Morgunblaðið - 08.07.2000, Page 9

Morgunblaðið - 08.07.2000, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 9 FRÉTTIR Borgarstjóri um niðurfellingu 70% þungaskatts Almenningsvagnar aka ekki utan borgarinnar INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir misskilnings gæta hjá Rristni H. Gunnarssyni, varaformanni efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis, en í frétt í Morgunblaðinu sl. miðvikudag benti hann á að ríkið felli niður 70% af þungaskatti til almennings- vagna en skatturinn fer til nýbygg- ingar og viðhalds þjóðvega. Borg- arstjóri segir að niðurfelling þungaskattsins byggist á því að al- menningsvagnar á höfuðborgar- svæðinu fari aldrei út fyrir höfuð- borgina en aki að stórum hluta á götum sem sveitarfélögin leggi og sjá um viðhald á. „Þar fyrir utan fá allir sérleyfís- hafar á landinu endurgreiðslu á þessum þungaskatti en ekki ein- göngu almenningsvagnar á höfuð- borgarsvæðinu," sagði Ingibjörg Sólrún. „Þessa niðurfellingu fá allir sérleyfishafar um allt land jafnvel þótt þeir séu að nýta þjóðvegina. Það er því engin sérstök ívilnun fyrir almenningssamgöngur á höf- uðborgarsvæðinu hjá ríkinu. Þar að auki leggur ríkið þungaskatt á slökkviliðs- og sjúkrabíla en það þekkist hvergi annars staðar mér vitanlega." 31. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði Eingöngu bekkjar- bræður í íslenska liðinu ÍSLENSKA keppnisliðið skipað fimm 19 ára drengjum lagði af stað til Englands í dag, laugardaginn 8. júlí, þar sem 31. Olympíuleikarnir í eðlisfræði fara fram í háskólanum í Leicester. Liðið hefur undanfarnar 5 vikur verið í þjálfun í Háskóla ís- lands þar sem gömul keppnisdæmi hafa verið reiknuð og meðferð til- raunatækja æfð. Forkeppni í eðlisfræði var haldin í febrúar á vegum Eðlisfræðifélags Islands og Félags raungreinakenn- ara fyrir tilstyrk Morgunblaðsins þar sem tæplega 200 framhalds- skólanemendur um allt land tóku þátt. 14 efstu keppendurnir tóku síð- an þátt í úrslitakeppni í Háskóla ís- lands í mars og í kjölfarið var ís- lenska keppnisliðið til 31. Ólympíuleikanna valið. Svo fór að allir 5 fulltrúar Islands komu úr sama bekk og urðu stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík í vor. Þeir eru: Stefán Ingi Valdimarsson, Martin JB Swift, Karl Sigurjónsson, Jón Örn Friðriksson og Haukur Þor- geirsson. Fararstjórar liðsins eru þau Ingibjörg Hai-aldsdóttir, áfangastjóri MK og Kristján Rúnar Hauksson, mastersnemi í eðlisfræði. Framkvæmdastjóri landskeppninn- ar er Viðar Agústsson. 31. Ólympíuleikarnir standa yfir í átta daga og hefjast með vinnu farar- stjóra frá 63 löndum á sunnudaginn við gagnrýni og þýðingar á keppnis- verkefnum sem gestgjafarnir, Eng- lendingar, hafa samið. Keppendur glíma á mánudaginn við þrjú kenni- leg verkefni á móðurmáli sínu og verða að leysa þau á fimm klukku- stundum. Fararstjóramir fá úr- lausnirnar til yfirferðar á mánudags- kvöld og gefa ensku dómnefndinni álit sitt á frammistöðu keppendanna. Verklegi hluti keppninnar verður á miðvikudag. I samantekt um eflingu almenn- ingssamgangna á höfuðborgar- svæðinu, sem kynnt var á fundi forsvarsmanna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu með fjár- mála-, samgöngu- og umhverfis- ráðherra, kemur fram að gert er ráð fyrir að bílaumferð á svæðinu muni aukast um 40-50% fram til ársins 2020. Aætlað er að nauðsyn- legar aðgerðir til að viðhalda óbreyttri þjónustu muni kosta sveitarfélögin og ríkisvaldið um 40 milljarða. Bent er á að helstu verk- efni sem brýnt sé að takast á við til að mæta þessari auknu umferð sé lagning Sundabrautar, endurbygg- ing Vesturlandsvegar, breikkun Sæbrautar, tvöföldun Reykjanes- brautar, vegtenging við nýja mið- bæjarkjarna, ný vegtenging milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbraut- ar, Ofanbyggðavegur og Hlíðarfót- ur. Auk þess væri þörf á umtals- verðum aðgerðum vegna bflastæða og bílahúsa til að mæta þörfinni. Efling almenningssamgangna áhrifaríkust í samantektinni segir að ein áhrifaríkasta leiðin til að sporna við þessari þróun sé efling almenn- ingssamgangna, sem skilað gæti þjóðhagsbúinu beinum og óbeinum ávinningi. Bent er á að í mati Hag- fræðistofnunar Háskólans frá því í september 1992 hafi ábatinn verið metinn á 40-60 milljarða á 12 ára tímabili miðað við verðlag eða sem svarar til 50-74 milljarða á verð- lagi í maí 2000. Jafnframt kemur fram að innri vextir fjárfestingar í rekstri hundrað vagna sé 41-43% og því sé leitun að verkefnum sem sýni aðra eins arðsemi. Forsetinn til Strandasýslu FORSETI Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður í opinberri heim- sókn í Strandasýslu dagana 11. og 12. júh' nk. Heimsókn forsetans hefst á sýslu- mörkum á Holtavörðuheiði þar sem Bjami Stefánsson sýslumaður tekur á móti forseta og fýlgdai-liði. Þaðan liggur leiðin að Brú í Hrútafirði þar sem héraðsnefnd Strandasýslu og hreppsnefnd Bæjarhrepps standa að stuttri móttökuathöfn í símstöðinni. t í's k u v e r s I u n Rauðarárstíg i, sími 5615077 Grillmarkaður gasgrill, áhöld og varahlutir • Merrild kaffi • Pizza frá Sóma • Rex súkkulaöibitar frá Mónu • Heinz grillsósa frá Bergdal • Remy mintukex frá Danól • 12 Sumarsvalar frá Sól-Víking -meöan birgöir endast- ♦ ♦ Opiö alla virka daga * frá kl. 8:00-18:00 og laugardaga frá kl. 10:00-16:00. ELLINGSEN I heimsókn sinni mun forsetinn einnig heimsækja Borðeyri, Prest- bakka, Óspakseyri, Hólmavík og Stað í Staðardal, auk þess sem hann heldur í Drangsnes, Laugarhól og um Kald- baksvík til Djúpavíkur og Gjögurs þar sem hreppsnefnd Ámeshrepps tekur á móti forseta og fylgdarliði. Opinberri heimsókn forsetans til Strandasýslu lýkur með hátíðarsam- komu í Amesi að kvöldi miðvikudags- insl2.júlínk. Grandagarði 2 | Reykjavik | sími 580 8500 I I Útsalan er hafín Tískuverslun ♦ Kringlunni 8-12« Sími 533 3300 UTSALA EXIT Laugavegi 95 - Kringlunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.