Morgunblaðið - 19.07.2000, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.07.2000, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ Seðlabankastjóri um ummæli Stiglitz Slæm reynsla af hárri verðbólgu „Ég held það væri afar óvarlegt fyrir þjóð sem hefur jafn slæma reynslu af verðbólgu og við höfum, að fara vís- vitandi að leyfa verðbólgunni að hækka upp í allt að tíu prósent, eins og Stiglitz segir að sé allt í lagi,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, þegar ummæli bandaríska hagfræðingsins Joseph Stiglitz um verðbólgu og vaxtastefnu seðlabanka voru borin undir hann. Birgir ísleifur segir að menn þurfi að velta fyrir sér hvort ráðið verði við verðbólguna þegar hún sé komin svo hátt og að menn verði einnig að athuga að síðustu ár, þegar verð- Landssíminn tekur 2,4 milljarða erlent lán ÍSLANDSBANKI-FBA og Den Danske Bank hafa í sameiningu und- irbúið fjölþjóðlegt sambankalán fyr- ir Landssíma Islands hf. að upphæð 30 milljónir dala en það jafngildir um 2,4 milljörðum íslenskra króna. Þetta er í fyrsta sinn sem Landssím- inn tekur lán af þessari tegund á er- lendum fjármálamörkuðum. Skýrt var frá þessu í bresku fjármálaritun- um Intemational Financing Review (IFR) og Euroweek fyrir helgi. Lánið er til fimm ára en auk bank- anna tveggja standa að lánveiting- unni Norræni fjárfestingarbankinn og Banque et Caisse d’Epargne et l’Etat frá Lúxemborg (BCEE). ís- landsbanki-FBA er umsjónaraðili lánsins á lánstímanum. Að sögn Gunnars S. Sigurðssonar hjá FBA verða lánskjör þessa samnings ekki gefin upp. Guðbjörg Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Landssíman- um, segir að lánið sé ekki tekið vegna sérstakra verkefna eða fjárfestinga heldur sé um almennt rekstrarlán að ræða þótt eitthvað af því kunni að verða notað til þess að greiða niður önnur lán. bólga hafi verið innan við þrjú prós- ent, hafi verið mesta hagvaxtarskeið sem ísland hafi kynnst í áratugi. „Reynsla okkar er sú að lág verð- bólga hefur verið afar örvandi fyrir atvinnulíf og hagvöxt hér á landi,“ bætti Birgir í sleifur við. Hann sagðist telja að Stiglitz mið- aði við aðrar aðstæður en eru hér á landi og mun stærri vandamál en hér sé glímt við. Dæmin sem Stiglitz nefni séu ýkt og þar sé um að ræða örvæntingarfullar tilraunir til að bjarga því sem ekki hafi verið hægt að bjarga. Birgir ísleifur segir til að mynda mikinn mun á því hvort búið sé við pikkfast gengi eða hvort fyrirkomu- lag sé líkt og hér. Hér sé miðað við vísitölu sem byggð sé upp með hlið- sjón af utanríkisviðskiptum okkar, en gengið geti hreyfst töluvert innan fyrirfram ákveðinna marka. Alvöru flotefni / 22H2SE Efnifrá: ABS147 OPTIRDC ABS154 M ABS316 E9 Gólflagnir IÐNAÐARQÓLF47 SmtðjuvGgur 72,200 Kópavogur Sfmi: 564 1740, Fax: 5541769 ERICSSON 260 DECT • Minni geymirtíu siðustu númer sem hringdu • Innbyggður stafrænn símsvari með 15 mínútna upptöku • Móttekin skilaboð merkt með dagsetningu og tfma • Skammvalsminni rúmar 100 nöfn og númer • Hægt að nota símann sem barnavöktun TILBOÐSVERÐ flŒMFSLÁTTUR af Encsson aukahlutum 16.980 kr. VIÐSKIPTI Hlutafjártilboð frá óvönduðum aðilum Gylliboð og blekkingar „Ég hef fengið margar fyrirspurnir, bæði í starfi mínu hér á Islandi og í Bandaríkjunum, og þekki nokkra einstaklinga sem hafa tapað háum fjárhæðum vegna viðskipta við óvandaða „verðbréfasala“,“ segir Már Wolfgang Mixa hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, en eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær hefur bor- ið á því að einstaklingar hér á landi fái upphringingar að utan með gylli- boðum um hagstæð hlutabréfakaup. Aður en Már hóf störf hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar starfaði hann hjá Dean Witter, sem nú er hluti af fjár- málafyrirtækinu Morgan Stanley Dean Witter, og er því bæði kunnug- ur markaðnum hér á landi og í Bandaríkjunum. Már segir að það komi sér sífellt á óvart hversu margar hringingar hann fái frá fólki sem er að velta fyrir sér hvort það eigi að taka þátt í slík- um viðskiptum. Hann segir að greina megi ákveðin einkenni á starfsað- ferðum þeirra sem þessa iðju stunda. Nafn fyrirtækisins sem þeir vinna hjá sé undantekningarlaust líkt nafni á einhverju þekktu fyrirtæki og því finnist þeim sem hringt er í að um traust fyrirtæki sé að ræða. Már segir fyrirtækin jafnan hafa sett upp vefsíðu, en hún sé yfirleitt óvönduð og ekkert nema tengingar yfir á aðrar síður, t.a.m. heimasíðu Nasdaq eða annarra ámóta úr fjár- málageiranum. Hann segir einkenna þessa sölumenn að fyrst séu þeir vingjarnlegir, en ef fólk sýni kaupum lítinn áhuga breytist tónninn og sölu- maðurinn verði afar ýtinn. Ef hringt sé til baka í fyrirtækið sé svo oft ekk- ert nema símsvari sem svari. Loks segir hann aðferð sölu- mannsins til að sannfæra fólk um ágæti þess að kaupa oft þá að segjast hafa upplýsingar um að ákveðið fyr- irtæki muni fara að hækka. Þetta séu jafnan fyrirtæki þar sem miklar sveiflur séu í verði, t.d. Amazon.com, og því geti verið að sölumaðurinn slysist á.að segja rétt fyrir um verð- ið. Ef svo fari hringi sölumaðurinn aftur, bendi á þetta og segist nú hafa upplýsingar um annað fyrirtæki sem muni hækka. Þá láti sumir blekkjast og sendi háar upphæðir til fyrirtæk- isins, en eftir það sé erfiðleikum bundið að ná sambandi við fyrirtæk- ið og fá peningana til baka. En það eru samt frábær sértilboð á vönduðum sfmum frá ERICSSON 0 íversl unum Símans um allt land. [NEI, ÞAÐ VAR VIST EINHVER ANNAR SEM STOFNAÐISÍMAFYR TILBOÐIN GILDA TIL22.JÚLÍ í ÖLLUM VERSLUNUM SÍMANS *IVIeðan birgðir endast SÍMINN-GSM FÆRIR ÞÉR FRAMTÍÐINA ERICSSON TlOs • Styður 900 og 1800 GSM kerfin • Rafhlaða endist í 100 kist. í bið eða 4 klst. í notkun • Titrari • Fæst í fimm mismunandi litum • Útvarp, sem tengist símanum, fylgir ásamt heyrnartðlum* STAÐGREIÐSLUVERÐ 14.231 kr. Léttkaupsútborgun 2.980 kr. auk 1.000 kr. á mán. i 12 mán. ERICSSON T18s • Rafhlaða endist í 100 klst. í bið eða 4 klst. i notkun • Úthringingar með raddskipun fyrirtíu númer • Titrari • Fæst í þremur mismunandi litum • Útvarp, sem tengist símanum, fylgir ásamt heyrnartólum* STAÐGREIÐSLUVERÐ 18.981 kr. Léttkaupsútborgun 7.980 kr. auk 1.000 kr. á mán. ( 12 mán. MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 19 ERICSSON T28s • Styður 900 og 1800 GSM kerfin • Þyngd 83 g • Fæst ifjórum mismunandi litum STAÐGREIÐSLUVERÐ 25.631 kr. Léttkaupsútborgun 14.980 kr. auk 1.000 kr. á mán. ( 12 mán. ERICSS0N A1018 • Styður 900 og 1800 GSM kerfin • Hægt er að búa til sína eigin hringitóna • Hægt er að skipta um framplötu • Klukka með vekjara og „snooze” • Útvarp, sem tengist símanum, fylgir ásamt heyrnartólum* STAÐGREIÐSLUVERÐ 9.975 kr. Listaverð 10.500 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.