Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ «r i + Móöir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SOFFÍA GUÐRÚN BENJAMÍNSDÓTTIR kennari, Sörlaskóli 84, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 18. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Alúðarþakkir fyrir samúð og vinarhug. Elín Guðmundsdóttir, Bergmann Bjarnason, Gísli Guðmundsson, Inga Helgadóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra + Við þökkum innilega alla þá samúð og vináttu sem okkur var sýnd við andlát og útför móður okkar og tengdamóður HULDU GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Eir fyrir hiýhug og góða umönnun. Erna S. Noel, Dana E. Noel, Hilmar Pálsson, Lfna Hannesdóttir, barnabörn og fjölskyldur. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför GUÐMUNDAR BERGSSONAR bónda, Hvammi, Öifusi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á Ljós- heimum og Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi. Einnig til starfsmanna Heimaþjónustunnar í ölfusi. Guð blessi ykkur öll. Þrúður Sigurðardóttir, Einar F. Sigurðsson, Helga Jónsdóttir, Reynir M. Guðmundsson, Jóninna Pétursdóttir, Halldór Ó. Guðmundsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Guðný L. Guðmundsdóttir, Steingrímur E. Snorrason, Svanfrfður Kr. Guðmundsdóttir, Gunnar Kolbeinsson, Lovísa Guðmundsdóttir, Bergur G. Guðmundsson, Birna Guðmundsdóttir, Pétur B. Guðmundsson, Erna B. Guðmundsdóttir, Guðni Kr. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn Sigrún Óskarsdóttir, Jóhann Sveinsson, Charlotte Clausen, Jón B. Gissurarson, + Hjartans kveðjur og þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug, samúð og hjálpsemi við andlát og jarðarför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, bróður, mágs og tengdasonar, ÞÓRÐAR EIRÍKSSONAR. Guðrún G. Björnsdóttir, Inga Þórðardóttir, Reynir Garðar Gestsson, Berglind Þórðardóttir, Eggert Guðmundsson, Björn Heiðar Þórðarson, Eiríkur Kr. Þórðarson og barnabörnin, Guðrún Eiríksdóttir, Viðar Janusson, Inga Jóelsdóttir, Björn Guðjónsson. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HÓLMFRÍÐAR ELÍNAR HELGADÓTTUR, Suðurgötu 12, Sauðárkróki. Sigríður Magnúsdóttir, Friðrik Ingólfsson, Regína M. Magnúsdóttir, Jón Kr. Ingólfsson, Dóra I. Magnúsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Margrét Helena Magnúsdóttir, Sigfús Agnar Sveinsson, Jón Ó. Magnússon, Marta Sigtryggsdóttir, Magnús H. Magnússon, Sigríður Bjarnadóttir og fjölskyldur. KARL REYNIR ÓLAFSSON + Karl Reynir Ól- afsson fæddist í Múlakoti í Fljútshlíð 11. júní 1925. Hann andaðist á Héraðs- sjúkrahúsinu á Sel- fossi 29. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ól- afur Karl Óskar Túbals, listmálari og bóndi í Múlakoti í Fljótshlíð, f. 13. júlí 1897, d. 27. mars 1964, og kona hans, Lára Eyjólfsdóttir, f. 1. apríl 1902, d. 24. sept. 1984. Reynir var elstur þriggja barna þeirra hjóna. Yngri voru systurnar Guðbjörg Lilja, sem er látin, og Guð- ný Fjóla, sem búsett er í Reykjavík. Reyn- ir ólst upp í Múlakoti hjá forcldrum sín- um. Hann fór snemma að sinna bú- störfum og tók við búinu af foreldrum sínum. Síðustu árin var hann vistmaður á Kirkjuhvoli, dval- arheimili aldraðra á Hvolsvelli. Hann var ókvæntur og barn- laus. Utför Reynis fer fram frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar ég minnist vinar míns, Reynis Ólafssonar, kemur gömul Ijósmynd upp í huga mér, þar sem hópur fólks situr til borðs í undur- fögrum trjágarði. Sérstaklega tek ég eftir fjórum persónum, sem standa til hliðar við borðið, eldri og yngri hjón- um ásamt drengsnáða, sem situr á handlegg móður sinnar. Það má segja að þessi ljósmynd hafi verið fyrstu kynni mín af fjölskyldunni í Múlakoti í Fljótshlíð, þar sem þessi mynd var í eigu fóður míns. Síðar átti ég eftir að deila með þeim nokkrum sumrum, sem eru mér ógleymanleg. Múlakot hafði sérstakan „sjarma" yfir sér og var talinn einn eftirsóttasti staður landsins til sveita. Bæði var það fegurðin allt um kring og svo húsráðendur. Menningin, listin, skógræktin og gestrisnin héldust í hendur. Við þessar aðstæður ólst Reynir upp ásamt systrum sínum. Amma hans, Guðbjörg Þorleifsdóttir, ræktaði einn fegursta tijágarð á ís- landi sem bent var á í öðrum sýslum landsins til eftirbreytni. Ég minnist hennar, þá fullorðinnar konu, kvikrar á fæti, fara allt að móðurlegum hönd- um um græðlingana sína. Ólafur Túbals listamaðurinn, málarinn, skáldið (þó hann flíkaði því ekki), gestgjafinn, gleðimaðurinn, ógleym- anlegur. Lára Eyjólfsdóttir, húsmóð- irin, alltaf á sínum stað, hafði með höndum heimilisstjómina á sinn hóg- væra hátt. Unga fólkið laðaðist að henni, enda var hún eins og jafnaldri þess. Oft var hún sjálfsagt örþreytt, en aldrei heyrði ég hana kvarta. Ég spurði hana einhverju sinni hvort hún svæfi aldrei, vegna þess að mér fannst hún alltaf einhvem veginn vera á stjái allan sólarhringinn. Lára svaraði því til að það væri nógur tími til svefns eftir dauðann. Svo voru það systumar, Lilja og Fjóla, báðar með skerta heilsu frá fæðingu, stór böm myndi ég segja, oftast glaðar og sungu mikið undir harmonikuspili Fjólu. í Múlakoti var og hafði verið til margra ára sumargistihús, svo að þar var nóg að starfa. Sumargestir skiptu hundruðum þann tíma, sem ég dvaldi þar, og var rekstur þess alfarið í höndum Lám og Ólafs. Alltaf höfðu þau frábært starfsfólk við gestamót- tökur sem var þar sumar eftir sumar. Ég lenti í hlutverki „kaupakonunn- ar“ undir stjóm Reynis. Það tók mig svolítinn tíma að átta mig á hvort Reynir talaði til mín í gríni eða al- vöm, en þegar ég ákvað að svara í sömu mynt gekk samstarfið að mestu snurðulaust. Reynir var sérstakur maður og batt ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir samferðamenn hans. Hann fór sínar eigin leiðir. I mörgu minnir hann á sögupersónuna Bjart í Sumarhúsum, einrænn, ein- þykkur, vildi vera sjálfstæður maður. En hann reyndist unglingum vel sem unnu með honum á teignum eða við mjaltir. Ég minnist margra ánægjustunda frá starfinu með Reyni í Múlakoti. Fyrir þær ógleymanlegu stundir vil ég þakka honum. Það var lærdóms- ríkt að verða um tíma samferða fjöl- skyldunni í Múlakoti og margar góð- ar minningar koma upp í hugann, sem ekki verða raktar hér. Ollum þeim þakka ég samíylgdina. Dreng- urinn á ljósmyndinni, sem sat í örm- um móður sinnar, fær nú að hvílast við hlið hennar í grafreitnum í Múla- koti. Hvíli þau í friði. Fjólu minni sendi ég bestu kveðj- ur. Sjöfn Jónsdóttir. Hann Reynir frá Múlakoti er lát- inn. Minningamar frá Múlakoti streyma að. Þar bjó það fólk er hafði hve mest áhrif á mig er ég var að al- ast upp. Þar var amma Guðbjörg sem gerði garðinn frægan og var alltaf svo hæg og yfirveguð. Þar bjó listmála- rinn, gestgjafinn og skáldið Ólafur Túbals, faðir Reynis, skemmtilegur og hæfileikaríkur maður. Þar var móðir Reynis, hún Lára, sú jákvæð- asta og besta manneskja sem ég hef nokkru sinni þekkt og var öllum ógleymanleg er henni kynntust. Þar var hún Nína, hinn dyggi þjónn heim- ilisins er öllum bömum var svo góð og varð sem móðir þeirra bama er þar dvöldu. Þar vom systumar góðu og eilífðarinnar böm, Lillý og Fjóla systur Reynis. Öll settu þau svip á bæinn hvert á sinn hátt og nú em þau öll horfin okk- ur nema Fjóla. Það er með miklum söknuði er ég nú kveð Reyni frænda minn sem alltaf var mér svo góður. Allt mitt líf hef ég þekkt Reyni og hann hefur alltaf verið í mínum aug- um góði frændinn sem ávallt sýndi mér athygli, oftast með góðlátlegri stríðni eða gríni. Þetta þótti mér allt- af jafnskemmtilegt og reyndi ég að svara honum í sömu mynt. Fyrstu minningamar em frá því er ég var mjög ung og hann kom í heim- sókn. Ég átti að fara að sofa en vildi það alls ekki fyrr en hann hafði sest hjá mér og skoðað nýja lampann sem var íyrir ofan rúmið mitt og sagt mér hve hann væri fallegur. Önnur minn- ing er fallega leikfangaryksugan er hann_gaf mér einhver jólin er ég var lítil. A sinn hátt lét hann mann finna að honum var ekld sama. Er ég eltist fékk ég það hlutverk að þvo honum frænda mínum um hárið. Eftir að ég fór að heiman breyttist það ekki því er ég var í heimsókn hjá foreldram mínum kom hann bara í heimsókn og talaði hátt og spurði eftir „kellingunni" og hvort hún væri nú ekki vöknuð og tilbúin að þvo sér um hárið! Hann Reynir átti alltaf heima í Múlakoti. Hann sá um búskapinn með föður sínum á meðan hann lifði en sá síðan um búið með móður sinni þar til hún dó árið 1984. Eftir það bjó hann einn. Hann talaði oft um sumar- ið er hann keyrði vömflutningabíla íýrir Kaupfélagið Þór á Hellu. Það var honum mikil upplifun og tilbreyt- ing frá búskapnum og hversdagsleik- anum. Hann Reynir var hress og glettinn í viðmóti og hann var greiðvikinn og hjálpsamur nágranni. Hann fékk einnig í vöggugjöf þann góða eigin- leika að halla aldrei orði á nokkum mann. Fyrir átta áram fékk ég leyfi hans og Fjólu til að reisa sumarbústað í landi þeirra í Múlakoti. Þetta hefur verið mér og fjölskyldu minni mikil gleði og verður aldrei fullþakkað. Ég fann að Reynir hafði líka ánægju af þessu, því flesta daga sem við dvöld- um þar kom hann í heimsókn og fékk sér kaffisopa og spjallaði. Hann fyigdist líka vel með bústaðnum og lét okkur vita ef eitthvað var að. Ég kem til með að sakna mikið þessara heimsókna frænda míns og það er með trega að ég horfi núna til Múla- kots og veit að þar er hvorki Reynir né sú fjölskylda er var mér svo mikils virði. Reynir fór að kenna lasleika fyrir nokkrum ámm en fyrir um tveimur áram fór hann til dvalar að Kirkju- hvoli í Hvolhreppi. Þó fór hann heim í Múlakot og dvaldi þar dag og dag ef hann var hressari. Það var auðfundið að hugurinn var oftast þar sem hann hafði dvalið allt sitt líf. Ég heimsótti Reyni kvöldið fyrir andlátið. Hann var að reyna að vera hress og brosa en það var auðséð hvert stefndi. Fyrir hönd ættingja vil ég þakka fyrrverandi og núverandi nágrönn- um hans fyrir elskulegheit og hjálp- semi. Mikilvægar vora honum hinar árlegu afmælisferðir með Daða og Guðrúnu sem ber sérstaklega að þakka. Móðir mín sendir sérstakar kveðj- ur með þakklæti fyrir elskulegheit og hjálpsemi alla tíð. Ég þakka þér, kæri frændi, fyrir samverana og þú mátt vera viss um að ég mun líta eftir Fjólu meðan við báðar lifum. Blessuð sé minning þín. Þín frænka, Hrefna. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför EINARS MARÍUSAR SÖRENSEN, Sunnubraut 22, Akranesi. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks dvalar- heimilisins Höfða á Akranesi fyrir góða umönnun síðustu árin og einnig til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness. Ásta Albertsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Kristinn Nikulás Einarsson, Ásta Marfa Einarsdóttir, Albert Pétur Einarsson, tengdabörn og barnabörn. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvai' og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.