Morgunblaðið - 07.07.2000, Qupperneq 60
60 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLKí FRÉTTUM
Söngvari The
Verve aleinn!
SÖNGVARI hijómsveitar-
innar sálugu The Verve
fór beint í efsta sæti
breska plötusölulistans
meö fyrstu sólóbreið-
skífu sína „Alone With
Everybody". Það má því
með sanni segja að það
sé einmanalegt á toppn-
um. Þaðervonandiað
pilturinn geti nú keypt
sér eitthvað í svanginn
fyrir aukaskildinginn en hann er ekki þekktur
fýrir að vera sá sverasti í tónlistarbransanum.
Isiendingar eru hinsvegar ekki eins fljótir að
breiða út arma sína fyrir Richard Ashcroft því
platan hans eyðir sinni fyrstu viku í 26. sæti
tónlistans. Fyrsta smáskífulag kappans,
„Song For Lovers'h hefur þó fengið ágætis
móttökurhjá dagskrágerðarmönnum útvarps-
stöðvanna auk þess sem all sérstætt mynd-
band við lagiö hefur vakið athygli áhorfenda
tónlistarsjónvarpsstöðvanna.
Pottþétt á toppnum!
ÞAÐ AÐ kaupa séralit-
af eintak af nýjustu
safnplötunni í PotL
þéttröðinni erorðið
eins sjálfsagt og að
kaupa sér reglulega
nýtt par af sokkum. Á
plötunum erávallt
safnað saman þeim lögum sem eru hvað vin-
sælust f útvarpi á útgáfudegi platnanna og er
sú tuttugasta í röðinni engin undantekning. Þar
má meðal annarsfinna Eurovisionsmell okkar
íslendinga þetta árið. nýjasta slagarann frá
Moloko. „You Can Do lt" með lce Cube, hin
náttúruiega blús frá Moby, lagaflækjurnar í
Ðestiny's Child o.fl.
i
3.! 7.. | 6 I | Marshall Mathers IP ;Eminem j Universol | 3.
4.1 3. j 5 í ! Ultimate Collection | Borry Whife • Universel ■ 4.
5. ! 6. j 12 ! ; Play jMoby ;tóute | 5.
6. ; 5.; 16 ; ; Hoorey For Boobies • Bloodhound Gang ; Universal j 6.
7. ■ 4.; 7 | ; Oops I Ðid It Again ; Britney Spears ÍEtól ; 7.
8. ; ; 1 ; N ; Íslandslög 5- í kirkjum landsins; Ýmsir i Skífon i 8.*
9. i 9. i 6 i i Mission Impossible 2 itmsir i Hollyw. Rec.i 9.
10. i 10. i 5 i i Bellman iBubbi iSkífan : 10.
11.1 8. i 4 i Í Eurovision Song Contest jÝmsir j BMG j 11.
12. : 30.: 57 : Ö j Ágætis byrjun jSigur Rós j Smekkleysoj 12.
13. ; 14.j 10 j j Skull & Bones JCypressHill jSony j 13.
14. j 11.j 24 j jBestOf jCesarioEvora iBMG i 14.
15. | 12.j 6 ; i Greatest Hits jWbitney Houston ÍBtóG j 15.
16. ; 20. j 46 j i Significant Other : Limp Bizkit ; Universal : 16.
17.1 - i 1 i i SigurihirHosason jSolmorlífsins itóóIogmennjl7.*-
18.1 18.i 7 i i Era 2 jEra j Universal j 18.
19. j 44. j 3 j j Don't Give Me Names jGuanoApes j BtóG j 19.
20. j 13. j 6 j j Hagnesta Hill ________j Kent j BtóG j 20.
21.; 16.; 37; j 12 Ágúst 1999 j Sólín Hans Jórts Míns i Spor • 21.
22. j 32.; 31 j j Supernatural i Santana iBtóG ■ 22.
23.; 52. i 2 ;H j Mort Anthony i Marc Anthony i Sony i 23.
24.; 28. i 33 ; i S&M itóetollica i Universol ; 24.
25. i - i 1 i i Trans Nation ! Min'istry of Sound ! M. crf Sound :25.
—«6.: -; i i Alone with Everybody 1 Richord Ashcroft ÍEtói ! 26.
27.; - ! 1 i i Riding With 1 Eric Clapton+B.B.Kinq! Warner j 27.
28.: 22.1 5 ; 1 Vöqquvísur fyrir skuqqc prins 1200.000 noglbítar j Sproti j 28.
29.: 57.: 21 j • Glanni glæpur • Ýmsir j Latibær ehf * 29.
30- i 27 = j Binaural iPearlJam : Sony j 30.
Á Tónlistonum eru plötur yngri en tveggia óra og era í veröflokknum „fullt verÖ".
Tónlistinn er unninn af FricewaterhouseCoopers fyrir Somband hljómplöfuíraroleiðoiida og Morgunblaðið i somvinnu
við eftirloldorvwslanir: Bókvol Akoreyri, Bónus, Hogkoup, Joprs Brouforholfi, Jopís Kringfunnijopís Lougorvegi, Mósík
og Myndir tetwstræt), Músik og tóyndi/ tójédíf,Somfónlis» Kringlunni, Skffan Kringlunni, Skifon lougorvegi 26.
Saxófónn í
Hallgrímskirkju!
SIGURÐUR FLOSA
SON saxófónleikari
er islenskum
djassáltugamönn-
um vel kunnugur
enda er hann í hópi
þeirra bestu hér á
landi. Hann eransi
iöinn við plötuút-
gátu því nú þegar það eru rétt rúmlega sex mán-
uðir liðnir frá því hann gaf út plötuna „Himna-
stiginn", ásamt þeim Eyþóri Gunnarssyni
píanóleikara og Lennart Ginman kontrabassa-
leikara, gefur hann út plötuna „Sálmar lífsins".
Platan kemur sér snyrtilega fyrir í 17. sæti list-
ans eftirfyrst viku sína í hillum plötubúðanna. í
þetta sinn er það organistinn Gunnar Gunnars-
son sem leikur með honum 14 sálmalög frá
ýmsum tímum. Lögin eru útsett af þeim félög-
um oger áhersla lögð á spuna af ýmsum gerð-
um. Margir sálmanna tengjast stórhátíðum
kirkjuársins og ýmsum kírkjulegum athöfnum.
Faðirvorið á topp tíu!
FERSKASTA unglambið á
listanum þessa vikuna er
sú fimmta í íslandslaga út-
gáfuröðinni, en piatan þer
nafnið „I kirkjum landsins".
Að þessu sinni er horfttil
himins í tilefni kristnitöku-
hátíöarinnar og sungin eru
nokkur trúarleg dægurlög
sem fyigt hafa íslendingum
í gegnum súrt og sætt.
Sem fyrr er það Björgvin Halldórsson sem var
umsjónarmaður verkefnisins en á plötunni
syngur hann m.a. bænina „Faöirvor".
Björgvin hefur enn og aftur smalað saman
mörgum af rótgrónustu söngvurum þjóðarinnar
því á meóal flytjanda eru Egili Ólafsson, Bubþi,
Diddú, Sigga Beinteins, Helgi Björns og Páll
Rósinkrans.
TONLIST
Geisladiskurinn
B e II ni a n
VÍSNATÓNLIST
Bubbi Morthens og Guðmundur
Pétursson. Skífan 2000
BUBBI Morthens er nokkuð
fjölhæfur tónlistarmaður, hann er
maður margra „tón-lista.“ Um
sama leyti og Bubbi rifjar upp
sokkabandsár einnar hressilegustu
rokksveitar íslenskrar tónlistar-
sögu, Utangarðsmanna, og býr sig
undir óvæginn pönkhristing með
þeim í sumar syngur hann blíðlega
vísur sænska söngvaskáldsins Carl
Michael Bellmans. Þar skilur
Bubbi groddalegt gúanórokkið eftir
heima og rær þess í stað með Guð-
mundi Péturssyni gítarleikara í
öllu hæglátari bátsferð undir volg-
um sólargeislum Bellmans.
Það er líklega ekki til sá íslend-
ingur sem ekki hefur myndað sér
skoðun á Bubba og hans tónlist og
er ég þar engin undantekning.
Þess vegna þótti mér dálítið spenn-
andi að ímynda mér að ég hefði
aldrei heyrt um þennan Bubba og
hlusta á hann flytja söngva Bell-
mans án þess að hugsa neitt um
fyrri verk, dyggðir og syndir og
gleyma því að það væri Kóngurinn
sem syngi. Ég lokaði augunum,
setti tónlistina í gang og myndaði
mér skoðun á því alveg upp á nýtt
að Bubbi Morthens hefur gullfall-
ega rödd sem fer afskaplega vel að
syngja Fredmans-pistla Bellmans.
- Þeir Bubbi og Bellman eiga víst
heilmikið sameiginlegt þótt ríflega
200 ár skilji þá að í aldri. Báðum
þótti þeim til dæmis ljúft að fá sér
svolítið í glas á yngri árum.
Kannski er það meðal annars þess
vegna sem Bubbi lifir sig jafn inni-
lega inn í drykkjuvísurnar. Vísurn-
ar sem valdar voru á plötuna eru,
eins og áður sagði, pistlar Fred-
mans en sá var
úrsmiður og ein
aðalhetjan í safni
Bellmans af glað-
værum drykkju-
bræðrum. Bræður
þessir voru víst
saman í eins kon-
ar drykkjuklúbbi,
Bacchi Wapen, og
dýrkuðu þar
drykkjuguðinn
Bakkus. Vínið er
þó ekki eina yrk-
isefni Bellmans.
Hann kemur einn-
ig við hjá ljúfum
börmum, lokkandi
skautum og Dauð-
anum sjálfum auk
þess að staldra
við vögguna. Lög-
in sjálf fékk
Bellman flest að
láni frá ónefndum
höfundum frá
Frakklandi og
meginlandinu þótt
talið sé að hann
hafi eitthvað sam-
ið sjálfur.
Keyrir ekki
kassabíl
Nokkrir eðal-
tónlistarmenn
koma að plötunni
með Bubba.
Fyrstan ber að
nefna Guðmund Pétursson sem
annast allan gítarleik á diskinum.
Hann fer mjúkum höndum um
hljóðfærið, eins og við á. Best þykir
mér honum takast til í lögum eins
og „Lagður hjá' rúmi Casju Lísu
síðla kvöld eitt“ og „Ulla mín, Ulla“
þar sem hljómarnir brotna ljúflega
Morgunblaðið/Asdís
Bubbi Morthens og Guðmundur Pétursson.
á ströndum raddarinnar. Guð-
mundur á reyndar stíl fyrir hverja
stemmningu eins og þann einfalda
og dýnamíska í laginu „Öldungnum
hnignar“ og þann hressilega í
„Fyrst ég annars hjarta hræri“ við
útilegustemmninguna. Lagið
„Sofðu Kalli“ (vögguvísa) þykir
mér bera af hvað útsetningu snert-
ir.
Þar trítla lítil ásláttarhljóð úr
smiðju Matthíasar MD Hemstock á
tánum í kringum vögguna á sér-
staklega smekklegan hátt og alltaf
á réttu augnablikunum. „Sofðu
Kalli, sofðu rótt / Þú seinna færð
Undir volgri sól
að vaka / Líta marga myrka nótt /
Og mein sem okkur þjaka“ syngur
Bubbi og klingir þá í litlu þríhorni
eins og úr spiladósinni hins sofandi
Kalla sem átti eitt slag eftir þangað
til þurfti að trekkja hana upp aftur.
Einnig var 30. pistill, „Flýt þér,
drekk út“, nokkuð skemmtilega út-
settur.
Þar leikur Eyþór Gunnarsson á
bassatrommu og kii-kjuorgel.
Reyndar andar ekki alveg nógu vel
um það síðarnefnda, það er svo lágt
í hljóðblönduninni að vart heyrist.
Hins vegar naut bassatromman sín
vel í félagskap gítars og söngs.
Þekktasta lag disksins er vafa-
laust Gamli Nói, sem keyrir reynd-
ar ekki kassabíi hér heldur drekk-
ur vín og mikið af því og er glaður.
Engu er bætt við alla þá Gömlu
Nóa sem hljómað hafa í Nóavönum
eyrunum í gegnum tíðina, enda svo
sem ekki við því að búast. Þar hefði
verið spennandi að heyra til dæmis
meira slagverk og jafnvel hærri og
groddalegri kontrabassa. Bubbi og
félagar taka því hins vegar leikandi
létt á siglingunni með Nóa eins og
við þekkjum hann best og ekkert
við það að athuga sem slíkt. Úr því
ég er farin að hugsa um kontra-
bassa, þá hefði reyndar verið gam-
an að heyra hann hljóma í fleiri
lögum.
Þótt rödd og gítar hafi oft og tíð-
um verið sjálfum sér alveg nóg
held ég að bassinn hefði gefið lög-
unum meiri vídd og kraft.
Diskur Bubba og Bellmans hefur
að geyma hlýleg lög og sögur af
tegundinni sem ég heyri mjög vel
fyrir mér í litlum, vinalegum fjöl-
skylduboðum. Eða sem undirleikur
ömmu við prjónaskapinn á meðan
barnabörnin leika sér á stofugólf-
inu. Hann er kannski dálítið ein-
hæfur á köflum. Gítar, rödd og
munnharpa eiga það til að verða
einmana á stundum og hefði þá
ekki verið úr vegi að máta fleiri
hljóðfæri við.
Kristín Björk Kristjánsdóttir