Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Aðsókn að Verkmenntaskólanum á Akureyri svipuð milli ára Mun meiri aðsókn að MA en undanfarin ár MUN meiri aðsókn er að Menntaskólanum á Ak- ureyri fyrir komandi skólaár en undanfarin ár og er ljóst að ekki verður hægt að taka við öllum þeim nemendum sem sækjast eftir skólavist. Þá er mjög mikil aðsókn að heimavist skólans og mun meiri en hægt er að anna, að sögn Jóns Más Héð- inssonar, aðstoðarskólameistara MA. Hann sagði við það miðað að nemendur skólans yrðu í kring- um 600 í vetur, sem er svipaður fjöldi og sl. vetur. Aðsókn í Verkmenntaskólann á Akureyri er svipuð og undanfarin ár eða eitthvað á ellefta hundraðið en gert er ráð fyrir um 1.000 nemend- um í dagskóla næsta vetur, að sögn Hjalta Jóns Sveinssonar, skólameistara VMA. „Við erum sér- staklega ánægð með mikla fjölgun umsókna á vél- stjórnarsviði en við þökkum það sérstakri auglýs- ingaherferð sem Vélstjórafélagið og fleiri aðilar stóðu fyrir í vor. Umsóknum á fyrsta ári á vél- stjórasviðs fjölgaði um 50% milli ára og við erum mjög ánægðir með það, þar sem við héldum að þetta nám væri eitthvað sem ungt fólk hefði ekki lengur áhuga á.“ Hjalti Jón sagði að einnig væri mjög góð aðsókn að tré- og rafiðnaðardeildunum en hann hefði viljað sjá fleiri umsóknir í málmiðn- aðardeild. „Einnig erum við að bjóða upp á nýja námsbraut samkvæmt nýrri aðalnámskrá og þar erum við með góðan hóp. Þar bjóðum við upp á spennandi námsframboð, sem kemur til með að reyna á næsta vetur,“ sagði Hjalti Jón. Jón Már sagði að einungis væri hægt að hýsa 150 nemendur á heimavist skólans en þá væri hún líka alveg fullnýtt. „Það er því alveg orðið löngu tímabært að bæta við heimavist fyrir báða fram- haldsskólana og er mjög þarft fyrir skólabæinn. Ég tel að aukið heimavistarrými komi t.d. til með að efla Verkmenntaskólann mjög mikið sem iðn- og starfsnámsskóla. Og með auknu heimavistar- rými fáum við enn fleiri nemendur alls staðar af landinu í bæinn. Bjartsýnn á fyrirhugað samtarf Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hef- ur verið ákveðið að ráðast í byggingu heimavistar á lóð Menntaskólans á Akureyri, sem rúma mun um 200 nemendur og tekin verður í notkun árið 2002. Það er Rekstrarfélagið Lundur sem reisir og rekur heimavistina en ráðgert er að MA og VMA fái þar inni fyrir 100 nemendur á hvorn skóla. Ákveðið hefur verið að velja hefðbundna út- boðsleið við framkvæmdina og er stefnt að því að bjóða verkið út í janúar á næsta ári. Hjalti Jón sagði að sér litist mjög vel á fyrir- hugaðar framkvæmdir við byggingu nýrrar heimavistar og hann er bjartsýnn á fyrirhugað samstarf framhaldskólanna og vonast til að þetta sé aðeins byrjunin. „Við fáum þarna aðstöðu hjá Lundi og lít ég svo á að með þvi að geta boðið upp á heimavist séum við að láta gamlan draum ræt- ast. Um leið erum við að koma til móts við allt þetta fólk sem býr hérna í nágrenninu, á Eyja- fjarðarsvæðinu og víðar. Það getur þá sent börn sín á heimavist, þar sem hugsað er vel um þau.“ Hjalti Jón sagði að jafnframt væri áhugi fyrir því innan skólans að gera eitthvað fyrir nemendur sem eru 18 ára og eldri og væri þar horft til Fé- lagsstofnunar stúdenta og Iðnnemasambandsins. „En við höfum þó fyrst og fremst skyldum að gegna gagnvart nemendum sem eru yngri en 18 ára.“ Nýja Hríseyjarferjan siglir í átt til Hríseyjar, en heimamenn hafa lengi beðið komu ferjunnar. Nýja Hríseyjarferj- an siglir inn fjörðinn Morgunblaðið/Klemenz Bjarki Framkvæmdir við flugstöðina á Akureyri ganga vel Morgunblaðið/Kristj án Framkvæmdum innanhúss í fiugstöðinni lýkur í vik- unni. Á myndinni eru Þdrð- ur Ármannsson og Jdhann Þdrðarson að störfum. Breyting- um á sal senn lokið FRAMKVÆMDIR við flug- stöðina á Akureyri hafa verið í fullum gangi í vor og sumar og eru að mestu á áætlun, segir Sigurður Hermannsson, um- dæmisstjóri flugmálastjómar á Norðurlandi. Stefnt er að því að framkvæmdum inni í flugstöð- inni ljúki í vikunni, en írágang- ur utanhúss stendur líklega fram í miðjan september. Sigurður segir að ekki sé hægt að komast hjá því að far- þegar verði fyrir einhveiju ónæði við framkvæmdir sem þessar. „Við höfum reynt að láta farþega finna sem minnst fyrir þessu og t.d. unnið há- vaðasamari verk þegar færri eru í flugstöðinni. Það er hins vegar erfitt því hér er umferð um völlinn frá sjö á morgnana og framyfir miðnætti. Farþeg- ar hafa hins vegar sýnt þessum framkvæmdum mikla þolin- mæði,“ sagði Sigurður. Jagúar heldur tónleika HLJÓMSVEITIN Jagúar heldur fönktónleika í Deiglunni í kvöld kl. 21:30 á vegum Listasumars. Hljóm- sveitin Jagúar er nú í sinni fyrstu tónleikaferð og raunar að fara sína fyrstu ferð út fyrir höfuðborgar- svæðið. Hljómsveitin mun spila á 19 tón- leikum á 20 dögum og þ.m.t. á Lista- sumri á Akureyri í Deiglunni. Hljómsveitina skipa þeir Börkur Hrafn Birgisson á gítar, Daði Birgis- son á Fender Rhodes, Nord lead og Kurzweil hljómborð, Ingi S. Skúla- son bassaleikari, Kjartan Hákonar- son trompetleikari, Samúel yngri Samúelsson á básúnu og Sigfús Órn Óttarsson trommuleikari. Jagúar leikur sk. fönk-tónlist. Miðaverð á tónleikana er 1.000 kr. NORRÆNT áhugafélag um naut- griparæktun, NOK, heldur ráð- stefnu dagana 23.-26. júlí á Akur- eyri. Áð sögn Gunnars Guðmundssonar, gjaldkera ís- landsdeildar NÖK, eru samtökin þannig uppbyggð að 40 manns eru í hverri landsdeild og geta ekki verið fleiri. Félagar samtakanna eru kúabændur, rannsóknarmenn, kennarar í búnaðarfræðum, starfs- menn afurðastöðva og dýralæknar. Þing samtakanna, sem stofnuð voru 1948, eru haldin annað hvert ár og er þetta í annað sinn sem þingið er haldið hér á landi. „Þessi samtök hafa enga aðra formlega starfsemi en að halda ráðstefnu á tveggja ára fresti. Þar SKIPSFLAUTUR voru þeyttar á gamla Sævari og fólk á bryggjunni í Hrísey klappaði þegar nýja Hrís- eyjarferjan sigldi inn Eyjafjörðinn og lagðist að bryggju í Hrísey í fyrsta sinn. Sem kunnugt er hefur sem ekki geta verið fleiri en 40 í hverri landsdeild er mikil sam- keppni um að komast inn í samtök- in. Við höfum þær reglur af ef að félagar mæta ekki á eina ráðstefnu af hverjum þremur detta þeir út og hægt er að taka nýja inn í staðinn, sagði Gunnar. Hann segir að á ráð- stefnunum sé fjallað um þau má- lefni sem eru efst á baugi í naut- afhending nýju ferjunnar dregist á langinn, m.a. vegna galla í skrúfu- búnaði, en þau vandræði voru gleymd og gleðin ríkti þegar nýja ferjan var loksins komin heim. griparækt og mjólkurframleiðslu á Norðurlöndunum á hverjum tíma. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er einmitt „Kúabóndinn á nýrri öld“. Gunnar sagði að einnig yrði fjall- að um ytra umhverfi bóndans, t.d. hvaða kröfur hann á að gera til fræðslu, rannsókna og til afurða- stöðva, svo einhver dæmi séu tek- in. Ljóðakvöld LJÓÐAKVÖLD verður í Davíðshúsi í kvöld kl 20.30 og er það tileinkað sjálfu skáldinu frá Fagraskógi, Dav- íð Stefánssyni. Miðvikudagskvöld eru ljóðakvöld í Húsi skáldsins og eru til skiptis á Sigurhæðum og í Davíðshúsi. Dagskráin er í höndum Erlings Sigurðarsonar, forstöðu- manns hússins, og hefst stundvís- lega kl. 20.30 í kvöld, en húsið verður opnað kl. 20. Öll fjölskyldan mætir „Við leggjum ekki eingöngu áherslu á fagið á þessum ráðstefn- um, því að vaninn er að makar og börn fylgi ráðstefnugestum og við leggjum ekki síður áherslu á fé- lagslega þáttinn í samtökunum. Við getum nefnt að eftir hádegið á mánudeginum verður ferð um Skagafjörðinn. Við sjáum þar hestasýningu á Vindheimamelum, heimsækjum Vesturfarasetrið á Hofsósi og förum að lokum í grill- veislu á Hólum í Hjaltadal," sagði Gunnar. Einnig nefndi hann að far- ið yrði í fimm skoðunarferðir á kúabú í Eyjafirði á miðvikudegin- um. Vegagerðin á Norðurlandi eystra Birgir tek- ur við af Guðmundi BIRGIR Guðmundsson, umdæmis- stjóri Vegagerðarinnar á Vestur- landi, hefur verið ráðinn umdæmis- stjóri Vegagerðarinnar á Norðurlandi eystra. Hann tekur við stöðunni af Guðmundi Svafarssyni, sem verið hefur umdæmisstjóri á Norðurlandi eystra í tæp 32 ár. Birgir, sem er fæddur og uppalinn á Akureyri, hefur verið umdæmis- stjóri á Vesturlandi í 25 ár „og það var því kominn tími til að breyta til“, sagði hann í samtali við Morgunblað- ið. Birgir starfaði hjá Vegagerðinni á Akureyii á árunum 1972-1975, eða þar til hann tók við stöðunni í Borg- arnesi. --------------- Fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri DR. RICHARD Wine heldur í kvöld kl. 20 fyrirlestur í Listasafninu á Ak- ureyri sem fjallar um „Kynlíf, lygar og listtímarit". í erindi sínu mun dr. Richard einnig koma inn á það hvers vegna nútímalist er svona skrýtin. Dr. Richard Wine er einn ritstjóra Art in America og lætur mikið til sín taka um samtímalist, arkitektúr og hönnun á alþjóðavettvangi, en Art in America er eitt stærsta og áhrifa- mesta listtímarit heims. Dr. Richard Wine er doktor í bók- menntum frá University of Chicago og hefur ritað fjölda greina um listir, bókmenntir og menningarsögu. Aðgangseyrir að fyrirlestrinum er 300 krónur og eru allir velkomnir. ------------------- Hringhenda sýnd í Kompunni í KVÖLD kl 20 verður opnuð í Kompunni, Kaupvangsstræti 24, sýning á verki Jóns L. Halldórsson- ar „Hringhendu“. Hringhenda þessi er máluð lágmynd, eins konar form- spil hrings og allra hinna ferhyrndu forma Kompunnar. Kompan er opin þriðjudaga til laugardags frá kl. 14 til 17. Engin boðskort verða send en allir eru vel- komnir. Norrænt áhugafélag um nautgriparækt þingar á Akureyri Kúabóndinn á nýrri öld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.