Morgunblaðið - 08.07.2000, Side 38

Morgunblaðið - 08.07.2000, Side 38
/* 38 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Auraráð og auglýs- ingar / „A móti má spyrja hverjir ráði því að börn og unglingar hafi nú á dögum mun meiri fjárráð en áðurhafi tíðkast oghvortsú staðreynd geri þessa hópa ekki að eðlilegu skotmarki þeirra auglýsenda sem kunna sitt fag. “ Eftir Hönnu Katrínu Friðriksen EINHVERJIR spek- ingar hafa komist að þeirri niður- stöðu að Gunnur og Jónar hins vest- ræna heims séu útsett fyrir allt að þrjú þúsund auglýsingum daglega. f þessum fjölda felist síðan hættan á andlegum skaða af völdum áreitisins, frekar en að einhverjar ákveðnar auglýs- ingar séu öðrum líklegri til þess að taka af fólki völdin. Umrædd- uinunDC ir sPekinSar VRInUKr eru auðvitað bandarískir og miða nið- urstöður sín- ar helst við bandarískan almenning. Það eru ekki allir sem líta auglýsingaflóðið neikvæðum augum. Fyrir utan auðvitað þá sem eru að auglýsa vöru sína eða þjónustu og þá sem hafa at- vinnu af því að búa til auglýsing- ar og selja, eru margir sem telja flóðið nauðsynlegan fylgifisk vestrænnar velmegunar. Stund- um vissulega dálítið pirrandi, jafnvel á köflum komið út í ákveðnar öfgar, eins og þegar seld eru auglýsingapláss á ban- önum, en þó margfalt betri kost en öfgamar í hina áttina; engar auglýsingar, engin viðskipti, engin framleiðsla, engin velmeg- Það eru þó ákveðin teikn á lofti í Bandaríkjunum um að neytendur séu að missa þolin- mæðina. Sérstaklega virðist fólki illa við sífellt djarfari tilraunir auglýsenda til þess að ná athygli bama og unglinga. Á móti má spyrja hverjir ráði því að böm og unglingar hafi nú á dögum mun meiri fjárráð en áður hafi tíðkast og hvort sú staðreynd geri þessa hópa ekki að eðlilegu skotmarki þeirra auglýsenda sem kunna sitt fag. I Banda- ríkjunum er sagt að kaupgeta táninga sé nú meiri en nokkm sinni fyrr og að hún hafi aukist verulega undanfarin ár. Það er því varla að furða að auglýsend- ur hafi snúið athygli sinni í rík- ari mæli að þessum markhópi. En það em ekki eingöngu aukin fjárráð bama og unglinga sem ráða hér ferðinni. Aukin viðskipti á Netinu hafa gert þau mun sýnilegri viðskiptavini en áður. Böm og unglingar nota Netið í ríkum mæli og eyða þar jafnvel lengri tíma en fullorðnir í að flækjast á milli hinna mis- munandi heimasíðna. Samkvæmt nýlegri Jupiter-skoðanakönnun hafa 67% bandarískra táninga á aldrinum 13 til 18 ára keypt vöm á Netinu. Sömu aðilar spá því að árið 2002 muni kaup þessa aldurshóps í gegnum Net- ið nema sem svarar 94 milljörð- um íslenskra króna og að á sama tíma muni böm á aldrinum 5 tii 12 ára kaupa fyrir tæpa átta milljarða. Hver myndi ekki beina auglýsingum að þessu ungviði með fullar hendur fjár? Á sama tíma og yngsta kyn- slóðin slær um sig með pening- um á báða bóga, em foreldrarnir uppfullir af áhyggjum vegna slæmra áhrifa frá þeim sem vilja bjóða þessum nýju viðskiptavin- um vöm sína og þjónustu. Skoð- anakönnun sem hefur verið framkvæmd árlega í Banda- ríkjunum undanfarin ár, sýndi árið 1998 að um 17% aðspurðra foreldra höfðu á sér vara vegna auglýsinga sem beint var sér- staklega til bama. Ári seinna var þetta hlutfall komið í 45%. Þessar foreldraáhyggjur bein- ast ekki síst að auglýsingum á Netinu þar sem börn og ung- lingar em gjarnan á flakki án eftirlits fullorðinna. Það era líka fyrirtæki sem selja vöm ætlaða bömum og unglingum í gegnum Netið sem hafa bmgðist einna harðast við gagnrýninni, enda mega þessi fyrirtæki allra síst við því að fæla frá sér mögulega viðskiptavini, slíkt hefur gengi þeima margra verið undanfarið. Þar gera menn sér fulla grein fyrir því að þrátt fyrir allt era það yfirleitt mamma og pabbi sem ráða buddunni. Enn sem komið er að minnsta kosti. Nú er málum svo komið að nokkur framsýn netfyrirtæki sem selja leikföng, bækur, fatn- að eða aðra vöm ætlaða bömum og unglingum, hreykja sér af því - með auglýsingum - að mark- hópur þeirra sé fyrst og fremst foreldrar, ekki sjálft ungviðið. Það virðist reyndar ekki þurfa mikla hugarleikfimi til þess að komast að þeirri niðurstöðu að þótt barn á aldrinum 5 til 12 ára eigi aur til þess að rölta út í búð og kaupa leikfang eða fatnað, þá sé ólíklegra að þessi aldurshópur ráði við kaup á Netinu sem alla jafna fela í sér að gefin em upp greiðslukortanúmer. Þannig liggi einfaldlega í augum uppi að foreldramir, fólkið með greiðslu- kortin, séu heppilegri markhóp- ur. En til þess em vandamálin að yfirstíga þau. Netfyrirtæki koma nú fram hvert á fætur öðm með tækni sem gerir þeim stuttu kleift að nýta sér Netið eins og annað almennilegt fólk. Þannig geta foreldrar til dæmis útvegað þeim stafræn kort með fyrirfram ákveðinni fjárhæð sem þau geta notað til innkaupa. Mörg fyrirtæki bjóða líka upp á gerð einstaklingshannaðra óska- lista sem síðan er hægt að senda áfram á tölvupóst á foreldra, afa og ömmur, frænkur og frændur og yfirhöfuð alla sem vænlegir þykja. Lykillinn að velgengninni er bara að hafa þetta ekki fyrir börnunum heldur þeim full- orðnu. Þessum ábyrgu og að- haldssömu sem falla ekki í freistni við það eitt að horfa og hlusta á þrjú þúsund auglýsing- ar á dag og geta ömgglega á sig blómum bætt. SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR + Sólveig Ólafs- dóttir fæddist á Hnausum, síðar nefnt Sólnes, í Vestmanna- eyjum 23. september 1913. Hún lést á Dvalarheimilinu Hraunbúðum 27. júní síðastliðinn. Foreidr- ar hennar voru hjón- in Ólafur Auðunsson, f. 29. maí 1879 á Torfastöðum í Fljóts- hlíð, d. 31. maí 1942 og Margrét Sigurð- ardóttir, f. 18. júlí 1880 að Syðstu- Grund undir Eyjafjöllum, d. 6. janúar 1970. Margrét og Ólafur bjuggu allan sinn búskap í Vest- mannaeyjum, lengst af í Þinghól á Kirkjuvegi 19. Bróðir Sólveigar var Kjartan, f. 23. maí 1905, d. 19. september 1984. Sólveig giftist 9. desember 1933 Anders Bergesen Hals, f. 5. október 1908, d. 22. september 1975. Hann var ættað- ur frá Nordfjord í Noregi. Dætur þeirra eru: Margrét, f. 4. janúar Tengdamóðir mín, Sólveig Ólafs- dóttir frá Þinghóli í Vestmannaeyj- um, er látin á 87. aldursári. Hún var af þeirri kynslóð sem hvað mestar breytingar hefur lifað í samfélagi okkar, kynslóðinni sem nú er að hverfa sjónum okkar hægt og hljóð- lega en lætur eftir sig minningar um líf, aðbúnað og starfshætti sem yngra fólldð skilur ekki eða kannski vill ekki skilja. Veiga frá Þinghól, en svo var hún ætíð nefnd, var fædd og alin upp á svokölluðu útvegsbændaheimili og átti þar gott atlæti í æsku. Á slíkum heimilum var fjöldi manns í fæði og húsnæði og má nærri geta að það var mikil vinna að sjá um matseld og kost, þvotta og þrif ásamt saumaskap og öðrum heimilisstörfum. Veiga tók þátt í þessu öllu frá bamæsku og vann auk þess við saltfisk á stakk- stæðum, garðvinnu eða heyskap eftir því sem þörf krafði. Þama lærði hún vinnubrögð og handverk þessa tíma og meðtók þá kosti sem æskilegir era við öll störf, svo sem stundvísi, reglu- semi og nýtni. Meðfædd samvisku- semi og nákvæmni ásamt einstakri snyrtimennsku gerðu hana að einni bestu handverkskonu sem ég hef kynnst um dagana. Veiga fékk að fara í Kvennaskólann í Reykjavík árið 1929 og var þar í tvo vetur. Ég segi ,4'ékk að fara“ vegna þess að á þess- um ámm var það alls ekki sjálfsagt að ungt fólk færi í skóla eftir skyldunám og enn síður stúlkur en drengir. í skólanum stundaði hún námið af slíkri kostgæfni að það entist henni alla tíð síðan. Hún lærði t.d landa- fræðina svo vel að hún kunni heims- kortið utan að og átti ég oft í vand- ræðum með að halda andlitinu ef ég fékk spumingar um Afrikuríki eða önmu- fjarlæg lönd, því auðvitað átti ég að kunna þetta eins og hún! Minni hennar var nánast óbrigðult allt til síðustu dægra og era það ófá skiptin á liðnum ámm sem ættingjar og vinir hafa hringt til Eyja til að fletta upp í Veigu eins og það var kallað. Dönsk- una lærði hún afar vel og var ófeimin að bjarga sér á öðmm málum ef á þurfti að halda. Vafalaust hefur tungumálakunnátta hennar flýtt fyrir kynnum hennar af væntanlegum eig- inmanni, Anders Bergesen Hals, en hann var norskur og kom sem vertíð- armaður að Þinghóli árið 1930 og ílentist þar. Þau bjuggu síðan í Þing- hóli allt til jarðeldanna 1973. Enginn sleppur án áfalla gegnum lífið og eins var með Veigu. Þinghóllinn brann 1963 og fólk slapp naumlega úr eldin- um, eldgosið varð 1973 en stóra áfallið varð árið eftir gos þegar And- ers slasaðist og lá á spítala í Reykja- vík lamaður upp að hálsi í heilt ár þar til hann lést 1975. Á þessum tíma vom þau að reisa sér hús að Brim- hólabraut 38 og kom það í hlut okkar Inger að flytja tímabundið í húsið með Veigu því Anders átti ekki aftur- kvæmt til Eyja eftir slysið. Þama bjuggum við í þrjú góð ár en hún alls í 1934, maki Kjartan Konráð Úlfarsson. Börn þeirra em: And- ers, María og Úlfar. 2) Martina Birgit, f. 22. ágúst 1935, maki Ás- mundur Jónsson. Börn þeirra eru: Jón And- ers, Guðmundur Ólaf- ur, Sólveig Margrét, Lovísa Björg oe Berg- ur Martin. 3) Olafía, f. 25. október 1946, maki Jón Stöyva. Hann lést 1992. Börn þeirra eru Bemhard og Margit Andrea. 4) Inger Elísa, f. 22. janúar 1950, maki Arn- þór Flosi Þórðarson. Börn þeirra eru Hafrún og Atli. Langömmubörn Sólveigar eru orðin 13 talsins. Sól- veig og Anders bjuggu alla sína tíð í Vestmannaeyjum utan nokkurra mánaða fjarveru vegna eldgossins 1973. Útför Sólveigar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. þrettán ár eða þar til hún flutti í íbúð ætlaða öldruðum við Kleifahraun. Þar var hún í samfélagi góðra ná- granna og vinkvenna allt til haustsins 1999 er heilsunni tók að hraka og hún fluttist að Hraunbúðum. Þar endaði hún ævidaga sína, sátt við guð og menn. Á síðastliðnum áram tók hún þátt í starfi aldraðra og var stundum svo mikið að gera að okkur hinum fannst nóg um, einkum gerði hún sér far um að komast í allskonar fóndur eða hannyrðir ef kostur var á. Veiga var höfðingi heim að sækja og veitti vel. Hún gat skellt upp hlaðborði af mat eða kökum áður en maður fékk rönd við reist og allt í einu var maður sestur að snæðingi og hvattur áfram með innskotum eins og: „Borðaðu maður“ eða „greyið reyndu að klára þetta“ . Veiga var fljóthuga, dugleg og stjórnsöm og kunni ég því oftast vel. Ég man t.d. eftir því þegar við voram nýflutt á Brimhólabrautina og ég átti að vaska upp eftir matinn. Þá segir Veiga með áherslu: „Er ekki nær að maðurinn leggi sig eftir mat- inn og kíki í blaðið". Mikið fannst mér þetta notalegt og hugðist ég viðhalda þessum ágæta sið gamla tímans um ókomin ár en það tókst reyndar ekki. Það er sjónarsviptir að Veigu og söknuður í huga okkar sem eftir stöndum. Langri vegferð hennar er lokið og það eina sem við getum gert er að ylja okkur við bestu minning- amar um hana. Hún reyndist böm- unum okkar einstaklega vel alla tíð og vonandi muna þau ævilangt guðsorð og góða siði sem hún kenndi þeim í æsku. Það er öllum hollt að íhuga dyggðir eldri kynslóða og reyna að draga einhvem lærdóm af þeim. Við þökkum Veigu samfylgdina og af hálfu fjölskyldunnar vil ég þakka starfsfólki Hraunbúða og Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir veitta umönnun og umhyggju henni til handa. Blessuð veri minning Sólveigar Ólafsdóttur. Amþór Flosi Þórðarson. Elsku amma Veiga, það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farin og ég er varla búin að átta mig á því enn þá. Þú varst svo mikil amma í mínum huga, svona amma eins og þær gerast bestar. Ég var líka öfunduð af því að eiga þig að og þá sérstaklega þegar farið var á Þjóðhátíð í Vestmannaeyj- um. Vinum mínum var tíðrætt um ömmusteikina sem ég fékk alltaf hjá þér og fromage í eftirrétt. Þú eldaðir fyrir mig, bjóst um mig og á meðan ég svaf þurrkaðir þú fotin mín. Þú tókst ekki annað í mál en að þetta yrði svona enda bamið illa sofið og svangt að þínu mati. Sumir áttu erfitt með að skiíja hvað ég væri að eyða lunganum úr deginum hjá þér, en fyrir okkur var þetta hluti af Þjóðhátíðinni. Ámma tók þátt í mörgum merkis- atburðum í lffi mínu. Fyrstu utan- landsferðina mína fór ég með henni, en þá fórum við saman til Noregs og dvöldum þar í tvo mánuði hjá Olafíu dóttur hennar og fjölskyldu. Aðra ut- anlandsferð mína fór ég einnig með ömmu og var þá Atli bróðir minn með í förinni. Þegar ég svo útskrifaðist úr Kvennaskólanum 1995 var amma við- stödd og fannst mikið til koma þar sem hún var í skólanum árið 1929 til 1931 og lauk þaðan Kvennaskóla- prófi. Að skoða gamla skólann sinn aftui' eftir öll þessi ár og sjá að hluti hans var óbreyttur, var henni mikils virði. Þannig var amma oft nálægt þó svo hún hafi átt heima úti í Eyjum en ég uppi á landi. Amma Veiga hafði einstakt minni, hún mundi atburði héðan og þaðan í mannkynssögunni og þegar kom að landafræðinni var hún á heimavelli. Amma mundi alla afmælisdaga og gaf okkur systkinunum alltaf báðum gjafir á afrnæli hvort annars, þannig að ég fékk afmælisgjafir tvisvar á ári. Þetta átti ekki einungis við um okkur heldur fleiri afkomendur hennar. Það var alveg dæmigert fyrir þig þegar við töluðum saman á föstudeg- inum áður en þú kvaddir þennan heim, að minnast á afmælið mitt og að þú ættir eftir að gefa mér afmælis- gjöf. Það var farið að draga mjög af þér þá en þú mundir samt eftir degin- um mínum. Ég er þakklát fyiir að hafa fengið að tala við þig, þar sem við kvöddum hvor aðra svo fallega. Nú kveð ég þig á þann hátt sem þú varst vön að kveðja, með þakklæti í huga fyrir að hafa fengið að eiga þig að ömmu. Guð veri með þér, þúsund kossar. Hafrún Amþórsdóttir. Svo sem alkunnugt er, og nýleg dæmi sanna, hafa íslendingar á öllum tímum orðið að lifa með óblíðri nátt- úm og hamfömm af hennar völdum. Eftir jarðeldana á Heimaey 1973 varð mikil röskun á högum fólks og mestur skaði Eyjanna að svo stór hluti íbúanna, sem varð að yfirgefa bústaði sína, skyldi ekki snúa heim á ný. En miskunnsemd Guðs má ei gleyma, öll máttum við lffi halda. Sólveig og And- ers höfðu búið á æskuheimili hennar á Þinghól við Kirkjuveg fram að nátt- úrahamföranum 1973, en húsið stendur rétt við nýja hraunkantinn og varð fyrir nokkram skaða. Þinghóll var sannkallað höfðingja- setur, Margrét Sigurðardóttir og Olafur Auðunsson, foreldrar Sólveig- ar, gerðu garðinn frægan um ára- tugaskeið. Var þar mikið umleikis og mann- margt á vertíðum, 20-30 manns í heimili enda Ólafur umsvifamikill at- vinnurekandi og frammámaður, sannkallaður útvegsbóndi. Stundaði landbúnað, útgerð, fiskvinnslu, inn- flutning á kolum til húshitunar og verkun og útflutning á skreið, þorsk- hausum, sem þurrkaðir vom út í nátt- úmnni. Mér er minnisstætt sem stráklingi er verið var að hlaða kolaskipin með skreiðinni, hátt upp í möstur og net- um og vírum strengt utan um farm- inn. Einn af þeim gjörvilegu mönnum sem komu þangað frá Noregi til að vinna við þessi umsvif var Anders, er felldi hug til heimasætunnar í Þing- hól, sem varð hans tryggi lífsfora- nautur. Búnaðist þeim vel, eignuðust fjórar dætur, mesta manndómsfólk, sem bera ættmönnum sínum fagurt vitni. Sólveig og Anders ákváðu að flytja úr sínu veglega húsi og byggja annað sem hæfði þeim betur á efri árum. Það varð Sólveigu og fjölskyldunni mikið áfall er Anders, þegar hann vann að nýbyggingunni, lenti í hörmulegu bifreiðaslysi sem varð honum að aldurtila skömmu síðar. Húsið reis í Oddgeirshólatorfunni og eignaðist ég þar góðan og gjöfulan vin, þegar Sólveig var orðin næsti nágranni. Á kveðjustund er ég fullur þakklætis fyrir áralanga trygga vin- áttu. Sólveig var tignarleg í framgöngu, greind og sérlega minnug og því ómetanlegt að fá að njóta þess að sitja við viskubrunninn og fá í leiðinni kök- umar góðu, sem hún átti jafnan ómælt af. Guð blessi minningu mætrar konu og gefi ástvinum öllum styrk og blessun um ókomin ár. Jóhann Friðfinnsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.