Morgunblaðið - 07.07.2000, Síða 46

Morgunblaðið - 07.07.2000, Síða 46
46 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SÆVAR EINARSSON + Sævar Einarsson fæddist á Akra- nesi 16. desember 1937. Hann lést af slysfórum á Eyrar- sundi 23. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Einar Jóns- son, f. 27.10.1913, og Sigríður Jónsdóttir, f. 6.4. 1918. Systkini hans eru: Valdís, f. 2.3. 1942, Guðbjörg, f. 23.2. 1944, Jón, f. 27.7. 1946 og Einar, f. 14.4.1957. Árið 1958 kvæntist Sævar Ragnheiði Angantýrsdótt- ur, f. 15.4. 1937. Börn þeirra eru: 1) Angantýr, f. 7.4.1959, kvæntur Málfríði Eiríksdóttur, börn þeirra eru; Ragnar Freyr, f. 23.8. 1992, Alexander Leo, f. 2.2. 1993, og Linda Björg, f. 4.5.2000.2) Sigríð- ur, f. 4.11. 1962, sambýliskona Lena Nielssen. 3) Guðbjörg, f. 22.11.1971, sambýlismaður Jonny Hansen, bam þeirra, Ina, f. 8.1. 1998. Á Akranesi var hann sjómaður. f Vestmannaeyjum var á hann á sjó og vann við skipaafgreiðslu í landi. í Reykjavík vann hann sem bflstjóri hjá Sementsverksmiðju rfkisins. í Svíþjóð starfaði hann viðstrætisvagna Malmöborgar. Útför hans fer fram í Malmö í dag. Sá sem skrifar þessar minningar kynnist Sævari skömmu fyrir miðja öldina, þegar við erum innan við tíu ára aldur. Við vorum þessir venju- legu smábæjardrengir sem líkjast svo hver öðrum allt um kringum ^jwidið. Með minningar um fjörurnar, sjóinn og báta. Veiðar við bryggjur og kletta. Fiskbreiðslu á sumrin og vinnu í fiski. Leiki milli húsa á kvöld- in og meinlaus prakkarastrik við vini okkar nágrannanna. Sævar var örlítið eldri en ég og átti nánari vini, Didda og Þóri, og aðra jafnaldra og skólabræður. Hann átti heima ekki alveg í næsta nágrenni en tengdist okkur gaurun- um við innri hluta Vesturgötu og þar um kring, sem þóttust eiga hluta Krókalóns, Marbakka og Traða- bakkakletta. En útgerð okkar var við steinbryggju sem við hlóðum fyr- ir neðan Svalbarða þar sem amma hans, frændur og langafi áttu heima og naut hann þess. * Þar kynntist ég þessum ágæta dreng fyrst. Á sumrin var hann oft í sveit hjá móðurforeldrum sínum á Krossi í Innri-Akraneshreppi, eða í sumarbústað sem fjölskyldan átti við Miðvogslæk. Þar vissum við af hon- um, bróður hans og systrum. En systur voru ekki það sem menn inn- arlega af Vesturgötunni höfðu áhuga á á þessum aldri. En seinna vaknaði þessi dularfulli áhugi og Valdís, syst- ir hans, varð konan mín, og kynnin nánari. Minningarbrotin eru mörg, ég minnist þess er Sævar og pabbi hans voru að vinna við nýjan bát sem Ingi á Mel smíðaði fyrir þá. En hann gerði báta sína suður á bakkanum rítustan við Suðurgötu, en þar rétt hjá ólst Einar> pabbi hans, upp í húsi sem hét Ásbyrgi. En þar bjó og verslaði Jón afi Sævars, þar til Sparisjóður Akraness kaupir það undir starfsemi sína. Nú er Lands- bankinn að hluta á lóðinni. Sævar fór fyrst á vertíð með þeim ágætismanni og skip- stjóra, Sigurjóni Krist- jánssyni. Sigríður, móðir Sævars, var þakklát og hissa þegar Sigurjón kom í heim- sókn eftir vertíðina til að segja henni hve dug- legur og snarpur hann var í vinnu. En hann sagði að sér hefði verið um og ó að ráða svo ungan, lítinn og grann- an dreng. En þarna sá hann sjómannsefni. Kannski hafði Siguijón taugar til nafnsins, en sonur hans með þessu nafni hafði drukknað þegar mótorbáturinn Val- ur fórst með allri áhöfn nokkrum ár- urn áður. Áfram stundaði Sævar sjó frá Akranesi og Vestmannaeyjum, en þar vann hann líka í landi við skipa- afgreiðslu. Og eftir að hann flutti úr Eyjum til Reykjavíkur gerðist hann bílstjóri hjá Sementsverksmiðjunni. Konu sinni, Ragnheiði, stúlku úr Vestmannaeyjum, kynnist Sævar á Siglufirði og hafa þau staðið þétt saman í lífsbaráttunni í yfir 40 ár, í Vestmannaeyjum og Reykjavík þar sem bömin þeirra fæddust. En svo flyst fjölskyldan til Malmö í Svíþjóð fyrir um 25 árum og vann Sævar þar hjá Strætisvögnum borgarinnar. í Svíþjóð rættist gamall draumur, hann kaupir skútu, sem hann gat notað til skemmtiferða á Eyrar- sundi, Eystrasalti og vötnunum í Svíþjóð, og ferðaðist hann víða á bátnum sínum. Fyrir nokkrum árum sigldu hann og Stefán vinur hans frá Svíþjóð til íslands á sitt hvorum bátnum, sem Stefán var að selja til landsins. Hún er skrítin tilveran. Eftir að ég kom í fjölskylduna, heyrði ég móður Sæv- ars oft segja, að hún hafi haldið að hann færi í sjóinn og ég ansaði þessu með góðlátlegu fussi og svaraði því til að þetta væri hræðsla sérhverrar móður sem ætti drengina sína á sjó. Þess vegna hrökk ég illa við þegar Jón bróðir hans hringir til mín á Jónsmessunótt, er ég var nýkominn heim eftir göngu á Akrafjall, og segir að Sævar hafi farið fyrir borð á skút- unni sinni og drukknað. Systkinin fóru að segja móður sinni frá þessu, og hún sagði: „Þetta vissi ég.“ En slysið varð með þeim hætti að hann ásamt eiginkonu og vinkonu þeirra voru að sigla undir nýju Eyr- arsundsbrúna, þá þurfti að hagræða segli, það kom hnykkur á bátinn og Sævar féll fyrir borð. Þarna er straumþungt, það var komið rökkur, hann fannst um morguninn. Hann einn kunni á bátinn. Eftir að Sævar og fjölskylda fluttu út komu þau nokkrum sinnum í heimsókn og þau voru heimsótt. En oftast töluðum við saman í síma, ef hann var svo óheppinn að hitta á mig, venjulega ætlaði hann að tala við systur sína. í þessum samtölum kynntist ég hve kærleiksríkur hann var og hve kærleikur hans til fjöl- skyldunnar var mikill, sérstaklega til konu, barna, bamabama og for- eldra. Og þar sem ég trúi því sem stendur í guðsorði, að Guð sé kærleikur, þá veit ég hvar ég mæti Sævari. Hafi ég hann. Ég votta eiginkonu, börnum, bamabörnum, foreldmm og systkin- um mínar bestu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur. Helgi. ÞÞ &CO Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚU 29 S: SS3 >640l 568 6100 Rutland þéttir, nætir og kætir þegar þakið fer að leka Rutiand er einn helsti framleiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum Veldu rétta efnlð - veldu Rutland! • • Ossur, Hoxa og ESB UMRÆÐAN um af- stöðu íslands til ESB er ekki utanríkispóli- tísk í venjulegum skiln- ingi þess orðs. í húfi er hvort við sem fullvalda þjóð göngum í ríkja- bandalag eður ei og verður umræðan þá stórpólitískt innanrík- ismál. Þeir sem ræða mögulega aðild Islands að ESB í utanríkispóli- tísku samhengi em að blekkja fólk. Sumum tekst jafnvel að blekkja sjálfa sig og tala eins og álfar út úr hól þegar ESB ber á góma. Ossur Skarphéðinsson, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, illu heilli, skrifar grein í Morgunblaðið 4. júlí sl. þar sem segir: „Við þurfum að endurmeta utanríkisstefnu okkar með það fyrir augum að glata ekki áhrifum okkar á mótun og setningu þeirra reglna sem síðar verða lands- lög á íslandi." Sá nýkjörni talar hér eins og ís- lendingar hafi löngum haft áhrif á hvernig málum er skipað á megin- landi Evrópu og megi fyrir alla muni ekki glata þeirri stöðu. Ætli Napóleon hafi velt fyrir sér skoðun íslendinga þegar hann lagði upp í herleiðangurinn til Moskvu snemma á 19. öld? Skyldi Bismarck hafa ótt- ast álit íslendinga er hann lagðist í stríð við Frakka sjötíu áram síðar? Stóð Evrópa á öndinni í ágúst 1914 og beið í ofvæni eftir viðbrögðum ís- lendinga við herútboðinu sem leiddi til fyrri heimsstyrjaldar? - Hún yrði skrautleg sagnfræðin sem hryti úr penna hins nýkjöma; Smáríki eins og ís- land, fyrir þá sem ekki vita það, hafa alltaf verið leiksoppar í stór- veldaátökum. Smáríkj- um er hollast að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá brölti stærri ríkja, sé þess kostur, og forðast umfram allt að efna til ófriðar innan- lands vegna samskipta við erlend ríki. Islandi, ólíkt t.a.m. Lúxem- borg, er í lófa lagið að standa utan við evrópskt ríkjabanda- lag. Einhuga smáþjóð getur lyft grettistaki og haldið sínum hlut gagnvart sér stærri þjóðum. ísland hefði, svo dæmi sé tekið, ekki fengið 200 mílna fiskveiðilögsögu ef landið hefði verið í ríkjabandalagi við eitt eða fleiri ríki á meginlandi Evrópu. í augum meginlandsríkjanna era fiskveiðar aukabúgrein sem á heima í undirdeildum landbúnaðarráðu- neyta. Fullveldið 1918 og lýðveldið 1944 vora forsenda útfærslu landhelginn- ar og þar með fyrir efnahagslegu, menningarlegu og pólitísku sjálf- stæði þjóðarinnar. Formaðurinn nýkjömi er hinsvegar ekki að velta slíkum smáatriðum fyrir sér. „Það er nefnilega hægt að vera fullvalda ríki en án nokkurra áhrifa í hinu al- þjóðlega samfélagi," skrifar hann með djúpu innsæi í alþjóðastjórn- mál. Fullveldi þjóða verður ekki mælt á kvarðanum annað hvort eða. Öll pán Vilhjálmsson Frægt fólk og fjölmiðlar FYRIR nokkrum dögum kom Paul McCartney, fyrrver- andi bítill, í stutta heimsókn til Islands. Hann er heimskunnur maður sem á hér marga aðdáendur. Að vissu leyti var það rökrétt að heimsókn hans vekti áhuga fjöl- miðla enda varð sú raunin. Hingað til lands kom Paul McCartney að sögn til að slaka á og njóta ís- lenskrar náttúru. Einkaflugvél tónlist- armannsins lenti á Reykjavíkurflugvelli að nóttu til og var greinilegt af öllu atferli hans, ef marka má ljósmyndir og fréttaflutning, að mikið vildi hann vinna til að vera laus við fjölmiðla og athygli. Ekki varð honum að þeirri ósk sinni. Svipaða sögu er að segja af heimsóknum margra annarra þekktra einstaklinga sem hingað koma í frí. Vel má vera að margir þeirra njóti þeirrar athygli sem þeim er sýnd en öðrum er miður um hana gefið. Hið síðara virðist eiga við í mjög mörgum tilvikum og er þar komið að fyrir- spurn minni til ís- lenskra fjölmiðla. Væri hægt að gera um það þegjandi sam- komulag að láta þá afskiptalausa sem greinilega óska eftir því að fá að vera í friði? Sú var tíðin að ís- lendingar höfðu þennan háttinn á. Eftir prívatheimsóknir margra heimskunnra einstaklinga til ís- lands birtist iðulega lítil og látlaus frétt í Mogga um að herra eða frú NN hefðu haft hér viðdvöl og síð- an ekki söguna meir. Sama gilti um aðra fjölmiðla ef þeir á annað borð gátu um slíkar heimsóknir. Mér er minnisstætt að heyra haft Ögmundur Jónasson ||l I 11 ICiSKOT í As» m i Þ ,-\ s 111 í>í “ ' / Barnamyndatökur í sumar Nethyl 2, sími 587 8044 Kristján Sicjiii ðsson, Ijósmyndari eftirstríðsárin og fram yfir fall Ber- línarmúrsins sat erlendur her skipt Þýskaland. Bandamenn vora með herstöðvar um vítt og breitt Vestur- Þýskaland og í Austur-Þýskalandi héldu Sovétríkin úti fjölmennu liði. Bæði ríkin vora formlega fullvalda og blandaðist þó engum hugur um að fullveldi Vestur-Þýskalands var meira en austurhlutans. Finnland var fullvalda ríki öll eftirstríðsárin en ætli flestum Finnum þyki ekki inntak fullveldisins fyllra og dýpra núna en það var á dögum Stalíns? Nágrennið við Rússland gyllir ESB í augum Finna sem eðlilegt er. Inn- ganga Finna í ESB var til að bæta ESB Smáríkjum er hollast, segir Páll Vilhjálmsson, að halda sig í hæfílegri fjarlægð frá brölti stærri ríkja. upp pólitíska landafræði Finnlands. Hjá Islendingum er málum þveröf- ugt farið. Með inngöngu væram við að fórna þeim kostum sem land- fræðileg lega íslands gefur okkur. Dæmið sem Össur tekur af full- valda ríki en áhrifalausu er Albanía í tíð einræðisherrans Hoxa. Össur á það sameiginlegt með Hoxa að hafa verið marxisti. Þeir sem einu sinni hafa gengið þann veg eiga það til að sjá heiminn í svörtu og hvítu. Þótt þeir skipti um trú verður heims- myndin áfram svört og hvít, litunum er bara víxlað. Þegar Össur var ungur hernámsandstæðingur var fullveldið einskis virði vegna þess að erlendur her sat landið. í dag er fullveldið einskis virði vegna þess að við þurfum að setja lög sem rannin era undan rifjum ÉSB. Ætlar Össur aldrei að ná máli sem stjómmála- maður? Höfundur er fulltrúi. Tillitsleysi Væri hægt að gera um það þegjandi samkomu- lag, spyr Ögmundur Jónasson, að láta þá afskiptalausa sem greinilega óska eftir því að fá að vera í friði? eftir slíkum einstaklingum sem hingað komu að þeir kynnu vel að meta þá kurteisi og tillitssemi sem þeim væri sýnd á Islandi. Hlýtur sú spurning ekki að vakna hvort það sé okkur samboð- ið að hundelta alla þá sem koma til landsins, og eru þekktir úr heims- pressunni, með hljóðnema og myndavélar á lofti? Það er óum- deiianlegt að mörgum gestanna líkar þetta illa en hafa án efa van- ist því að eiga hvergi athvarf. Spurningin er þó ekki aðeins hvað gestunum finnst heldur snýr þetta að mínum dómi einnig að sjálfs- virðingu okkar. Færi ekki vel á því að gera ísland að friðlandi fyrir fólk - einnig það fólk sem eitthvað hefur sér til frægðar unnið en vill fá að vera í friði? Höfundur er alþingismaður. 2 £ 01 í >5 « u Nefto <. ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Innréttingar Stuttur afgrei&slufrestur HÁTÚNI6A (I húsn. Fðnlx) SÍMI: 552 4420

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.