Morgunblaðið - 08.07.2000, Side 46
46 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Maestro
I "
ÞITT FE
HVAR SEM
ÞÚ ERT
IJI l.pl.RJC
GÓLFSTROKKAR
FVRIR VATNS- OG HITALAGNIR
IINFALT • SNVRTILEOT ■ FUÓTLECT
Oólfítrokkarnir frá SIMPLEX
eru elnfaldir í uppsetningtr
og snyrtilegir. Cólfstrokkarnlr
henta fyrlr fiestar gerðlr af
rörum
UMRÆÐAN
Afram Sleipnismenn
ÞÓ SVO að Davíð
konungur verði reiður
við mig, eins og biskup-
inn, vil ég samt taka
undir þau orð okkar
ágæta biskups að þetta
þjóðfélag er farið að
stjómast af mikilli
græðgi og eiginhags-
munahyggju. Þó svo að
Davíð hafi orðið fúll út í
biskupinn tók hann að
nokkru leyti undir orð
hans í 17. júní-ávarpi
sínu um það að við
mættum ekki gleyma
lítilmagnanum. Hver
svo sem meiningin var
hjá Davíð er það alveg
ljóst að hér á landi er að verða rosaleg
stéttaskipting, sem alls ekki þyrfti að
vera þar sem þetta litla fallega land
sem við byggjum er ríkt af auðlindum
og allir ættu að geta haft það mjög
gott, ef græðgi og misskipting væri
ekki slík sem hún er. Hver eru t.a.m.
rökin fyrir því að fyrirtækin geti ekki
greitt fólkinu sínu mannsæmandi
laun þegar þau skila milljóna og
hundraða milljóna hagnaði ár eftir
ár? Það má ekki gera mannsæmandi
kjarasamninga að sögn stjómvalda
og atvinnurekenda því þá fer verð-
bólgan af stað, sem er bara kjaftæði
eins og komið hefur í ljós. Verðbólgan
hefur ætt upp þrátt fyrir lúsarkaup-
hækkanir í undanfarandi kjarasamn-
ingum. Hver eru rökin fyrir því að
forstjóri eða bankastjóri o.s.frv. er
með 10-20 sinnum hærri laun en
verkamaðurinn eða þjónustufull-
trúinn sem er andlit fyrirtækisinns út
á við, ekki eru þeir 10^-20 sinnum mik-
ilvægari eða Idárari? Forstjóri gerir
lítið ef hann hefur ekki undirmenn
sem vinna störfin og redda hlutunum,
eða eins og einn flugmaður sagði við
mig, hver eru rökin fyrir því að flug-
maður sem tekur flugvélina á loft,
setur síðan sjálfstýringuna á og lapp-
imar upp á mælaborðið og hefur það
huggulegt hefur 10-12 sinnum hærri
laun heldur en bifreiðarstjórinn sem
er í umferðinni á jörðu niðri og þarf
að hafa alla athyglina við aksturinn
og verður fyrir ótrúlega miklu áreiti
og stressi. Fyrirtækiseigendur og
stjómvöld verða að fara átta sig á því
að kúrvan í skipuritinu
snýr öfugt, andlit fyrir-
tækisins er miklu mikil-
vægara en forstjórinn
sem situr einhversstað-
ar á bakvið.
Það er ömurlegt til
þess að vita að forystu-
menn verkalýðsfélag-
anna séu svo uppteknir
af peninga- og valda-
græðgi að þeir megi
ekki vera að þvi að
hugsa um verkafólkið
sem þeir em kosnir til
að vinna fyrir. Valda-
baráttan í verkamanna-
sambandinu ber þess
gleggst merki. Menn
skulu athuga það, að þeir em að leika
sér með fjármuni verkafólksins, en
Verkfall
Það er aðdáunarvert,
segir Marías Sveinsson,
hvað fólkið í þessu litla
félagi stendur vel
saman.
glýjan í augum þeirra er líklega orðin
svo mikil að sú staðreynd er orðin
fjarlæg. Hvaða leyfi hafa nokkrir pót-
intátar til þess að ræna verkalýðinn
milljónum til að gera starfslokasamn-
ing við einn pótintátann sem kosin
var af fulltrúum verkalýðsins af því
að þeim finnst þeir þurfia að losna við
hann, þið hafið bara ekkert leyfi til að
haga ykkur svona, þið emð ekki
kosnir til þess, formaðurinn á að falla
í kosningu á næsta þingi ef ekki er
hægt að nota hann lengur. Það á ekki
að kaupa hann í burtu með stolnum
peningum. Það er ekki síður lítil-
mannlegt og lýsir því best hvemig
verkalýðsforystan er þenkjandi, að
formaður verkamannasambandsins
„sem oft hefur gagnrýnt starfsloka-
samninga" skuli láta græðgiglýjuna
villa sér sýn, og taka við næstum fjór-
földum árslaunum verkafólksins fyrir
það eitt að hætta, sveiattan, þetta er
lélegt. Það verður að teljast afar
furðulegt hvað verkalýðsfélögin og
alþýðusambandið hafa verið spör á
stuðning við verkfallsaðgerðir Sleipn-
ismanna. Þau tóku seint og illa við sér
eins og stuðningyfirlýsing ASI lýsir
kannski best, það var ekki fyrr en
nokkuð var liðið á verkfall að þeir
sendu stuðningsyfirlýsingu eftir að
Sleipnismenn vom búnir að minna þá
á að þeir væm í verkfalli. Hver er
ástæðan fyrir því að félögin sýna ekki
samstöðu og hvetja menn? Getur það
verið að forystan sé orðin svo bundin
af atvinnurekendum í gegnum lífeyr-
issjóðabitlingana að þeir sjái ekki
bjálkann í auga sér? Guð fyrirgefi
ykkur, þið hræsnarar.
Vilja menn
ekki hærri laun?
Ég ber mikla virðingu fyrir Óskari
og þeim harða kjama Sleipnismanna
sem þora að bjóða atvinnurekenda-
auðvaldinu byrginn með því að fara í
verkfall til að reyna að rétta hlut bif-
reiðarstjóra. Það er aðdáunarvert
hvað fólkið í þessu litla félagi er
áræðið, ákveðið og stendur vel sam-
an, það færi betur á því fyrir verka-
lýðinn, að fleiri væm svona harðir.
Eg ber að sama skapi litla virðingu
fyrir þeim bílstjómm sem með sleikju
og undirlægjuhætti gagnvart vinnu-
veitandanum láta nota sig og nafn sitt
til að brjóta á bak aftur þá viðleitni
Sleipnismanna til að hækka launin
okkar og gera bifreiðarstjórastarfið
að því virðingarstarfi sem það áður
var. Já, ég segi sleikjuhætti, það hlýt-
ur að vera sleikjuháttur við vinnu-
veitandann sem rekur menn tfi að
framkvæma verkfallsbrot og að geta
ekki sýnt samstöðu með þeim mönn-
um sem leggja hefimikið á sig tfi að
berjast fyrir laununum okkar, varla
er ástæðan sú að menn vfiji ekki
hærri laun.
Ég vil halda því fram að það jaðri
við mannréttindabrot hjá sýslumann-
inum í Reykjavík að samþykkja lög-
bann á Sleipnismenn að óskoðuðu
máli og með þeim forgangshraða sem
það fékk, er það nóg ástæða hjá Teiti
Jónassyni að leggja bara fram lista
með einhverjum nöfnum til að fá
lögbannskröfu framgengt? Þarf ekki
sýslumaður að skoða þann lista og
ganga úr skugga um það hvar menn-
Marías
Sveinsson
imir eru skráðir í félag og vinnu? Er
það ekki að minnsta kosti siðlaust að
samþykkja lögbannskröfu á mann
sem er í fullri vinnu hjá SVR en á lista
Teits? Samviska mín segir að það sé
siðlaust, og ennþá siðlausara fmnst
mér það hjá viðkomandi vagnstjóra
SVR sem viðurkenndi fyrir mér að
nafn hans væri með fullu samþykki á
listanum.
Bflsljói'ar,
stöndum saman
Það er kominn nýr kórstjóri í grát-
kórinn. Það heyrist orðið lítið í Krist-
jáni Ragnarssyni enda veður kvóta-
aðallinn í peningum upp fyrh' haus,
en þess meira heyrist í Ara Edwald,
nú er hann orðinn aðalgrenjari, og
barmar sér hástöfum. Heldur Ari að
hann sé að tala við tóma aula? Hann
kemur með yfirlýsingar í fjölmiðlum
um að Sleipnismenn séu að leggja
fyrirtækin í rúst með verkfallinu.
Éyrirtæki sem eru að tapa milljónum
á hverjum degi hljóta að geta borgað
örlítið hærri laun. Menn með fleiri
hundruð þúsunda mánaðartekjur
ættu að skammast sín fyrir að láta
slíkt út úr sér. Hvað heldur Ari að
hann sé búinn að kosta þessi fyrir-
tæki með þrjóskunni í sér? Það er
nefnilega frekar hann sem er að
steypa fyrirtækjunum í glötun, það
sést best á því að fyrirtæki sem
standa utan og jafnvel innan Samtaka
atvinnulífsins eru reiðubúin að borga
samkvæmt kröfugerð Sleipnis, en Ari
sættir sig bara ekki við að geta ekki
svínbeygt, eða jafnvel drepið, þetta
litla félag. Það vita það allir, nema
kannski Ari, að fyrirtækin í landinu
vaða í peningum og geta vel borgað
hærri laun, ef græðgin væri ekki látin
ráða. Það er aðdáunarvert hvað fófidð
í þessu litla félagi stendur vel saman
og lætur ekki lemja á sér, og mættu
margir taka sér það til fyrirmyndar.
Ég skora á alla bílstjóra að standa
saman og láta ekki vinnuveitendur
komast upp með það lengur, að
sundra okkur til þess eins að halda
niðri laununum.
Þeir eru að fremja mannréttinda-
brot með því að þvinga menn til að
vera í hinum og þessum félögum og
jafnvel utan félaga. Það erum við sjálf
sem ráðum því í hvaða félagi við er-
um. Fylkjum okkur nú um fagfélag
okkar, Sleipni. Því þá fyrst er við
stöndum öll saman náum við árangri
og laununum upp.
Höfundur er vagnstjóri hjá SVR.
:
Stóreignir óskast
Höfum verið beðnir um að útvega:
2.500-3.000 fm skrifstofubyggingu (atvinnuhúsnæði).
4.000-5.000 fm skrifstofubyggingu (atvinnuhúsnæði).
Staðgreiðsla í boði.
Allar nánari upplýsingar veita Sverrir, Stefán Hrafn eða Óskar.
INNLENT
^Oðkaupsveislur—Gtisamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynnlngar og fl. og fi. og fl.
- veislirtp<á
,.og ýmsir fylgihlutir
* Ekki treysta á veðrið þegar
skipuleggja á effirminnilegan viðburð -
Tryggið ykkur og leigið stórt tjald
á staðinn - það marg borgar sig.
Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700 m2
Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf
og tjaldhitarar.
títáta
á heimavelli
síml 5621390 • fax 552 6377 • bi*@*cout.ls
Nýr formaður Islensk-
ameríska verslunarráðsins
AÐALFUNDUR íslensk-ameríska
verslunarráðsins var nýlega haldinn
og á fundinum var Ólafur Jóhann
Olafsson hjá Time Wamer Digital kos-
inn nýr formaður. Fráfarandi formað-
ur er Jon Yard Amason lögfræðingur
og meðeigandi í fyrirtækinu Haight,
Gardner. Nýr varaformaður Islensk-
ameríska verslunarráðins er Thor
Thors. jr. og framkvæmdastjóri er
Magnús Bjamason viðskiptafulltrúi.
Framundan á þessu ári er t.d. ráð-
stefna hinn 8. september í Boston
sem verslunarráðið og New England
Aquarium standa fyrir um fiskveiðar
og fiskveiðistjórnun. Ræðumenn á
þeirri ráðstefnu verða m.a. Halidór
Asgrímsson utanríkisráðherra og
Magnús Gústafsson, forstjóri Cold-
water Seafood Corp., auk fjölmargra
sérfræðinga á þessu sviði frá Banda-
ríkjunum og Kanada.
I október mun íslensk-ameríska
verslunarráðið standa fyrir ráðstefnu
í samvinnu við Amerísk-íslenska
verslunairáðið um fjárfestingar-
mögueika á íslandi. Jafnframt mun
ráðið ásamt íslenskum fyrirtækjum í
Kanada standa fyrir hádegisverði í
Halifax hinn 9. ágúst þegar forseti ís-
lands verður þar.
Islensk-ameríska verslunarráðið
hefur staðið fyiir fjölmörgum atburð-
um undanfarna mánuði, t.d. hádegis-
verðafundi með Davíð Oddssyni for-
sætisráðherra í Ottawa auk atburða í
New York, Los Angeles og Norfolk.
Frekari upplýsingar um verslunar-
ráðið og atburði sem fram fara í
Bandaríkjunum á árinu 2000 er hægt
að finna á heimasíðu verslunarráðsins
icelandtrade.com eða á www.iceland-
naturally.com.