfirtöku rekstrarins.
Kristján Sigurmundsson,
framkvæmdastjóri félagsins,
segir að þetta hafi verið erfið
ákvörðun en ekki sé réttlætan-
legt miðað við aðstæður í dag
að félagið standi fyrir slíkum
rekstri. „Við höfum verið afar
stolt af því að geta boðið upp á
góðan og mannvænan leik-
skóla en við eigum í baráttu við
yfirvöld um að fá fé í þjónustu
okkar við þroskahefta og því
er erfitt að réttlæta að ár hvert
sé talsverðum fjárhæðum var-
ið í að borga með þessum
rekstri," segir Kristján.
Unnið að því að fá
pláss fyrir bömin
Kristján segir að 16 böm
hafí verið á Læk en unnið sé að
því að fá leikskólapláss annars
staðar fyrir þau böm sem þess
þurfi og hann vonist til þess að
mál allra verði leyst sem fyrst
með farsælum hætti.
Hann segir að leikskólinn
hafí í upphafí einungis vistað
böm starfsmanna félagsins. „
Þetta vora ákveðin hlunnindi
fyrir starfsfólk þar sem mjög
erfitt var að fá leikskólapláss á
þessum tíma. Því miður hafa
ekld allir starfsmenn félagsins
getað fengið pláss fyrir böm
sín á Læk og því hefur þarna
verið um takmörkuð forrétt-
indi að ræða en það er stefna
okkar í starfsmannamálum að
veita öllum jafna þjónustu,"
segir Kristján.
Reyþjavíkurborg sýndi
ekki áhuga á kaupum
Kristján segir að það hafi
komið smám saman í Ijós
hversu óhagstæð rekstrarein-
ing skólinn er og þegar félagið
hafi boðið Reykjavíkurborg að
taka við rekstrinum hafi hún
ekki haft áhuga á því. „Þeir
sáu það í hendi sér að rekstur-
inn gengi ekki upp,“ segir
Kristján.
Aðspurður segir Kristján að
ákvörðun um lokunina hafi ef
til vill verið tekin of seint, það
er að segja eftir að leikskólar
bæjarfélaga voru hættir að
taka inn böm fyrir haustið.
„Við vitum að þetta hefur verið
afskaplega góður og farsæll
leikskóli og vildum síst af öllu
loka honum þótt á daginn
kæmi að það yrði ekki umflúið.
Þess vegna hefur það kannski
dregist úr hömlu að taka þessa
ákvörðun," segir Kristján.
Skíðasvæðin
STEFNT er að því að hefja
talsverða uppbyggingu á
skíðasvæðunum í Bláfjöllum,
Skálafelli og á Hengilssvæð-
inu, en vinnuhópur sem skip-
aður var af Bláfjallanefnd til
að móta framtíðarstefnu fyrir
skíðasvæðin hefur skilað
skýrslu þar sem fram koma
hugmyndir að stefnumótun
fyrir svæðin fram til ársins
2008.
Lagt er til að nýjar lyftur
verði settar upp og aðrar
færðar til, með það að mark-
miði að auka flutningsgetu og
hagkvæmni lyftubúnaðar.
Einnig er lagt til að aðstaða
fyrir starfsmenn tæki og bún-
að verði bætt.
Hugmyndir um að fjöllin
verði byggð upp sem heilsárs
skemmti- og útivistarsvæði
fyrir fjölskylduna, eru settar
fram í skýrslunni. Mælt er
með því að aðstaða fyrir börn
og byrjendur verði bætt, að
þeir sem era á snjóbrettum fái
sérstaka aðstöðu og að aukin
áhersla verði lögð á gerð og
merkingar gönguleiða.
Samgöngur, þjónusta og
öryggsmál bætt
Einnig er lagt til að sam-
göngur, öryggismál og þjón-
usta verði bætt. Það yrði til
dæmis gert með því að ljúka
við að leggja varanlegt slitlag
að svæðunum og efla almenn-
ingssamgöngur, móta örygg-
isreglur og bæta öryggis-
merkingar, og bæta aðgöngu-
miðakerfi, gera opnunartíma
sveigjanlegri, bæta húsakost
þann sem gestum er boðið upp
á og eíla miðlun upplýsinga.
Vinnuhópinn skipuðu Ingi
Þór Hermannsson, Hildur
Jónsdóttir og Ingvar Sverris-
son formaður Bláfjallanefnd-
ar, og auk þess var Sævar
Kristinsson ráðgjafi hjá Iðn-
tæknistofnun ráðinn til starfa
við verkefnið. Hópurinn ráð-
færði sig við fulltrúa íþrótta-
félaga, starfsmanna og ann-
arra sem hafa starfað að
útivistarmálum á höfuðborg-
arsvæðinu.
í skýrslunni er meðal ann-
ars lagt til að rekstur skíða-
svæðanna verði sameinaður
undir Bláfjallanefnd, en að
henni standa 13 sveitarfélög.
Sveitarfélögin og Bláfjalla-
nefnd myndu gera með sér
þjónustusamning um upp-
byggingu og rekstur svæð-
anna og einnig yrðu kannaðir
möguleikar á því að fyrirtæki
tækju þátt í einstökum þátt-
um rekstrarins.
Reynt að semja við sveit-
arfélögin um framlög
Ingvar Sverrisson formað-
ur Bláfjallanefndar segir að
búið sé að senda bréf til bæj-
arstjórna þeirra 13 sveitarfé-
laga sem að nefndinni standa
þar sem óskað er eftir því að
gerður verði þjónustusamn-
ingur til sex ára um rekstur
skíðasvæðanna.
Frjálsari hendur
í rekstrinum
„Það er von okkar að með
þessu rekstrarformi muni
Bjáfjallanefnd fá frjálsari
hendur í rekstrinum. Með
svona samningi vitum við ná-
kvæmlega hvað við fáum mik-
ið fjármagn næstu sex árin og
eigum því mun auðveldara
með að gera langtímaáætlan-
ir,“ segir Ingvar.
Ekki er búið að taka
ákvörðun um hversu miklu
fjármagni sveitarfélögin
munu verja til uppbyggingar
skíðasvæðanna en sveitarfé-
lögin veita fé til þeirra í hlut-
falli við íbúafjölda. Ingvar
segir að Bláfjallanefnd muni
reyna að semja við sveitarfé-
lögin um talsvert aukin fjár-
framlög.
„Þegar við setjumst að
samningaborði munum við
gera kröfu um ákveðna upp-
hæð því það er Ijóst að það
þarf að verja talsverðu fé í
uppbyggingu. Á móti kemur
svo að viðætlum okkur að ná
upp þjónustustiginu og auka
aðsókn þannig að svæðin skili
mun meiri tekjum,“ segir
Ingvar.
Knattspyrnuhús rís við Víkurveg
Framkvæmdir
hefjast í haust
Grafarvogur
AKVEÐIÐ hefur verið að
seinka skilafresti á tilboð-
um vegna knattspyrnuhúss
sem mun rísa við Víkurveg
í Borgarholtshverfi á
næsta ári. Fyrirtækin sem
taka þátt í lokuðu útboði
era 5 og ber þeim að skila
tilboðum sínum inn fyrir
15. ágúst. Niðurstaða ætti
að fást fyrir miðjan sept-
ember að sögn Kristins J.
Gíslasonar, verkefnisstjóra
yfir íþrótta- og tómstunda-
málum hjá Borgarverk-
fræðingi. Kristinn segist
búast við því að fram-
kvæmdir við húsið hefjist
strax í haust en miðað sé
við að húsið verði tekið í
notkun í byrjun október á
næsta ári.