Morgunblaðið - 08.07.2000, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum sameinast
Verður eitt
stærsta sjávar-
útvegsfyrir-
tæki landsins
Sameining sjávarútvegsfyrirtækjanna í Vestmannaeyjum
ÁlJreyri
) Vestmannaeyjar
Isfélag Vestmannaeyja hf.
Vinnslustöðin hf
Fiskimjölsverksmiðja og meiraihlutaeign í Krossanesi hf.
á Akureyri. Frystihús. Saitfiskverkun. Humar-, síldar-
og loðnuvinnsla. Netagerðin Ingólfur hf.
SigurðurVE, AntaresVE,
Gígja VE og Guðmundur VE, loðnuskip. Heimaey VE,
Álsey VE, Harpa VE og Bergey VE, bolfiskskip
KVÓTI: u.þ.b. 9.000 þorskígildistonn
Fiskimjölsverksmiðja. Frystihús. Saltfiskverkun.
Humar-, síldar- og loðnuvinnsla. 1/3 í útg.fél.
Guldrangi í Fær. !
Sighvatur Bjarnason VE og Kap VE, loðnuskip
Jón Vídalín ÁR og Brynjólfur ÁR, bolfiskskip
Drangavík VE, Gandí VE og Guðjón VE, bolfiskskip
KVÓTI: Um 13.000 þorskígildirtonn,
STÆRSTU hluthafamir í ísfélagi
Vestmannaeyja og Vinnslustöðinni
hf. í Vestmannaeyjum hafa náð sam-
komulagi um samruna félaganna.
Hið nýja félag mun bera nafnið Isfé-
lag Vestmannaeyja en stjómir félag-
anna munu fjalla um málið á næstu
dögum og er stefnt að því að form-
legri vinnu við samrunann Ijúki fyrir
ágústlok en samraninn sjálfur miðast
við 30. apríl síðastliðinn.
Með sameiningunni verður til eitt
stærsta útgerðar- og fiskvinnslufyr-
irtæki landsins en aflaheimildir hins
sameinaða félags era um 22 þúsund
tonn í þorskígildum. Kvóti Isfélags-
ins er um 9.000 tonn og kvóti Vinnslu-
stöðvarinnar er nokkru meiri, eða
13.000 tonn. Pað ræður yfir um 15%
af heildarloðnukvótanum á íslandi en
ætla má að veiðiheimildir félagsins
skiptist nokkuð jafnt milli bolfisks og
uppsjávarfisks. Velta félagsins mun
væntanlega verða nálægt fjóram mil-
ljörðum á ári. Það mun gera út fimm-
tán fiskiskip, reka þijár fiskmjöls-
verksmiðjur, öfluga saltfískvinnslu
og bolfiskfrystingu auk þess sem það
hefur yfir að ráða góðri aðstöðu til að
verka bæði síld og humar.
Vinnslustöðin
eignast meirihluta
Sem kunnugt er stefndu Vinnslu-
stöðin, ísfélagið, Krossanes og Os-
land að sameiningu allra félaganna
síðastliðið haust en þá slitu stjóm-
endur Vinnslustöðvarinnar viðræð-
unum enda töldu þeir þá að hags-
munum sínum væri best borgið með
áframhaldandi rekstri Vinnslu-
stöðvarinnar. I desember síðastliðn-
um samþykktu stjómir Krossaness
og Isfélagsins sameiningu félaganna
undir nafni Isfélagsins og fengu hlut-
hafar í Krossanesi 15,5% hlut í hinu
sameinaða félagi.
í samningaviðræðunum síðastliðið
haust var gengið út frá því að
Vinnslustöðin myndi eignast 46%
hlut í hinu sameinaða félagi, ísfélagið
um 40%, Krossanes um 8% og Ósland
5%. Við samranann nú mun Vinnslu-
stöðin hins vegar eignast 56,5% en
ísfélagið 43,5%. Helsta skýringin á
breyttum eignarhlutföllum er sú að
Isfélagið stofnaði sérstakt eignar-
haldsfélag um eignir sínar í öðram fé-
lögum og þar vegur eign Isfélagsins í
Tryggingamiðstöðinni þungt. Þessar
eignir ísfélagsins ganga ekki inn í hið
sameinaða félag. Þá var útgerðarfé-
lagið Gandí sameinað Vinnslustöð-
inni en það réð yfir 1.000 tonna
þorskígildiskvóta og jók þannig verð-
mæti Vinnslustöðvarinnar. Loks má
svo nefna að verð á loðnukvóta hefur
verið metið niður frá því sem áður
var vegna lágs verðs á lýsi og mjöli.
ísfélagið ræður yfir um 10% loðnu-
kvótans en Vinnslustöðin 5% og því
reiknast niðurfærslan til meiri lækk-
unar á ísfélaginu en á Vinnslustöð-
inni.
Mun betur undir
sameiningu búnir
Geir Magnússon, stjómarformað-
ur Vinnslustöðvarinnar, segir að
Vinnslustöðin sé búin að vinna sín
mál mun meira frá því að samninga-
viðræðurnar fóra út um þúfur, búið
sé að gera miklar breytingar á
rekstrinum, meðal annars hafi nærri
alllri frystingu í landi verið hætt og
fyrirtækið hafi markað sér ákveðna
og skýra stefnu og sé mun betur und-
ir samrana búið nú en síðastliðið
haust. Aðspurður segir Geir að ekki
standi til að hefja frystingu í landi
aftur að svo stöddu. Mestu máli skipti
þó að þessi samrani nú komi öllum
Vestmannaeyingum til góða, til verði
mjög öflugt og stórt fyrirtæki með
góða kvótastöðu og ljóst að sá kvóti
verði kyrr; hið nýja fyrirtæki muni
ekki sameinast öðram fyrirtækjum
nema á eigin forsendum. Það hafi
verið mikið metnaðarmál allra sem
að viðræðunum komu að tryggja
stöðu Vestmannaeyja og fiskútgerð
þar. Geir segir Ijóst að samlegðar-
áhrif af samrananum verði veraleg
en það muni hins vegar taka nokkum
tíma að ná þeim að fullu fram. Ljóst
sé að við sameininguna skapist miklir
möguleikar varðandi hagræðingu í
útgerð og vinnslu en það eigi alger-
lega eftir að setjast yfir þá vinnu.
Hluthafafundur Vinnslustöðvarinnar
á eftir að leggja blessun sína yfir
sameininguna og þarf aukinn meiri-
hluta til en Geir segist ekki gera ráð
fyrir öðra en að samraninn verði
samþykktur.
Ekki fjöldauppsagnír
Sigurður Einarsson, fram-
kvæmdastjóri ísfélagsins, segir að
ísfélagið hafi lengi verið tilbúið til
sameiningar og þar á bæ séu menn
mjög ánægðir með að þetta hafi nú
loksins tekist. Mörg sóknarfæri og
tækifæri opnist við sameininguna og
það komi bæjarfélaginu til góða að
hafa eitt öflugt sjávarútvegsfyrir-
tæki.
Aðspurður segir Sigurður að ekki
standi til að segja upp starfsfólki í
stóram stíl vegna sameiningarinnar
en gera megi ráð fyrir mjög minni-
háttar fækkun starfsmanna. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
verður Sigurður Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Isfélagsins, stjómar-
formaður hins nýja félags, Sigurgeir
Brynjar Kristgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar,
mun stýra fyrirtækinu. Stefán Frið-
riksson hjá Vinnslustöðinni verður
útgerðarstjóri, Hörður Óskarsson
hjá Isfélaginu verður fjármálastjóri
og framkvæmdastjóri fiskimjöls-
verksmiðjanna verður Pétur Ander-
sen frá ísfélaginu.
Olíuviðskipti félagsins munu skipt-
ast nokkuð jafnt á milli Olíufélagsins,
sem á stærstan hlut í Vinnslustöðinni,
og Skeljungs og félagið mun tryggja
bæði hjá Tryggingamiðstöðinni og
VTS en VÍS er einn stærsti hluthafinn
í Vinnslustöðinni með 12-14% hlut.
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, segist vera mjög
sáttur með sameiningu Vinnslu-
stöðvarinnar og ísfélagsins og segir
að með henni sé ákveðinni óvissu
eytt. „Það hafa áður verið umræður í
gangi um sameiningu Vinnslu-
stöðvarinnar við önnur fyrirtæki og
að okkar mati gat það þýtt að við
værum að missa aflaheimildir úr
bænum og þar af leiðandi fækkun
starfa. Það er hins vegar ekki svo í
þessu tilfelli þó auðvitað fylgi sam-
einingu af þessari stærðargráðu allt-
af einhverjar breytingar á störfum,“
segir Guðjón.
Guðjón segir að til lengri tíma litið
sé þessi sameining að sínu mati mjög
mikill styrkur fyrir bæjarfélagið og
það sé ánægjulegt að fyrirtækin í
bænum séu tilbúin að taka höndum
saman.
Fólk uggandi um störf sín
Amar Hjaltalín, formaður Verka-
lýðsfélags Vestmannaeyja, segir að
mikil óvissa ríki meðal sinna félags-
manna um framtíðina vegna samein-
ingarinnar. „Við höfum engar upp-
lýsingar fengið um hvað þessi
sameining kemur til með að hafa í för
með sér. Síðast þegar sameining hjá
þessum fyrirtækjum var uppi á borð-
inu var talað um mikinn samdrátt í
starfsemi með tilheyrandi uppsögn-
um og við sjáum ekki í hendi okkar að
það verði annað uppi á teningnum
núna. Það er því óhætt að segja að
fólk sé uggandi um störf sín.
Það sem vakir fyrir stjórnendum
fyrirtækjanna er hagræðing og ég
held að við sameininguna verði ekki
minni peningar sem streyma út úr fé-
laginu. Eina breytingin verður sú að
þeir streyma í vasa hluthafa en ekki
inn í bæjarfélagið."
Arnar segir að forsvarsmenn fyr-
irtækjanna hafi ekki haft samband
við verkalýðsfélögin og því sé tals-
verð óvissa ríkjandi með framhaldið.
Kynnti fjárfest-
um Netverk
HOLBERG Másson, forstjóri Net-
verks, hélt kynningu á fyrirtækinu
fyrir fjárfestingarbanka og blaða-
menn á ráðstefnunni Intemet IPO
Foram, sem haldin var í London í
síðustu viku. Var Holberg einn af
fimmtíu forstjóram fyrirtækja sem
boðið var til þessarar kynningar, en
eingöngu var boðið fyrirtækjum
sem búist er við að fari á markað
innan skamms.
Ráðstefnan var haldin á vegum
stórfyrirtækja á borð við EASDAQ
og IBM og fjallaði einkum um net-
fyrirtæki sem einbeita sér að þráð-
lausum samskipum og verslun á
Netinu.
Að sögn Holbergs var það
áhugavert að vera boðið að halda
kynningu á ráðstefnunni og þar
sem hjá Netverki yrði væntanlega
innan skamms haftnn undirbúning-
ur að skráningu fyrirtækisins á
fyrri hluta næsta árs hafi einnig
verið gagnlegt að hitta íúlltrúa fjár-
festingabanka og annaira fyrir-
tækja sem sérhæfa sig í að aðstoða
fyrirtæki sem ætla sér á markað.
Alvöru flotefni
Efnifrá:
OPTIROC
ABS147
ABS154
ABS316
SmlSjuvsgur 72,200 Kópavogur
Slml: 564 1740, Fax: 554 1769
ai
=S
5
Eigið fé Gilding-
ar 7 milljarðar
SOFNUN stofnhlutafjár Gildingar -
fjárfestingarfélags ehf. er lokið, en
upphaflega var gert ráð fyrir að eigið
fé fyrirtækisins næmi um fimm millj-
örðum króna. Áhugi fjárfesta á hinu
nýja fyrirtæki reyndist hins vegar
það mikill að ákveðið var að nýta fyr-
irliggjandi heimildir samkvæmt sam-
þykktum félagsins og söfnuðust alls
sjö milljarðar króna.
Allir bankar landsins
meðal hluthafa
Hluthafar Gildingar era um 50
talsins en meðal þeÚTa era allir bank-
ar landsins, lifeyrissjóðir, mörg með-
alstór og stór íslensk fyrirtæki,
þekktir íslenskir athafnamenn svo og
starfsmenn Gildingar og aðilar þeim
tengdir. Þá hafa fjölmargir forsvars-
menn fyrirtækja myndað félög um
hlutafjáreign sína í Gildingu. Enginn
hluthafi á stærri hlut en 9% í félaginu.
Gilding - fjárfestingarfélag ehf. er
þekkingarfyrirtæki á sviði fjárfest-
inga sem hefur það að markmiði að
vera í fremstu röð varðandi arðsemi.
Það stefnir að virku eignarhaldi í inn-
lendum fyrii’tækjum auk þátttöku í
erlendri fjárfestingu. Félagið leggur
áherslu á gott samstarf við innlendar
og erlendar fjármálastofnanir og
aðra fjárfesta og endurspeglast það í
breiðum hluthafahópi.
í tilkynningu frá félaginu segir að
hinar góðu undirtektir við hlutafjár-
söfnun fyrirtækisins sýni trú á starf-
semi þess og gefi til kynna að menn
telji þörf á nýju afli inn á fjár-
magnsmarkaðinn sem taki virkan
þátt í umbreytingu og samranaferli
fyrútækja.
Hlutir i félaginu vora allir seldir á
genginu 1,25. Hlutafé verður greitt
inn í sex jöfnum greiðslum mánaðar-
lega til áramóta.
Gilding - fjárfestingarfélag
Stærstu hluthafar
Eignarhaldsfélagið Eyrir hf 8,82%
Þorsteinn Vilhelmsson f.h. fjárfesta 8,82%
Kristján Guðmundsson hf. f.h. fjárfesta 7,05%
Lífeyrissjóðurinn Framsýn 4,23%
Fjárfestingarsjóður Búnaðarbankans hf. 4,23%
Óháði fjárfestingarsjóðurinn hf. 4,23%
Safn ehf. og dótturfélög 3,70%
Xapata S.A. 3,14%
Elfar Aðalsteinsson f.h. fjárfesta 3,00%
Jón Helgi Guðmundsson f.h. fjárfesta 2,82%
Lífeyrissjóður sjómanna 2,12%
lsoportS.A. 2,12%
Bergstaðir sf. 2,03%
Búnaðarbanki íslands hf. 1,76%
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. 1,76%
Samvinnulífeyrissjóðurinn 1,76%
Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans hf 1,76%
Kaupfélag Arnesinga 1,76%
Íslandsbanki-FBA hf. 1,76%
Kaupþing hf 1,76%
Landsbankinn Fjárfesting hf 1,76%
Mallard S.A./ Össur Kristinsson 1,76%
Vátryggingafélag íslands h.f.______________1,76%
Samtals 73,91%
Aðrir hluthafar___________________________26,09%