Morgunblaðið - 08.07.2000, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 08.07.2000, Qupperneq 48
.48 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Línur að skýrast í dómum kynbótahrossa á Landsmóti Sigurinn í höfn hjá Gleði frá Prestbakka og Þorvaldi Arna. Spyrna frá Holtsmúla og Þörarinn Eymundsson, hækkuðu enn hæfileikaeinkunnina. Spyrna frá Holts- múla og Alfadís frá Selfossi slá í gegn Fjögurra vetra hryssan Spyrna frá Holtsmúla er án efa ein af stjörn- •'Um landsmótsins en hún bætti enn við sig á yfirlitssýningu í gær þeg- ar hún hækkaði sig í stökki og fékk nú 9,0. Áður hafði hún hækk- að sig um hálfan i dómum fyrir tölt en reyndar lækkað um hálfan fyrir brokk. Spyrna er því komin með fjórar níur í hæfileikum sem er einstakur árangur hjá fjögurra vetra hrossi. Með þessum árangri er Spyrna að leggja grunn að glæsilegri útkomu Holtsmúlabús- ins á landsmótinu og sömuleiðis föður sínum Orra frá Þúfu. Móðir hennar er Sara Borgfjörð frá Holtsmúla. Knapi á Spyrnu var Þórarinn Eymundsson. Önnur hryssa í fjögurra vetra flokki, Álfadís frá Selfossi, fær fimm níur fyrir hæfileika, fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, feg- urð í reið og fet. Á yfirlitssýningu hreyfði hún svo vel við skeiðeink- unn er hún fékk 7,0 en það hafði hún ekki gert áður. Með þessu náði hún öðru sæti, er komin með 8,66 fyrir hæfileika sem er met- einkunn hjá fjögurra vetra hrossi. Líklegast hefur Galsi frá Sauðár: króki átt metið til þessa, 8,63. í aðaleinkunn hlaut hún 8,31. í þriðja sæti varð Þerna frá Arnar- hóli með 8,27. Gleði frá Prestbakka tryggði sér sigur í flokki fimm vetra hryssna. Hún hefur haldið hinni firna háu hæfileikaeinkunn, 8,96, í þau tvö skipti sem hún hefur komið fyrir dóm á mótinu. Var þessari glæsi- legu hryssu og knapa hennar, Þor- valdi Árna Þorvaldssyni, fagnað vel undir lok yfirlitssýningar á fimm vetra hryssum. Gleði er und- an Þorra frá Þúfu og Gyðju frá Gerðum. Hún hlaut í einkunn 8,70. f öðru sæti varð Gígja frá Auðs- holtshjáleigu með 8,36 og Ösp frá Háholti varð þriðja með 8,32. Bringa frá Feti var örugg með efsta sætið í sex vetra flokki með 8,66, Gyðja frá Lækjarbotnum kemur næst með 8,38 og Flauta frá Dalbæ er þriðja með 8,37. Af sjö vetra hryssum var það Þula frá Hólum sem varð hlut- Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Álfadís frá Selfossi setti nýtt met í hæfileikaeinkunn fjögra vetra hrossa er knapinn Christine Lund fékk góðan skeiðsprett úr hryssunni. skörpust með 8,46, Þruma frá Þór- eyjarnúpi varð önnur með 8,33 en missagt var í Morgunblaðinu í gær að hún hefði lækkað en því var öf- ugt farið því hún hækkaði í dóm- um á mótinu. Spurning frá Kirkju- bæ hafnaði í þriðja sæti með 8,30. í dag verða yfirlitssýningar stóðhesta og verður byrjað á fjög- urra vetra hestum klukkan 11. Berglind Rósa vann si g upp 1 BERGLIND Rósa Guðmundsdóttir, Gusti, á Maístjömu frá Svignaskarði vann sig upp úr 10. sæti í það 8. með glæsibrag er hún hlaut 8,75 í einkunn í B-úrslitum í imglingaflokki á Lands- móti hestamanna. Þar með er hún %búin að vinna sér rétt til að keppa í A- úrslitum sem fram fara á laugardag- inn og hefjast kl. 18.30. Röð annarra keppenda á B-úrslit- um eru þannig: 9. Sigurþór Sigurðsson, Fáki, á Funa frá Blönduósi með 8,45, 10. Unnur Bima Vilhjálmsdóttir, á Roða frá Akureyri einnig með 8,45, —y 11. Svandís Dóra Einarsdóttir, Sörla, á Ögra frá Uxahrygg með 8,53, A-urslit 12. Elka Haraldsdóttir, Gusti, á Ábóta frá Bólstað með 8,42, 13. Ragnar Gylfason, Sleipni, á Létti frá Laugarvatni með 8,36, 14. Sæþór Fannberg, Fáki, á Leó frá Múla einnig með 8,36 og 15. Þóra Matthíasdóttir, Fáki, á Gæfu frá Keldnakoti með 8,32. Sigurður S. Pálsson, Herði, var jafii Sæþóri Fannberg eftir forkeppnina og var ákveðið að þeir fengju báðir að taka þátt í B-úrslitum. Sigurður dró sig þó út úr keppni áður en til þess kom þar sem hryssan hans, Rimma frá Ytri-Bægisá, reyndist ekki heil á fæti. Sandra Líf komin í A-úrslit í barnaflokki SVIPAÐAR sviptingar urðu í B-úrslit- um í barnaflokki á landsmótinu og í unglingaflokki. Sandra Líf Þórðar- dóttir úr Sörla vann sig upp úr 13. sæti í það 8. á Díönu frá Enni. Hún fékk einkunnina 8,53. Þar með er hún kominn í hóp þeirra sem keppa í A- úrslitum í barnaflokki sem hefjast kl. 12 á morgun, sunnudag. Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir, Stíg- anda, á Spóa frá Fjalli er í 9. sæti með 8,46, en hún var í 15. sæti eftir for- keppnina. Röð annarra keppenda er: 10. Tinna Dögg Tryggvadóttir, Loga, á Lyftingu frá Kjarnholtum með 8,45, 11. Sigrún Arna Brynjarsdóttir, Sleipni, á Sylgju frá Selfossi með 8,43, 12. Róbert Þór Guðnason, Mána, á Hauki frá Akureyri með 8,36 13. Guðbjörn Árnardóttir, Freyfaxa, á Þyrnirós frá Egilsstöðum með 8,35, 14. Jóna Stína Bjarnadóttir, Hom- firðingi, á Eldi frá Fornustekkum með 8,32 og í 15. sæti Vigdís Matthíasdóttir, Fáki, á Gyðju frá Syðra-Fjalli með 8,27. ; Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sandra Líf Þdrðardóttir á Díönu frá Enni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.