Morgunblaðið - 08.07.2000, Qupperneq 56
- 56 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍDAG
Erindi um eldgosin
í Vatnajökli
FYRIRLESTRAR í máli og mynd-
um eru á hverju þriðjudagskvöldi á
jöklasýningunni í Sindrabæ á Höfn í
Homafírði. Næstkomandi þriðju-
dagskvöld, 11. júlí kl. 20, mun Magn-
ús Tumi Guðmundsson, jarðeðlis-
fræðingur við raunvísindadeild
Háskóla Islands, flytja erindi sem
hann nefnir: Eldgosin í Vatnajökli -
Lykill að eldvirkni ísaldarinnar.
I dag verða gos undir jökli einkum
- í Vatnajökli og Mýrdalsjökli. I>ví
horfa menn mjög til Islands til að
skilja menjar um forn eldgos annars
staðar.
í erindinu verður fjallað um gos
undir jökli, hegðun þeirra og ein-
kenni, sagt frá eldgosunum í Gjálp
1996 og Grímsvötnum 1998 og
hvemig þau hafa varpað nýju ljósi á
viðfangsefnið. Tæpt verður á sögu
rannsókna á gosum í jöklum og
hvert hlutverk Vatnajökuls hefur
verið í þeim, allt frá því fyrstu eig-
inlegu athuganirnar hófust í kjölfar
eldgossins í Grímsvötnum 1934.
Jafnframt verður fjallað um hvem-
ig ferðatækni á jöklinum hefur
breyst í tímans rás og átt stóran
þátt í að auðvelda rannsóknirnar.
Magnús Tumi er Reykvíkingur,
fæddur 1961. Hann lauk BS-prófi í
jarðeðlisfræði frá Háskóla íslands
1986 og doktorsprófi í sömu grein
frá Lundúnaháskóla 1992. Magnús
vann við jöklarannsóknir á Raun-
vísindastofnun Háskólans 1991-
1994. Frá 1995 hefur hann verið
dósent í jarðeðlisfræði við Háskóla
íslands. I rannsóknum sínum hefur
hann einkum kannað eldgos í jökl-
um auk athugana á innri gerð eld-
fjalla með jarðeðlisfræðilegum
mælingum.
Mótmæla hækkun
bflatrygginga
FLÓABANDALAGIÐ hefur sent
frá sér eftirfarandi ályktun:
„Flóabandalagið lýsir yfír megn-
ustu vanþóknun á hækkunum bif-
reiðatrygginga hjá Sjóvá-Almenn-
um. Með þessum hækkunum og
öðmm verðlagshækkunum að und-
anförnu hefur orðið alvarlegur
brestur á þeim launaforsendum sem
núgildandi kjarasamningar byggja
á. Flóabandalagið gerir þá kröfu til
fyrirtækja að þau brjóti ekki niður
þá launastefnu sem mótuð hefur
verið í landinu. Flóabandalagið fer
fram á að Sjóvá-Almennar endur-
skoði þessa ákvörðun sína og hvetur
önnur tryggingafélög til að fylgja
ekki fordæmi óhóflegra hækkana.
Við síðustu samningagerð vom
félögin innan ASI reiðubúin til að
horfa til stöðugleika efnahagslífsins
og taka höndum saman við at-
vinnurekendur um að koma verð-
bólgunni niður. Þetta var einnig
gert í trausti þess að atvinnurek-
endur stæðu við sitt og að stjórn-
völd legðu sitt af mörkum.
Ymis stórfyrirtæki, svo sem
stórmarkaðir og nú síðast trygg-
ingafyrirtæki, hafa brugðist í því
að vinna eftir meginmarkmiðum
kjarasamninganna. Þá hafa stjórn-
völd horft aðgerðalítil á þessa
skaðlegu þróun verðlags undan-
farna mánuði.
Ljóst er að launafólk getur ekki
sætt sig við að forsendur kjara-
samninganna séu eyðilagðar.
Ef ekki tekst að ná tökum á
verðbólgunni á næstunni er ljóst
að kjarasamningum verður sagt
upp í upphafi næsta árs.“
Sumarferð kvenna-
deildar Rauða
kross Islands
KVENNADEILD Reykjavíkur-
deildar Rauða kross íslands fer í
hina árlegu sumarferð miðvikudag-
inn 12. júlí. Mæting er í Umferðar-
miðstöðinni kl. 9 og verður lagt af
staðkl. 9.30.
Að þessu sinni verður ekið um
Kjósarskarð og fyrir Hvalfjörð í
Borgames. Eftir stutta dvöl í Borg-
amesi verður haldið að Reykholti
þar sem Snorrastofa verður skoðuð,
ásamt öðm. Frá Reykholti verður
ekið um Geldingadraga áleiðis í
Hvalfjörð að Hótel Glym, í Norræna
fræðasetrið, þar sem snæddur verð-
ur kvöldverður. Að lokum verður
haldið heim um Hvalfjarðargöngin.
Tilkynnið þátttöku tímanlega.
Utivistardagur
í Hafnarfírði
SKÓGRÆKTAR- og útivistardag-
ur verður haldinn í dag, laugardag-
inn 8. júlí, við Hvaleyrarvatn í
Hafnarfírði og hefst dagskráin kl.
14 við Skógræktarstöðina þar sem
fáni verður dreginn að húni við
Höfða og Magnús Gunnarsson
bæjarstjóri ílytur ávarp.
Að því loknu hefst skógar- og
minjaganga umhverfis Hvaleyrar-
vatn í fylgd Jónatans Garðarsson-
1 ar. Farið verður frá Höfða og tek-
ur ferðin rúmlega 1 klst. Einnig
hefst létt fræðsluganga um Höfða-
skóg í fylgd Steinars Björgvinsson-
ar garðyrkjufræðings. Farið verð-
ur frá Höfða og tekur ferðin um 40
mín. Skógargetraun fyrir yngstu
kynslóðina verður í Höfða sem
tengist göngunni. Dregið úr rétt-
- um svöram og verðlaun veitt kl. 16.
Kl. 15-16 verður fugla- og grasa-
skoðun í fylgd Steinars Björgvins-
sonar garðyrkjufræðings og fleiri
fróðra manna.
Við Hvaleyrarvatn kl. 14.10-16
verður haldinn sumarratleikur fyr-
ir fjölskylduna í umsjá ferðamála-
nefndar og gögn um ratleikinn af-
hent á sandvíkinni við vatnið.
Skátar hafa umsjón með leikjum
fyrir bömin frá kl. 15-16. Leikimir
verða á túninu við skátaskálann.
Einnig verður kynning á skáta-
starfinu og fróðleiksmolar um
Hafnarfjörð.
Kl. 16 verður síðan grillað við
vatnið. Heitt verður í kolunum og
getur hver og einn komið með eitt-
hvað á grillið. Pappadiskar, áhöld
og djús verður á staðnum.
íshestar verða með hesta og
teyma undir bömunum við hesta-
miðstöð íshesta frá kl. 15-16.
VELVAKAJVDI
Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Einkennileg
þjónusta
FYRIR stuttu síðan fékk
ég ábyrgðarpóst frá Is-
landspósti. Atti ég von á
þessum pósti og var mér
sagt að búið væri að setja
þetta í póst. Hringdi ég á
pósthúsið því mér lá á og
vildi ná í þetta sjálf. En það
var ekki hægt, mér var sagt
að þetta yrði keyrt út til
mín. En fyrir rest var mér
sagt að ég gæti náð í þetta
upp í Stórhöfða sem ég
gerði. En ég þurfti að senda
póstinn áfram og það var
ekki hægt upp í Stórhöfða
svo ég þurfti að fara annað.
Dóttir mín flutti norður í
land fyrir nokkru og fékk
hún bréf frá Islandspósti
þess efnis að fyrir póst sem
kæmi á gamla heimilisfang-
ið hennar og sendur yrði til
hennar áfram yrði rukkað
fyrir og sé það gert eftir 3
mánuði.
Finnst mér þetta ein-
kennileg þjónusta. Er ekki
nóg að tilkynna sig á póst-
húsinu og í þjóðskrá? Það
væri æskilegt að vita á
hvaða forsendum þetta
gjald er settá.
Guðrún
Sigurðardóttir.
Kápa tekin
í misgripum
Grágræn kápa var tekin í
misgripum 4. júlí í Leitar-
stöð Krabbameinsfélags-
ins. Kápan sem skilin var
eftir er nr. 42 og merkt: Gil
Brett. Þeir sem kannast við
þetta hafi samband í síma
557-4087 eða 565-4884.
Um sjómannaafslátt
Eg vil benda því fólki sem
býr og starfar í landi og er
alltaf að tala um að afnema
sjómannaafsláttinn á að því
sé velkomið að koma til sjós
og skrá sig á skip. Það vant-
ar alltaf fólk til sjós og þeir
sem öfundast út í sjómenn
út af afslættinum er vel-
komið að prófa að vinna á
sjó.
Gamall sjómaður.
Hlutavelta
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Þessir duglegu drengir söfnuðu með hlutaveltu kr. 3.546 til
styrktar hjartveikum börnum. Þeir heita Daníel Smári
Hauksson, Edvard Þór Indriðason og Alexander Smári
Hauksson.
Morgunblaðið/Golli
Þessir duglegu drengir söfnuðu kr. 2.124 kr. til styrktar
Rauða kross íslands. Þeir heita Styrmir Svavarsson, Guð-
mundur I. Jónsson, Eyþór Ó. Ragnarsson og Gunnar F.
Halldórsson. Á myndina vantar Lúðvík Þ. Leósson.
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu kr. 5.732 með tombólu til
styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Signý Rún Péturs-
dóttir og Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir.
Morgunblaðið/Ragnhildur
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu dósum fyrir 5.719 kr. til
styrktar krabbameinssjúkum börnum. Þær heita Elísabet
Ósk Ögmundsdóttir og Guðrún Dóra Ámadóttir.
Yíkverji skrifar...
VÍKVERJI hefur sveiflast milli
örmagna vesalmennsku og
taumlausrar reiði að undanfömu.
Hann veit þó að ekki er ráðlegt að
taka sér penna í hönd í reiðikasti og
því síður í svekkelsi, en ætlar samt
að láta vaða og freista þess að skrifa
sig/rá þessu.
Ástæður fyrir reiðiköstunum era
meðal annars verðlagsþróunin og
hvemig endalaust er svínað á neyt-
endum í þeim efnum án þess að ríkis-
valdið hreyfi legg eða Uð. Annað er
brottkast á fiski og að dómi Víkverja
era þeir sem slíkt athæfi stunda ekk-
ert annað en hreinir og klárir land-
ráðamenn. Ekki verður þó fjallað um
þessi mál að sinni heldur annað, sem
valdið hefur Víkverja hvað mestri
sálarangist síðustu daga, og það
tengist að sjálfsögðu boltanum. (Hér
hætta líklega flestir að lesa, en það
verður bara að hafa það.)
Málið er að KR-ingar era dottnir
út úr bikarkeppni KSI og það er súr
biti að kyngja, hvort sem um er að
kenna ósanngjarnri dómgæslu eða
ekki. Raunar hefur Víkveija alltaf
fundist dálítið hallærislegt að kenna
dómuram um þegar illa gengur. Þeir
gera mistök, ekki síður en leikmenn
og þjálfarar, og það er bara hluti af
leiloium. En þetta er hundfúlt engu
síður.
Vfirverji verður líka að viðurkenna
að honum er farið að daprast sjón
þegar kemur að knattspymu og
þetta kemur meðal annars fram í því
að hann sér leikina öðravísi en annað
fólk. Honum finnst til dæmis alltaf
brotið meira á sínum mönnum, en
minna dæmt þeim í vil. Og alltaf
finnst honum þeir sýna skemmtilegri
knattspymu en hinir og bera sig bet-
ur á leikvelli. Það er ef til vill líka
bara hluti af leiknum?
xxx
FYRIR utan framangreindar
hremmingar hefur Víkveiji
uppgötvað að hann hefur líklega ekki
hundsvit á fótbolta. Hann hefur
nefnilega alltaf staðið í þeirri trú að
„sókn sé besta vömin“, en hefur nú
komist að raun um að „vöm er besta
sóknin".
Vamarknattspyma he/ur jafnan
verið í hávegum höfð á íslandi. Til
marks um það má tilfæra klausu af
íþróttasíðu Morgunblaðsins nú í vik-
unni svohljóðandi: „FH-ingar léku
mjög skynsamlega. Þeir lágu aftar-
lega og vora svo fljótir að fara í hröð
upphlaup þegar þeir unnu knöttinn
af Stjömumönnum.“
Víkveiji hefur orðið var við að
andstæðingar KR-inga pakka venju-
lega í vöm og treysta á skyndisóknir
og það að „fiska vítaspymur", sem
stundum hefur borið árangur á ög-
urstundu. Þetta er kallað að „leika
skynsamlega". Þegar KR-ingar
draga sig hins vegar aftar á völlinn
og freista þess að halda fengnum
hlut er það kallað „andleysi, hug-
myndaskortur, úrræðaleysi“ og jafn-
vel „hreinn aumingjaskapur". Það er
sem sagt ekki sama hvort Jón Jóns-
son eða Jón Kr. Jónsson á í hlut. Ef
að meðal Jón leggst í vöm er það
„skynsamlegur leikur", en þegar Jón
Kr. gerir það er hann aumingi!
Við öll þessi leiðindi bætist svo að
menn era með dylgjur um að þjálfari
KR-inga sé ekki starfi sínu vaxinn.
Víkveija finnst þar ómaklega vegið
að góðum og hæfileikaríkum dreng.
Vissulega hafa KR-ingar verið að
misnota mörg dauðafæri í leikjum að
undanfömu, en þjálfarinn getur
fjandakornið ekki stjómað því af
bekknum hvernig leikmenn hitta
boltann, - eða hvað?
Því verður heldur ekki á móti mælt
að það hafa orðið afdrifarík „vinnu-
slys“ í nokkrum síðustu leikjum.
Menn hafa kannski verið að leika vel í
fyrri hálfleik, en síðan misst einbeit-
inguna í þeim síðari. í þeim efnum
þurfa leilanenn sjálfir að gyrða sig í
brók og gera betur. Vonandi falla for-
svarsmenn KR ekki í þá gryfju að
reka þjálfarann þótt örh'tið hafi blásið
á móti. Slíkt hefur aldrei kunnað
góðri lukku að stýra og þá fyrst
myndu þeir skemmta skrattanum,
það er andstæðingum KR-inga, sem
era þó býsna kátir fyrir þessa dagana.
Þrátt fyrir armæðu, sjónskekkju
og vanþekkingu á eðli knattspym-
unnar er Víkveiji staðráðinn í að fara
á völlinn í dag og hvetja sína menn,
og hann skorar á samheija sína að
gera slíkt hið sama. Það er á erfið-
leikatímum sem ríður á að „standa
saman allir sem einn“. Eða eins og
skáldið kvað á 95 ára afmælinu að
viðstöddu miklu fjölmenni: „Mótlæti
er til að sigrast á, / sameinaðir við
sigram þá...“ og svo framvegis.