Morgunblaðið - 08.07.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.07.2000, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Akureyrarbær auglýsir svæði fyrir orlofshús á Akureyri Akureyrarbær auglýsir laust til umsóknar svæði fyrir or- lofshúsabyggð í Búðargili á Akureyri. Aðeins hluti svæð- isins verður byggingarhæfur í fyrsta áfanga. Væntanlegur lóðarhafi skal vinna tillögu að deiliskipulagi svæðisins í samráði við umhverfisráð Akureyrarbæjar, sem sér um auglýsingu tillögunnar skv. byggingar- og skipulagslög- um. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 föstudaginn 21. júlí nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í upplýs- ingaanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, sími 460 1000, og þangað skal umsóknum skilað. Byggingarfulltrúinn á Akureyri. AKUREYRI Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar um uppsögn sína Starfíð í núverandi mynd lagt niður ÁRNI Ólafsson, skipulagsstjóri Akureyrabæjar, sem sagt hefur upp störfum, sagði ástæður upp- sagnar sinnar vera sáraeinfaldar. „Starfið í núverandi mynd hefur í raun verið lagt niður. í tillögum sem bæjarstjórn hefur samþykkt er lagt til að búið verði til eitt embætti úr byggingafulltrúa og skipulagsstjóra. Við það get ég ekki sætt mig og tel það dæmi um slæma stjórnsýsluhætti,“ sagði Árni. Árni segir það óviðeigandi að setja þessi tvö embætti í sama poka, þar sem þessir málaflokkar sé í eðli sínu ólíkir. „Þessir mála- flokkar fara illa saman í einu emb- ætti. Það er heimild fyrir þessari breytingu í lögum en þar er fyrst og fremst verið að hugsa um hin örsmáu sveitarfélög sem hafa ekki efni á að hafa nema einn starfs- mann í þessum embættum,“ sagði Árni. Þar fyrir utan segist Árni ekki vita af því að honum standi hið nýja starf til boða. „Annar mögu- leiki í stöðunni er að ég lendi í e.k. verkefnisstjórastarfí, sem er þrepi neðar í stjórnkerfínu og hefur allt annað vægi og umhverfi. Þannig að þeir valkostir sem ég hef í stöðunni eru ekki ásættanlegir,“ sagði Árni. Árni sagði að það væri sjálfsagt mjög gott fyrir bæjarfélagið að fá nýtt blóð en uppsögn hans byggði alfarið á þeim forsendum að starfið hefði verið lagt niður í núverandi mynd. Sumartónleikar í Akureyrarkirkju FJÓRTÁNDA ár Sumartónleika Akureyrarkirkju verður með svip- uðu sniði og undanfarin ár, með org- el Akureyrarkirkju í aðalhlutverki. Fyrstu tónleikarnir verða næstkom- andi sunnudag kl. 17 en þeir síðustu verða 6. ágúst. íslenskir og danskir tónlistar- menn munu á fimm tónleikum í sum- ar leika og syngja tónlist frá ýmsum tímum tónlistarsögunnar og er að- gangur ókeypis. Tónleikarnir hefj- ast allir kl. 17 á sunnudögum og taka um klukkustund. Yfirskrift þeirra er Þúsund ára kristni á íslandi. Á fyrstu tónleikunum næstkom- andi sunnudag mun Graduelakór Langholtskirkju syngja undir stjórn Jóns Stefánssonar. Kórinn tók til starfa árið 1991 og eru miklar kröf- Ljóðatónleik- • • ar á Onguls- stöðum ÞÓRHALLUR Hróðmarsson flytur eigin ljóð og lög í ferðaþjónustunni á Öngulsstöðum í kvöld, laugardaginn 8. júlí, kl 21. Hann syngur og leikur á hjómborð frumsamin lög við sínar eigin útsetningar. Þóhallur hefur haldið tónleika víða á Suðurlandi, m.a. á Höfn í Horna- firði og í Hveragerði. Hann er bú- settur í Hveragerði og er kennslu- stjóri við Garðyrkjuskóla ríkisins. Hann hefur á síðustu árum ort mörg ljóð og samið við þau lög. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. ur gerðar til þeirra sem fá inngöngu í kórinn. Hann hefur meðal annars sungið með Sinfóníuhljómsveit Is-. lands verk eftir Jón Leifs inn á geislaplötu. Einnig hefur komið út jólaplata með söng kórsins. Jón Stefánsson hefur frá upphafi verið stjórnandi kórsins. Hann hef- ur verið organisti og kórstjóri í Langholtskirkju nær óslitið síðan 1964. Lára Bryndís Eggertsdóttir er meðleikari á tónleikunum. Hún hef- ur verið aðalundirleikari Graduale- kórsins frá fimmtán ára aldri. Á efnisskrá tónleikanna verða m.a. íslensk verk og þjóðlagaútsetn- ingar en einnig mun kórinn flytja verk sem hann hafði með í fartesk- inu frá Kanada s.l. sumar. Safnadagur í Minjasafninu ÍSLENSKI safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Minjasafninu á Akureyri sunnudaginn 9. júlí. í tilefni dagsins verða sýndir nokkrir kvenbúningar úr eigu safns- ins. Þá má einnig minna á nýjar og glæsilegar sýningar safns- ins um sögu Eyjafjarðar og Akureyrar. í safninu stendur einnig sýning á ljósmyndum Sigríðar Zoéga frá Þjóð- minjasafni íslands. Minjasafnið er opið alla daga frá kl. 11-17 og auk þess á miðvikudögum til kl. 21. UTBOÐ Lóðarframkvæmdir við Verkmenntaskólann á Akureyri Tæknideild Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í lóðarfrágang á austurlóð VMA. Helstu framkvæmdir eru: Jarðvegsfiutningar, ca 1800 m3. Regnvatnslagnir og snjóbræðslulagnir. Malbikun bílastæða, ca 3250 m2. Steypa kantsteina, stoðveggi, undirstöður o.fl. Hellulögn, ca 1000 m2. Þökur, sáning og gróðurbeð, ca 150 m2, 1000 m2, 335 m2. Runnar og tré. Raflýsing og raflagnir. Gögn verða seld hjá Verkfræðistofu Norðurlands ehf., Hofsbót 4, 600 Akureyri, 11.-14. júlí nk. Verð á útboðsgögnum er kr. 10.000. Tilboð verða opnuð hjá Tæknideild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 600 Akureyri, 20. júlí 2000, kl. 10.00. TÆKNIDEILD AKUREYRARBÆJAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.