Morgunblaðið - 08.07.2000, Side 50
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
TRÚMÁL
Alþjoðlegu ráðstefnunni Trú f framtíðinni lýkur f dag á Þingvöllum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ráðstefnan var sett í Viðey 5. júlí sl. Á myndinni eru Þdrir Stephensen, Ástríður Thorarensen, Davíð Oddsson, Sigurður Árni Þörðarson, Sólveig Pétursdóttir og Halldór Þorgeirsson.
Án trúarbragða
eru vísindin lömuð
Alþjóðlegu ráðstefnunni Trú í framtíðinni
(„Faith in the future“), sem fulltrúar
20 þjóðlanda hafa setið undanfarna daga,
lýkur seinnipartinn í dag á Þingvöllum.
Sigurður Ægisson tók nokkra framsögu-
menn tali og spurði hvort þeir teldu að
hinar tvær að því er virðist ólíku fylkingar,
trú og vísindi, gætu átt samleið inn í nýja
tugöld, eða hvort slíkt væri borin von og
ráðstefna eins og þessi lítils virði.
Ástríður Nancey
Stefánsdóttir Murphy
Hossain B. Roald E.
Danesh Kristiansen
ASTRÍÐUR Stefánsdóttir,
læknir og heimspekingur,
vitnaði í Eisenhower, sem
sagði að stríð væru of
mikilvæg til að láta hershöfðingjana
eina um þau. Á sama hátt mætti
segja, að vísindin væru of mikilvæg
til að láta vísindamennina eina um
þau. „Framþróun vísindanna verður
aldrei einkamál þeirra sem þau
stunda. í mínum huga eru vísindin
tæki sem við höfum til að skapa
betra líf, bæta ytri lífsskilyrði okkar;
við eigum þess vegna að nota þau
sem slík. í þeim hlýtur því einnig að
^felast ákveðin hugsjón. Þau eiga ekki
bara að leysa tiltekin vandamál fyrir
hluta mannkyns, þau eiga að hjálpa
okkur að skapa betri heim fyrir alla.
Þess vegna er mjög mikilvægt að vís-
indamenn séu í starfi sínu meðvitaðir
um siðferðileg gildi eins og virðingu
fyrir manneslqunni, réttlæti og jöfn-
uð. Trúarbrögðin vinna meira með
hinn innri mann okkar. Við getum
næstum því tekið svo djúpt í árinni
að segja, að vísindín nái aldrei því
sem skiptir máli, þ.e.a.s. hvemig
maður liilr og hvernig manni tekst
að rækta og þroska sinn innri mann.
Æft’ar held ég að trúarbrögðin gegni
miklu sterkara hlutverki en vísindin.
Trúarbrögðin ættu að hjálpa okkur
að koma auga á og hlúa að þeim gild-
um sem nauðsynleg eru fyrir gott
mannlíf. Þau ættu að gera okkur
kleift að varðveita og iðka þau gildi
sem gefa okkar persónulega lffi inni-
hald og merkingu.
**'> Ég held að vísindin og trúarbrögð-
in eigi að geta umgengist hvort ann-
að af virðingu; þau gegna bæði mikil-
vægu hlutverki í viðleitni okkar til að
mynda gott samfélag."
Framtíðin er björt
Nancey Murphy, guðfræðingur og
heimspekingur frá Bandaríkjunum
sagðist hafa í næstum 20 ár tekið
þátt í samstarfsverkefni ýmissa
aðila, sem hefðu það að markmiði að
leiða saman fulltrúa vísinda og trúar-
bragða og skapa grundvöll til sam-
ræðna. „Þegar ég fyrst fékk áhuga á
þessu efni var þetta ekki stór eining
eða áberandi, og erfitt að fá utan-
aðkomandi aðila til að mæta og tjá
sig um ýmis mál af þessum toga;
maður varð að geta rökstutt hvers
vegna slíkt þætti mikilvægt o.s.frv. í
dag er þetta gjörbreytt; nú er
áhuginn mikill og ekki lengur spurt
hvort umræðan sé einhvers virði,
enda vita flestir að hún er það. Raun-
ar er bara ein grein vísindanna, sem
ekki hefur enn komið að þessu efni,
að ég held, og það er efnafræðin. Áð-
ur fyrr var næsta auðvelt að lesa allt
það, sem hafði þetta að umfjöllunar-
efni, en núna eru bókmenntirnar
orðnar svo miklar að vöxtum, að eng-
inn getur lengur fylgst með öllu því
sem út kemur. Það segir sína sögu.
Ef maður lítur á síðastliðna tvo
áratugi held ég að framtíðin sé björt
hvað þetta varðar. A.m.k. er ljóst, að
áhuginn fer vaxandi og það mjög
hratt. Þeir aðilar sem enn hafa ekki
komið að þessu, heldur reyna úr fjar-
lægð hvað þeir geta til að smána og
hæða þessar samræður, eru dálítið
úti á þekju í augum almennings, ná
ekki lengur eyrum hans og eru jafn-
vel litnir hornauga.
Vísindi án trúarbragða
eru hættuleg
Það sem er að gerast í erfðafræði-
rannsóknum hefur haft mikil áhrif í
þessari umræðu, vegna þess að þar
er svo margt sem gæti komið til með
að hafa áhrif á líf alls venjulegs fólks.
Bandaríkjastjórn hefur fýlgst náið
með framvindu þeirra mála, og fyrir
ekki löngu gerðist það í fyrsta sinn í
sögunni, að ég best veit, að hún veitti
beinan fjárstyi’k til samstarfsverk-
efnis guðfræðinga og vísindamanna,
einmitt vegna hugsanlegra afleið-
inga skráningar á erfðamengi
mannsins, þ.e.a.s. siðferðilegra álita-
mála sem upp kynnu að koma í fram-
haldi af því. Hér þótti sem sagt ekki
nóg að láta vísindin ein um hlutina,
heldur þótti rétt að kalla til aðstoð og
leiðbeiningu úr hinum trúarlega
geira. Og sú staðreynd
er í raun og veru tím-
anna tákn.“
Hossain B. Danesh,
geðlæknir frá Sviss,
sagði að ef fulltrúar
trúarbragðanna héldu
áfram að hugsa um
trúarbrögðin á sama
hátt og þeir hefðu gert
fram að þessu, og ef
fulltrúar vísindanna
héldu áfram á sömu
braut og verið hefði,
myndi ekki verða
mögulegt að stofna til
samstarfs af neinu viti.
„Menn eru nefnilega
búnir að þyngja og
flækja trúarbrögðin
með svo mörgu, sem á
ekkert skylt við upp-
runa þeirra. Ýmislegur
óþarfi hefur hrúgast ut-
an á kjarna trúarbragð-
anna og situr þar enn
fastur og stendur boð-
skapnum fyrir þrifum.
Flest trúarbrögð
byggjast á ákveðnum
andlegum verðmætum.
Þegar við t.d. lítum á
kenningar trúar-
bragðahöfunda eins og
Móse, Búddha, Jesú
Krists og Múhameðs,
þá sjáum við, að þeir
boðuðu ákveðin grund-
vallaratriði, sem þeim fannst mikil-
vægari en annað. Einn þessara
stólpa er kærleikur; annar friður;
þriðji sannleikur; o.s.frv. Með við-
komandi áherslum breyttu þessir
menn hugsun og lffi fólks. Á þeim
langa tíma, sem þessi trúarbrögð og
önnur hafa lifað, hefur mannkynið
smátt og smátt byggt við þessar
áherslur, þessa andlegu stólpa,
kjarnann, svo að útkoman er eitt-
hvað, sem ekki kemur heim og sam-
an við upphafið. Af þessu leiðir, að í
stað kærleika er komið hatur, í stað
friðar stríð, í stað sannleika svik og
prettir og lygi. Á þessum sama tíma
hafa einnig bæst við aðrir óæskilegir
hlutir, eins og t.d. hindurvitni og for-
dómar.
Svo gerist það, að tími nútímavís-
inda rennur upp um miðja 19. öld og
síðar. Og fyrr en varir lýstur þessum
tveimur fylkingum saman, hjátrúnni
og upplýsingunni. Ástæðan var ein-
föld, hinn eiginlegi kjarni trúar-
bragðanna, hin andlegu verðmæti,
sem trúarbragðahöfundarnir höfðu
gefið af sér, voru grafin og hulin og
sáust ekki lengur. Einungis viðbæt-
urnar voru sýnilegar. Af þessu
leiddi, að hin nýju vísindi misskildu
hið sanna eðli og innihald trúar-
bragðanna og því fór sem fór. Og vís-
indin héldu því nú fram, að það eina
sem eitthvert gildi hefði væri hið efn-
islega, hið fasta, hið mælanlega; ann-
að væri bull og vitleysa. Vísindin
týndu þannig sál sinni, ef svo má að
orði komast, og vísindamenn urðu sí-
fellt ofstækisfyllri í garð trúarbragð-
anna, og svo öfugt. Við þetta mynd-
aðist klofningur, þar sem tvær
fylkingar stóðu allt í einu andspænis
hvor annarri. Og þessi klofningur er
enn við lýði. En ef vísindamenn
kæmu fram og játuðu í einlægni og
auðmýkt, að vísindin hefðu ekki svar
við öllum hlutum, yrði margt betra;
og sama er auðvitað að segja um full-
trúa trúarbragðanna. í raun og veru
er lausnin í því fólgin, að vísindin
þurfa að eignast hjarta, og trúar-
brögðin opinn huga. Albert Einstein
sagði eitt sinn, að trúarbrögð án vís-
inda væru blind, og vísindi án tiúar-
bragða lömuð. Ég myndi orða þetta
þannig, að vísindi án tiúarbragða
séu hættuleg, og trúarbrögð án vís-
inda sömuleiðis. Vísindin og trúar-
brögðin koma úr gagnstæðum átt-
um; vísindin eru vaxin upp úr
grasrótinni, en trúarbrögðin niður af
himnum. Mannkynið þarf á báðum
þessum fylkingum að halda, samein-
uðum. Með ráðstefnu eins og þessari
er gerð tilraun til að draga fram hið
raunverulega eðli vísinda og trúar-
bragða og skapa nýjan grundvöll, og
með réttu hugarfari mun það tak-
ast.“
Höfum í raun ekkert val
Roald E. Kristiansen, guðfræð-
ingur frá Noregi, kvað þessar sam-
ræður milli vísinda og trúarbragða
örugglega koma til með að halda
áfram, vegna þess einfaldlega að
þörfin væri svo knýjandi; við hefðum
í raun ekkert val. „Vísindin standa
ekki ein og sér, heldur eru þau hluti
samfélagsins og hafa afleiðingar þar.
Þau verða ekki stunduð í einhverju
tómi, án tengsla við sögu og menn-
ingu.
Eins er með trúarbrögðin; þau eru
ein af mörgum leiðum til að skilja
þennan heim. Af þessu leiðir að vís-
indin verða að einhverju leyti að
horfa til trúarbragðanna. Þar með er
ekki sagt, að allir vísindamenn muni
koma að þessu. Hins vegar er afar
mikilvægt, að alltaf séu einhverjir í
vísindageiranum tilbúnir að taka
þátt í samræðum af þessum toga, ef
eitthvert öryggi og vit á að vera í
komandi framtíð. Þessi ráðstefna er
ákaflega mikilvæg, einmitt vegna
þessa. Hún er þó ekkert einangrað
fyrirbæri, heldur er hluti keðju sem
nær um allan heim.“