Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARD AGUR 8. JÚLÍ 2000 41 + Matthías Ingi- bergsson fæddist í Kirkjuvog-i í Höfn- um hinn 21. febrúar 1918. Hann lést á Landspitalanum hinn 28. júní síðast- liðinn og fór útfor hans fram frá Dóm- kirkjunni 7. júlí. Eg hitti hann ekM í fyrstu ferð minni tO Is- lands, aðeins konuefnið mitt, en ég get vel ímyndað mér að hann hafi ekki verið ánægð- ur með að Kani skyldi sýna einni af dætrum hans áhuga, en hvemig sem það annars var, þá veit ég ekki tfi að hann hafi nokkru sinni bannað henni að hitta mig. Næst þegar ég kom til íslands, að ári liðnu, hitti ég hann. Þá var tilefni komu minnar að kvænast draumastúlkunni minni. Hann tók vel á móti mér með hlýju og fágaðri framkomu, rétt eins og evrópskur aðalsmaður. Ég hlýt að hafa komið honum og Kötlu undarlega fyrir sjónir þama á stigapallinum í Hrauntungu 5 þar sem ég stóð í hall- ærislegu „vængjuðu" tveggja lita skónum. Ég hafði keypt þá sérstak- lega í tilefni þessarar ferðar. Þeir vora með þvertá, háglansandi, brún- ir og hvítir. Hvað svo sem skósalinn í Kansas hafði sagt, þá vora þeir alls ekki samkvæmt evrópskri tísku! En Matthías hvorki flissaði né glotti, né starði á mig með vanþóknun. Þannig var Matthías. Háttprýði sinnar vegna hefði hann vel getað verið jarl eða hertogi, en eins gat augnaráð hans verið skerandi og smogið í gegnum mann eins og hnífur fer í gegnum lint smjör ef hann var óánægður af einhverri ástæðu. Ég held að áhuga minn á tónlist Beethovens og Pucdni eigi ég honum að þakka, vegna þess að henni vandist ég ekki á æskuheimili mínu. Þeg- ar maður kom í heim- sókn til Matthíasar gat maður næst- um gengið að því vísu að heyra tónhst hinna gömlu meistara, og ekki spfilti að njóta tónlistarinnar með glasi af maltviskíi, eða jafnvel Hav- anavindli eins og gerðist á fyrstu ár- unum. Ég naut þess að bragða á nýju viskíi með honum. Það birti yfir svip hans og glampi kom í augun þegar hann fann fiminn af nýju víninu og hið ferska bragð. Af svipnum á and- liti hans mátti ráða að hann var í huganum að bera gæði vínsins sam- an við það sem hann hafði bragðað áður. í mínum augum var hann ávallt mikill gáfumaður. Hann var skýr og vel lesinn og sífellt áhugasamur um að afla sér meiri þekkingar. Nánast til hinstu stundar vora bóka- og blaðabunkar við rúmið hans, t.d. blöð eins og Newsweek, Der Spiegel og þar var alltaf að finna Morgunblaðið og DV. Það þýddi ekkert að gefa honum nýja íslenska bók í jólagjöf vegna þess að dagana fyrir jól keypti hann sér fangið fullt af nýjustu bók- unum. Hann sagði mér að aðal- áhugamál sitt væri smíðar, en það kom mér þó ekki á óvart að hann skyldi hafa farið til Bandaríkjanna á stríðsáranum tfi að læra lyfjafræði. Á þeim tíma vora siglingar þangað hættuspil vegna þýskra kafbáta sem vora alls staðar í hafinu. Mitt álit er að hann hafi verið einn hinna hæf- ustu íslendinga til að mennta sig til þessa starfs, en eftir heimkomuna sinnti hann því alla sína starfsævi og það af einbeitni og leikni. Þegar mað- ur hugleiðir þetta áttar maður sig á mikilvægi manna sem unnu að hefi- brigðismálum hér á landi, manna eins og Matthíasar. Velferð fólks var undir því komin að lyfjafræðingamir blönduðu lyfin rétt og eftir forskrift- unum. Sum þessara efna era banvæn mönnum ef ekki er farið nákvæm- lega eftir reglum um magn og blönd- un. Fólk sýndi þessum mönnum mik- ið traust hvað þetta varðar. Og með starfi sínu lagði hann sitt lóð á vogar- skálamar varðandi það að gera ís- lendinga með langlífasta fólki á jörð- inni. Nei, Matthías var ekki maður sem teygði sig upp á efstu hfilu tfi að ná þar í fallega innpökkuð lyf, marg- litar pillur eða belgi. Hann blandaði lyfin sjálfur: Af alúð muldi hann hrá- efnin í mortéli, vó þau og mótaði þar til fyrir lágu töflur sem gáfú fyrirheit um góðan árangur. Þegar Matthías þurfti að taka ákvörðun í einhverju máli vora engar vöflur á honum eða ástæða til að sjá sig um hönd. Ákvörðunin var tekin, framkvæmdir hafnar og glaðst yfir góðum árangri áður en flestir aðrir höfðu haft tíma til að átta sig á hvað var að gerast! Hann var fram- kvæmdamaður. Mfidð nutum við þess að fá að vera með honum þegar MATTHÍAS INGIBERGSSON + Adolf Sigurðs- son fæddist á Þingeyri 19. júlí 1919. Hann lést á sjúkrahúsinu á Þing- eyri 2. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Ein- arsdóttir, f. í Hafn- arfirði 3.9. 1881, og Sigurður Jóhannes- son, f. á Þingeyri 3.10. 1884. Systkini Adolfs voru: Axel, f. 1902; Ingólfur. f. 1905; Gunnar, f. 1907; Garðar Svav- ar, f. 1912 (dó þriggja ára); Tryggvi, f. 1913; Sigríður Anna, Föðurbróðir okkar Adolf lést í sjúkraskýli Þingeyrar eftir stutta en erfiða legu. Hann fékk krabba- mein sem heltók hann á nokkram mánuðum. Dolli, eins og hann var kallaður, var yngstur sex bræðra sem komust á legg en tvö systkini létust ung. Hann fékk lömunarveiki þegar hann var fimm ára gamall og þurfti að læra að tala og ganga upp á nýtt. Átti hann erfitt með gang upp frá því. Lítið var um skólagöngu þess vegna. Ekki var um mikla samfé- lagshjálp að ræða í þá daga. Dreng- urinn varð til baka, blandaði lítið geði við aðra og reyndi nánast að fela sig ef gesti bar að garði. Þegar við sjáum hve ótrúlega mikið er gert í dag fyrir þroska- hefta, hreyfihamlaða og aðra sem ekki era eins og fjöldinn er erfitt að hugsa sér ungan dreng sem lítinn skilning fékk í plássinu sínu. Varð einrænn en sjálfum sér nógur. Hann varð ekki allra. Dolli las mikið og var fróður um margt. Synd að ekki var leitað í hans smiðju um lífið í gamla daga á Þing- eyri. Okkur fræddi hann um frænd- garð og lifnaðarhætti áður fyrr. Dolli vann við ýmislegt á áram áð- ur. Hann vann með pabba sínum við samkomuhúsið um árabil; í vél- smiðju Guðmundar og í frystihús- inu. Hann bjó í húsi foreldra sinna í f. 1914 (dó þriggja mán.); _ Einar, f. 1917. ÖIl eru þau látin. Adolf ólst upp í foreldrahúsum, en bjó síðan einn er faðir hans fór á Hrafnistu. Hann vann á ýmsum stöð- um um ævina, m.a. í Vélsmiðju Guð- mundar og Frysti- húsi Þingeyrar. Lengst af bjó hann í Aðalstræti 21. Útför Adolfs fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Aðalstræti 21 lengst af eða þar til hann flutti á heimili aldraðra fyrir nokkrum áram. Trillu átti hann og undi sér vel á sumrin við veiðar. Dolli átti fáa en góða vini sem litu við hjá honum reglulega. Kvenfélag- ið reyndist honum vel en móðir hans hafði verið formaður þess á áram áður. Á sumrin kom hann um árabil tfi Reykjavíkur og dvaldi um tíma í Melgerði hjá foreldram okkar. Síð- ar heimsótti hann Axel og Steinu konu hans og dvaldi hjá þeim. Kynntist hann börnum þeirra og barnabörnum vel. Dolli var vinur vina sinna og kunni að meta það sem fyrir hann var gert. Við vfijum þakka starfsfólkinu í sjúkraskýlinu, stúlkum sem ræstu hjá honum og voru honum afskap- lega góðar og öllum vinum hans og vandamönnum sem reyndust hon- um vel. Hann kveðja nú fimm ekkjur, börn þeirra og afkomendur. Að leið- arlokum biðjum við honum blessun- ar. Hvíli hann í friði. Sigurbjörg, Guðmundur og Axel Axelsbörn. Frændi hans Axels afa er dáinn. Hann var líka frændi minn. Hann Dolli frændi okkar hringdi oft í okk- ur afa og ég talaði oft við hann í síma. Við skiptumst á upplýsingum um veðrið í Reykjavík annars vegar og á Þingeyri hins vegar. Ég hef aldrei séð Dolla frænda en samt þekkti ég hann vel. Hann ætlaði að heimsækja okkur nú í sumar en svo varð hann veikur. Ég veit að þegar ég verð stærri fer afi með mig til Þingeyrar og sýnir mér húsið hans Dolla og segir mér sögur af þeim bræðranum. Þá heimsæki ég þig, Dolli frændi. Saknaðarkveðjur. Róbert Ingi. Hann Dolli frændi okkar er dá- inn. Það era ekki mörg ár síðan við kynntumst honum en við vissum svo sannarlega af þessum frænda okkar á Þingeyri. Axel afi og amma Steina vora dugleg að senda Dolla ýmislegt í póstinum sem hann vanhagaði um. Þá fylgdi alltaf stór skammtur af súkkulaði, brjóstsykri og öðra góð- gæti með í pakkanum. Við horfðum stóreyg á þegar amma pakkaði þessu inn og við veltum því fyrir okkur hvers konar nammikall þessi frændi okkar væri. Þegar sendingin kom á áfangastað átti Dolli það til að taka bátinn sinn og sigla hæfilega langt út á haf. Þar var lítið um mannaferðir og þarna undi Dolli sér vel, maulandi sælgæti. Þegar Dolli kom í heimsókn fyrir nokkram áram í Eyktarásinn heils- uðum við að sjálfsögðu upp á hann. Þarna var hann ljóslifandi kominn sjálfur frændinn okkar frá Þingeyri. Fyrir tveimur áram gafst okkur frændsystkinum síðan tækifæri til þess að heimsækja Dolla alla leið til Þingeyrar með afa og ömmu. Þarna var Dolli á heimavelli og lék við hvern sinn fingur. Líklega hefur verið erfitt að finna mann sem kunni sögu Þingeyrar jafnvel og Dolli. Hann var geysilega fróður, las mikið og hlustaði mikið á útvarp. Þessi ferð verður lengi í minnum höfð. Minningin um góðan frænda, sælkera og mikinn húmorista er vel geymd. Við fráfall Dolla frænda verður lífið fátæklegra en hans tími var kominn. Það verður vel tekið á móti þér í nýjum heimkynnum, elsku frændi. Við kveðjum með söknuði en eram þakklát fyrir góð kynni. Þín frændsystkini, Daníel Þór, Lovísa Ósk og Axel. ADOLF SIGURÐSSON hann var í þeim ham, verkin klárað- ust og oftar en ekki með glans. Þá var gaman að lifa. Þannig var það hvort sem við voram að bera áburð á trjáplönturnar við sumarbústaðinn, taka á móti erlendum gestum og sinna þeim eða kaupa nýjan bfl. Mað- ur lét sér það ekki til hugar koma að slá af eða slóra við vinnu þegar mað- ur var með Matthíasi og kapp var rannið á hann, því þá dróst maður fljótt aftur úr. Það var fátt sem hann gat ekki gert, en þó keypti hann oft þjónustu annarra. Hann hafði efni á því. Og margir hutu góðs af gjafmildi hans gegnum árin. Eitt var það þó sem hann virtist ekki skfija, það var hvemig bensínvél vinnur. Hann ætl- aðist tfi þess að vélin ryki í gang og gengi síðan án þess að slá fefipúst. Þannig var um allar bensínvélar, frá garðsláttuvélinni til bílvélarinnar og allt þar á milli. Mér fannst ég mikfi- vægur í hans augum þegar hann leit- aði ráða hjá mér með tvígengisvélar. Svo virtist sem hann áliti mig eina manninn sem gæti fengið þær til að ganga, og það var mfidð hrós af hans hálfu. Mfidð þótti mér vænt um þegar hann ávarpaði mig „vinur“. í mínum eyram var það einlægt hrósyrði og alltaf yljaði það mér um hjartaræt- umar. Það var gott að vera vinur þessa heiðursmanns. Maður varð sannarlega fyrir áhrifúm af því að umgangast hann og það var ekki hægt að vera með honum án þess að fmna hið sterka aðdráttarafl sem stafaði frá honum. Ég mun ávallt sakna hans. Það var gott að njóta þessa stutta tíma með honum, en verst er að maður skyldi ekki nota hann betur. Nú vermir maður sig við yl minninganna. Kæri vinur, þú átt skfida hvfldina. Vertu blessaður. Edward M. Swan. Kveðja frá Lyfjafræðingafélagi Islands Matthías Ingibergsson, lyfjafræð- ingur og fyrrverandi lyfsali, lést 28. júní sl. 82 ára að aldri. Matthías var einn þeirra áhugasömu lyfjafræði- stúdenta sem létu ekki heimsstyrj- öldina síðari koma í veg fyrir að þeir lykju námi þegar ekki var hægt að fara til Kaupmannahafnar að loknu aðstoðarlyfjafræðingsprófi í Reykja- vík, en sigldu til Bandaríkjanna til þess. Nám hans og vera í Bandaríkj- unum mótaði alla tíð siðan störf hans og apóteksrekstur. Matthías átti að baki langa og far- sæla starfsævi. Fyrst sem lyfjafræð- ingur í Laugavegs apóteki, síðar for- stöðumaður apóteks Kaupfélags Ámesinga, Selfoss apóteks í 16 ár. 1968 fékk hann lyfsöluleyfi fyrir Kópavogs apóteki sem hann rak þar tfi hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þó að Matthías hafi unnið erfið og tímafrek störf, sem lyfjafræðingur í Laugavegs apóteki og við uppbygg- ingu apóteka í ört vaxandi bæjarfé- lögum, vann hann líka mikið að fé- lagsmálum lyfjafræðinga ásamt því að taka virkan þátt í stjórnmálum og sveitarstjómarmálum. Matthías er einn fárra lyfjafræðinga sem setið hefur á Alþingi. _ Matthías sat í stjóm Lyfjafræð- " ingafélags Islands, sem þá var fyrst og fremst stéttarfélag, meira og minna frá því að hann lauk námi og þar til hann tók við Selfoss apóteki 1952. Þar af var hann formaður fé- lagsins síðustu tvö árin. Á þessum tíma var hann líka fyrsti ritstjóri tímarits lyfjafræðinga, Farmasíu og sat í stjórn Lyfjafræðingaskóla ís- lands. Lyfjafræðingafélag íslands þakk- ar Matthíasi störf hans í þágu félags- ins á þessum umbrotatímum. Störf sem unnin vora af dugnaði og ósér- hlífni. Eftir að hann varð apótekari starf- aði hann einnig kröftuglega að fé- lags- og hagsmunamálum apótekara ' m.a. sem formaður bæði í Apótek- arafélagi íslands og Apótekarafélagi Reykjavíkur. Matthías var vinsæll vinnuveit- andi. Starfsfólk sitt valdi hann af kostgæfni og umbunaði fyrir vel unnin störf. Hann gerði sér líka Ijóst hversu mikfivægt var að viðskipta- vinir apóteksins væra alltaf númer eitt. Það kom bæði fram í hönnun Kópavogs apóteks og þjálfun starfs- fólks. Undir hans stjórn dafnaði apótekið og óx og var við starfslok hans eitt stærsta og öflugasta apótek landsins. Matthías var maður sem sópaði að. Hann var eftirminnilegur per- sónuleiki þeim sem kynntust honum og ekki síst þeim sem störfuðu með honum. Fyrir hönd Lyfjafræðingafélags íslands sendi ég eiginkonu Matthías- ar Ingibergssonar, bömum og öðr- um ættingjum innilegar samúðar- kveðjur. Finnbogi Rútur Hálfdanarson, formaður LyQafræðingafélags íslands. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ELVAR GEIRDAL, Sambyggð 6, Þorlákshöfn, lést af slysförum miðvikudaginn 5. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Edda Pálsdóttir, Ævar Geirdal, Súsanna Antonsdóttir, Geirlaug Geirdal, Kjartan Fr. Adólfsson, Páll Geirdal, Kolbrún Rut Pálmadóttir, Ása Geirdal, Þóra Geirdal og barnabörn. <1 t Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við and- lát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður 1 okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRÐARJÓNSSONAR rafvirkja, Úthlíð 2, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Þorvarðardóttir, Sigrún Kristín Þórðardóttir, Sverrir Sigurðsson, Jón Þórðarson, Anna Kristln Tryggvadóttir, Elísa Ýr, Þórhallur Magnús, Tinna Rut og fris Heiða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.