Morgunblaðið - 07.07.2000, Qupperneq 50
Jjto FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐItí
HESTAR
Hin litfagra Hekla frá Þóreyjarnúpi heillaði bæði hal og sprund í brekkunni enda hryssan
vel til höfð af Halldóri Gísla.
Gullgóðir töltarar fara heiðurshring í breiðfylkingu að lokum B-úrslitum.
Sigurbjörn og Oddur lengst til vinstri.
Sigurvegararnir
Seigt í gömlu
brýnunum
FYRSTA verðlaunaafhending
landsmótsins fór fram í gær að af-
loknum B-úrslitum í töltkeppni
mótsins þegar gömlu garparnir
margreyndu Sigurbjöm Bárðarson
Oddur frá Blönduósi tryggðu
sér rétt til þáttöku í A-úrslitum á
laugardagskvöldið.
Voru þeir félagar efstir eftir
hægatöltið og hraðabreytingar og
sigldu svo yfírvegað í gegnum yfir-
ferðina og gulltryggðu úrslitasæt-
ið.
Brekkan var þéttsetin þegar tölt-
úrslitin hófust og stemmningin góð
enda fíma góð hross sem þarna
öttu kappi. Sérstaklega voru hæga-
töltið og hraðabreytingar góðar hjá
öllum hrossunum en aðeins voru
þeir farnir að narta í hæla sér á yf-
irferðinni eða grípa á sig sem kall-
að er. En þetta voru B-hestamir og
er óhætt að fara að láta sig hlakka
til A-úrslitanna.
En röðin varð sú að Sigurbjörn
og Oddur urðu hlutskarpastir.
Næst komu Sævar Haraldsson og
Glóð frá Hömluholti, Halldór Gísli
Guðnason og Hekla frá Þóreyjar-
núpi, Jóhann R. Skúlason og Oliver
frá Vestri-Garðsauka og Eysteinn
Leifsson og Hugur frá Mosfellsbæ.
MorgunblaðiðValdiraar Kristins
Þótt aldrei rigndi verulega mikið kom regnfatnaður í góðar þarfir í gær og fór því vel um flesta í brekkunni.
•'Misjafnt gengi kynbótahrossa
GENGIÐ er nokkuð misjafnt hjá
kynbótahrossunum á landsmótinu
og eru býsna mörg þeirra að lækka í
einkunn fyrir hæfileika. Bringa frá
Feti er til dæmis að lækka úr 9,01 í
8,84 sem er all nokkuð. Hún var efst
af sex vetra hryssum inn á mótið en
heldur eigi að síður fyrsta sætinu
þrátt fyrir þetta og er með 8,56 í
aðaleinkunn í stað 8,66 áður.
Gyðja frá Lækjarbotnum er hins-
vegar á uppleið hækkar úr 8,33 í 8,50
fyrir hæfileika og 8,38 í aðaleinkunn.
Gyðja skýtur Pyttlu frá Flekkudal
aftur fyrir sig en hún lækkaði úr 8,58
í 8,43 og kemur út í aðaleinkunn með
8,35 í stað 8,44. Flauta frá Dalbæ er
á uppleið hlýtur 8,59 fyrir hæfileika
og 8,33 í aðaleinkunn. I fimmta sæti
er svo Oddrún frá Halakoti sem
heldur sinni einkunn 8,59 fýrir hæfi-
leika og 8,28 í aðaleinkunn. Þula frá
Hólum er efst sjö vetra hryssna.
Hún lækkaði þó frá því á vorsýningu
úr 8,42 í 8,37 fyrir hæfileika og er því
með 8,53 í aðaleinkunn í stað 8,62. í
öðru sæti er Þruma frá Þóreyjarnúpi
með 8,33 í aðaleinkunn en hún lækk-
aði einnig, úr 8,55 í 8,48 fyrir hæfi-
leika. Spurning frá Kirkjubæ hækk-
aði aftur á móti umtalsvert, fór úr
8,10 í 8,31 og fær því 8,30 í aðaleink-
unn og er í þriðja sæti. I fjórða sæti
er Þilja frá Hólum með 8,30 og í
fimmta sæti er Játning frá Stein-
dórsstöðum sem hækkaði lítillega og
er með 8,29 í aðaleinkunn.
Útkoman er einnig með ýmsu móti
meðal stóðhesta þar sem þeir bæði
hækka og lækka. Það sem helst bar
til tíðinda er að Ýmir frá Holtsmúla
er að því er næst verður komist kom-
inn yfir hálfbróðir sinn Nagla frá
Þúfu sem kom efstur inn á mótið en
litlu munar, aðeins einni kommu.
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Mikil stemmning var þegar keppendur í B-úrslitum í ungmennaflokki riðu heiðurshringinn.
Hörkukeppni í B-úrslitum
í ungmennaflokki
AUÐUR Ástvaldsdóttir, Freyfaxa, á
g^juld frá Víðivöllum fremri var efst
eftir hörkuspennandi keppni í B-úr-
slitum í ungmennaflokki á landsmóti
hestamanna. Hún fékk 8,624 í eink-
unn og vann sér þar með rétt til að
taka þátt í A-úrslitum. Fast á hæla
Auðar kom stalla hennar úr Frey-
faxa, Hafdís Amardóttir á Heldi frá
Kollaleiru með 8,620.
Röð annarra keppenda er þannig:
3. Guðmundur Oskar Unnarsson,
Mána, á Mósa frá Múlakoti með
8,560.
4. Ingunn B. Ingólfsdóttir, And-
vara, á Sprengju frá Kálfholti með
8,552.
5. Hinrik Þór Sigurðsson, Sörla, á
Garra frá Grund með 8,496.
6. Kristín Ósk Þórðardóttir, Sörla,
á Síak frá Þúfu með 8,380.
7. Hrefna María Ómarsdóttir,
Fáki, á Hrafnari frá Álfhólum með
8,352.
8. Sigríður Þorsteinsdóttir, Gusti,
á Yddu frá Kirkjulandi með 8,264.
Keppnin í B-úrslitum var mjög
skemmtileg og áhorfendur fögnuðu
vel þegar þessi glæsilegu ungmenni
á sínum góðu hestum riðu í breið-
fylkingu eftir verðlaunaafhendingu.
En A-úrslitin eru eftir með átta efstu
knöpum og hestum úr undankeppn-
inni og gefur árangur úr B-úrslitum
fyrirheit um spennandi keppni á
laugardagskvöldið.
Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson
Góður skeiðsprettur hjá Ormi og Atla lagði grunninn að góðri einkunn.
Ormur stóðst
allar atlögurnar
ORMUR frá Dallandi og Atli Guð-
mundsson, Fáki, tróna á toppnum að
lokinni forkeppni A-flokksgæðinga
með 8,83 sem er heldur lægri eink-
unn en búist hafði verið við. Klakkur
frá Búlandi og Vignir Jónasson,Fáki,
koma næstir með 8,66 en Vignir
vann það ágæta afrek að koma þrem-
ur hestum í úrslit í A-flokki.
Ljósvaki frá Akureyri og Baldvin
Ari Guðlaugsson, Létti, eru í þriðja
sæti með 8,58 og er það frekar óvænt
frammistaða því nöfn þeirra hefur
lítið borið á góma í getgátum manna
um hugsanlega röð alhliða gæðinga.
Röð tólf næstu hesta er annars sem
hér segir:
4. Lilja frá Litla Kambi og Vignir
Jónasson, Fáki, 8,55.
5. Skafl frá Norðurhvammi og Sig-
urður Sigurðarson, Mána, 8,53.
6. Óður frá Brún og Auðunn Krist-
jánsson, Fáki, 8,50.
7. Kolskeggur frá Garði og Atli
Guðmundsson, Sörla, 8,50.
8. Stjarni frá Dalsmynni og Ragn-
ar Hinriksson, Fáki, 8,48.
9. Ómur frá Brún og Baldvin Ari
Guðlaugsson, Funa, 8,47.
10. Súla frá Bjarnanesi og Hugrún
Jóhannsdóttir, Gusti, 8,47.
11. Randver frá Nýjabæ og Vignir
Jónasson, Sleipni, 8,47.
12. Þytur frá Kálfhóli og Elsa
Magnúsdóttir, Sörla, 8,47.
13. Geysir frá Gerðum og Reynir
Aðalsteinsson, Ljúfi, 8,46.
14. Kjamveig frá Kjarnholtum og
Tómas Ragnarsson, Fáki, 8,46.
15. Fjöður frá Ási I og Will Co-
vert, Gusti, 8,44.
Þessi fimmtán hross mæta í úrslit.
Sjö efstu keppendur fara beint í A-
úrslit á sunnudag klukkan 17:15.
Hinir átta keppa sín á milli um eitt
sæti í A-úrslitum á föstudag klukkan
20.
------HH---------
Framtíð og
Gunnur fyrst-
ar í mark
FRAMTÍÐ frá Runnum er með
besta tímann, 22,07 sek. eftir undan-
rásir í 250 m skeiði. Knapi er Sveinn
Ragnarsson.
Með næst besta tímann, 22,88
sek., er Vaskur frá Vöglum, knapi
Baldvin Ari Guðlaugsson og þriðji er
Óðinn frá Efstadal sem skeiðaði á
22,96 sek.
Gunnur frá Þóroddsstöðum og
Bjarni Bjamason em með besta tím-
ann í 150 m skeiði, 14,21, Gígjar frá
Stangarholti og Auðunn Kristjáns-
son em næstir með 14,37 sek.og
þriðju em Neisti frá Miðey og Sigur-
björn Bárðarson með 14,38.
Mikil þátttaka var í skeiðinu, 6
riðlar í 250 m og 12 í 150 m skeiði.
Milliriðlar í þessum greinum
verða í kvöld kl. 21 en úrslitasprett-
irnir verða á laugardagskvöld.