Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 1
154. TBL. 88. ÁRG.
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Olíuverð
lækkar
enn
Statoil lækkar
bensínverð
í Danmörku
OLÍUVERÐ lækkaði nokkuð í Lon-
don og New York í gær og virðist því
almennt treyst, að Saudi-Arabar
muni standa við yfírlýsingar sínar
um að auka framleiðsluna. I Dan-
mörku hefur bensínverð veríð lækk-
að tvisvar í þessari viku vegna lægra
heimsmarkaðsverðs.
Brent-olía var seld í London í gær
á 29,35 dollara fatið en var í 30,55
dollurum fyrir viku. Pá var olíuverð-
ið í New York 29,99 dollarar á móti
32,72 dollurum viku áður. Lækkunin
stafar af þeim yfirlýsingum Saudi-
Araba sl. mánudag, að þeir muni
auka framleiðsluna um 500.000 föt
daglega dugi ekki annað til að lækka
verðið en þeir hafa áður lýst yfir, að
þeir telji 25 dollara fyrir fatið vera
hæfilegt verð. Um þetta er að vísu
ekki eining innan OPEC, Samtaka
olíuútflutningsríkja, en markaðs-
sérfræðingar segjast ekki efast um,
að Saudi-Arabar muni standa við orð
sín.
Statoil lækkaði bensínverð í Dan-
mörku í gær um 1,47 kr. ísl. á lítra og
sl. þriðjudag var það lækkað um 1,67
kr. Kostar nú lítrinn af 95 oktana
bensíni tæplega 87 kr. ísl. Segja tals-
menn fyrirtækisins, að ástæðan sé
sú lækkun sem orðið hefur á
heimsmarkaði í þessari viku. Búist
var við, að önnur olíufélög lækkuðu
einnig sitt verð.
■ Samráð/22
Sofía Spánardrottning huggar ættingja unglinga sem létu lífið í rútuslysi á Norður-Spáni í fyrradag.
Fórnarlamba rútu-
slyssins á Spáni minnst
SPÁNVERJAR vottuðu minningu
þeirra, sem létu lífið í mannskæðu
rútuslysi á Spáni í fyrradag, virð-
ingu sína í gær.
Minningarathöfn um fórnar-
lömbin fór fram á knattspyrnuvelli
í bænum Soria og var henni sjón-
varpað beint. Sofia Spánardrottn-
ing var viðstödd athöfnina og
faðmaði og huggaði ættingja
þeirra sem týndu lífi. 28 manns
biðu bana í slysinu, þar af 23 ung-
lingar sem voru á leið frá Barce-
lona í sumarbúðir á vegum tveggja
skóla nálægt borginni.
Tólf til viðbótar slösuðust, þar af
sjö alvarlega.
Slysið varð þegar flutningabíll,
sem flutti búfénað, fór á ranga ak-
rein í beygju á þjóðveginum nálægt
Soria, um 110 km norðaustan við
Madrid. Bfllinn skall þá á rútunni
sem kom úr gagnstæðri átt og valt
niður hlaðinn kant á veginum eftir
áreksturinn.
Tveir tvítugir Pólverjar, báðir
bflstjórarnir og kennari frá Barce-
lona létust í slysinu auk ung-
linganna sem voru á aldrinum 13-
18 ára.
Mest um-
ferðar-
öryggi í
Svíþjóð
UMFERÐARÖRYGGI er
mest í Svíþjóð en minnst í
Portúgal innan Evrópu-
sambandsins, samkvæmt upp-
lýsingum frá Eurostat, hag-
stofu ESB, um banaslys í
umferðinni árið 1998.
í Svíþjóð létust 60 manns á
hverja milljón íbúa í umferð-
arslysum árið 1998 og 61 á
hverja milljón í Bretlandi.
Umferðaröryggið var hins
vegar minnst í sunnanverðri
álfunni. í Portúgal létust 243
á hverja milljón íbúa, í Grikk-
landi 212, Frakklandi 152 og á
Spáni 151.
Slysunum fækkaði
mest í Austurríki
Grikkland er eina ESB-
landið þar sem banaslysum í
umferðinni fjölgaði á árunum
1990-98 en þar fjölgaði þeim
um 5%. Á þessu tímabili
fækkaði banaslysunum um
26% að meðaltali í öllum ESB-
löndunum fímmtán. Slysunum
fækkaði mest í Austurríki, um
41%.
Banaslysunum fækkaði um
33% í Svíþjóð á þessum átta
árum en samkvæmt tölum
sænska umferðarráðsins
fjölgaði þeim þó á síðasta ári.
A Islandi létust 27 manns í
umferðinni árið 1998 eða um
hundrað á hverja milljón en
21 á síðasta ári, um 77 á
hverja milljón.
Heimsókn
Khatamis
mótmælt
FÉLAGAR í hreyfingu, sem berst
gegn klerkastjórninni f Iran, standa
hér við Brandenborgarhliðið í Ber-
lín og mótmæla Þýskalandsheim-
sókn Mohammads Khatamis, for-
seta írans, sem á að hefjast á
mánudag. Þýskir embættismenn
gerðu í gær lítið úr fréttum um að
Khatami kynni að aflýsa heimsókn-
inni á síðustu stundu þar sem hann
hefði áhyggjur af því að efnt yrði til
fjölmennra mótmæla.
Svartfellingar hafna stjórnarskrárbreytingum júgóslavneska þingsins
Sagðar breyta Júgó-
slavíu í Stór-Serbíu
Podgorica. Reuters, AFP.
STJÓRN Svartfjallalands hafnaði í
gær breytingum á júgóslavnesku
stjórnarskránni sem geta aukið
völd Slobodans Milosevic Júgósla-
víuforseta í Svartfjallalandi og gera
honum kleift að gegna embættinu í
átta ár til viðbótar. Filip Vujanovic,
forsætisráðherra Svartfjallalands,
fordæmdi breytingarnar á auka-
fundi á þingi landsins í gærkvöld
og lýsti þeim sem „hrottalegri til-
raun“ til að svipta landið réttindum
sínum sem ríki í Júgóslavíu, ríkja-
sambandi Serbíu og Svartfjalla-
lands.
Vujanovic sagði að markmiðið
með breytingunum væri að „breyta
Júgóslavíu í Stór-Serbíu“. „Þessar
breytingar eyðileggja Júgóslavíu
sem samband tveggja jafnrétt-
hárra ríkja.“
Þing Júgóslavíu samþykkti
stjórnarskrárbreytingarnar í fyrra-
dag en stjórn Svartfjallalands lagði
í gær drög að
ályktun um að
hafna breyting-
unum og búist er
við að þingið
samþykki hana.
I ályktuninni
er her Júgó-
slavíu hvattur til
að láta ekki
stjórnmálamenn
í Belgrad mis-
nota sig. Enn fremur er því lýst yf-
ir að lög Júgóslavíuþings verði ekki
virt í Svartfjallalandi nema þing
landsins fái að tilnefna helming
þingmanna í efri deild júgó-
slavneska þingsins eins og kveðið
var á um í stjórnarskrá Júgóslavíu
frá 1992. Samkvæmt stjórnarskrár-
breytingunum í fyrradag verður
efri deildin þjóðkjörin. í Svart-
fjallalandi eru aðeins 600.000 íbúar
en í Serbíu 10 milljónir, þannig að
Filip
Viijanovic
áhrif Svartfellinga minnka veru-
lega í Júgóslavíu verði allt þingið
kjörið í almennum kosningum.
Samskiptin milli Serbíu og
Svartfjallalands hafa síversnað frá
því að stuðningsmenn Milosevic
biðu ósigur fyrir núverandi vald-
höfum í Svartfjallalandi í kosning-
um á árunum 1997 og 1998. Júgó-
slavneska þingið meinaði nýjum
fulltrúum Svartfjallalands að taka
sæti í efri deildinni fyrir tveimur
árum og síðan hafa Svartfellingar
ekki viðurkennt þingið.
Hvatt til friðsamlegrar
lausnar
Stjórn Svartfjallalands hefur
þegar hótað að efna til þjóðar-
atkvæðagreiðslu um sjálfstæði og
aðskilnað frá Júgóslavíu nema Mi-
losevic fallist á að landið fái meiri
völd í laustengdu ríkjasambandi við
Serbíu.
í ályktuninni er enn fremur
hvatt til þess að stjórnmálaflokkar
Svartfjallalands, lýðræðisöflin í
Serbíu og þjóðir heims taki hönd-
um saman til að stuðla að friðsam-
legri lausn á deilunni.
Mikill spenna hefur verið milli
lögreglu Svartfjallalands og júgó-
slavneska hersins í nokkra mánuði.
Svartfellska stjórnin sakaði Milo-
sevic í vikunni sem leið um að nota
júgóslavneskar hersveitir til að
valda ólgu og undirbúa valdarán í
landinu. Stjórnarandstaðan í Ser-
bíu hefur varað ráðamennina í
Belgrad við því að deilan geti leitt
til átaka.
MORGUNBLAÐH) 8. JÚLÍ 2000