Morgunblaðið - 07.07.2000, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ
^8 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000
VjjiawsSi'S’* r m exo.is
R
kúítjatHiáitehduH
i Fákafen 9, Reykjavík
Skólavörðustíg 21 • sími 551 4050 »Reykja vík s: 5682866
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
Uáuntu
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
Ferðatöskur sem fljúga út
á frábæru tUboðsverði!
c
Þijár vandaðar töskur í settí.
Litur: Dökkblátt.
Tilboðsverð
14.950
áður: 19.950 kr.
Handboltinn á Netinu
v'g) mbl.is
S\LLTAf= EITTHVAO rjÝTT
UMRÆÐAN
Garðar Pálsson
Bréf til íslensku
þjóðarinnar
VEGNA þeirrar
umræðu, sem fram
fer í þjóðfélaginu í
dag, tel ég rétt að
birta þetta bréf sem
ég sendi sjávarút-
vegsráðherra fyrir 8
árum. Á þeim tíma
þorðu fáir að ræða
þetta hneyksli opin-
berlega. Ég spyr,
ber sjávarútvegs-
ráðherra enga
ábyrgð á brottkast-
inu? Var það ekki
skylda hans að gera
ráðstafanir til að
stöðva slíka sóun á
sjávarafla? Sökin
liggur ekki hjá sjómönnum
heldur hjá þeim sem með æðstu
stjórn þessara mála fóru.
Reykjavík 27. janúar 1992
Bréf til sjávarútvegsráðherra
Þorsteins Pálssonar
Skúlagötu 4
Reykjavík
Hjálagt sendi ég þér ljósrit af
fjórum greinum, sem ég skrifaði
í Morgunblaðið um sóun á sjáv-
arafla. Greinarnar komu í blað-
inu: 8. nóvember 1989, 28. febr-
úar 1990, 20. marz 1990 og 8.
maí 1990. Vonandi eru þessar
greinar innlegg í þá umræðu,
sem fer fram í þjóðfélaginu um
þessi mál.
Auk þessara greina læt ég
fylgja eina grein um hugsanlega
rányrkju erlendra verksmiðju-
togara á íslandsmiðum. Þessi
grein er skrifuð skömmu áður
en fiskveiðilandhelgin var færð
út í 200 sjómílur. Til viðbótar
þvi, sem sagt er í þessum grein-
um, vil ég geta þess að bátar,
sem landa afla sínum fjarri físk-
mörkuðum og fá þar af leiðandi
lægra verð fyrir aflann, henda
öllum þorski í sjóinn
aftur, sem er undir
2 kg að þyngd eða
50 cm að lengd.
Þetta gera þeir til
þess að sá takmark-
aði kvóti sem þeir
hafa lendi allur í
fyrsta flokki. Á
frystitogurunum er
sóunin gegndarlaus.
Fullyrða má að 60-
65% af öllum afla,
sem á skip kemur,
sé varpað fyrir borð
aftur og er þá miðað
við þunga en ekki
tölu. Frystitogarar
hirða ekki svo vitað
sé hausa, hryggi, slóg, lifur eða
hrogn. Til þess er einfaldlega
ekki mannskapur. Enginn
frystitogari nær meira en 40-
40,5% nýtingu út úr vélflökun á
þorski, afganginum er fleygt
fyrir borð. Af þeim heildarafla,
sem á skip kemur eru um 5%,
sem aldrei kemur til álita að
hii’ða. Þetta er afli sem velkist í
meðferð, sérstaklega ef mikill
afli berst að á stuttum tíma.
Einnig er þarna undirmálsfisk-
ur og stór þorskur sem strax er
dæmdur úr leik. Ofangreind
dæmi eiga einungis við á frysti-
togurum. Á öðrum fiskiskipum
er heildar nýtingin betri, og því
betri eftir því sem skipin eru
minni.
Ætla má að 27-28% af öllum
afla sem inn kemur sé fleygt í
sjóinn aftur. Ofangreind fullyrð-
ing kom fram í máli stýrimanns
frá Vestmannaeyjum á síðasta
ári þegar þessi mál voru þar til
umfjöllunar. Vonandi hefur þú,
kæri flokksbróðir, eitthvert
gagn af lestri þessara greina.
Höfundur er skipherra.
Garðar
Pálsson
iHnjcssjKQnr
j ó S » v yy »1Þ .> S fr l»t* í v>
Brúðkaupsmyndatökur
Nethyl 2, sími 587 8044
Kristján Sigurðsson, Ijósmyndari