Morgunblaðið - 07.07.2000, Side 27

Morgunblaðið - 07.07.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 27 Morgunblaðið/Jón Svavarsson „Engu er að kvíða um frammistöðu ungu söngvaranna,“ segir m.a. í umfjölluninni. Að syngja fyrir söng- unnendur í Vín og Graz TQ]\LIST Laugarneskirkja KÓRÆFING Drengjakór Laugarneskirkju undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar flutti íslensk og erlend kórverk. Einsöngvarar voru Tryggvi K. Valdimarsson og Björk Jónsdóttir. Undirleik annaðist Lenka Matéova. Miðvikudagurinn 5. júlí, 2000. AÐ HLEYPA heimdraganum var ávallt talinn mikill viðburður í lífi manna fyrrum en nú ferðast fólk til útlanda jafn auðveldlega og áður þótti að skreppa á milli bæja. Drengjakór Laugarneskirkju hygg- ur á ferð til Austurríkis og ætla drengirnir að taka þátt í söngva- keppni og syngja fyrir söngunnend- ur í Vín og Graz. Síðastliðið mið- vikudagskvöld hélt kórinn opna lokaæfingu og þar sem fórst fyrir að fjalla um vortónleika kórsins taldi undirritaður rétt að hlýða kallinu og koma á þessa lokaæfingu. Músík- uppeldi er mikilvægur þáttur fyrir íslenska tónmennt og drengjakór Laugarneskirkju hefur á liðnum ár- um skilað merkilegu verki undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Að þessu sinni var með kórnum hópur eldri félaga svo að tónleikarnir voru SPENNUSAGA Árna Þórarinsson- ar, Nóttin hefur þúsund augu, kom nýlega út hjá Modtryk-forlaginu í Danmörku í þýðingu Kirsten K. Clausager og Bente Henrikssen. Nú þegar hafa birst um hana lof- samlegir dómar í ýmsum fjölmiðlum Danmerkur. í dómunum er oft minnst á það hversu vel Árni nær að lýsa okkar litla samfélagi þar sem allir virðast tengjast öllum. Eða eins og segir: „Allir íslendingar þekkja hver annan, það segir sig sjálft í 250 þúsund manna samfé- lagi. Þetta er staðfest í fyrstu ís- lensku glæpasögunni sem þýdd er á dönsku. Allar konurnar,sem Einar á Dagblaðinu rekst á, eru annaðhvort gamlir skólafélagar, kærustur, fyrr- verandi vinnufélagar eða þekkja einhvern sem hann þekkir. Hin fyndna og kaldhæðna lýsing af íslensku samfélagi, skammirnar frá hinum undirförula ritstjóra dag- blaðsins og plottið sjálft er spenn- andi og frásögnin góð. Það er eins og höfundurinn, sem er þekktur blaðamaður og fjölmiðla- persóna, vilji sýna að í hans litla íandi sé einnig hægt að skrifa með tveimur undantekningum upp- færðir sem um blandaðan kór væri að ræða. Æfingin sem var uppfærð eins og tónleikar hófst á íslenska tvísöngs- laginu „Gefðu að móðurmálið mitt“ við texta Hallgríms Péturssonar, það var fallega sungið og þar eftir fylgdi fallegur sálmur, „Heilagi Guð“ eftir H. Schuts eins og stendur í efnisskrá en tveir koma til greina; Helmut Schultz eða Heinrich Schutz. Þetta er fallegur hymni sem var vel sunginn. Drengjakórinn (án þátttöku eldri félaga) söng „Stabat mater“ eftir Pergolesi og Tryggvi K. Valdimarsson söng einsöng í „Pie Jesu“ eftir Faure, Tryggvi hefur fal- lega rödd og þegar nokkuð gott vald á henni og söng þetta fallega lag eft- ir Faure mjög vel. „Ave verum corpus“ eftir Mozart og „Locus iste“ eftir Bruckner eru nokkuð kröfuhörð viðfangsefni og tókst hinum ungu söngvurum merkilega vel að skila þessum erfiðu verkum á sannfærandi máta. Ave verum var svo sungið aftur í lok tón- leikanna og var greinilegt að dreng- irnir höfðu „sungið sig upp“ því það var meiri ró yfir laginu í seinna skiptið. Björk Jónsdóttir hefur raddþjálf- að drengina og söng með þeim „Pan- is angelicus" eftir Franck, „Laudate Dominum“ eftir Mozart og með glæpasögu, sem gefur hinum harð- soðnu amerísku reyfurum ekkert eftir,“ segir í Berlingske Tidende. Árni er gamal- reyndur blaða- maður og í Bibl- iotekernes Lektgrudtalelse er hann borinn saman við og kallaður hálf- bróðir hins danska Dan Tur- ells sem er þjóð- kunnur í Dan- mörku fyrir nafnlausa blaðamanninn í morðbók- unum sínum. í Stiftstidenderne segir m.a.: „Frábær sálfræðileg greining á sál- rænum vanda Einars er það besta í lítríkri og fyndinni glæpasögu Árna. Hann afhjúpar með djúpu sálrænu innsæi hrjáða sál Einars og gefur okkur um leið lifandi mynd af ís- lenskum nútíma. Einstaklega gríp- andi lesning." Blaðið gefur bókinni fimm stjörnur af sex. Nóttin hefur þúsund augu verður gefm út í Þýskalandi í haust. miklum glæsibrag „Ave Maria“ eftir Sigvalda Kaldalóns. Á síðari hluta tónleikanna voru fjögur íslensk lög; „Maístjarnan“ er var sérlega vel flutt, limrulögin „Vagnar á skólalóð“ og „Old hraðans“ við skemmtivísur Þorsteins Valdimarssonar en þessi bráðskemmtilegu limrulög eru eftir Pál P. Pálsson sem mun verða gest- gjafi drengjanna í Graz. Old hraðans tókst ekki nægilega vel að mati kór- stjórans sem sagði að niðurlag lags- ins hefði verið nauðlending (enda- rímorðin hendingu, endingu og lendingu) og var þetta lag því endur- tekið og þá tókst lendingin sem er túlkuð með fallandi „gizzando“, sér- lega vel. Lokaviðfangsefnið var svo dýravísur Jóns Leifs, „Hani, krummi, hundur, svín“ og voru þess- ar vísur helst til hratt sungnar, því hrynjandin nýtur sín betur ef hægar er sungið og þunginn á fyrsta at- kvæði fær meira vægi svo að takt- skiptin verði skýrari. Hér hefur verið vel unnið undh stjórn Friðriks S. Kristinssonar og því engu að kvíða með frammistöðu ungu söngvaranna sem nutu góðrar aðstoðar eldri félaga, Bjarkar Jóns- dóttur svo og undirleikara sem í for- föllum var Lenka Matéova og má því vel óska þeim góðrar ferðar að heiman og heim. Jón Ásgeirsson Þaggað niður í listaverki ÞAGGAÐ hefur verið niður í listaverki sem komið var fyrir á gömlu Vatnsveitubnínni yfir Elliðaár fyrr í sumar. Verkið er mynd- og hljóðverk og þannig samsett að sólarrafhlöðu var komið fyrh' undir brúnni og síð- an tengt í kassa sem festur var á brúarhandriðið. í kassanum heyrðust stöðug morsskilaboð sem yar meginhugmynd verks- ins. Á dögunum fældist hestur á brúnni við þessi hljóð. Verkið sem ber yfirskriftina Transplant heart var sam- vinnuverkefni tveggja mynd- listarmanna, þeirra Valborgar Salóme Ingólfsdóttur og Maiíu Duncker frá Finnlandi. Verkið er hluti af dagskrá menningar- borganna Reykjavíkur og Helsinki. Starfsmenn Reykjavíkur- borgar uppgötvuðu um daginn að klippt hafði verið á raf- strenginn milli sólarrafhlöðunn- ar og kassans þannig að lista- verkið er endanlega þagnað. Nóttin hefur þús- und augu á dönsku Á þjóðlegum píanónótum TONLIST \ o rra> na húsi ð PÍANÓTÓNLEIKAR Jón Leifs: ísland farsældafrón; 10 íslenzk þjóðlög; Ný rímna- danslög; Torrek. Neyjinsky: Stykkishólmur. Hallgrímur Helgason: Sónata nr. 1. Fern Nevjinsky, pianó. Miðvikudaginn 5. jiilf kl. 12.15. FRANSKI píanóleikarinn Fern Nevjinsky, sem jafnframt mun háskólakennari í sálfræði í Rúðuborg, hélt stutta píanótón- leika í Norræna húsinu sl. mið- vikudag við dágóða aðsókn. Meirihluti áheyrenda voru reyndar nýkomnir þátttakendur í sumarnámskeiði háskólans í ís- lenzku fyrir erlenda stúdenta, enda fóru tónleikarnir fram næst á undan fyrirlestri Þorkels Sigur- björnssonar um íslenzka tónlist- arsögu fyrir sömu áheyrendur. Dagskráin hófst á þjóðlegum nótum með stuttum píanóverkum eftir Jón Leifs. „ísland farsælda- frón“ var flutt með meitluðum þunga og miklu styrkrisi í lokin. 10 íslenzku þjóðlögin, og sérstak- lega rímnadanslögin þar á eftir, voru hins vegar að mestu laus við þann taktfasta kvæðamanna- þunga sem einkennir flutnings- hefð þeirra hérlendis, og verkuðu fyrir vikið einkennilega rapsód- ísk, að maður segi ekki óróleg. Engri loku skyldi þó fyrir það skotið að sumt kæmi betur út við ítrekaða heyrn, enda mætti með opnum huga líta á óhefðbundna rúbatótúlkun píanistans (og á köflum syndandi fetilnotkun) sem nýtt og svolítið impressjónískt sjónarhom sem íslenzkir hlust- endur þurfa fyrst að venjast. Torrek, sem í upphafi ein- kennist af sérkennilegum angist- arfullum andstígum krómatísk- um línum, var flutt af innlifaðri dulúð og ástríðu, sem undirstrik- aðist af örvæntingarfullum sorg- arkóralnum í lokin á syngjandi forte-fortissimó. „Stykkishólmur", tónaljóð píanistans frá dvöl hennar þar í fyrrahaust, skiptist í þrjá þætti; „í draumi, sandur og hraun“, „Byggingin rís upp frá jörðunni“ [sic] og „Kirkjan". Sá fyrsti hófst á hægu bassastefi er hentað hefði passacaglíu, en snerist fljótt yfir í hugleiðingu um strófur úr „Sofðu, unga ástin mín“. Frjálst efni í anda hugleiðslu og sterkrar náttúruupplifunar tók síðan við í stuttum 2. þætti, en í á köflum stormasömum lokaþættinum var endað á útfærslu á ísland far- sældafrón. Verkið var áheyrilegt, hið bezta flutt og skein ást á landi, þjóð og náttúru úr hverri hendingu. Að lokum lék Fern Nevjinsky þá fyrri af tveim píanósónötum Hallgríms Helgasonar frá 1936 og 1939, þar sem fyrsti þátturinn er röð tilbrigða við eigið stef, að hluta undir áhrifum frá Max Reg- er. Píanóleikarinn hafði augljós- lega kynnt sér verkið vel, sem hún lék blaðlaust, og sýndi tölu- verða tækni í m.a. iðandi arpegg- íóleik og með fallega syngjandi tóni á „cantabile“-stöðum. Seinna í verkinu gekk meira á, og kenndi þar stundum óstöðugleika í fonni rúbató-kenndra hika sem áttu ekki alltaf jafn vel við efnið og gætu sum átt rætur að rekja til gloppóttrar hraðatækni. Ljóst var þó að frúin hafði lagt veru- lega alúð við verkið og þó að aukalagið, „Vikivaki" í „salon“- útfærslu Sveinbjörns Svein- björnssonar, væri stundum örlít- ið götótt í hrynjandi var flutning- urinn í heild músíkalskur og víða skemmtilegur áheyrnar á þessum þjóðlegu hádegistónleikum. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.