Morgunblaðið - 07.07.2000, Page 43

Morgunblaðið - 07.07.2000, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 43 GUÐBJORG PÉTURSDÓTTIR + Guðbjörg Pét- ursdóttir fæddist á Eskifirði 7. desem- ber árið 1925. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pétur Pálsson og Þórunn Bene- diktsdóttir. Börn Guðbjargar í aldurs- röð; Ásta Haralds- dóttir, Benedikt Sveinsson, Valur Bragason, Bergljót Bragadóttir, Óskar Bragason og Svanhvít Bragadótt- ir. Barnabörnin eru fjórtán og eitt langömmubarn. Síðustu æviár bjó hún með Svanhvíti dóttur sinni og dótturdóttur Töru Kristínu Kjart- ansdóttur. Utför Guðbjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Elsku besta amma mín. Ég hef verið hjá þér allt mitt líf og nú sakna ég þín svo mikið. Þín Tara Kristín. Eftir því sem árin Iíða og maður eldist, þeim mun fleiri verða þeir af samferðafólkinu, sem kveðja þennan heim. Þessu fylgir mikil eftirsjá. Maður vill ekki að samferðafólkið fari burt, maður vill ekki þessa breytingu. Best væri að allt gæti verið eins og áður var. Allir á sínum stað. Nú, þegar ég kveð mína kæru frænku, Guggu móðursystur, leita minningarnar fram í hugann. Marg- ar góðar minningar, allt frá því að ég var barn í Tungu á Reyðarfirði og Gugga frænka dvaldi hjá okkur um tíma. Hún vann þá sem ráðskona í Dvergasteini, hjá því mæta fólki. Með henni var Ásta, dóttir hennar. Þegar Gugga jlutti aftur til Reykja- víkur, varð Ásta eftir hjá okkur. Sjálfsagt hefur það bara átt að vera tímabundið, en örlögin höguðu því svo, að Ásta fór ekkert aftur. Varð bara eins og eitt barna minna for- eldra, en þó alltaf í góðu sambandi við mömmu sína og fjölskyldu. Alla tíð var gott á milli þeirra systra, Guðbjargar og mömmu minnar, Guðlaugar. Mamma var elst þriggja systra og Guðbjörg yngst. Miðsystirin er Ragnhildur, sem býr í Mosfellsbænum. Bróðir þeirra, Benedikt, lést úr bráðaberklum á unga aldri. Þau voru alin upp á Eski- firði. Foreldrar þeirra voru Þórunn Benediktsdóttir og Pétur Pálsson í Bröttuhlíð. Gugga var fremur lágvaxin og grönn, en lagleg og hafði fallegan málróm og hlátur. Hún var lífsglöð og hló oft af litlu tilefni. Hlátur henn- ar og glaðværðin, sem henni var eðl- islæg, smitaði út frá sér. Þegar ég fór til Reykjavíkur í framhaldsskóla fyrst og síðar til að vinna, bjó Gugga með sinni fjölskyldu á Ásvallagöt- unni og átti maður þá athvarf þar. Kom ég oft í heimsókn og til að horfa á sjónvarpið og alltaf fékk maður kaffi og meðlæti og um ýmislegt vai- skrafað. Gugga var þægileg í viðmóti og gott að spjalla við hana um alla heima og geima. Þá gerðist ég stundum „góða frænkan“, sem bak- aði lummur handa krökkunum og oft gátum við hlegið að því, að þegar ég var búin að baka síðustu lummurnar, var ekkert eftir á diskinum. En mik- ið þótti manni vænt um þessa krakka, Bessý, Óskar og Svanhvíti, sem voru yngst barna Guðbjargar. Gugga vann lengst af á elliheimil- inu Grund, en fyrst og fremst snerist hennar líf um heimilið og börnin. Hún átti barnaláni að fagna og þótt líf hennar hafi ekki alltaf verið dans á rósum og mörg mjög erfið tímabil og sambúð með manni, sem ekki skyldi ábyrgðina, sem því fylgdi að halda heimili og ala upp börn, þá gat hún á seinni árum glaðst yfir því að hafa í kringum sig mannvænleg börn sín, tengdabörn og barnabörn sem mátu hana mikils og höfðu mildð saman við hana að sælda. Hennar bestu ár voru efri árin, þegar hún bjó með Óskari, syni sínum og Dóru tengdadóttur og ekki síður, eftir að hún og Svanhvít dóttir hennar eignuðust rað- húsið að Krummahól- um 19 og bjuggu þar saman ásamt litlu Töru Kristínu, dóttur Svan- hvítar. Þar áttu þær fallegt heimili og einnig bíl. Oft á sumrum var farið í smáferðir, t.d. í Húsafell, þar sem Guðbjörg hafði eitt sinn verið ráðskona og átti það- an góðar minningar, og þá var Laugu, mömmu minni, gjarnan boð- ið með. Við Gugga frænka hittumst síðast í brúðkaupi Jóns, dóttursonar henn- ar, og Döggu, konu hans. Þá var Gugga hress að vanda og ánægð eins og við hin á góðri stundu þegar öll fjölskyldan sameinaðist til að fagna brúðhjónunum. Þá voru þær Svan- hvít og Tara búnar að panta ferð til Krítar og hlökkuðu að vonum mikið til ferðarinnar. Sú ferð verður ekki farin. Guggu okkar blessaðri vai- ætlað að fara í aðra ferð á enn óþekktari slóðir. Hún veiktist skyndilega og lést eftir þriggja vikna legu. Ég vil að leiðarlokum þakka þér, kæra frænka, allar góðar stundir, einnig færi ég þér kveðju og þökk fyrir allt gott frá mömmu, Laugu, frá Jens og okkar börnum, og ég bið góðan Guð að veita Svanhvíti, Töru Kristínu og öðrum í þinni fjölskyldu styrk í sorg og votta þeim mína inni- legustu samúð. Eyðist dagur, fríður fagur, fagur dagur þó aftur rís. Eilífðar dagur, ununarfagur eilíft skín sólin í Paradís. Ó hve fegri og yndislegri unun mun sú, er þar er vís. Þín (V. Briem.) Vilborg. Örfá orð til minningar um þig sem ert farin frá okkur, eitthvað sem ég hef óttast en einnig þráð fyrir þína hönd því núna veit ég að þér líður vel og ég er alveg viss um að þú ert á góðum og fallegum stað. Eg sendi þér í huganum allan minn kærleik til að umvefja þig á nýjum stað. Ég þakka fyrir að hafa átt þig sem tengdamóður og ég þakka þér fyrir að hafa verið yndisleg amma drengj- anna minna. Fyrir þig verða stjörnurnar öðru vísi en fyrir nokkurn annan... (An- toine De Saint-Exupéry). Dóra. Við drúpum höfði í djúpum sökn- uði og sorg því mikil sómakona er dáin. Ég kynntist Guggu fyrir tuttugu og fimm árum þegar vinskapur hófst með okkur Svanhvíti dóttur hennar. Gugga gerði sér far um að kynnast vinum barnanna sinna svo að fljótt var ég farin að sitja við eldhúsborðið hjá henni og spjalla. Hún var hlý og hláturmild og nokkuð stríðin. Þegar ég sá til dæmis að hún var með bekkjarmynd af Svanhvíti á nátt- borðinu hjá sér hlógum við lengi af því að hún væri bara með hana þarna til að geta haft mynd af mér hjá sér. Eftir því sem ég varð eldri kynnt- ist ég henni betur. Þegar bömin mín fæddust kölluðu þau hana alltaf ömmu Guggu og þótti mjög gaman að fara í heimsókn til hennar. Enda var alltaf eitthvert góðgæti til hjá henni því að hún bakaði mikið og bjó oft til pönnukökur þégar gesti bar að garði. Og ekki síst átti hún alltaf til falleg orð handa þeim: „Þú ert alltaf svo dugleg, þú stendur þig svo vel, þú ert svo klár, þú verður örugglega prófessor, þið eruð svo æðisleg.“ Hver stenst svona konu? í mínum huga var Gugga ekki bara móðir hennar Svanhvítar held- ur líka sannur vinur okkar. Hún bar mikla umhyggju fyrir mér og sagði mér oft hvað henni fyndist ég dugleg en hafði jafnframt áhyggjur af því að mikið væri að gera hjá mér með sex manna fjölskyldu, sérstaklega þegar ég var að klára háskólanámið. Góð- vild hennar við börnin mín snart mig djúpt þar sem ég missti sjálf mömmu mína fyrir þrettán árum og fóru þau því á mis við að kynnast henni. Gugga sagði mér oft hvað börnin mín væru æðisleg og bætti svo við striðnislega að hún skildi ekkert í því hvernig ég gæti verið mamma þeirra. Oft sendi hún mér kleinur þegar hún hafði verið að baka og stundum bauðst hún til að baka fyrir mig nokkra kökubotna þegar ég var með afmæli. Þegar ég flutti í nýtt hús- næði tók hún sig til og bakaði pönnu- kökur og sendi okkur handa öllum þeim sem voru að hjálpa til. Hún las mikið og fékk iðulega lánaðar hjá mér bækur. Einnig hafði hún gaman af því að spila og við tókum oft manna, síðast tveimur dögum áður en hún veiktist. Fyrir níu árum ákváðu Gugga og Svanhvít að stofna saman heimili og fljótlega eignaðist Svanhvít hana Töru Kristínu. Þótt Gugga hafi elsk- að öll barnabörnin sín ofurheitt og jafnvel mín börn, þá átti Tara Krist- ín alltaf sérstakan sess í hjarta hennar enda bjuggu þær saman. Þessi ár sem hún fékk að alast upp með ömmu sinni eru henni ómetan- leg. Amma hennar var dugleg að a Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró-og greiðslukortaþjónusta ÚTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjðri. Baldur Fredcriksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is spila við hana, teikna með henni, kenna henni að skrifa, púsla, segja henni sögur og síðast en ekki síst að hrósa henni og byggja þannig upp hjá henni sterka og góða sjálfsímynd sem hún mun alltaf búa að. Svanhvít vinkona mín reyndist mömmu sinni einstaklega vel og áttu þær saman góðan tíma. Með henni fór Gugga í fyrsta sinn til sólarlanda, þá 68 ára gömul, og urðu ferðirnar nokkrar. Svanhvít tók hana með sér í heimsókn til vina sinna, fór með henni í sumarbústaði og tjaldútileg- ur á sumrin og margt annað gerðu þær saman. Svanhvít gerði henni síðustu ár ævinnar einstaklega góð enda hefur hún erft marga af bestu kostum mömmu sinnar. Gugga veiktist um hvítasunnuna en alltaf var einhver von um að hún myndi ná sér. Það var ekki fyrr en síðustu dagana sem hún lifði að út- séð var með að hún myndi ekki sigra þetta stríð. Þegar það var ljóst sagði tólf ára gamall sonur minn að þótt læknarnir gæfu henni enga von þá vonaði hann samt að hún fengi að lifa. Það er tómlegt í kotinu hjá þeim mæðgum núna og erfiður tími fram- undan. Ég vona að þær finni styrk til að takast á við sorgina á farsælan hátt. Við fjölskyldan sendum börnum hennar, barnabörnum og öllum öðr- um sem eiga um sárt að binda sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðbjargar Pétursdóttur. Þóra, Garðar og börn. Amma Gugga var ein af ljúfustu manneskjum sem ég hef nokkurn tímann þekkt. Síðan ég man eftir mér hefur hún dekrað við mig eins og sitt eigið bamabarn. Þegar ég kom í heimsókn til hennar vai- ann- aðhvort byrjað að baka pönnukökur eða hún gaf mér mitt uppáhald sem þá var brauð með smjöri og lifra- kæfu. Eftir það fékk ég alltaf að vaska upp, þó að ég hafí brotið eitt- hvað af leirtauinu hennar. Eitt sinn var mér sagt að amma Gugga væri ekki alvöru amma mín. Og ég grét og grét en þegar ég varð eldri vissi ég að það var alveg sama " þótt hún væri ekki skyld mér, því hún yrði alltaf amma mín. Hún var alltaf góð við alla sera komu nálægt henni og var alltaf brosandi og hlát- urmild. Ég veit að ég og margir eigum eft- ir að syrgja þessa yndislegu konu en eitt er þó hægt að hugga sig við, hún er nú komin í hendur Guðs og við getum alltaf talað við hana. Kannski hlær hún að okkur þegar við gerum eitthvað vandræðalegt. Ég vona að ættingjar hennar og vinir öðlist styrk í sorg sinni því amma Gugga er ekki alfarin heldur aðeins komin á annað stig. Ég sendi þeim öllum samúðarkveðjur. Ama Garðarsdóttir. Gugga mín. Það var gaman að hitta þig, þú varst alltaf svo hress og kát. Ég trúi því ekki að þú sért farin. Það var gaman að hitta þig hjá Bessý og Ossa. Við töluðum um dag- inn og veginn. Það var gaman að hitta dætur þínar og Óskar. Guð veri með þér í framtíðinni og hvílist þú vel. Kveðja, Stefán Konráðsson og Aldís Ágústsdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, semgleymisteigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj.Sig.) Blessuð sé minning þín elsku Gugga mín. Guð geymi þig. . Sóley. + Eiginkona mín og móðir okkar, UNNUR EINARSDÓTTIR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést á heimili sínu miðvikudaginn 5. júlí. Ólafur Magnússon, Magnús Ólafsson, Ingigerður Ólafsdóttir og fjölskyldur. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN KRISTÍN HJARTARDÓTTIR frá Hlíðarenda, Bárðardal, andaðist á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, miðvikudaginn 5. júní sl. Karen Hannesdóttir, Ólafur Olgeirsson, Aldís Hannesdóttir, Kristján Júlíusson, Sigrún Hannesdóttir, Jónas Karlesson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar og sonur, JÓN KJARTANSSON, Laufrima 22, Reykjavík, andaðist á heimili okkar miðvikudaginn 5. júlí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðviku- daginn 12. júlí kl. 15.00. Elísabet Ingólfsdóttir. Ásdís Jónsdóttir, Þorvarður Jónsson, Rósa Aðalheiður Georgsdóttir, Kjartan F. Jónsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.