Morgunblaðið - 08.07.2000, Page 26

Morgunblaðið - 08.07.2000, Page 26
► Líkur á barneignum minnka með aldrinum New York. Reuters Ilealth. Reuters Lisa Kudrow leikkona eignaðist þríbura í þáttaröðinni Friends, en oft gengur konum komnum undir fertugt illa að eignast börn. KONUR sem eru farnar að nálgast fertugt eiga mun minni möguleika á að eignast barn en yngri konur, samkvæmt nýrri skýrslu er birt- ist í ritinu British Medical Journal 24. júní. Um það bil einn fimmti þungana með- al 35 ára kvenna og yfir önnur hver þungun meðal 42 ára kvenna misferst, að því er vísindamenn við Statens Serum Institut í Kaup- mannahöfn greina frá. Mæla þeir með því að konur sem orðnar eru þrítugar eða fer- tugar og hafa hug á barneignum fái upp- lýsingar um líkumar á að þungun takist ekki. Niðurstöðumar byggjast á rannsókn á öllum konum sem urðu bamshafandi í Dan- mörku á árunum 1978-1992, alls 1,2 milljón- um þungana 634.272 kvenna. I leiðara í sama hefti tímaritsins segja vís- indamenn við Columbiaháskóla í Bandaríkj- unum að þrátt fyrir að líkumar á barneign- um minnki með aidrinum kunni það að hafa kosti fyrir konur að eignast böm seinna á ævinni. „Eldri foreldrar eru ef til vill ekki eins hraustir og yngri foreldrar, en allar lík- ur eru á að reynsla þeirra og þekking séu meiri, fjárhagsstaða þeirra betri og þeir hafi frekar efni á því að ala upp barn.“ Hættan á að missa fóstur er mest hjá elstu konunum, og er 8,7% hjá 22 ára konum en 84,1% hjá 48 ára og eldri. Fyrri þunganir eða barneignir hafa engin áhrif. Þá er hættan á fósturláti og utanlegsfóstri meiri hjá eldri konum. TENGILL ....Yíyraísbmjie.Qm........................... Höfuðmeiðsl algeng- asti áverki ungbarna The New York Times. MÖRGUM foreldrum ungbarna kann að koma á óvart að bömum þeirra stafar mest hætta af höfuð- og hálsmeiðslum, sem em hartnær 70% áverka ungbaraa sem lögð em inn á bandarísk sjúkrahús. Stundum er foreldrum barnanna um að kenna. Eitt af hverjum íjómm ung- bömum sem vom lögð inn á sjúkrahús hafði sætt illri meðferð eða misþyrming- um. Þetta kemur fram í einni af fyrstu rannsóknunum á algengustu áverkum ungbama á bandariskum sjúkrahúsum. „111 meðferð á mjög stóran þátt í þessu,“ sagði Mary Christine Bailey sem annað- ist rannsóknina. „Og þar sem þetta em sjúklingar sem vom lagðir inn á sjúkra- hús em þetta slæm tilvik og ég komst að því að rúmur fjórðungur þessara sjúkl- inga var með áverka vegna illrar með- ferðar og það er nokkuð uggvekjandi niðurstaða.“ Bömin sem vom lögð inn á sjúkrahús vegna illrar meðferðar vom oft verst á sig komin, jafnvel verr en börn sem höfðu orðið fyrir bflslysum. Eitt af hveijum sex barnanna sem sættu illri meðferð var sett í umsjá bamavemdaryfirvalda. Um fjórðungur allra baraanna sem lögð vora inn á sjúkrahús var með ein- hvers konar áverka. 46% þeirra meidd- ust vegna falls og var það algengasta ástæða áverkanna. 16% baraanna urðu fyrir bflslysum. Rannsóknin ieiddi enn fremur í ljós að 71% baraanna urðu fyrir áverkunum á heimilum si'num eða öðmm heimilum. Meðalaldur baraanna var fimm mánuðir en tveggja mánaða böra vom stærsti aldurshópurinn. Reuters 25% innlagðra ungbarna á sjúkrahús í Bandaríkjunum sæta illri meðferð. „Höfúðáverkar sem em nógu slæmir til að börn séu lögð inn á sjúkrahús era aðeins topp- urinn á ísjakanum miðað við það sem við sjáum á bráðamóttökunum," sagði Mary Hegenbarth sem sérhæfír sig í bráðabaraalækningum við Children’s Mercy-sjúkrahúsið í Kansas. „Fjöl- mörg böra verða fyrir höfuðmeiðslum án þess að vera lögð inn á sjúkrahús.“ Hún bætti þó við að ungböra væm alltaf lögð inn á sjúkrahús ef gmnur léki á að þau hefðu sætt illri meðferð. Er hjónabandið þess virði? GYLFl ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Ég hef verið gift í 10 ár og á 3 börn á aldrinum 2-9 ára með manninum mínum. Lengi gekk allt vel hjá okkur, en nú stefnir í skilnað af margvís- legum orsökum og við virðumst ekki geta náð sáttum. Er það þess virði að reyna allt til þess að bjarga hjónabandinu án þess að okkur líði lengur vel saman? Svar: Mjög stórt hlutfall hjóna- banda og sambúða hér á landi endar í skilnaði. Meðal þess helsta sem fólk gefur sem ástæðu fyrir hjónaskilnaði eru samkvæmt rannsóknaniðurstöðum óhófleg áfengisneysla og framhjáhald. Þó geta ýmsar aðrar ástæður legið til grundvallar og ekki er óalgengt að hjónin eða sambýlisfólkið vaxi ein- faldlega hvort frá öðru, hætti að finna ánægju af samvistum sín í milli, geti ekki talað saman af ein- lægni og fari hvort í sína áttina í áhugamálum sínum og lífsstíl. Hjónaskilnaður er eitt mesta álag sem fjölskylda verður fyrir. Fæstir gera sér grein fyrir því hvað röskunin er mikil á lífi hjóna sem skilja, einkum þegar ung börn eiga í hlut. Fjárhagslegi vandinn sem oft fylgir í kjölfarið við skiptingu eigna getur oft orðið mikill, tengslin við tengdafjöl- skyldur og sameiginlega vini slitna stundum eða verða vand- ræðaleg, og missir sameiginlegs heimilis og fjölskyldu getur valdið öryggisleysi og rótleysi og jafnvel alvarlegu þunglyndi. Erfiðust er þó baráttan um börnin og þau fá stundum óþyrmilega að finna fyrir henni. Enda þótt slæmt andrúms- loft og árekstrar innan fjölskyld- unnar geti haft í för með sér vandamál sem stundum verða ekki leyst á annan hátt en með skilnaði bendir allt til þess að kostir hjónabands og fjölskyldu- lífs vegi þyngra en gallarnir þegar til lengdar lætur. Það er sjaldgæft að sleppa við ýmiss konar mótlæti og árekstra í venjulegum hjóna- böndum og oftar en ekki styrkir það hjónabandið fremur en öfugt. Skoðanir sem mikið voru til um- ræðu fyrir nokkrum árum, um að kjarnafjölskyldan væri búin að ganga sér til húðar sem sambýlis- form, eru nú að mestu þagnaðar, og víðast hvar er nú lagt allt kapp á að hlúa sem mest að fjölskyld- unni í blíðu og stríðu. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í hjónabandi eða sambúð er í mun minni hættu á misnotkun vímuefna, sjálfsvígum og margs konar geðrænum kvill- um og hjónaskilnaður og sundrun fjölskyldunnar er einn stærsti áhættuþátturinn fyrir ýmiss kon- ar geðræn vandamál hjá hinum fráskildu og þá ekki síður fyrir börnin sem verða í meiri hættu að lenda í alls konar aðlögunarvanda. Hegðunarvandkvæði og tauga- veiklunareinkenni hjá börnum, bæði á meðan þau em ung og síð- ar í lífinu eru oft fylgifiskar þess að fjölskylda þeirra leystist upp. Slíkt getur gerst vegna dauða for- eldris en árekstrarnir og fjöl- skyldukreppan sem af skilnaði leiðir era þó að jafnaði miklu al- varlegri. Það er ljóst að afleiðingar hjónaskilnaðar geta haft alvarleg-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.