Morgunblaðið - 08.07.2000, Síða 11

Morgunblaðið - 08.07.2000, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 11 FRÉTTIR Samvist samkyn- hneigðra blessuð í Fríkirkjunni SAMVIST tveggja samkyn- hneigðra karlmanna var blessuð í Fríkirkjunni í Reykjavík um síð- ustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem slík athöfn fer fram í safnaðar- kirkju á íslandi. Hjörtur Magni Jó- hannsson fríkirkjuprestur segist hafa fengið samþykki safnaðar- stjórnar, en einkum þó ráðfært sig við eigin samvisku þegar hann tók ákvörðun um að taka að sér athöfn- ina. „Eg tel mig ekki geta takmarkað blessun og náð guðs við ákveðna hópa fólks,“ segir Hjörtur. Hjörtur segir aðspurður að ekki hafi farið milli mála að mennirnir séu báðir trúaðir menn, og að at- höfnin hafi haft mikla þýðingu fyrir þá. Annar þeirra er af erlendum uppruna, og komu ættingjar hans hingað til lands til að vera við- staddir. Ekki þjónavígsla heldur blessun Undirbúningur athafnarinnar fór fram í samráði milli mannanna tveggja og Hjartar. „Þetta var einföld athöfn, en mjög kirkjuleg. Hún hafði vissa þætti guðsþjónustu, en þama fór ekki fram hjónavígsla, því þau orð sem ég hafði yfir voru ekki hefð- bundin vígsluorð. Það var talað um það frá upphafi að þetta yrði kirkjublessun á kærleikssambandi tveggja einstaklinga. Slík blessun hefur ekki mikið lagalegt gildi, en mikið gildi fyrir þá sem einstak- linga,“ segir Hjörtur. I athöfninni fór fram tónlistar- ílutningur, sungnir voru sálmar, beðnar voru bænir og lesið var úr heilagri ritningu, bæði úr bréfum Nýja testamentsins og guðspjöllun- um. Hjörtur segir að þær spurn- ingar sem hann hafi spurt mennina tvo hafi snúist um vilja þeirra til að gefa hvor öðrum kærleika, trúnað og rými í framtíðinni. Ekkert helgisiðaform er til fyrir athöfn af þessu tagi, og segist Hjörtur vonast til þess að slíkt form verði fundið. „Hjónavígsla hefur ákveðið lagalegt og guðfræði- legt gildi, og það þyrfti að athuga báða þessa þætti. Athöfn fyrir sam- kynhneigða einstaklinga þyrfti ekki endilega að hafa sama form og stöðu og brúðkaup karls og konu.“ Stefna Fríkirkjunnar að vera víðsýn Nokkrir íslenskir prestar hafa áður blessað samvist samkyn- hneigðra einstaklinga, meðal ann- ars forveri Hjartar í embætti frí- kirkjuprests, en hann segist ekki vita til þess að athöfnin hafi áður farið fram í safnaðarkirkju. „Það hefur verið hluti af stefnu Fríkirkjunnar frá upphafi að leitast við að vera víðsýn og umburðar- lynd í trúmálum. Á fyrri hluta ald- arinnar fundu til dæmis áhuga- menn um spíritisma sér vettvang innan hennar. Meðal annars flutti sjálfs til stöðu sam- kynhneigðra innan kirkjunnar hafi mót- ast á undanförnum árum. „Þeir sem einna helst eru á móti þessu byggja af- stöðu sína á bókstaf- legri túlkun á ákveðnum ritningar- stöðum. í því sam- bandi má benda á að misrétti kynjanna var lengi réttlætt með tilvísun í ein- angraða texta í biblí- unni. Sama er að segja úm þrælahald í Evrópu og Amer- íku, og fleiri mál- efni.“ Neikvæð og já- kvæð viðbrögð Morgunblaðið/Arm Sæberg Hjörtur Magni Jóhansson fríkirkjuprestur seg- ist einkum hafa ráðfært sig við eigin samvisku þegar hann tók ákvörðun um að blessa samvist tveggja samkynhneigðra karlmanna. Haraldur Níelsson landsfrægar prédíkanir um þessi efni í fjölda ára. Þó svo við leyfum ýmsar stefn- ur og skoðanir innan kirkjunnar er ekki víst að við skrifum undir þær allar, en við viljum vera vettvangur fyrir þær. Við lítum ekki á okkur sem stofnun sem hefur svörin á reiðum höndum." Hjörtur segir að afstaða hans Hjörtur segist hafa fengið töluverð viðbrögð við athöfn- inni frá öðrum prest- um, bæði neikvæð og jákvæð, einkum frá þeim sem starfa í kristnum söfnuðum utan Þjóðkirkjunn- ar. Hann segist ekki geta spáð fyrir um það hvort þessi at- höfn muni hafa áhrif á þróun mála hjá Þjóðkirkjunni. „Vonandi flýtir þetta fyrir því að form verði fundið fyrir athafnir sem þessar,“ segir Hjörtur. í Fríkirkjunni er á sjötta þúsund manns, og segir Hjörtur að þeim hafi fjölgað töluvert undanfarin tvö ár. Hann segir að miðað við fyrstu viðbrögð muni athöfnin fremur verða til þess að fjölga safnaðar- meðlimum en fækka þeim. Embættistaka forseta Islands 1. ágústnk. Heldur í opinbera heimsókn tii Kanada FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fer í opin- bera heimsókn til Kanada í ágúst nk. í boði landsstjórans Adrianne Clarkson. Þetta verður fyrsta opinbera heimsókn Ólafs Ragnars eftir að nýtt kjörtímabil hans hefst en embættistaka hans sem for- seta til næstu fjögurra ára verður 1. ágúst nk. Heimsókn forseta og fylgd- arliðs stendur dagana 3. til 9. ágúst og hefst með móttökuat- höfn í Winnipeg í Manitoba 4. ágúst en þetta mun vera í fyrsta sinn sem kanadísk stjómvöld taka á móti erlend- um þjóðhöfðingja utan höfuð- borgarinnar Ottawa við upphaf opinberrar heimsóknar. Auk þess að sækja Islend- ingaslóðir í Winnipeg heim og taka þar þátt í hátíðarhöldum á Islendingadegi 7. ágúst mun forsetinn fara til Vancouver í Bresku Kólumbíu og til Halifax í Nova Scotia. Með forseta í fór til Kanada verður Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra auk starfsfólks forsetaskrifstofú og utanríkis- ráðuneytis. Mazíífl 323 S Skulagötu 59, slmi 540 5400 www.raesir.is Isafjbrður: Bilatangi ehf. Akureyri: BSA hf. EgilsstaSIr: Bilasalan Fell Selfoss: Betrl bdasalan Vestmannaeyjar: Bifreieaverkstaði Muggs Akranes: Bilis Keflavik: Bilasala Keflavikur Hornafjbrður: Vflsmiðja Hornafjarðar ‘Mazda 323 S. VerÖ 1.530.000 kr. Meöalgreiðsla á mánuði m.v. 09.06.2000, 500.000 útborgun/uppitaka, bílalán í 84 mánuði, 8% vexti og 4% verðbólgu. ** manuði* verðnr Mazdu 323 S binn bíll • ABS hemlalæsivörn TCS spólvörn • Útvarp, geislaspilari og fjórir hátalarar • Framsætisbak sem breyta má í hentugt borb • Upphitabir og rafstýrbir hlibarspeglar • Þriggja ára eba 100.000 km ábyrgb

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.