Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ
,42 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000
MÍNNÍNGAR
JAKOBINA
MATHIESEN
tJakobma Mat-
hiesen fæddist í
Keflavík 9. mars
1900. Hún lést 19.
júní síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði 30.
júní.
Fólkið í Petersens-
húsinu í Keflavík er
■j^mér minnisstætt allt
frá bernskuárum, Jú-
líus Petersen, Guðflnna
kona hans og böm
þeirra öll. Á meðan Pet-
ersensfólkið, Júlíus, forfeður hans og
ættingjar bjuggu í Petersenshúsi var
það sannkallað ævintýrahús, utan-
dyra jafnt sem innan. Ég man að
þegar ég steig inn fyrir þröskuldinn
fannst mér ég vera komin í allt annan
heim, systurnar og móðir þeirra voru
íramúrskarandi fallegar konur og
Júlíus og piltamir tveir hlýlegir og
bamgóðir menn. Stundum settist
Hulda við orgelið í stofunni og spilaði
Kirkjuhvol, hún amma mín það sagði
mér, og bauð mér að koma inn í stof-
-j., una og syngja með sér. Það vom heil-
agar stundir í lífi lítillar stúlku. Mér
er það í minni er afi minn, Þorgrímur
Þórðarson héraðslæknir í Keflavík,
fór í sjúkravitjanir um héraðið, þá
var fylgdarmaður hans ævinlega Jú-
h'us Petersen. Amma mín, Jóhanna
Ludvigsdóttir, spurði jafnan mann
sinn: „Fer hann Júlíus ekki með
þér?“ Þorgrímur svaraði því játandi.
Þá vissum við að öryggi hans var
tryggt eins og hægt var.
Þorgrímur afi minn og Júlíus Pet-
ersen nutu þess að ferðast saman á
góðhestum sínum.
Jakobína Petersen og móðir mín,
Anna Þorgrímsdóttir, vom vinkonur
frá fyrstu kynnum. Þótt móðir mín
væri nokkrum ámm eldri var vinátta
þeirra traust og því líkust sem systur
væm. Þau tryggðabönd entust alla
tíð. Þótt leiðir skildu, er
móðir mín fluttist í
Borgarfjörðinn en Ja-
kobína stofnaði heimili í
Hafnarfirði, var sam-
band þeirra stöðugt.
Sama má segja um fólk-
ið í Læknishúsinu í
Keflavík. Amma mín
gladdist innilega þegar
frændi hennar Jón
Mathiesen kvæntist Ja-
kobínu. Jón og amma
mín vora náskyld og
þótti henni undurvænt
um Jón. Ungu hjónin
komu oft í heimsókn til
okkar í Læknishúsið. Jón kom þá
með Ijósmyndir af stöðum sem ömmu
minni vom kærir frá æskuáram er
hún ólst upp í Hafnarfirði. Heimili
Jakobínu og Jóns stóð lengi við
Strandgötu í Hafnarfirði.
Það sem einkenndi heimilið í mín-
um augum var birta, hlýja og gest-
risni. Jóhanna systir mín tengdist
hjónunum og dætmm þeirra, Soffíu
og Guðfinnu, órjúfandi böndum. Hún
dvaldist hjá þeim mörg sumur á
æsku- og unglingsáram. Við systkin-
in voram ætíð velkomin á heimilið
sem gestir og dvalargestir.
Jakobína vann ötullega að öllum
áhugamálum sínum. Var hún hverri
konu glæsilegri á að líta. Minnisstæð
verður hún öllum sem þekktu hana
er hún klæddist fallega íslenska bún-
ingnum sínum, sem hún bar með
kvenlegri reisn og þokka.
Jakobína og Jón Mathiesen eign-
uðust tvær dætur, Soffíu sem giftist
Davíð Scheving Thorsteinssyni
framkvæmdastjóra. Hún lést í blóma
lífsins frá manni og þrem ungum
bömum. Yngri dóttirin Guðfinna er
gift bandarískum manni, Martin J.
Bevans, og þau eiga fimm börn.
Innilegar saknaðar- og samúðar-
kveðjur frá mér og eiginmanni mín-
um, Pétri Péturssyni.
Bima Jónsdóttir.
MARGRÉT
HARALDSDÓTTIR
+ Margrét Har-
aldsdóttir fædd-
ist á Kjalarlandi í
s Vindhælishreppi 29.
september 1943. Hún
lést á Ifknardeild
Landspítalans 24.
júní síðastliðinn og
fór útfór hennar
fram frá Kópavogs-
kirkju 3. júlí.
Nú er Margrét vin-
kona mín búin að fá
hvíldina eftir erfið
veikindi. Hún var ein
af þessum hvunndags-
hetjum sem notuðu líf sitt og orku til
að sinna og hlúa að öðram.
Ég kynntist henni fyrir sextán ár-
um en þá voram við báðar staddar í
^ Reykjavík með fötluð börn okkar og
bjuggum saman í húsi sem Þroska-
hjálp á og hefur reynst margri fjöl-
skyldunni utan af landi mikið þarfa-
þing. Við voram báðar kvíðnar yfir
því hvernig búskapurinn saman
myndi takast hjá okkur en sá kvíði
reyndist óþarfur. Okkur leið vel
saman og börnunum okkar líka, og
áður en við kvöddum hvor aðra eftir
fjögurra vikna dvöl veltum við því
fyrir okkur hvort við gætum ekki
haft einhver áhrif þannig að við vær-
um aftur saman næst þegar þyrfti
að fara í þjálfun og læknisvitjun.
í,Næstu ár hittumst við oft í „Mel-
gerði“ og var það ómetanlegt að vita
af því að vera á sama tíma og
Magga. Annarri þótti skemmtilegra
að elda og hinni að þrífa og þá var
verkunum skipt þannig. Á kvöldin
vora saumavélarnar settar upp á
borð og hver jogging-gallinn saum-
aður á eftir öðram. Þama var oft
;glatt á hjalla á kvöldin, voram við
oftast fjórar konur saman í einu og
handavinnan hafði öll
völd. Það var ómetan-
legt fyrir okkur að
kynnast og fá reynslu-
sögur hver annarrar,
þar sem við voram víða
að og sumar einangr-
aðar með sín vanda-
mál. Búðarferðirnar
okkar Möggu voru oft
með alls konar uppá-
komum og gátum við
oft hlegið dögum sam-
an að því sem gekk á.
Binni minnti okkur oft
á þegar ekki vildi betur
til í öllum hamagangin-
um en svo að keyrt var yfir einn inn-
kaupapokann. Magga hafði frábær-
an húmor og sá alltaf spaugilegu
hliðarnar á öllum málum. Hún hafði
svo skemmtilegan orðaforða sem
hún notaði og hvað það var yndislegt
þegar einhver var að segja henni
eitthvað sem henni þótti ótrúlegt og
spurði þá: „Sastu sjálfur uppi í tré?“
Magga flutti síðar til Reykjavíkur til
að búa Binna sínum heimili þar en
hann fór í Öskjuhlíðarskóla. Þar
bjuggu þau saman ásamt Kristínu
Dís þar til fyrir rúmu ári að Binni,
orðinn fullorðinn maður, flutti að
heiman eins og allir fullorðnir gera
einhvern tíma. Við hjónin nutum
mikillar gestrisni Möggu og fengum
oft að gista eina nótt þegar þurfti að
hendast til Reykjavíkur á fundi. Og
ekki var að spyrja að, það var setið
og skrafað langt fram á nótt. Kæra
vinkona, minningarnar eiga eftir að
ylja um ókomin ár, þær tekur eng-
inn frá okkur.
Elsku Bjössi, Dís, Binni, Siggi,
Þórann, aðrir ættingjar og vinir,
innilegustu samúðarkveðjur. Guð
styrki ykkur á þessum erfiðu tímum.
Sólveig og Einar.
Þakklæti og virðing er mér efst í
huga er ég minnist Jakobínu Mat-
hiesen.
Síðast þegar ég hitti hana, þá
komna á 101. aldursár, var yfir henni
eins og ætíð á langri leið, glæsibrag-
ur og reisn.
Jakobína var einstök kona, áræð-
in, hispurslaus og yfir henni ríkti
gleði og bjartsýni. Hún vakti athygli
hvar sem hún fór.
Jakobína var gift afabróður mín:
um, Jóni Mathiesen kaupmanni. I
minningu æskuára var alltaf gaman á
mannamótum þar sem þau vora,
hann ofurlítið stríðinn, reitti af sér
góðlátlega brandara og sagði sögur
hún skoðanafóst og hreinskilin. Jón
dó árið 1973.
Jakobína vann ötullega að félags-
málum, hafa mörg félagasamtök not-
ið einlægra krafta hennar en fjöl-
skyldumanneskja var hún fyrst og
fremst.
I heimsóknum til hennar sagði hún
mér fréttir af sínum og spurðist
frétta, hún fylgdist vel með með sín-
um ferska huga allt til loka.
Stjórnmál vora henni ofarlega í
huga alla tíð, hún var ein af stofnend-
um Vorboða, félags sjálfstæðis-
kvenna í Hafnarfirði. Sagði hún mér
margt frá fyrri tíma og fyllti frásögn
sína lífi, fannst henni að það væri
nauðsyn nútímafólki að vera meðvit;
að um það sem á undan var gengið. í
stjómmálum hvatti hún eindregið til
að þora að hafa skoðanir, fylgja sann-
færingu sinni og taka ákvarðanir.
Aldrei bar Jakobína sorgir sínar á
torg, aldrei kvartaði hún undan
slæmu heilsufari, hún þakkaði fyrir
það góða og það skipti máli.
Kjamakona er gengin. Um margt
var hún á undan sinni samtíð.
Ég vil á kveðjustund þakka fyrir
ánægjulega samvera, vinarhug mér
og fjölskyldu minni til handa.
Kæra fjölskylda, ykkur öllum færi
ég og fjölskylda mín innilegar sam-
úðarkveðjur.
Blessuð sé minning Jakobínu Mat-
hiesen.
Valgerður Sigurðardóttir.
Jæja amma, þar kom að því. Þú
varst búin að tala um það lengi. En
það er víst þannig að enginn lifir að
eilífu, en það sem við eigum og getum
þakkað fyrir era minningamar.
Það fyrsta sem ég man eftir er ilm-
urinn af heitu súkkulaði og Ijúffeng-
um pönnukökum heima á Álfaskeið-
inu. Hver sá sem bragðaði
pönnukökurnar hennar ömmu gat
aldrei gleymt þeim og er ég þar engin
undantekning. Ekki nóg með að bak-
aðir væra tugir pönnukaka ofan í all-
an mannskapinn heldur fékk ég þær
líka stundum með heimsendingar-
þjónustu ef svo má segja, þegar
amma stökk upp á fjórðu hæð, níræð,
án þess að blása úr nös og bakaði of-
an í mig þar til ég sprakk. Meðan á
átinu stóð spjölluðum við heilmikið,
þrátt fyrir áttatíu ára aldursmun.
Það var líka svo ótrúlegt amma
mín, hvað þú fylgdist vel með. Á Is-
landi var hvorki sími né sjónvarp árið
1900 en svo var það núna rétt um
daginn að þú varst að spyrja mig um
Netið og hvernig þetta virkaði nú allt
saman. Þetta þótti mér með ólíkind-
um, en alltaf gat amma komið manni
á óvart.
Eitt af því sem ég man þó allra
helst era orð sem amma hafði í há-
vegum alla tíð og ég veit að ég gleymi
ekki. „Vín er ríðbjóður," sagði amma
og mér er sagt að fjögurra ára hafi ég
setið uppi á afgreiðsluborði í Áfengis
-og tóbaksverslun ríkisins og haft
þessi orð eftir háum rómi, við mikinn
fögnuð viðstaddra. Amma sagði þetta
oft og nú síðast fyrir stuttu þegar ég
fór með glænýju stúdentshúfuna að
heilsa upp á hana. Það var eins og við
manninn mælt að mér var tekið sem
þjóðhöfðingja og boðinn bijóstsykur
og ýmislegt annað, en svo kvaddi hún
mig á þessa leið: „Bless Davíð minn,
Guð geymi þig og mundu að vín er
viðbjóður". Þótti mér þetta hin besta
kveðja og með orðum mínum hér
reyni ég að feta í fótspor þín amma
og kveðja þig á viðeigandi hátt. Takk
fyrir minningamar amma mín og
Guð geymi þig.
Davíð.
Það sem af er þessu ári hefur þjóð-
in verið að rifja upp og minnast
merkra atburða sem gerst hafa á lið-
inni öld. Vissulega hafa átt sér stað
miklar breytingar á öllum sviðum
þjóðlífsins og vonandi oftast til bóta.
Nú þegar við kveðjum Jakobínu
Mathiesen sem lifði allt þetta tímabil
og nokkram mánuðum betur er mér
efst í huga þakklæti, þakklæti fyrir
að hafa fengið að kynnast þessari
stórbrotnu og góðu konu og að hafa
átt samleið með henni í þrjátíu og
fimm ár.
Fyrstu kynni mfn af henni vora
þegar ég kynntist tengdasyni henn-
ar, Davíð Sch. Thorsteinsson, sem þá
var ekkjumaður. Hann missti konu
sína Soffíu árið 1964 en hún var eldri
dóttir Jakobínu og Jóns Mathiesen.
Þau eignuðust þijú böm: Lauru,
Hrund og Jón, en yngri dóttir Jóns
og Jakobínu er Guðfinna, eða Dunda
eins og hún oftast er kölluð.
Það er óhugsandi að minnast Ja-
kobínu án þess að nefna um leið eig-
inmann hennar, Jón Mathiesen,
kaupmann í Hafnarfirði, því þau vora
sem órjúfanleg heild og stórbrotnir
persónuleikar, hvort á sína vísu.
Jón dó langt um aldur fram en í níu
ár hlotnaðist mér sú gæfa að njóta
samvista við hann. Jón var einstakur
maður, alltaf hress og kátur og til-
búinn að hjálpa þeim sem bágt áttu
og umfram allt reyndist hann
„Sossubörnunum" sínum vel.
Hann laumaði t.d. alltaf alls konar
góðgæti í pokann þegar ég pantaði í
matinn hjá honum og yfirleitt notaði
hann tækifærið og kom sjálfur með
sendinguna og heimsótti okkur í leið-
inni. Þegar svo kom í ljós hitt og
þetta sem ekki hafði verið á pöntun-
arlistanum var alltaf sama svarið:
„Það er sama hvar þetta liggur.“
Það hlýtur að hafa reynst erfitt
fyrir Jón og Jakobínu að fá nýja konu
við hlið Davíðs inn í líf sitt og barn-
anna en allt frá fyrsta degi fann ég
aldrei annað en hlýju og elsku
streyma frá þeim.
Það era ótal dýrmætar minningar
tengdar afa og ömmu í Habbó eins og
þau vora alltaf kölluð í fjölskyldunni
og er mér sérstaklega minnisstætt
hvað það var alltaf gott að koma á
heimili þeirra við Hringbraut J.M.,
sem var eina húsið við þá braut og
sem þá var úr alfaraleið. Þetta var
notalegt timburhús við lækinn,
sannkallaður unaðsreitur, fjarri
skarkala lífsins.
Það var eins og að ganga á vit
ævintýranna að koma þar inn og
finna hinn góða anda sem þar ríkti.
Minningamar um ferðalögin sem
farin vora með Jakobínu, og Jóni á
meðan hans naut við, vítt og breitt
um landið dofna seint og sömuleiðis,
eftir að Jón dó, þegar við sóluðum
okkur með ömmu í Flórída eða þegar
hún lét sig ekki muna um að koma
siglandi á Þingvallavatni á tíræðis-
aldri til að heimsækja okkur.
Ekki má heldur gleyma hinum
ýmsu fundum sem ég upplifði með
henni, þá sérstaklega öllum jólafund-
unum hjá Vorboðanum þar sem hún
var ein af stofnendum og lengi for-
maður. Fundirnir sjálfir fundust mér
misskemmtilegir en alltaf vai- hún
jafnglæsileg og með afbrigðum
STEFÁN ÓLIÁRNASON
STEINUNN ÁRNADÓTTIR
+ Stefán Óli Árna-
son fæddist í
Reykjavík 8. maí
1941. Hann varð
bráðkvaddur á heim-
ili sínu í Kúpavogi
20. júní siðastliðinn
og fdr útför hans
fram frá Kdpavog-
skirkju 28. júni.
Steinunn Árna-
ddttir fæddist í
Reykjavík 14. janúar
1951. Hún lést á
Landspítalanum 17.
júní síðastliðinn og
fdr útför hennar
fram frá Hallgrímskirkju 29. júní.
Á sautjánda júní var ég stödd í
Noregi og fékk á svipuðum tíma
fréttir af stórjarðskjálfta á íslandi og
fréttina um andlát frænku minnar
Steinunnar. Daginn sem ég kom
heim vora fyrstu fréttir þær að Stef-
án Óli bróðir hennar væri látinn.
Hvað er eiginlega að gerast hér
heima?
Nú hefur ykkur verið svipt burt úr
okkar stóra frændsystkinahópi eins
og Þór bróður ykkar, langt um aldur
fram, og erfitt er að skilja hvers
vegna það erað þið systkinin sem
hverfið fyrst á braut en það er svo
margt í tilveranni sem við fáum aldrei
svörvið.
Mörg höfum við tifað okkar fyrstu
spor í húsinu hennar ömmu á Berg-
þóragötu 6B. Þar var ég svo gæfusöm
að alast upp með ykkur og hafa ykkur
ásamt Gumma, Boggu og Þór sem
mín yngri systkini. Fullorðin hlógum
við Stefán Óli oft að því hvað þú,
Gummi og Ollý frænka voruð þæg og
hlýðin þegar ég draslaðist með ykkur
og hafði fyrir dúkkurnai- mínar.
Margs er að minnast en þó mest
hvemig við eins og ein fjölskylda,
með tvö pör af foreldram, ykkar og
mína, ólumst upp við ástúð og um-
hyggju sem okkur fannst á unglings-
áranum á stundum vera of mikil af-
skiptasemi. En þú, Steinunn mín,
Steinunn Iitla, eins og mamma sagði
alltaf, æsku þinni fylgdist ég ekki eins
vel með þar sem ég bjó í öðram lands-
hluta á þeim áram sem þú varst að
vaxa úr grasi. Ég kynntist þér sem
þroskaðri konu sem kallaðir okkur
saman er nokkur tími var liðinn frá
dauða mömmu þinnar og sýndir með
því að við sem fjölskylda voram þér
mikilvæg í sorg þinni og sýndir þann-
ig elsku þína til okkar. Ég fékk líka að
vera í tengslum við þig er þau veik-
indi, sem tóku þig frá börnum þínum
og Jóa, tóku að herja á þig og fann
þann ótrúlega styrk sem Steinunn
litla (hennar mömmu) hafði í þeirri
raun.
Styrkur stórfjölskyldunnar hefur
verið snar þáttur í lífi okkar allra og
haft áhrif á okkur og þið systkinin
Stefán Óli og Steinunn og makar ykk-
ar hafið sýnt það. Þið vorað ötulust að
mæta í mánaðarlega frændsystkina-
kaffinu í Kringlunni í mörg ár og
sýnduð með því hversu mikilvæg
bönd stórfjölskyldunnar vora ykkur
og þú Stefán Óli byggðir upp ásamt
eiginkonu þinni sama andrúmsloft
gestrisni á ykkar heimili eins og þú
hafðir alist upp við á Bergþóragöt-
unni. Ógleymanlegt er mér m.a. síð-
asta afmælið sem þið hélduð fyrir
mömmu þína og sú fallega og
skemmtilega ræða sem þú af þinni al-
úð og virðingu fluttir mömmu þinni.
Ég gleymi heldur aldrei þegar hringt
var í mig síðla kvölds fyrir nokkram
mánuðum. Það var þá Steinunn að
segja mér að þau Jói væru nú eigend-
ur að Bergþóragötu 6B og þar væra
allirvelkomnir áný.
Ég þakka fyrir nærvera ykkar í
gleði og sorg og bið guð að gefa fjöl-
skyldum ykkar styrk.
Ykkar frænka,
Sdlveig.