Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sveitarstjórn Austur-Héraðs eignast Eiðastað Kaupa 100 manna heimavistarskóla og sex jarðir á 27 m.kr. SVEITARSTJÓRN Austur-Héraðs hefur ákveðið að festa kaup á Eiða- stað fyrir 27 milljónir króna og hyggst með því m.a. tryggja Óperu- stúdíói Austurlands varanlega starfsaðstöðu. I kaupunum fylgja byggingar Alþýðuskólans á Eiðum, sem var heimavistarskóli fyrir á ann- að hundrað nemendur, nokkur íbúð- arhús, og sex jarðir, tvær þeirra í ábúð. Bjöm Hafþór Guðmundsson, bæj- arstjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að sveitarstjómin hefði haft eignimar á leigu í tvö ár og hefði ákveðið að nýta sér kaupréttar- ákvæði í leigusamningnum, sem rennur út um næstu áramót. Bæjar- stjórinn sagði að eignir Alþýðuskól- ans fyrrverandi væm í mjög mis- munandi ásigkomulagi. Þar er nú rekið sumarhótel á vegum Flugleiða- hótela, samkvæmt leigusamningi til tveggja ára. Eignirnar sem tilheyra Alþýðu- skólanum era skóla- og heimavistar- byggingamar Útgarður, Miðgarður og Mikligarður, fjögur íbúðarhús og fleira. Auk heimavistar fyrir á annað hundrað nemendur og húsnæðis fyr- ir starfsfólk er þama að finna mötu- neyti, gamla sundlaug, sem ekki er í notkun, gamalt og lítið íþróttahús, kennslustofur og hátíðarsalinn, sem hýst hefur Óperastúdíó Austur- lands. Þá fylgja í kaupunum sex jarð- ir; Eiðajörð, Ormsstaðir, Gröf, Hóll, Hólshjáleiga og Þuríðarstaðir, svo og veiðihlunnindi í Gilsá og Selfljóti. Tvær jarðanna era í ábúð. Aðspurður sagði bæjarstjórinn að grannflötur húseignanna, sem keyptar væra, væri um 3.000 fer- metrar en hluti þeirra er á tveimur eða þremur hæðum. Tryggja mannlíf Bæjarstjórinn sagði að ríkið hefði viljað losa sig við eignimar og kaup- verðið væri talið hagstætt. Sveitarfé- lagið hefði ákveðið að kaupa eignim- ar til að tryggja mannlíf á Eiðum, þar sem Eiðahreppur hafði byggt upp þjónustu, grannskóla, leikskóla, félagslegar íbúðir og fleira, sem grandvelli hefði verið kippt undan þegar Alþýðuskólinn var lagður nið- ur. Eignirnar væra vannýttar, og kyndingarkostnaður hár en Bjöm Haíþór sagði að það kostaði tugi eða hundrað milljóna króna að koma sumum eignunum í gott lag. Spurður um áform um nýtingu eignanna sagði hann ákveðið að bjóða ábúendum jarðanna tveggja þær til kaups. Hluti eignanna væri bundinn af leigusamningum, t.d. við BSRB um sumarbústaði við Eiða- vatn, sem skapi líf á svæðinu á sumr- in. „Fljótlega verður svo farið að leita leiða til að selja hluta af þessum eignum," sagði Björn Hafþór. Aðstaða fyrir Óperustúdíö og leikfélag Hann sagði að skólahúsunum þremur, Útgarði, Miðgarði og Mikla- garði, ásamt Þórarinshúsi, yrði hins vegar haldið aðskildum til að byrja með. Stefnt væri að því að leita leiða til að nýta þær í þágu Óperastúdíós Austurlands og Leikfélags Fljóts- dalshéraðs, auk þess sem stuðlað yrði að því að glæða mannlíf og atvinnulíf á eignunum og stuðla að auknum tekjum sveitarfélagsins með fasteignagjöldum og útsvari af nýrri starfsemi. Flugleiðahótel reka sumarhótel í eignunum í sumar og hafa samning um sams konar rekstur næsta sum- ar. I samtalinu við bæjarstjórann kom fram að menn sæju fyrir sér að eignimar nýttust framvegis til ferðaþjónustu meðan á þeirri vertíð stendur en legðu jafnframt áherslu á að yfir vetrarmánuðina nýttust þær til frambúðar til menningarstarf- semi í héraðinu, enda enginn staður talinn henta betur til slíks. Ópera- stúdíóið hefur nýlega hleypt miklu lífi í menningarlífið eystra. Morgunblaðið/Ómar Hnúfubakur í Faxaflóa HNÚFUBAKAR fara í sumarfrí við Suðurhöfum. Þessi sást lyfta sér í íslandsstrendur en eyða vetrinum í Faxaflóanum fyrir stuttu. Islendingur siglir meðfram austurströnd Grænlands Gunnar Marel Eggertsson, skipstjóri íslendings og Stefán Geir, skip- veiji, eru með um borð tvær útskornar víkingastyttur sem áhöfninni voru gefnar fyrir brottför frá Reykjavík. Einn enn á gjörgæslu EINN þeirra fimm sem slösuðust í hörðum árekstri við Hellu á miðviku- dag er enn á gjörgæsludeild Land- spítala - háskólasjúkrahúss í Foss- vogi. Þrír vðra taldir í lífshættu eftir áreksturinn. Annar var útskrifaður af gjörgæsludeild og sendur á al- menna deild í gær, að sögn læknis á gjörgæsludeild, og sá þriðji liggur á Landspítalanum. Að sögn lögreglu á Hvolsvelli era tildrög slyssins enn ekki ljós en það varð með þeim hætti að tveir bílar sem komu út gagnstæðum áttum skullu saman. I öðram bílnum vora þrír breskir ferðamenn, auk íslensks ökumanns, og slösuðust allir farþegamir alvar- lega. í hinum bflnum var stúlka um tvítugt, sem einnig var flutt á sjúkra- hús. ------HH------- Brenndist illa á fótum VINNUSLYS varð við Brekkuhvarf 17 í Kópavogi um ellefuleytið í gær- morgun þar sem verktakar voru að störfum. Heitavatnsæð hafði farið í sundur og vinnuvélstjóri sem steig út úr vél sinni brenndist illa á fótum. Maðurinn var fluttur á slysadeild. Einnig varð vinnuslys við Smára- lind laust fyrir tvö í gærdag en þar standa nú yfir framkvæmdir. Timburhlaði féll og lenti á fæti manns. Hann var fluttur á slysa- deild þar sem hugað var að meiðsl- um hans. ------M-«------ Ekið á lamb og á EKIÐ var á lamb og á við Bjarnar- dalsá í Bröttubrekku síðdegis í gær. Að sögn lögreglu drápust báðar kindurnar, en ökumann bifreiðarinn- ar sakaði ekki. Bifreiðin, sem er jeppi af Musso-gerð, skemmdist töluvert og er óökufær. s I nálægð við hafís og hvali í GÆRDAG sigldi víkingaskipið fs- lendingur í suðvestur meðfram austurströnd Grænlands á um fimm til sjö hnúta hraða. Skipið var um 75 sjómflur úti fyrir Kap Skjold í suðvestan golu og þoku. Þokan þykir gefa til kynna að ís- lendingur sé ekki langt frá ísrönd- inni sem er að öllum Iikindum í um 30 mflna fjarlægð á stjórnborða, að því er kemur fram í tilkynningu sem blaðinu barst, frá Ellen Ingvars- dóttur, skipverja Islendings. Fjöldi fugla og sjávarspendýra hefur heilsað upp á áhöfnina. Þar má nefna forvitna seli sem hafa synt upp að skipinu í næturkyrrðinni, stórhveli og fugla eins og hettu- skrofu, gráskrofu, máva og lunda. Fuglarnir hringsóla í kringum mastrið og syngja fyrir áhöfnina. Áhöfnin telur þetta skýr merki þess að íslendingur nálgist senn land. Hitinn hefur lækkað og þokan NORSKU konungshjónin, Haraldur og Sonja, munu koma hingað til lands í þriggja daga einkaheimsókn í boði forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, 28. júlí nk. Heimsókn konungshjónanna stendur til 30. júlí og munu þau meðal annars heimsækja Reykholt og verða viðstödd vígslu Snorra- stofu á Reykholtshátíð, en Norð- þést, segir í fréttaskeytinu. „Áhöfn- inni líður vel þótt það verði að viðurkennast að það getur verið erfitt að koma sér upp úr hlýjum menn hafa gefið talsvert fé til upp- byggingar stofunnar. Þá munu þau sækja Vestmanna- eyjar heim og verða þar við form- lega vígslu stafkirkju sem reist hef- ur verið fyrir miðjum syðri hafnargarðinum í Heimaey. Kirkjan er þjóðargjöf Norðmanna til íslend- inga í tengslum við 1000 ára kristni- tökuafmælið hér á landi en íslenska svefnpokanum eftir að kólnaði í veðri. Það eru hins vegar smámunir sem rauðnefjaðir nútfmavíkingar leggja glaðir á sig,“ ríkisstjómin leggur til stofnframlag til að kirkjan fái umgjörð við hæfi á Heimaey. Fyrirtækið Stokk og Stein í Lom í Noregi hefur unnið að smíði kirkjunnar og nánast byggði hana upp innan dyra þar ytra. I aprfl sl. var kirkjan síðan flutt í einingum til íslands og hefur fullnaðarsmíði hennar staðið yfir síðan. Sleipnisdeilan Ekki verið boðað til nýs fundar EKKI hefur verið boðað til nýs fund- ar í kjaradeilu Sleipnis, en Þórir Ein- arsson, rfldssáttasemjari segist munu hafa samband við deiluaðila í upphafi næstu viku og kanna hjá þeim hvort grandvöllur sé fyrir nýjum fundi. í dag er mánuður liðinn frá því að verkfall Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis hófst. Síðastliðinn fimmtu- dag slitnaði upp úr viðræðum deilu- aðila. Á almennum félagsfundi Bifreiða- sljórafélagsins Sleipnis sem haldinn var í gær var samþykkt ályktun svo hljóðandi: „Fundurinn lýsir yfir ein- dregnu trausti og stuðningi við stjórn og samninganefnd félagsins. Jafn- framt hvetur fundurinn samninga- nefnd til að standa fast á kröfum fé- lagsins í samningum við þá aðila sem enn er ósamið við.“ ---------------- Þjóðkirkjan Ursögnum fjölgar 495 LANDSMENN sögðu sig úr þjóðkirkjunni á fyrri hluta þessa árs, eða 0,2% þeirra sem tilheyrðu henni um áramótin. Sambærileg tala árið 1999 var 382 og 431 1998. Af þessum 495 kusu 144 að vera utan trúfélaga, 101 lét skrá sig í Fríkirkjuna í Reykjavík, 67 í Ása- trúarfélagið, 63 í Öháða söfnuðinn og 42 í Fríkirkjuna í Hafnarfirði. 106 vora hins vegar skráðir í þjóðkirkjuna á fyrri hluta ársins, sem þýðir að brottskráðir umfram nýskráða vora 389 talsins, saman- borið við 382 á sama tímabili 1999 og 338 árið 1998. Alls skiptu 858 manns um trúfélag á tímabilinu, sem svarar til 0,3% þjóðarinnar, svipað og tvö síðustu ár. Þriggja daga heimsókn norsku konungshjónanna Verða við vígslu Snorra- stofu og stafkirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.