Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Tívolí opnað
við höfnina
Tívolíið við höfnina var opnað
gestum í gærkvöldi, en allan dag-
inn hafði verið unnið baki brotnu
að uppsetningu þess. Ferðast hef-
ur verið með tívolíið um landið
og meðal áfangastaða þess má
nefna Akureyri, Selfoss og Hafn-
arfjörð. Við höfnina er að fmna
fjölda tívolítækja, skotbakka og
annarra leiktækja.
----------------
Landlæknir um
berklatilfelli
Astæða
er til að
veraá
verði
SIGURÐUR Guðmundsson land-
læknir segir fulla ástæðu til að fylgj-
ast með þróun mála varðandi fjölgun
berklatilfella í nágrannalöndunum, en
fréttir hafa að undanfömu borist frá
Norðurlöndunum, nú síðast Noregi,
um mikinn fjölda nýrra berklatilfella.
Segir Sigurður tvær meginástæður
vera fyrir því að áhyggjur manna
vegna berkla fara vaxandi á Vestur-
löndum. Önnur ástæðan tengist al-
næmi en að sögn Sigurðar eru berkl-
ar ein af þekktum fylgisýkingum
alnæmis og hefur þessa t.a.m. orðið
vart í Bandaríkjunum og Frakklandi
sem og í Suðaustur- og Austur-Asíu. í
þessum hópi hefur einnig orðið vart
við það sem menn hafa einna mestar
áhyggjur af en það er lyfjaónæmi
meðal berklasýkilsins. Hin ástæðan,
sem Sigurður nefnir, er sú að með
vaxandi fjölda innflytjenda frá Suð-
austur- og Austur-Asíu og Afríku hafi
berklasýkingum fjölgað þar sem
berklar eru algengari sjúkdómur í
þessum heimshlutum en á Vestur-
löndum.
Ekki markverð
fjölgnn
„Berklatíðni hér á landi og í ná-
grannalöndunum hefur verið mjög
lág,“ segir Sigurður. „Þetta hefur
breyst í löndunum í kringum okkur
og hefur það að miklu leyti verið rakið
til innfluttra berklasýkinga." Segir
Sigurður að vissulega hafi orðið vart
við berklasýldngar í innflytjendum
hér á landi en hvortd sé hægt að kalla
þau tilfelli markverða fjölgun né ógn-
un við heilbrigði íslendinga.
Hins vegar segir Sigurður íslenska
heilbrigðiskerfið vera vel á varðbergi
gagnvart berklum og svo hafi verið
um nokkra hríð. „Við gerum berkla-
próf á fólki sem hingað flytur og með-
höndlum þau tilfelli sem við finnum.
Það er hins vegar alveg ljóst að það
eru sömu líkur á því að tíðni sjúk-
dómsins geti stigið hér á landi eins og
gerst hefur í Noregi. Ennþá höfum
við ekki séð það gerast þannig að
marktækt sé, en við þurfum að gæta
okkar og það gerum við eins og við
getum,“ segir landlæknir.
Byggðastofnun
til Sauðárkróks
VALGERÐUR Sverrisdóttir ákvað í
gær að flytja höfuðstöðvar Byggða-
stofnunar frá Reykjavík til Sauðár-
króks.
I fréttatilkynningu frá ráðuneyt-
inu kemur fram að talið sé að 10 m.kr.
geti sparast í árlegum rekstrarkostn-
aði stofnunarinnar við flutninginn. Þá
myndist 70 m.kr., jákvæður mismun-
ur“ vegna sölu á skrifstofu stofnunar-
innar í Reykjavík og húsnæðiskaupa
á Sauðárkróki. Flutningamir kosti
hins vegar um 10 m.kr. í framkvæmd.
Fyrrgreindar tölur byggjast á hag-
kvæmnikönnun sem PriceWater-
houseCoopers gerði fyrir ráðherra.
Þróunarsvið Byggðastofnunar hef;
ur verið á Sauðárkróki frá 1998. í
fréttatilkynningu ráðuneytisins segir
að ákvörðun um flutninginn sé í sam-
ræmi við tillögu sem stjóm Byggða-
stofnunar lagði fyrir ráðherra í byij-
un júní. Ráðherra leggi áherslu á að
stjóm stofnunarinnar vandi vel und-
irbúning og framkvæmd flutningsins
þannig að sem minnst röskun verði á
starfsemi stofnunarinnar.
Jafnframt verði hagsmunir núver-
andi starfsfólks í Reykjavík tryggðir
eins og hægt er og lög standa til en
ráðherra átti fund með stjórnarfor-
manni, forstjóra og starfsmönnum
stofnunarinnar áður en ákvörðun var
tekin. Ráðherra leggur til að stjórn
Byggðastofnunar beiti sér fyrir því
að öllum starfsmönnum stofnunar-
innar verði boðið að halda áfram
störfum hjá Byggðastofnun eftir
flutninginn og reynt verði eftir
fremsta megni að aðstoða starfsfólk í
leit að húsnæði og atvinnu fyrir
maka.
Jafnframt vinni stofnunin að því í
samvinnu við ráðuneytið að útvega
þeim starfsmönnum atvinnu, sem
ekki geta þegið boð um að vinna
áfram við stofnunina á Sauðárkróki,
og kanna möguleika á þátttöku í
kostnaði við endurmenntun þeirra
sem þess óska.
Hundabúið fær
ekki starfsleyfi
HEILBRIGÐISEFTIRLIT
Reykjavíkur leggst gegn því að
hundabúinu í Dalmynni á Kjalarnesi
verði veitt leyfi til dýrahalds í at-
vinnuskyni. Það er lögreglustjórinn í
Reykjavík sem formlega veitir leyfið
en engar líkur eru á að hann veiti það
að óbreyttum forsendum.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tek-
ur undir afstöðu Heilbrigðiseftirlits-
ins. Hrannar Björn Amarsson, for-
maður nefndarinnar, segir að það sé
mat Heilbrigðiseftirlitsins að gera
þurfi úrbætur í frárennslismálum og
fleiru áður en hægt sé að veita leyfíð.
Hann segir að ekki ætti að vera mikið
mál að gera nauðsynlegar úrbætur,
en þær hafi tafist úr hófi.
Starfsemi er á hundabúinu í Dals-
mynni í dag og segist Hrannar vænta
þess að búið geri ráðstafanir til að
uppfylla kröfur Heilbrigðiseftirlits-
ins þegar í stað ella geti komið til þess
að starfsemi búsins verði stöðvuð.
Áætlun lögð fram um umhverfísmat vegna álvers í Reyðarfírði
Skipulagsstofnun felli
úrskurð í apríl 2001
REYÐARÁL hf. hefur lagt fram til-
lögu að matsáætlun fyrir álver í
Reyðarfirði. Samkvæmt áætluninni
er gert ráð fyrir að endanleg
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum
álversins verði lögð fram og auglýst
í janúar 2001 og að Skipulagsstofn-
un felli úrskurð í apríl sama ár.
Stefnt er að því að framkvæmdir við
álverið hefjist í ársbyrjun 2003.
Rannsóknir verða stundaðar á líf-
ríki í Reyðarfirði í sumar.
Matsáætlunin er unnin í sam-
ræmi við ný lög um mat á umhverf-
isáhrifum, en samkvæmt eldri lög-
um var slík áætlun ekki lögð fram
heldur eingöngu sjálf matsskýrsl-
an. Sem kunnugt er áformaði Reyð-
arál að reisa álver með 120 þúsund
tonna ársframleiðslu í fyrsta
áfanga, sem yrði hugsanlega stækk-
að upp í 480 þúsund tonn. Lögð var
fram ítarleg skýrsla um mat á um-
hverfisáhrifum þessarar fram-
kvæmdar. Eigendur Reyðaráls
ákváðu hins vegar að endurskoða
allt verkefnið og láta kanna hag-
kvæmni þess að byggja stærra ál-
ver í fyrsta áfanga eða 240-280 þús-
und tonn. Þetta þýðir að vinna
verður umhverfismatið upp á nýtt.
Við gerð nýs mats verður byggt á
eldri gögnum, en um algerlega nýja
og sjálfstæða skýrslu verður að
ræða.
Miklar rannsóknir í sumar
Meðal þeirra rannsókna sem
gerðar verða í sumar má nefna að
Veðurstofa Islands mun gera frek-
ari veðurmælingar. M.a. verða sett-
ir upp vindmælar sem skrá vindátt
og vindhraða á 10 mínútna fresti.
Gerðir verða nýir líkindareikningar
á loftdreifingu sem byggjast á nýj-
um veðurgögnum ásamt endurskoð-
uðum útblásturstölum. Ennfremur
verða gerðar frekari rannsóknir á
lífríki sjávar, m.a. verður gerð
rannsókn á plöntusvifi, dýrasvifi og
botndýrum. Þá fara fram í sumar
mælingar á straum- og hitastigi
sjávar í Reyðarfirði. f framhaldi af
þvi verða gerðir ítarlegir útreikn-
ingar á straumum í Reyðarfirði þar
sem tekið verður tillit til hugsan-
legrar lagskiptingar sjávar. Vegna
hugsanlegra áhrifa frá útblæstri frá
fyrirhuguðu álveri og vegna fyrir-
hugaðrar efnistöku verða gerðar
rannsóknir í sumar á lífríki Sléttuár
og Norðurár þar með taldar rann-
sóknir á uppeldisskilyrðum bleikju
og seiðabúskap. Ennfremur verða
gerðar rennslismælingar í sex
vatnsföllum á svæðinu.
í matsskýrslunni verða fjölmarg-
ir aðrir þættir skoðaðir, m.a. áhrif
álversins á byggð og byggðaþróun.
Ennfremur verður reynt að leggja
mat á hvaða áhrif það hefði ef ekk-
ert yrði af byggingu fyrirhugaðs ál-
vers í Reyðarfirði.
Matsáætlun hefur verið send um-
sagnaraðilum sem bæði eru opin-
berir aðilar og frjáls félagasamtök.
Á næstu vikum verður lögð fram
matsáætlun vegna umhverfismats
vegna fyrirhugaðrar Kárahnjúka-
virkjunar.
Sérblöð í dag
20SIÐUR
LLaDun
ÁLAUGARDÖGUM
Valur, KR, Breiðablik og ÍBV
áfram í bikarkeppni kvenna /B2
Hagnaður af HM í íshokkí sem
fram fór á íslandi /B4
4
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is