Morgunblaðið - 19.07.2000, Side 27

Morgunblaðið - 19.07.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 27 LISTIR Fyrir framan Gamla Þinghúsið á Svalbarðsströnd: Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir ásamt tíkinni Buddu og steinsteyptum stytt- um eftir Ragnar Bjamason trésmið og myndhöggvara í Reykjavík. Ljósmynd/Ásta Ólafsdóttir Á efri hæð hússins eru m.a. útsagaðar tréstyttur eftir Egil Ólaf Guðmundsson, Guðjón R. Sigurðsson og Svövu Skúladóttur. -Hvað er Safnasafn? „Safnasafnið er safn margra lítilla safna. Þar eru til sýnis alþýðulista- verk og sérsöfn eins og brúður; hannyrðir og eldspýtustokkar. I hverju safni eru frá tuttugu hlutum upp í þúsundir hluta. Auk þess starfrækjum við gallerí í Safnasafninu. Við bjóðum mynd- listarmönnum að sýna þar verk sín. Einn mánuð í senn. Oftast tengjast verkin menningarheimi alþýðulista- mannsins á einhvern hátt.“ -Hvernig kom það til að þið tókuð ykkur upp af Freyjugötunni í Reykjavík og fóruð að reka safn á Svalbarðsströnd norður í Eyjafirði? „Við bjuggum í þokkalega stórri íbúð í Reykjavík en söfnin voru farin að fylla alla skápa hjá okkur og teygja sig fram á gang, niður í kjall- ara og út í alla glugga. Fólk var farið að banka á dyrnar og spyrja: „Er búð hér eða er þetta safn?“ Ókunn- ugir voru farnir að óska eftir að sjá safnið og jafnvel skipuleggja hóp- ferðir á heimili okkar. Við höfðum lengi haft opin augun fyrir alþýðulist og söfnuðum henni. Við tókum að sækja sýningar á handavinnu aldraðra í úthverfunum eða einhverjar furðulegar sýningar sem við heyrðum af frekar en að fara á myndlistarsýningar. Hlutirnir heima hjá okkur voru farnir að skipta þúsundum og ljóst að við yrðum að fá húsnæði undir safnið. Við leituðum til Reykjavíkurborg- ar en mættum tómlæti þótt list al- þýðunnar réði þar ríkjum. Þá fórum við að hugsa hvort við yrðum ekki bara að flytja búferlum og taka safn- ið með okkur. Það er ekki hægt að reka svona safn nema búa annað- hvort í því eða alveg við hliðina á því og vera í kallfæri. Þegar við sáum Gamla þinghúsið á Svalbarðseyri auglýst til sölu urðum við sammála um að kaupa það og flytja út á land. Við yrðum brátt miðaldra og nú væri bara að hrökkva eða stökkva. Magnhildur var í góðu starfi og því var miklu meira átak fyrir hana að flytja norður heldur en mig sem er einfari. Mér fannst kominn tími til að fara úr Reykjavík. En við höfðum engin tengsl við Eyjafjörð. Hvorki ættartengsl eða tilfinningatengsl." -Unglingurinn, sonur ykkar, hef- ur verið tilbúinn að fara líka? „Já, já. Honum fannst þetta spennandi og við kunnum öll ákaf- lega vel við okkur.“ -Eruð þið Magnhildur bæði safn- arar? „Við gætum ekki dregið andann án þess að safna einhverju. En við söfnum ekki öllu heldur veljum úr því sem okkur býðst og leitum eftir hlutum sem við höfum áhuga á að eignast." -Er áhugi ykkar sem safnarar á sama sviði? „Já, alveg nákvæmlega. Þegar við tókum saman höfðum við safnað hlutum eftir sama manninn, Þor- „Gætum ekki dregið andann án þess að safna einhverju“ Níels Hafstein myndlistarmaður og Magnhildur Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur reka Safnasafn í Gamla þinghúsinu á Sval- barðsströnd. A sumrin kemur þangað fjöldi íslenskra og erlendra ferðamanna til að skoða það sem þar er til sýnis. Ásta Ólafsdóttir fékk Níels í viðtal þegar hann kom til Reykjavíkur í byrjun sumars. stein heitinn Díómedesson. Þetta eru tálgaðir fuglar og málaðir þann- ig að það er dálítið stutt á milli augn- anna. Þeir eru allir rangeygðir, syfj- aðir og elskulegir. Eg lagði um 25-30 fugla í búið og hún nokkuð fleiri. Samtals voru þetta hátt í 70 stykki sem flugu þarna saman inni í skáp hjá okkur.“ -Hverju safnið þið? „Því sem verður útundan eða hef- ur verið sniðgengið og er ekki viður- kennd list eða hámenningarlist held- ur sjálfsprottið. Við leitum fanga þar sem hjartað slær, þar sem menn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Þetta er alþýðulist og henni má í grófum dráttum skipta í fjóra hópa: I fyrsta lagi það sem er mjög stíft, barnslegt, stundum skrautlegt og segir enga sögu, er ekki í tengsl- um við neitt nema manninn. I öðru lagi verk sem lýsa athöfnum svo sem gömlum vinnuaðferðum. Þau eru full af fortíðarþrá eða rómantík. í þriðja lagi verk eftir afburða hand- verksmenn þegar á bak við smáatr- iðin og fíneríið glitrar á eitthvað sem grípur mann og hrífur. I fjórða flokknum eru verk eftir fólk sem er veikt á geði, utanveltu- fólk eða afbrotamenn, stundum bit- urt og reitt en fær tilfinningalega út- rás við að skapa. Þetta er kölluð „Art Brut“ á erlendum tungumál- um. Verk þessa hóps geta verið ásækin, ruddaleg og einhvern veg- inn logandi. Það er fyrirhafnarleysið við sköp- un þessara verka sem heillar okkur. Þau þurfa ekki að hafa listsögulegt gildi eða styðjast við fagurfræðilega reynslu. Gildi verkanna felst í því hvað þau eru nákomin manninum sjálfum. Þau eru partur af sjálfs- mynd hans“. -Hvað gerist þegar maður kemurí Safnasafnið? Hvernig er tekið á mótigestum? „Á hlaðinu standa steyptar högg- myndir eftir Ragnar heitinn Bjarna- Maður og kona gerð af Guðjóni R. Sigurðssyni. son frá Öndverðarnesi í Grímsnesi. Það er móttökunefndin ásamt mér. Fullorðnir borga 300 krónur í að- gangseyri og fá ágæta sýningar- skrá. Fólk spyr mikið og ég segi fólki sögur af hlutunum ef tími er til. Þegar gengið er í gegnum and- dyrið er komið að safni af dúkkum í þjóðbúningum. Brúðurnar hafa komið til landsins í farangri margra karlmanna sem hafa gefið þær dætrum sínum og barnabörnum. Is- lenskir sjómenn og heimshorna- ílakkarar eru mestu dúkkuinnflytj- endur landsins. Þegar þeir koma í Safnasafnið reka þeir oft upp stór augu og þekkja dúkkurnar. Við sýn- um um 400 brúður en eigum um 800 samtals. í næsta herbergi fyrir inn- an eru blýantsteikningar eftir Har- ald Sigurðsson sem var leigubíl- stjóri í Reykjavík. Þar er líka samsýning sem heitir „Borð, stóll og stigi“. I henni taka þátt bæði börn, handverksfólk og listamenn. Á efri hæð hússins eru málverk eftir Valdi- mar Bjarnfreðsson í Reykjavík, skálar eftir Báru Sævaldsdóttur, fyrrverandi húsfreyju á Svalbarðs- strönd, og útsagaðar tréstyttur eftir Egil Olaf Guðmundsson frá Hvammstanga, Guðjón R. Sigurðs- son frá Fagurhólsmýri og Svövu Skúladóttur í Reykjavík. Nú er sýning í galleríinu á verkum eftir Valgerði Guðlaugsdóttur myndlistarkonu. í ágúst mun síðan Harpa Björnsdóttir sýna brons- skúlptúra hjá okkur.“ -Hvernig hafa Svalbarðsstrandar- menn tekiðykkur ogsafninu? „Þeir tóku okkur mjög vel og eru boðnir og búnir til að aðstoða okkur. Allt virkilega yndislegt fólk.“ -Er ástæða til þess að hvetja fólk til þess að skapa og búa til eitthvað oghvernig er best að gera það? „Já, það er alveg nauðsynlegt þyj það að skapa gerir öllum gott. Á safninu heyrir maður fólk sem hefur orðið mjög hrifið verða á orði: „Mik- ið er þetta skemmtilegt. Gaman væri að gera eitthvað svona. Ég held ég fari bara heim og finni mér eitt- hvað dót í geymslunni til að búa til úr.“ Þannig held ég að heimsókn á safnið virki hvetjandi á aðra til að skapa. Álþýðulistamenn hafa oft og tíð- um ekki fengið nokkra hvatningu við listiðkun sína. Það er algengt að fólk bara skilji ekki þessa þrá til að búa eitthvað til. Stundum er jafnvel reynt að breyta því sem alþýðulista- menn eru að gera. Björn heitinn Guðmundsson frá Laufási í Víðidal hafði alltaf haft þann draum þegar hann var ungur að læra til trésmiðs en það var ekki hægt og hann gerðist bóndi. Þegar hann var kominn á aldur hætti hann að búa og flutti á dvalarheimilið á Hvammstanga og keypti sér lítinn torfbæ sem var þarna beint á móti. Þar fór hann að saga út karla. Einu sinni þegar ég var að spjalla við hann sagði hann við mig: „Hvað finnst þér um þetta, Níels? Þær eru að koma hér til mín, konurnar í kvenfélaginu, og kaupa eina og eina styttu en þeim finnst þær svo dauf- ar. Þær segja að ég eigi að mála þær í skrautlegum litum.“ Þá sagði ég við hann: „Þú skalt vinna þitt verk og ekki hlusta á aðra. Ef þú vilt liti þá velur þú það sjálfur." „Óskaplega er ég feginn að heyra þetta,“ sagði hann og hélt áfram að gera sína karla eins og hann vildi hafa þá. Hann hélt sínu striki. Eins er með okkur á Safnasafninu."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.