Morgunblaðið - 08.07.2000, Síða 17

Morgunblaðið - 08.07.2000, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 17 AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Áhorfendur og þátttakendur á Pollamóti Þórs létu fara vel um sig á sólpallinum við Hamar á milli leikja. Fótbolta- •• s íjora Akureyri KNATTSPYRNUMENN af öllum stærðum og gerðum sparka nú sem mest þeir mega á grænum völlum Akureyringa. Á svæði þeirra KA- manna ræður unga kynslóðin ríkj- um og þar er leikinn fótbolti frá morgni fram á kvöld. Á Þórssvæð- inu eru það hins vegar gamlar stjörnur, komnar af léttasta skeið- inu, sem eiga sviðið. Eitt er víst að mikið líf og Qör er á báðum svæð- um og leikgleðin óspillt. -------------- Kirkjustarf AKURE YR ARKIRK J A: Messa verður súnnudaginn 9. júlí kl. 11, Graduelakór Langholtskirkju syng- ur. Prestur er Jóna Lísa Þorsteins- dóttir. Sama dag kl. 17 eru sumar- tónleikar í kirkjunni. Graduelakór Langholtskirkju syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar og er aðgangur ókeypis. Þriðjudaginn 11. júlí kl. 9 verður morgunsöngur í kirkjunni. Kyrrðar- stund verður fimmtudaginn 13. júlí kl. 12. GLERÁRKIRKJA: Sunnudaginn 9. júlí verður messufall vegna kirkju- heimsóknar að Hólum í Hjaltadal í tilefni kristnitökuhátíðar. Þar verð- ur messa kl. 14. Hana leiða sóknar- prestur, kór og organisti Glerár- kirkju. Allir sem tök hafa á eru velkomnir og hvattir til að mæta. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bæna- stund laugardaginn 8. júlí kl. 20. Sunnudagaskóli 9. júlí kl. 11:30. Kennsla úr orði Guðs fyrir alla aldurshópa. Anna Höskuldsdóttir hjúkrunarfræðingur kennir. Léttur málsverður að samkomu lokinni. Kl. 20 verður vakningarsamkoma þar sem G. Theodór Birgisson predikar. Fyrirbænaþj ónusta. PÉTURSKIRKJA: Messa laugar- dag kl. 18 og sunnudag kl. 11 í kaþólsku kirkjunni á Akureyri í Hrafnagilsstræti 2. STÆRRI-ÁRSKÓGSSÓKN: Helgistund verður í skógarreitnum Brúarhvammi á Árskógsströnd sunnudaginn kl. 14. Að henni lokinni verður farið í leiki með börnunum og kaffiveitinga notið í fallegu um- hverfi. Brúarhvammur er norðan við Þorvaldsdalsá neðan við þjóðveginn. Það er oft hart barist á Esso-móti KA en hér eru það upprennandi sljörnur ÍA og Fjölnis sem kljást í leik liðanna. Morgunblaðið/Kristján Ef I i ng-stéttarf é lag flytur í nýtt húsnæði Skrifstofa Eflingar- stéttarfélags verður lokuð 10. -12. júlí vegna flutninga félagsins í nýtt húsnæði að Sætúni 1. Skrifstofa félagsins verður á 3. hæð. Við opnum að nýju fimmtudaginn 13. júlí. Afgreiðslutími í sumar er frá kl. 08.30-16.00 alla virka daga. Síminn verður áfram 510 7500, faxið 510 7501 og netfangið: efling@efling.is Skrifstofa Úthlutunarnefndar atvinnuleysisbóta nr. 1 í Reykjavík sem starfar í tengslum við félagið flytur einnig starfsemi sína á sömu hæð að Sætúni 1. Sími Úthlutunarnefndar verður 510 7510, faxið 510 7511. Verið velkomin í nýja húsið EFUNG STÉTTARFÉLAG Fasteignir á Netinu ® mbl.is _AU-TA/= e/TTHV'AO NÝTl- FLASA, HÁRLOS... Weleda hárvörurnar frábærar b.tsi i buauilinu, hciUtibnðum, apÓKkum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.