Morgunblaðið - 08.07.2000, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 08.07.2000, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 9 FRÉTTIR Borgarstjóri um niðurfellingu 70% þungaskatts Almenningsvagnar aka ekki utan borgarinnar INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir misskilnings gæta hjá Rristni H. Gunnarssyni, varaformanni efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis, en í frétt í Morgunblaðinu sl. miðvikudag benti hann á að ríkið felli niður 70% af þungaskatti til almennings- vagna en skatturinn fer til nýbygg- ingar og viðhalds þjóðvega. Borg- arstjóri segir að niðurfelling þungaskattsins byggist á því að al- menningsvagnar á höfuðborgar- svæðinu fari aldrei út fyrir höfuð- borgina en aki að stórum hluta á götum sem sveitarfélögin leggi og sjá um viðhald á. „Þar fyrir utan fá allir sérleyfís- hafar á landinu endurgreiðslu á þessum þungaskatti en ekki ein- göngu almenningsvagnar á höfuð- borgarsvæðinu," sagði Ingibjörg Sólrún. „Þessa niðurfellingu fá allir sérleyfishafar um allt land jafnvel þótt þeir séu að nýta þjóðvegina. Það er því engin sérstök ívilnun fyrir almenningssamgöngur á höf- uðborgarsvæðinu hjá ríkinu. Þar að auki leggur ríkið þungaskatt á slökkviliðs- og sjúkrabíla en það þekkist hvergi annars staðar mér vitanlega." 31. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði Eingöngu bekkjar- bræður í íslenska liðinu ÍSLENSKA keppnisliðið skipað fimm 19 ára drengjum lagði af stað til Englands í dag, laugardaginn 8. júlí, þar sem 31. Olympíuleikarnir í eðlisfræði fara fram í háskólanum í Leicester. Liðið hefur undanfarnar 5 vikur verið í þjálfun í Háskóla ís- lands þar sem gömul keppnisdæmi hafa verið reiknuð og meðferð til- raunatækja æfð. Forkeppni í eðlisfræði var haldin í febrúar á vegum Eðlisfræðifélags Islands og Félags raungreinakenn- ara fyrir tilstyrk Morgunblaðsins þar sem tæplega 200 framhalds- skólanemendur um allt land tóku þátt. 14 efstu keppendurnir tóku síð- an þátt í úrslitakeppni í Háskóla ís- lands í mars og í kjölfarið var ís- lenska keppnisliðið til 31. Ólympíuleikanna valið. Svo fór að allir 5 fulltrúar Islands komu úr sama bekk og urðu stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík í vor. Þeir eru: Stefán Ingi Valdimarsson, Martin JB Swift, Karl Sigurjónsson, Jón Örn Friðriksson og Haukur Þor- geirsson. Fararstjórar liðsins eru þau Ingibjörg Hai-aldsdóttir, áfangastjóri MK og Kristján Rúnar Hauksson, mastersnemi í eðlisfræði. Framkvæmdastjóri landskeppninn- ar er Viðar Agústsson. 31. Ólympíuleikarnir standa yfir í átta daga og hefjast með vinnu farar- stjóra frá 63 löndum á sunnudaginn við gagnrýni og þýðingar á keppnis- verkefnum sem gestgjafarnir, Eng- lendingar, hafa samið. Keppendur glíma á mánudaginn við þrjú kenni- leg verkefni á móðurmáli sínu og verða að leysa þau á fimm klukku- stundum. Fararstjóramir fá úr- lausnirnar til yfirferðar á mánudags- kvöld og gefa ensku dómnefndinni álit sitt á frammistöðu keppendanna. Verklegi hluti keppninnar verður á miðvikudag. I samantekt um eflingu almenn- ingssamgangna á höfuðborgar- svæðinu, sem kynnt var á fundi forsvarsmanna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu með fjár- mála-, samgöngu- og umhverfis- ráðherra, kemur fram að gert er ráð fyrir að bílaumferð á svæðinu muni aukast um 40-50% fram til ársins 2020. Aætlað er að nauðsyn- legar aðgerðir til að viðhalda óbreyttri þjónustu muni kosta sveitarfélögin og ríkisvaldið um 40 milljarða. Bent er á að helstu verk- efni sem brýnt sé að takast á við til að mæta þessari auknu umferð sé lagning Sundabrautar, endurbygg- ing Vesturlandsvegar, breikkun Sæbrautar, tvöföldun Reykjanes- brautar, vegtenging við nýja mið- bæjarkjarna, ný vegtenging milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbraut- ar, Ofanbyggðavegur og Hlíðarfót- ur. Auk þess væri þörf á umtals- verðum aðgerðum vegna bflastæða og bílahúsa til að mæta þörfinni. Efling almenningssamgangna áhrifaríkust í samantektinni segir að ein áhrifaríkasta leiðin til að sporna við þessari þróun sé efling almenn- ingssamgangna, sem skilað gæti þjóðhagsbúinu beinum og óbeinum ávinningi. Bent er á að í mati Hag- fræðistofnunar Háskólans frá því í september 1992 hafi ábatinn verið metinn á 40-60 milljarða á 12 ára tímabili miðað við verðlag eða sem svarar til 50-74 milljarða á verð- lagi í maí 2000. Jafnframt kemur fram að innri vextir fjárfestingar í rekstri hundrað vagna sé 41-43% og því sé leitun að verkefnum sem sýni aðra eins arðsemi. Forsetinn til Strandasýslu FORSETI Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður í opinberri heim- sókn í Strandasýslu dagana 11. og 12. júh' nk. Heimsókn forsetans hefst á sýslu- mörkum á Holtavörðuheiði þar sem Bjami Stefánsson sýslumaður tekur á móti forseta og fýlgdai-liði. Þaðan liggur leiðin að Brú í Hrútafirði þar sem héraðsnefnd Strandasýslu og hreppsnefnd Bæjarhrepps standa að stuttri móttökuathöfn í símstöðinni. t í's k u v e r s I u n Rauðarárstíg i, sími 5615077 Grillmarkaður gasgrill, áhöld og varahlutir • Merrild kaffi • Pizza frá Sóma • Rex súkkulaöibitar frá Mónu • Heinz grillsósa frá Bergdal • Remy mintukex frá Danól • 12 Sumarsvalar frá Sól-Víking -meöan birgöir endast- ♦ ♦ Opiö alla virka daga * frá kl. 8:00-18:00 og laugardaga frá kl. 10:00-16:00. ELLINGSEN I heimsókn sinni mun forsetinn einnig heimsækja Borðeyri, Prest- bakka, Óspakseyri, Hólmavík og Stað í Staðardal, auk þess sem hann heldur í Drangsnes, Laugarhól og um Kald- baksvík til Djúpavíkur og Gjögurs þar sem hreppsnefnd Ámeshrepps tekur á móti forseta og fylgdarliði. Opinberri heimsókn forsetans til Strandasýslu lýkur með hátíðarsam- komu í Amesi að kvöldi miðvikudags- insl2.júlínk. Grandagarði 2 | Reykjavik | sími 580 8500 I I Útsalan er hafín Tískuverslun ♦ Kringlunni 8-12« Sími 533 3300 UTSALA EXIT Laugavegi 95 - Kringlunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.